Viðkvæmur í geirvörtunum...
29.11.2007 | 01:38
Hvað segir maður eftir geggjaða nótt? Margt og mikið svosem...það voru púkarnir. Þvílíkir belgir...djöfluðust báðir tveir og hoppuðu einsog vitfirringar ofaná mér uppí rúmi til að ganga fjögur í nótt. Ætlaði aldrei að geta sofnað fyrir kvikindunum litlu. Fleygði þeim fram í stofu en þeir smugu inn um rifuna...reittu hárið mitt og kitluðu mig þar til ég var næstum búin að pissa í mig af hlátri.
Þegar ég er andvaka og berst við að sofna þá fer ég að hugsa ....hugsa mikið og meira en vanalega. Einsog það sé ekki nóg.
Ég ætla að gefa ykkur innsýn inn í eitt....EN ALLS EKKI ALLT...sem ég hugsaði í nótt.
Þegar ég var nýkomin frá NZ og farin að vinna hjá virtu fyrirtæki hér í borg, er ég eitt kvöldið stödd á Hótel Örk að sækja fyrrverandi fósturföður sem þar var að spila. Ég sit þarna við borð og þá koma til mín tveir útlendingar...ég man að það fór í taugarnar á mér, þarna sem ég sat og hlustaði á tónlist sem hreif hjarta mitt...þetta var eitthvað svo magnað augnablik. Ég minnist þess hvorki fyrr né síðar að tónlist hafi haft svona rosalega mikil áhrif á mig einsog þetta kvöld. Þeir vildu ólmir halda uppi samræðum og ég gerði mitt besta og fórst það vel úr hendi, að gera þá skiljanlega um að félagsskapar þeirra væri ekki óskað.
Annar spyr mig að lokum um bestu veitingastaðina í Reykjavík. Þrjá staði fyrir kvöldin sem þeir ættu eftir að dvelja í borginni. Án þess að brosa fer ég ofaní veskið mitt og sæki blað og penna og skrifa;
Perlan - Lækjarbrekka - Við Tjörnina.
Læt annan þeirra hafa miðann...
Daginn eftir er ég í vinnunni hjá þessu fyrirtæki. Síminn hringir og útlendingur á hinni línunni. Til að gera langa sögu stutta, var það einn mannanna. Ég spurði; hvernig veistu hvar ég er að vinna? (ekki ánægð) ég hafði þá skrifað aftan á nafnspjaldið mitt veitingastaðina þrjá. Hann sagði mér frá vini sínum sem hafði þurft að fara strax heim vegna dauðsfalls í fjölskyldunni og þetta var allt vægast sagt dramatískt...og bauð mér á staðina þrjá. Þann fyrsta þarna strax um kvöldið. Svarið var einfalt; No way!
Á þessum tíma vorum við Ari minn (sonur) ein ...og eina tilbreytingin var þegar við fengum okkur tómatsósu með kjötbúðingum... maðurinn hringdi aftur og aftur og í þriðja skiptið þegar ég var búin að fá sendan þann alstærsta blómvönd sem ég hafði augum litið á nýja vinnustaðinn og ómælda athygli í leiðinni...sem ég vildi alls ekki. Lét ég tilleiðast... með einu skilyrði;
Að Ari minn fengi að koma með öll þrjú kvöld. Það var auðsótt mál og samþykkt og allt án nokkurra skilyrða...auðvitað sagði hann....ég elska börn. Á þrettán sjálfur!
Það sem eftir lifði dags nagaði ég mig í handarbakið...ertu fáviti Heiða - nei nei þú ert bara svo cool og spontant ...þetta er flott býður stráknum þínum loks flott út að borða....og allskyns raddir, allsstaðar að, öskruðu á mig. Við fórum. Öll kvöldin. Borðum flott og ég get með sanni sagt að framkoma mannsins gagnvart mér var þvílík að ég hef sjaldan fílað mig sem eins mikla drottningu.
það næsta sem ég komst nálægt einhverju ósæmilegu ef ósæmilegt skyldi kalla var að hann trúði mér fyrir því hann væri sérlega næmur í geirvörtunum...og ég sagði bara:
-já er það...í alvöru? án þess að reyna hið minnsta að komast að sannleikanum.
Hann sagði líka annað...eitthvað í sambandi við að ef fjórir hlutir í samskiptum konu og karls væru í lagi...þ.e. lykt, bragð, nálægð...og þetta fjórða er ég búin að vera að brölta með í alla nótt og annaðslagið í allan dag en get ekki munað það. Þá væri allt annað í lagi.
Hann fór heim til sín og lífið hélt áfram að vera kjötbúðingur og tómatsósa. Svo fengum við sendar gjafir. Ari minn fékk boomerang handmálað frá Ástralíu...ég man ekkert hvað ég fékk. Einhverjar voru e-mail sendingarnar...eða alveg þar til að hann bauð mér út til London þar sem head-office-ið var af rekstri hans.
Heiða spontant talaði um fyrir Heiðu skynsömu og ég fór út. Til London...fékk loforð og staðfestingu frá hótelinu, á að ég fengi sérherbergi. Reyndar var það flott svíta. Einsog manni sæmir sem kann ekki aura sinna tal, lét hann limmósíu sækja mig á flugvöllinn og keyra mig í þá alstærstu skrifstofubyggingu sem ég hef séð. Og einsog milljónamæringi sæmir lét hann einkaritarann segja mér að bíða meðan hann væri á fundi...mér líkaði hvorugt! Hvorki limminn né biðin.
Helgin var alveg fín (ekki ágæt því ágæt er best) Einhverju sinni á bát hvíslar hann; -Heiða sérðu úrið sem þessi dama er með. Ég kinka kolli.
-Það kostar 2 milljónir.
-Hvernig veistu það?
