Guð var ekki að halda að sér við sköpunarverkið :)

Ég á hálfbróðir sem er mér afar kær.

Hann heitir Gísli Þór og er Þórarinsson. Hann er ekki bara afburðafallegur heldur greindur og klár strákur líka. Það var nú svo sem ekki verið að skafa við nögl í himnaríki þegar tönnunum var kastað upp í hann, blessuðum. Hæfileikar hans liggja nefnilega víða.

Mig grunar að hann sé heiðingi...eða allavega ekki mjög trúheitur. Hann heldur úti bloggsíðu...og þar sem ég álpaðist áðan inn á hana, sem oftar.....einsog þjófur á nóttu...rændi og ruplaði þá langar mig að paste-a síðustu færsluna hans til ykkar;

Gísli Þór

 Hér kemur færslan:

Það er trúarvakning að eiga sér stað, einskonar uppreisn. Bænaganga var haldin fyrir stuttu og ef að ég fer ekki með rangt mál þá minnir mig að um 3500 manns hafi gengið gönguna. Sá sem að leiddi gönguna heitir Baldur. Þessi Baldur var dæmdur fyrir manndráp á strák fyrir vestan Magnús hét hann, fólk er ekki alveg að kaupa þessa frelsun Baldurs. Ég þekkti Magnús persónulega frá því að ég var á Ísafirði, hlýr og góður strákur, spilaði með honum körfubolta og spjölluðum við iðulega saman þegar að hann kom í sjoppuna sem að ég vann í. Ég var svo ekki búinn að hitta Magnús í einhver ár þegar að ég hitti hann á skemmtistað í bænum, við spjölluðum lengi vel og saman og það geislaði af honum, allt gott að frétta af honum og lífið blasti við honum. Daginn eftir las ég um manndrápið á honum, hann varð fyrir árásinni 1-2 klukkutímum eftir að ég hitti hann. Mér fannst þetta vera svo óraunverulegt og ég gat ekki skilið þetta, það var eins og að það væri búið að reka fleyg í hjarta mér, tíminn stoppaði og ég gat ekki hætt að hugsa um þennan hlýja og góða strák. Reiðin gagnvart þeim sem að frömdu glæpinn magnaðist upp og óskaði ég þeim einskis annars en sömu örlaga og Magnús hlaut. Svo fer ég að spila á samkomu hjá Gunna bróðir og Kærleikanum í Keflavík og áður nefndur Baldur kemur á samkomuna. Hann er mikill vinur Gunna og þegar að Baldur hitti mig og tók í höndina á mér þá fékk ég þessa sömu tilfinningu og þegar að ég vaknaði daginn eftir þessa örlagaríku nótt. Mér fannst ég vera að svíkja Magnús...

Einskær vilji Baldurs til þess að aðlagast samfélaginu aftur og láta gott af sér leiða, fór að sía inn í mig von um fyrirgefningu. Ég hitti hann nokkrum sinnum og þessi sára tilfinning byrjaði að hverfa smátt og smátt. Hann er ekki feik, hann hefur fundið trúnna og lifir eftir henni og er í krossferð til þess að kveikja á ljóstýrunni í hjarta okkar svo að við finnum ljósið sem að flest okkar þráir en eigum erfitt með að finna.

Ég get tekið í hendina á Baldri núna án þess að finna þessa sára tilfinningu, og ég vil trúa því að Magga finnst það í lagi. Hann er á betri stað og án efa í hjörtum og bænum ástvina sinna sem hann var hrifsaður svo snögglega frá.

Mér langar svona rétt í lokin til að deila með ykkur smá korni sem að ég sá á annarri síðu og ætla að fá "lánað" :)

Aðeins fyrir þig.
Kæri vinur! Hvernig líður þér? Mér fannst ég verða að senda þér nokkrar línur til að segja þér hversu annt mér er um þig.Ég sá þig í gær þar sem þú varst að tala við vini þína. Ég beið allan daginn í von um að þú myndir líka vilja tala við mig. Ég gaf þér sólarlagið til að enda daginn og svalan andvarann til að hvíla þig, og ég beið.  Þú komst aldrei,það særði mig,en mér þykir samt vænt um þig,því ég er vinur þinn. Ég sá þig sofandi í nótt og mig langaði að leggja hönd mína á enni þitt,svo ég lét tunglsljósið lýsa upp andlit þitt. Aftur beið ég,tilbúin til þess að koma til þín svo við gætum talað saman. Ég hef svo margar gjafir þér til handa. Þú vaknaðir og flýttir þér til vinnu, tár mín voru samblönduð rigningunni. Ef þú bara vildir hlusta á mig. Ég elska þig! Ég reyni að segja þér það í bláum himininum og í hljóðláta græna grasinu. Ég hvísla því að laufinu í trjánum og anda því í litum blómanna. Ég hrópa það til þín í fjallavötnunum og gef fuglunum ástarorð að syngja. Ég klæði þig hlýju sólskininu og ilminum frá náttúrunni.Ást mín til þín er dýpra en hafið og stærra en stærsta þörf hjarta þíns.Spurðu mig!Talaðu við mig! Ekki gleyma mér því ég hef svo mörgu að deila með þér. Ég mun ekki þvinga þig,þetta verður að vera þín ákvörðun. Ég hef valið þig og mun bíða,vegna þess að ég elska þig. 
                                          
                                                      Þinn vinur 
                                           
                                                            Jesú

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Takk Guðmundur fyrir frásögnina

Heiða Þórðar, 26.11.2007 kl. 16:16

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

það er nú ekki auðvelt að fyrirgefa......hmmm góð lesning

Einar Bragi Bragason., 26.11.2007 kl. 21:29

3 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Það var gott að lesa þetta Heiða mín og það er greinilegt að bróðir þinn er mikill maður,að ná að fyrirgefa og sjá hlutina á þennan hátt alveg frábært.

Katrín Ósk Adamsdóttir, 26.11.2007 kl. 21:47

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Drengurinn er one of a kind

Heiða Þórðar, 26.11.2007 kl. 22:08

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Falleg færsla mín kæra!

Og mesta og besta frelsið felst í fyrirgefningunni.

Núna langar mig að segja "En það sem ég var að reyna að..... " bleh bleh bleh. En það skiptir bara ekki máli hérna ;) 

Heiða B. Heiðars, 26.11.2007 kl. 22:41

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ef það skiptir ekki máli hérna....hvar þá? hehe

Þú ert æðisleg Heiða og takk fyrir innlitið mín kæra

Heiða Þórðar, 26.11.2007 kl. 22:46

7 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hurrðu! Kíktu til mín aftur!! Búin að bregðast við með.... ritgerð :)

Heiða B. Heiðars, 26.11.2007 kl. 22:54

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Takk fyrir að deila þessu með okkur ´lúkösunum' vena mín.

Steingrímur Helgason, 27.11.2007 kl. 02:36

9 Smámynd: Gísli Torfi

frábær færsla hjá Fowler og þér

Gísli Torfi, 27.11.2007 kl. 02:47

10 Smámynd: Margrét M

Margrét M, 27.11.2007 kl. 11:04

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

Mórall sögunnar er reyndar um mátt fyrirgefningarinnar Ari :)

Heiða Þórðar, 27.11.2007 kl. 11:40

12 Smámynd: Ásgerður

Já, máttur fyrirgefningarinnar er sterkur. Og það er enginn sem kvelst eins mikið og sá sem ekki getur fyrirgefið.

Æðisleg saga hjá litla bró

Ásgerður , 28.11.2007 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband