...hver blótar á kirkjutröppum?
2.12.2007 | 00:15
Við mæðgur fórum að versla í dag. Mitt í hringiðju mannífsins...datt ég út...engan skildi undra. Þvílík lætin og göslagangurinn í fólkinu.
Ég lagði upp með að kaupa; ljósaséríur, gular, rauðar og grænar úti-ljósaperur ofl....í stað þess dró ég upp úr innkaupapokanum, ; 3 barnabækur, 50stk. litríkar blöðrur, bleika telpuhanskar sápukúlur og jólasveinahúfu...
...var orðin loftlaus eftir fimm stk..., ilmandi af sápukúlum með jólasveinahúfu á höfðinu las ég bækurnar þrjár...hanskarnir liggja á náttborðinu...Sólar-dísin sofandi undir himnasænginni umvafinn smá ljóstýrum í rauðum hjartalöguðum umgörðum. Englarnir tveir vaka yfir henni...von bráðar mér einnig.
---
Ég minnst þess núna þegar ég horfi á viðurkenningaskjal sem liggur á borðinu hérna við hliðina á mér að ég labbaði upp kirkjutröppur...nánar þann 25. sept. sl.
Á tröppunum stóð fjöldi fólks í samræðum...ég kem askvaðandi hlaupandi upp tröppurnar og til að leggja áherslu á orð min segi ég svona hálfpart við sjálfa mig, hátt og snallt;
-mikið djöfull er kalt!
...bæti svo við skömmustulega...;
-Jesus Crist.... hver blótar á kirkjutröppum?
Áður en ég sté semsagt inn um kirkjudyrnar hafði ég brotið tvö af boðorðunum. Fólkið sem þar var fyrir ýmist brosti út í annað ...eða ekki. Týpískt fyrir seinheppni mína...
Nú tveimur mánuðum seinna er ég útskrifuð með viðurkenningaskjal af Alfa námskeiði. Og er næstum alveg hætt að blóta. Hef í raun andstyggð á blóti... og hef alltaf haft.
Ég er sama manneskjan og ég var áður...alls ekki verri.
Kannski betri... kannski ekki.
---
En svo skeður það síðasta þriðjudags-seinnipart að ég laug. Og það er bannað að skrökva. Bjallan hringir og ég svara.
Maður kynnir sig í dyrasímanum og segist vera með lesefni fyrir fólk sem er vantrúað...hvort hann megi koma inn.
-því miður get ég ekki tekið á móti þér ... eins mikið og ég vildi...stend nefnilega hér allsnakinn...var að koma úr sturtu...er nefnilega á leiðinni út ....á Alfa námskeið.
Ekki veit ég afhverju ég sagðist vera berrösuð...mér fannst það bara eitthvað svo smellið og fyndið þarna sem ég stóð fullklædd með kaffið í hendinni...
...bað hann endilega að skilja lesefnið eftir í póstkassanum mínum...
...svo á föstudaginn hringir dyrasíminn aftur og ég svara sama manninum...
...og ég lýg aftur...
-því miður stendur mjög illa á hjá mér...get ekki tekið á móti þér...stend hérna í sænginni einni fata...er eitthvað hálfslöpp...
...ég var með fullt hús stiga hvað varðar hressleika. Kappklædd en ekkert var kaffið....
...kannski hef ég ekkert lært...kannske ég sé sami púkinn...
...en ég veit hann kemur aftur og aftur og aftur...og þá bíð ég honum uppá kaffi og verð fullklædd og stillt og blóta ekkert!
Athugasemdir
Djöfull var þetta andskoti fín færsla hjá þér....
Einar Bragi Bragason., 2.12.2007 kl. 00:24
Búin að taka könnunina uhu uhu þetta hjálpaði egóinu á hverjum degi he he
Einar Bragi Bragason., 2.12.2007 kl. 03:59
Alfa námskeið ?????
Blót er alveg hræðilegur löstur ... skamm skamm! Ég viðurkenni að ég stend mig stundum "sjaldan" að þeim lesti en þá er ég líka með akfeita hrekkjupúka á öxlum. Mér finst allt í lagi að plata þegar þannig stendur á en það er nottl. bannað að ljúga!
Svo er bara að finna mun á ljúg og plati .... Jólaknús á aðventuna
www.zordis.com, 2.12.2007 kl. 10:11
skrattans góð færsla hjá þér.Anskoti góður penni.
Ólafur fannberg, 2.12.2007 kl. 10:22
Nei nei, hún bara fór og faldi sig þegar ég breytti útlitinu...en ég finn hana...þolinmæðina á þetta...
Heiða Þórðar, 2.12.2007 kl. 11:50
Ég er þeirra skoðunar að við eigum að blóta meira en við gerum...
Nú hugsar þú, af hverju?
Svarið er einfald... þegar ég skrifa andskotans, helvítis og önnur blótyrði þá snertir það mig ekkert. En ef kristinn maður skrifar þessi orð, þá fær hann/hún fiðring í magann... eða hvað?
Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.12.2007 kl. 13:39
Hehehehe karlgreyið er náttúrulega að bíða eftir að þú bjóðir honum inn, meðan þú ert svona fáklædd.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2007 kl. 14:29
Kannski að áhugi hans á þér hafi aukist með þessum "fínu lygum" - berrrössuð á og á sænginni einni fata . Það kæmi mér ekki á óvart að hann komi aftur til að heyra meira
Valgerður Halldórsdóttir, 2.12.2007 kl. 17:18
Góð Heiða. ef maður ætlar að blóta þá hlýtur barasta kirkjutröppurnar að vera besti staðurinn, þaðan er svo stutt að fara inn og biðjast fyrirgefningar... og bjóddu svo manngreyinu inn næst berrössuð á tánum...?
bara Maja..., 2.12.2007 kl. 19:13
hehehe frábær!
Heiða Þórðar, 2.12.2007 kl. 19:37
það er nú svosem alltílagi að fóðra púkann á fjósbitanum aðeins, sérstaklega í aðdraganda jólanna. Mér finnst þetta annars bara mjög flott færsla hjá þér!
halkatla, 2.12.2007 kl. 19:40
Ég er ekki viss um að ég hafi efni á því að gefa þér ráð en trúðu mér....lygar og blót verða þér fjötur um fót.............
Júdas, 2.12.2007 kl. 20:00
Já fékkstu ekk virðukenningarskjalið ( er komið uppá Vegg ) .... Var nefnilega svo að spá í hvað maður eigi að gera á Þorranum núna ekki blótar maður þá...
Gísli Torfi, 3.12.2007 kl. 09:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.