-Afþví ég er með eins úr...
Ég man að ég var með mynd í fanginu sem ég hafði keypt handa ömmu áður en við fórum á bátinn. Myndin var af Jesú með lýsandi geislabaug og ég hafði keypt hana á markaði fyrir krumpaðan og skítugan fimm dollara seðil. Ég man að ég hugsaði; -ohhh, ég vona að ekki skvettist vatn á hana og hún skemmist. Ég var ekkert stressuð yfir úrinu hans...
Eitt kvöldið beið ég með honum í herberginu hans. Við vorum að fara út að borða. Verið var að strauja skyrtu sem hann hafði keypt þarna um daginn. Ungur strákur kom með skyrtuna og þegar maðurinn sá að brot hafði verið sett í ermarnar...þá gjörsamlega trompaðist hann. Ég hef sjaldan séð eins mikil læti...og aldrei eins mikla geðveiki útaf skyrtu. Karlkvikindið jós yfir hann skömmum og svívirðingum og mér varð svo mikið um þegar strákgreyið var farin að gráta þarna í forstofunni að ég fór að skæla með honum...
Þarna fékk ég staðfestingu á þvi að nærvera hans var allt annað en þægileg...ég var lukkuleg þegar ég sat í flugstöðinni og beið þess að vélin tæki mig heim.
Ég sat á barnum á flugstöðinni og hrærði í köldum kaffibolla þegar ég heyri tvo íslenska karlmenn vera að tala saman...um business...um innflutning á bjór frá Rússlandi svo segir einn;
-nei, nei, heyrðu sjáðu þessa maður!
-já andskotinn sjálfur....djö.... held ég að það væri gott að taka í hana þessa maður!
-já vá...þetta er örugglega high-class hóra!
-nei heldurðu það? hún er ekki klædd þannig..
-nei en þær leyna á sér...hórurnar sko...hún gæti verið rússnesk...eða frönsk...
-tékkaðu á því...
Annar labbar til mín og segir á ensku;
-fyrirgefðu fröken...ertu frá Rússlandi?
-Nei reyndar ekki, íslensk og er ekki einu sinni léleg hóra...ég er bara Heiða.
Auðvitað misstu þeir andlitið...þetta var vægast sagt fyndið móment...
Einkennilegt er, að ég man þetta samtal... einsog það hafi skeð í gær en get ómögulega munað þetta fjórða þarna; , snerting, lykt, nærvera...ahhh....einhver?
... kannski var það bara eitthvað allt allt annað....
Athugasemdir
Fínasta saga
Gísli Torfi, 29.11.2007 kl. 08:52
Hehe,
Bjóst við að sagan myndi enda á.
Góður draumur maður því 3/4 framan af voru eins og góður draumur.
Freyr Hólm Ketilsson, 29.11.2007 kl. 08:57
Ó guð..................... Karlmenn!!
Can´t live with them, can´t live without them
Hrönn Sigurðardóttir, 29.11.2007 kl. 09:02
Tí hí hí hí......en við íslensku erum lang bestir...eins og þú...............jafnvel Þessi grey ....voru ekkert að fela sinn innri mann.
Einar Bragi Bragason., 29.11.2007 kl. 09:19
frábært þegar kom að flugstöðinni
Margrét M, 29.11.2007 kl. 09:32
Æ Heiða mín, nú fórstu alveg með það, snerting, lykt, nærvera og bragð hlýtur það að vera, en nú þarf maður að hugsa um þetta á næstunni Ég hef lent í svona svipuðu með fólk sem heldur að það geti talað um hvað sem er, hvar sem er og fengið bágt fyrir. 'Eg og tvær sænskar vinkonur mínar vorum vegnar og metnar á þennan hátt, af heilli lúðrasveit um borð í Esju það var meðan Esja og Hekla voru ennþá strandferðaskip. Þegar þeir höfðu rætt þetta vel og lengi, ég þýddi alltaf jafnóðum á sænskunni það sem þeir sögðu. Þá hóf ég upp rödd mína og sagði á eitthvað á íslensku; þeir föttuðu ekki alveg strax, einn sagði Hey, hún kann íslensku. Já auðvitað, sagði ég, ég er íslensk. Ég hef aldrei séð heila sveit manna hverfa jafn skyndilega úr návist minni og einmitt þá.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.11.2007 kl. 10:07
Frábær saga Heiða mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 29.11.2007 kl. 11:17
Þetta var góð saga og þú skynsöm og bráðskörp.
Steingerður Steinarsdóttir, 29.11.2007 kl. 14:56
Já það er ýkt pirrandi þegar hausinn fer í yfirvinnu rétt áður en það á að fara að sofa, og maður spyr sig, ertu ekki búinn að hafa allan daginn til þess að spá í þetta???
En sagan var helv... góð, líka í gær, eins og reyndar mjög oft. Það er gaman að lesa bloggið þitt!
Eggert (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 16:37
Ha,ha þú hefur aldeilis stungið uppí flugstöðvardólgana
Katrín Ósk Adamsdóttir, 29.11.2007 kl. 19:43
En spurningin sem brennur á mér, hví er íslensk dama á ókeypis lúxuxferð í London, að þvælast með dollaraseðil og það ekki einu sinni fléttan og fínan!?
Passar einhvern vegin ekki inn í myndina.
Magnús Geir Guðmundsson, 29.11.2007 kl. 21:03
svo gæti þessi saga verið fræðsla fyrir karlmenn..aldrei að gefast upp á að reyna að næla í konu með öllum ráðum og þegar því er náð þá alls ekki sýna sinn rétta mann fyrr en eftir Brúðkaup .... En það þarf Topp eintak af Karldýri til fá að borða á sama borði og hún Heiða mín...
Gísli Torfi, 29.11.2007 kl. 22:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.