Samlíf ...ekkert er heilagt hjá sumum
3.12.2007 | 23:00
Ég á vinkonu, eiginlega nokkrar. Ein þeirra er alveg sér á báti. Við erum afar ólíkar. Þegar ég skúra þá skúra ég bara. Punktur og málið er dautt. Þegar hún skúrar þá skúrar hún ekki bara. Það á einnig við um alla aðra hluti í lífi hennar...og mín. Ég elda. Kannski kjúkling...en hún eldar aldrei bara kjúkling.
Ég verð eiginlega að taka dæmi þannig að ég skiljist...
Hún hringir og spyr;
-hvað varstu að gera?
- ekkert svo sem, nema að ég skúraði.
Ef ég spyr á móti...þá svarar hún;
-ég var að skúra...sko ég skúraði all svakalega. Tók hverju einu og einustu mublu frá og skúraði undir...þreif alla lista á hnjánum...þvottarefnið sem ég notaði var Ajax Ultra...þetta í gulu brúsunum, með sitrónuilminum...og þegar ég var búin að setja húsgögnin öll á sinn stað þá bónaði ég yfir allt...með þess líka svaka flotta bóni æi, þú veist....ég byrjaði þarna og endaði þarna og....ég er alveg dauðuppgefin!
Á þessum tímapunkti er ég líka orðin uppgefin...og finn ilminn úr stofunni minni í leiðinni.
Þetta á einnig við þegar við ræðum matseld;
-ég var með kjúkling (ég)
-ég keypti þennan svakalega feita og fjöruga nýhár-reitta kjúkling í Nóatúni hann kostaði 1.239,- m/vsk. Ég fór með hann heim. Hann lá í aftursætinu (ófrosinn) þegar ég kom heim þá kveikti ég á ofninum og setti hann á 185° ...þegar ofninn var orðin vel heitur setti ég hann kryddaðan með alveg spes kryddi, var reyndar búin að snöggsteikja hann á pönnu til að loka honum. Þannig að safinn heldi sér. Á meðan hann varð gullinbrúnn í ofninum tók ég kartöflur osfrv. Sósan var æðisleg...svona gratineruð villi-sveppa-rjóma-osta-sósa...meðlætið sem ég var með var.....
Aftur er ég dauðuppgefin... hugurinn kominn langt frá matseld minnar kæru vinkonu...augun leita upp og útum gluggann...í versta falli límast þau við sjónvarpskjáinn. Ef skemmtileg mynd er á boðstólnum er ég hólpinn. Ef ekki er þetta martröð dauðans...
Þegar hún spyr mig um einhvern sem ég date-a...
-æi, hann er bara fínn. Við erum bara vinir...
Þegar ég spyr út í ástarlíf hennar, sem ég þarf ekkert sérstaklega að gera...það bara kemur;
Fæ ég að vita hversu menntaður viðkomandi er, allt hans fjölskyldulíf, barnafjölda, fyrrverandi konur, stjórnmálaskoðanir, hvernig útlit handa hans og annarra staða ...samlífið (sem er alltaf það albesta hingað til, þar til annað kemur í ljós) svo fæ ég í details um frammistöðu viðkomandi. Hversu langur, stöðugur og breiður hann er....
...þannig að það gefur augaleið að það er mun skárra að bjóða vinkonu minni út en mér, ef viljinn er sá að ég kynnist ykkur betur....
Málið með mig er að mér finnst hundleiðinlegt að kjafta og blaðra um skúringar, eldamennsku...og...hitt er of prívat einhvernveginn.
-Hún hringdi áðan...ég lét sem ég hvorki heyrði né sæi símarassgatið...skellti mér í baðið...
...sem var bara bað...
...ef hún fer í bað er það...
...læt ykkur um að fylla í eyðurnar...skildi eftir 10A4 blöð ...góða skemmtun
Athugasemdir
neibb
Heiða Þórðar, 3.12.2007 kl. 23:24
úfffffffff úfffffffff úffffffffff úffffffffff hvað er hægt að segja annað en úfffffffff
Einar Bragi Bragason., 3.12.2007 kl. 23:30
mér dettur tildæmis eitt í hug....
Heiða Þórðar, 3.12.2007 kl. 23:50
þú meinar
Einar Bragi Bragason., 4.12.2007 kl. 00:02
þú ert lang fallegust.......ég fattaði he he
Einar Bragi Bragason., 4.12.2007 kl. 00:02
Solla Guðjóns, 4.12.2007 kl. 00:26
Þessi frásgnargáfa vinkonu þinnar er þekkt fyrirbæri. Tala um allt annað en það sem snýr að henni sjálfri, einfaldlega að ýta því frá sér sem er óþægilegt. En að hlusta á svona er
MANNSKEMMANDI OG TÍMAÞJÓFUR. YOU GOT A WORK TO DO.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 06:30
Ég er búin með þessi 10 afjórir blöð áttu fleiri ?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.12.2007 kl. 09:19
Mér líkar nákvæmni vinkonu þinnar & næmni hennar fyrir nauðsynlegum smáátriðum. Brói minn er á lausu, fæ ég símanúmerið ?
Steingrímur Helgason, 4.12.2007 kl. 10:28
Besta date með Heiðu er þá að fara í Bíó ekkert vesen bara kaupa popp og kók og segja hæ og horfa á myndin og segja svo bæ ... höfum þetta einfalt ..... þetta var grín Heiða ( mannst ég er með Desember púkann )
Stjanaðu svo svolítið við þig eftir allar vinnustundirnar bráðum ..
knús GTG
Gísli Torfi, 4.12.2007 kl. 14:28
þekki svona persónu .. nákvæmlega svona deteilar
Margrét M, 4.12.2007 kl. 16:28
Er ekki ein svona í lífi okkar allra?
Hrönn Sigurðardóttir, 4.12.2007 kl. 18:42
Kan þessi vinkona að lesa? (blogg)
Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.12.2007 kl. 19:57
Nei hún kann bara að tala...
Heiða Þórðar, 4.12.2007 kl. 23:35
Betrumbætti línurnar þínar smá!
Magnús Geir Guðmundsson, 5.12.2007 kl. 01:42
Mér dettur nú bara í hug enska máltækið: With friends like this who needs enemy's.
Steingerður Steinarsdóttir, 5.12.2007 kl. 10:42
Kristín Katla Árnadóttir, 5.12.2007 kl. 12:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.