Þetta drasl...
16.12.2007 | 03:09
Ein jólin fyrir einhverjum árum vorum tilfinningarnar að bera mig ofurliði, gagnvart móður minni. Ást mín til hennar var og er gjörsamlega einlæg og takmarkalaus. Þessi jól langaði mig að gefa henni eitthvað alveg sérstakt. Það er alltaf erfiðast að gefa mömmu. Ég átti svo sem nægan aurinn. En staðreyndin var sú að hún á flest allt veraldlegt. Það var/er varla hægt að loka fataskápunum fyrir fatnaði, og það af öllum stærðum, fer eftir því hvort hún sér sig stærð 8 eða 16 þann daginn sem innkaupin eiga sér stað. Gull er að finna í fjöldan allan af skúffum. Nokkrir trúlofunar- og giftingarhringir sem hafa verið soðnir saman og sameinaðir í klumpa, liggja þar á meðal.
Ef ég bæti svo mikið sem einu stykki kílói á minn grannholda rass, á ég á hættu með að brjóta innanstokksmuni eða fleygja niður blómaskreytingu þegar ég kem í heimsókn. Imvötnin í hillunum kæfa skitafíluna af eftirlíkingunum. Veggirnir eru drekkhlaðnir, því lenda myndirnar af barnabörnunum undir rúmi. Þessi jól vildi ég gefa henni eitthvað alveg spes, svona með öðru, sjálfsagt einu ilmvatninu til eða kreminu sem lofar eilífri æsku. Efasemdir gerðu þó vart við sig...
Settist niður með þær upplýsingar að vopni að það er hugurinn sem gildir. Hugur minn var hjá henni og ég lagði hjartað í gjöfina. Rómantískar hugleiðingar um blik í augum hennar kinkuðu upp kollinum. Ég útbjó lítinn ferkantaðan kassa. Pakkaði honum inn í fallegasta pappírinn sem til var í búðinni. Límdi að innaverðu, þannig að engin voru skilin. Skreytti hann með örfínum silkiborðum, blúndum og agnarsmáum silkiblómum. Gjöfin var bleik og hvít. Uppáhaldslitirnir hennar á þeim tíma. Útbjó svo með fínlegu letri lítið kort með samskonar pappír, og næstu kvöld fram að jólum fóru í að hnoða saman texta.
Hann var eitthvað á þessa leið;
Elsku fallega mamma mín,
Þessi gjöf er afar sérstök,
sem þú mátt aldrei opna.
Þegar þér líður illa,
taktu hana í hönd þér,
haltu upp að hjartanu.
Þá þú veist og finnur að ást mín,
og hugur er ávallt hjá þér.
Ég elska þig,
Þín dóttir Heiða.
Þegar ég svo keyrði út gjafirnar á aðfangadagsmorgun átti þessi litli pakki, farþegasætið. Þetta var stærsta gjöfin í sjálfu sér. Þetta var fallegasta gjöfin og sú dýrasta þar sem ég hafði lagt hjartað í hana.
Því miður þurfti hún leiðbeininga við, mömmu fannst alveg fáránlegt að mega ekki opna hana. Ég útskýrði fyrir henni að ekkert væri inn í pakkanum, nema ást mín til hennar...
-Láttu ekki svona Heiða, sagði hún einsog afundinn krakki... hvað er inní pakkanum?
... það skyggði aðeins á gleðina...
Árin liðu og gjöfin fékk sess á hornskots-borði einu þar sem gestir og gangandi sáu. Verðgildið jókst í huga móður minnar þar sem fjölmargar athugasemdir á borð við; -Nei nei mikið er þetta fallegt... -hva, afhverju fjöldaframleiðir hún ekki pakkana og selur...þetta er svo sniðugt og sætt!
En maður fjöldaframleiðir ekki ást...
Mamma sagði og dæsti;
-æi þið vitið hvernig hún Heiða er....sjálf skil ég ekkert í henni!
Einhverju sinni er ég í heimsókn. Ég hélt niður í mér andanum þannig að blómadraslið fyki ekki niður af borðum og hillum. Hélt á instant kaffinu, þvi ekki var pláss fyrir kaffikönnu, hvað þá kaffibollann á borðinu. Þegar ég svo loks andaði að mér og var nánast við það að kafna úr ilmvatnsfílu, þá sé ég pakkann. Hann var orðin eitthvað lúin og litla kortið með textanum dottið af honum, en lá samt sem áður við hliðina, ...ég segi aðeins hrærð;
-Nei, mamma, æi en sætt...áttu þetta ennþá?
-hvað?
...hún lítur í kringum sig og sér hvar ég bendi...já þetta drasl...ég man ekkert hvaðan ég fékk þetta...
...þið megið eigna ykkur hugmyndina, hún er eiginlega verðlaus
Athugasemdir
æj hvað þetta er/var falleg og lítilsmetin gjöf.
Sagan er góð og boðskapurinn líka
Hrönn Sigurðardóttir, 16.12.2007 kl. 07:12
ÆÆÆ sagan er góð og boðskapurinn sérstaklega
Sigurður Hólmar Karlsson, 16.12.2007 kl. 09:13
Ég ætti kannski að taka fram hér að mamma er yndisleg en afar veik...það er samt boðskapur
Heiða Þórðar, 16.12.2007 kl. 09:42
Falleg gjöf Heiða, gefin af ást. Sumir kunna bara ekki á svona hluti, þetta var kannski ekki vanþakklæti hjá mömmu þinni, frekar skilningsleysi, pakki með "engu" innihaldi.
Ég hefði farið að skæla af gleði, hamingju og þakklæti ef ég hefði fengið svona fallega gjöf þú ert snillingur!
Guðrún Jóhannesdóttir, 16.12.2007 kl. 10:03
Frábær hugmynd, ,,ég færi nú að gráta ef einhver gæfi mér svona, og þá af gleði sko
Kannski maður steli þessari hugmynd, svona að hluta allavega
Knús á þig
Ásgerður , 16.12.2007 kl. 11:01
Það er nú ekki hver sem er sem fær hjarta barnsins sín að gjöf
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.12.2007 kl. 12:09
Var að senda þér mail dúlla
Ásgerður , 16.12.2007 kl. 12:11
Heiða mín,þetta er falleg færsla. Hún minnir mig á smásögu sem snart mig á sínum tíma og er ég viss um að þú hefur ekki heyrt hana.
Á fátæku heimili rétt fyrir jólin,var lítil stúlka að baxla við að pakka inn jólagjöf.og notaði miknn jólapappír í það.Pabbi hennar skammaði hana fyrir að eyða svona miklum pappír. Svo kemur að jólum og pabbin sér merkta jólagjöf til sín frá dóttir sinni.Góða stund, er hann að rífa utan af pakkanum og í nú skammar hann dótturina fyrir bruðlið á pappírnum. Inn í allri hrúgunni var kassi og ekki skánaði ástandið .Hann var tómur ,þegar hann lyfti lokinu.Og enn skammaði pabbi hennar nú fyrir það að gefa honum tómann kassa eða öskju.Það væri ljótt.
þá segir stúlkubarnið í sinni hjartans einlægni. PABBI, ÉG BLÉS 1000 KOSSUM Í ÖSKJUNA BARA FYIRIR ÞIG. FAÐIRINN KOMST VIÐ, SETTI ÖSKJUN, Á NÁTTBORÐIÐ HJÁ SÉR OG ÞAR VAR HÚN MEÐAN HANN LIFÐI.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 13:50
Las einmitt þessa sögu á einhverju blogginu fyrir einhverjum dögum...fékk svona "flashback"...en ég var fullorðin í árum.
Heiða Þórðar, 16.12.2007 kl. 14:32
Takk fyrir þessa frásögn !
Sunna Dóra Möller, 16.12.2007 kl. 19:00
Eitthvað til að hugsa um, takk fyrir. Vonandi líður mömmu þinni vel núna og þér líka vina mín.
Ásdís Sigurðardóttir, 16.12.2007 kl. 20:41
er eitthvað til sætara en svona gjöf...held ekki þú ert einfaldlega æði.
Einar Bragi Bragason., 16.12.2007 kl. 23:36
Ég skil þig að vera sorgmædd yfir þessu og finn til með þér. Frábær hugmynd samt sem áður.
Helga Linnet, 17.12.2007 kl. 11:04
Efast ekki um að móði þín ´sé yndisleg, en kenni í brjósti um hana, getur ekki hafa verið mjög sæl eða hamingjusöm með lífshlaup sitt!?
Magnús Geir Guðmundsson, 17.12.2007 kl. 21:04
Þú ert snilld
Marta B Helgadóttir, 17.12.2007 kl. 22:32
Solla Guðjóns, 18.12.2007 kl. 08:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.