Allir að drepast í kringum mig...

Það er allir að drepast í kringum mig. Gjörsamlega að drepast. Ef að líkum lætur verð ég ein eftir í veröldinni. Alein.

Þegar ég hitti fólkið mitt og ekki fólkið mitt heyri ég oft;

-hef það fínt, bara alveg að drepast úr þreytu! eða...

-alveg góð/góður, en er að drepast úr fjárhags-áhyggjum (eða öðrum áhyggjum) ! eða...

-alveg að drepast úr verkjum, baki, höfði, maga.....eða

-alveg að drepast úr harðsperrum og strengjum...og það er einmitt sem ég segi:

Það er STÓRVARASAMT og hreinlega misþyrming á liðum, vöðvum og hvað þetta heitir, dótið sem er pakkað undir húðinni okkar... að stunda líkamsrækt - hlaup ...osfrv....

Ég ætla að verða sérlegur talsmaður og fulltrúi þeirra sem taka ekki þátt í þessháttar göslagangi.

Einu sinni ætlaði ég að vera ofsalega flott svona hlaupafrík og golfari þegar ég bjó á NZ. Golfkylfurnar voru aldrei teknar upp úr pakkningunum og í dýrindis hlaupaskóna fór ég einu sinni, sælla minninga. Með mínum hitteð-fyrrverandi...sú ferð endaði næstum með geðveiki og dauða.

Í hvíta skó með bleikum röndum fór ég...jogginggalli í stíl... sambýlingurinn var í hróplegu ósamræmi við lookið mitt....við byrjum að hlaupa. Höfðum sett stefnuna á hlaup 1 x dag..svo lengi sem hjónabandið entist. Lítið vissum við þá en hjónabandið var búið fyrir hlaupið....

Við byrjum að hlaupa hlið við hlið. Hann byrjar að hrækja...ég klígugjörn læt það nett pirra mig, segi ekkert í fyrstu,....en einbeiti mér þeim mun meira að flagsa hárinu fagurlega í sólinni....í stíl við limaburðinn...

Loks gat ég ekki orða bundist þegar hrákinn var orðinn að einum lítra og slóðin vel merkt að pirringnum sem var að kæfa mig...

-Afhverju þarftu að hrækja svona mikið, þetta er ógeðslegt?!

-Nú, ég er að hreinsa lungun....maður á að hrækja hressilega þegar maður hleypur!

-Já er það já...hræki ég?

-Nei enda kanntu ekki að hlaupa!!!

-KANN ÉG EKKI AÐ HLAUPA! (þarna er ég orðin vel móð...og hann líka -bæði pirruð)

-Nei, þú ert einsog unglingsstrákur dinglandi löppunum eitthvað með bleikan varalit í þokkabót...þú ert einsog fáviti reyndar!

-JÁ, ER AÐ JÁ! Er ég einsog fáviti!?  En hvernig ert þú?....(nett pirruð...)

-Heiða sko....ég skal kenna þér að hlaupa (hann hrækti ....) þú stígur fyrst niður í hælinn svo á tábergið...(hrækti enn meira...)

-Þú þarft sko ekki að kenna mér að hlaupa! Veit ekki betur en þú sért búin að liggja í sófanum síðan ég kynntist þér. Í rúm 10 ár...OG HÆTTU AÐ HRÆKJA!

-HEYRÐU GÓÐA MÍN.......ég hræki einsog ég vil.....!!!

..áfram hélt þar til við hlupum heim á leið. Í sitthvoru lagi, sitthvora leiðina...

...og yrtum ekki á hvort annað það sem eftir lifði kvölds. Eða alveg þar til við skildum að skiptum. Þá gátum við loksins talað saman án þess að öskra...og hrækja...

Skemmst frá því að segja að barnsfaðir minn númer tvö var maraþonhlaupari. Keppti fyrir Íslands hönd. Við kynntumst ekki á hlaupum. Hann reyndi aldrei að fá mig til að hlaupa...held að hann hafi vitað innst inni að þetta er stórhættulegt athæfi.  Minnist þess að liðböndin hans voru öll teygð, toguð og slitin...því náði ég að hlaupa frá honum.

Maður á bara að smyrja þetta dót að mínu viti. Tek bílinn minn sem dæmi.... ég myndi aldrei nýðast á honum...aldrei! Bara svona rétt gef í og tek í...þannig að hann stirðni ekki og lamist og deyji drottni sínum.

Sama með kroppinn minn...rölti þetta í nátturunni og nýt augnabliksins án áreynslu.

Mínar óskir til ykkar, um að þið eigið öll yndislega vikuHeart 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Við skulum láta verða að því....að jogga alls ekki saman Guðmundur

Heiða Þórðar, 26.11.2007 kl. 13:15

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ég hefði nú bara fengið mér sæti og horft á tignarlegan limaburð þin og boðið þér sódavatn á eftir eða í sturtu he he he og þú ert lang fallegust......

Einar Bragi Bragason., 26.11.2007 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband