Trúboðastellinguna fyrir mig takk!

EF maður er þokkalega meðvitaður, getur maður orðið margsvís um sjálfan sig og aðra, dagsdaglega.

Ég lærði alveg hreint splunkunýjan hlut/hluti um sjálfan mig, þegar klukkan var rétt við það að smella í eitt í dag. 

Ég er með mjög góða og vel starfandi munnvatnskirtla. 

Það er nú aldeilis flott að fínt að vita það...ekki það að ég hafi haft einhverjar sérstakar áhyggjur af mínum munnvatnskirtlum. Vill bara sem minnst af þeim vita. Veit ekkert um þá (hvorki lit né lögun...) nema það að þeir eru staðsettir í mínum munni og eru gegnir og nýtilegir í góðum félagsskap tanna minna.  

Ég sat í hádeginu á biðstofunni og beið eftir pyntingunum sem lágu fyrir. Blaðaði í gömlu, útslitnu og vel lesnum tímariti. Náði ekki að festa mig við eitt eða neitt áhugavert og var með hugann við það sem koma skildi. Vissi af fyrri reynslu að þetta myndi vera frekar sársaukafullur klukkutími sem biði mín..og þá hringdi síminn...

-Hæ, hitti ég illa á? Hefurðu tök á að mæta í myndatöku klukkan fjögur? Þú verður að mæta Heiða!

Og himnarnir allir sem einn hrundu í kringum mig. MYNDATÖKU!!! Og ég stödd á biðstofu tannlæknis þegar ég er boðuð í fucking MYNDATÖKU! Getur ekki orðið mikið verra...en að sjálfsögðu sagði ég nokkuð huguð, en kannski svona frekar afundin og snúin....

-OK ekkert mál, verð þarna klukkan fjögur.

Svo sönglaði ég með sjálfri mér innan um aðra kvíðafulla og prúða sjúklinga sem biðu með mér...ohh..myndatöku...myndataka...myndir...myndataka...myndataka...mynd...damn!

Þegar ég er svo sest í stólinn,  spyr tannlæknirinn mig...jæja Heiða mín, hvað segirðu þá?

-allt bara í blússandi blóma þakka þér fyrir ...ég er á leið í (blót) myndatöku!!! þannig að við verðum að rusla þessu af...

Á meðan ég sat í stólnum þar sem ég var pyntuð og pínd...var ég næstum búin að missa af þeirri vitneskju sem ég var uppfrædd um...og svo auðvitað kærkomnum sársaukanum.....vegna þess hversu annarshugar ég var af myndatökunni.

Mér varð hugsað til þess að einungis 1 mynd af hverjum 10.000 sem af mér eru teknar eru góð/ar. Eða þær sem mér finnast góðar. Og sú mynd er ALLTAF tekin á því augnabliki sem ég veit ekki af því. Einhvernveginn álpast ég þá til að líta út sómasamlega. Ég er ekki þessu "pósutýpa" sem treð mér inn á allar myndir. Ég er sú sem tek myndirnar.

Með þetta ofarlega í huga hugsaði ég áfram til komandi myndatöku...ég vissi að ég yrði ekki ein. Á myndinni með mér yrði gæi...flottur gaur. Meira segja flottari en flottur gaur...ég stúderaði vangasvipinn minn, og komst að þeirra niðurstöðu að sá vinstri er betri en hægri...ég er nefnilega með ör undir hægri augabrúninni...og svo má ég ALLS EKKI ...OG ÞÁ MEINA ÉG ALLS ekki brosa of mikið...því þá koma hamingjuhrukkurnar mínar alltof mikið í ljós. Það má alls ekki sýna of mikla hamingju. Þá er maður heimskur. Svona rökræddi ég við sjálfa mig...gerði mér upp yfirvofandi slappleika...en auðvitað mætti ég af samviskuseminni einni saman. Myndatakan tók alls 5 mín og málið var dautt! Útkoman óljós...en hún kemur í ljós....

Ég minnist þess nefnilega úr síðasta heimboði síðustu helgar, þegar ég fékk senda mynd af mér á meili, úr boðinu ... að ég tók upp símann... með það sama ....hringdi og sagði frekar grimm;

-ÞÚ KANNT SKO EKKI AÐ TAKA MYNDIR MAÐUR! þú sýnir þetta engum.....annars skal ég......

Maður er annars einkar óvæginn og vondur við sjálfan sig ef maður pælir í því. Maður potar og pikkar og setur út á allt og allt hjá sjálfum sér. Dregur sig niður á meðan maður leitast við að finna það fallega hjá öllum öðrum. Skrítið en svona er þetta bara. Allavega í mínu tilfelli.

...og svo að endingu afþvi ég hef ekki verið með neitt svona dóna neðanbeltistal í einhverja daga...að mig minnir... er hér ábending til þeirra kvenna sem ætla að færa sig upp á skaftið og úr þægilegu trúboðastellingunni..og gerast yfirmáta djarfar, nýjungargjarnar og frakkar  ( hmmmm.... já já stelpur mínar, þið vitið það jafnvel og ég.... þetta er alveg til sko)

HUGSIÐ YKKUR TVISVAR UM, ef þið ætlið að vera ofaná!

Komst að þessu í dag líka nefnilega, samhliða munnvatnskirtlunum. Takið bara spegil og sjáið ykkur sjálfar.... hversu álkulegar og asnalegar þið eruð þegar kinnarnar eru við það að detta framan úr ykkur og ofan á spegillinn (eða manninn)...dí ég vildi að ég hefði vitað þetta fyrr... hversu oft er maður búin að gera sig að algjöru fífli! Nú er það bara trúboðastellinginn fyrir mig takk fyrir!

Þannig  get ég verið nokkuð viss um að hárið liðast fagurlega niður á koddann og er ekkert að andskotast neitt fyrir augunum á mér...og þannig get ég einbeitt mér afþví... OG BARA AF ÞVÍ að vera sæt og "pósa" vinstri vanganum fram dulúðlega....og verið meðvituð um að  BROSA ALLS EKKI NEITT! allavega ekki of mikið...glotta kannski örlítið út í annaðWink

Ég sé að með þessari færslu er ég 100%skotheld getnaðarvörn fyrir sjálfa mig....og rúmlega þaðFrown

Love you guys...mismikið en alveg þokkalega mikið á línuna samt. InLove

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgerður

 alltaf góð Heiða

Ásgerður , 22.11.2007 kl. 18:56

2 Smámynd: Gísli Torfi

 Heiða mín þú ert náttúruleg gargandi snilld

Gísli Torfi, 22.11.2007 kl. 19:02

3 Smámynd: www.zordis.com

Skippa tannsa og myndatökunni og kasta mér við Fjallsræturnar, í gömlu góðu stellinguna!

Læt Fjallið líða niður dalinn og brosi með chilly red hot hárið á koddanum! 

www.zordis.com, 22.11.2007 kl. 19:47

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Veistu, það eru alveg 3 ár síðan ég komst að því að allt togast í átt að miðju. Þessvegna er ég ekki lengur oná, nema í litlu ljósi. Það virkar alveg.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.11.2007 kl. 19:49

5 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Þú er bestust  Myndartaka humm fyrir hvað ?

Katrín Ósk Adamsdóttir, 22.11.2007 kl. 20:01

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Heiða! Smá skammir yfirvofandi, jafnvel þótt ég viti að vitaskuld varstu að djóka í mér!!!!. Hefur þú staðið þig að því að horfa gagnrýnin á kinnar mótleikarans þegar hann er ofaná? Ha???

Merkilegt annars hvað manni finnst maður sjálfur alltaf vera álkulegur á myndum.

lovjú

Hrönn Sigurðardóttir, 22.11.2007 kl. 20:08

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

3 ár!...og svo þegirðu yfir þessu Ásdís! hélt við værum allavega "semi" vinkonur

Heiða Þórðar, 22.11.2007 kl. 20:13

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

hmmmm....nei Hrönnsla mín, játa það góðfúslega...en góð hugmynd samt sko..nú fæ ég algjört kast...

...ég er snillingur í að útiloka sjálfa mig frá einhverju hugsanlega skemmtilegu í framtíðinni, jafnvel í fjarlægu landi, tíma og rúmi...gæti orða minna framvegis...

eða ekki...

Heiða Þórðar, 22.11.2007 kl. 20:16

9 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þar fór það he he eh eh en þú ert nú alltaf myndarleg.......

Einar Bragi Bragason., 22.11.2007 kl. 21:28

10 Smámynd: Heiða  Þórðar

....heyrðu Einar minn...þú ert engan veginn að standa þig í stykkinu núna sko

Heiða Þórðar, 22.11.2007 kl. 21:31

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála trúboðsstellinginn og ekkert annað

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2007 kl. 21:47

12 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

En þú er langsamlegalang fallegust he he

Einar Bragi Bragason., 22.11.2007 kl. 21:56

13 Smámynd: Saumakonan

bíddu... en hvað varð um doggystyle?????                                        úbbs

Saumakonan, 22.11.2007 kl. 22:12

14 Smámynd: Heiða  Þórðar

Doggystyle...já þú meinar...!

...skal tékka á því hvernig maður tekur sig út...frá því sjónarhorninu...efa að útkoman verði eftirsóknarverð fyrir þá sem kjósa tilbreytingu og fútt í ástarlífinu sínu.....annars er ég bara svona nýgræðingur í þessu þ.e. kynlífs-stellingar versus útlit...dæmi...

Heiða Þórðar, 22.11.2007 kl. 22:33

15 Smámynd: Freyr Hólm Ketilsson

Hehe frekar klikkaðar pælingar...
En það er nú það skemmtilega við bloggið þitt...
Þessi fína lína...

Freyr Hólm Ketilsson, 22.11.2007 kl. 22:45

16 Smámynd: Heiða  Þórðar

Nei nei ekkert klikkaðar pælingar...við erum öll þrælklikkuð í pælingum okkar held ég....munurinn er bara; að ég opinbera hversu klikkuð ég er

Heiða Þórðar, 22.11.2007 kl. 23:04

17 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Georg Eiður Arnarson, 22.11.2007 kl. 23:17

18 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Djöf!!! Og ég hélt að þú værir að afhjúpa aldagamla fantasíu okkar allra.... um tannlækninn og uhhhh... ok ég skal þegja núna

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 22.11.2007 kl. 23:23

19 Smámynd: Heiða  Þórðar

Jónína; er svo straight að það hálfa væri hellingur. Tannlæknirinn er sko kona...

 ...já þú meinar; sjálfkynhneigð! hehe...þriðja kastið mitt í kvöld!

Heiða Þórðar, 22.11.2007 kl. 23:37

20 Smámynd: Heiða  Þórðar

Jónína; en ég get nú alveg hnoðað samt í eina sögu fyrir þig....afþví að það eru að koma jól og svona

Heiða Þórðar, 22.11.2007 kl. 23:45

21 Smámynd: Steingrímur Helgason

Myndavélar eru sálarstelandi verkfæri þess vonda.  Það er mín trú.

Af lífsreynslunni minni litlu mæli ég með frekar sérkynhneigðari tannlæknum en til lítils gagnkynhneigðum.

Steingrímur Helgason, 23.11.2007 kl. 00:01

22 identicon

 LEIT ÉG HANA, TANNFAGRA,

MUNNVATNSNÆGA  KINNFYLLTA,

NÁÐI MÉR Í  VIAGRA

UNDIR OG OFANÁ  ALTRYLLTA.

ÚR fantasíum FARANDSTANNLÆKNISINS.   anno,2002.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 01:30

23 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Smá innlitskveðja.

Það er alltaf svo stór röð hjá þér. Minnir mig á Hollywood í denn.

Hlynur Jón Michelsen, 23.11.2007 kl. 01:51

24 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kveðja til þín

Kristín Katla Árnadóttir, 23.11.2007 kl. 11:53

25 Smámynd: Svartinaggur

Skemmtilegar hugleiðingar og mikið til í þeim, þótt ég hafi ekki beinlínis stúderað vinkonur mínar eftir stellingum. Get þó upplýst að ein virkaði 10 árum eldri ofan á heldur en á koddanum.

Svartinaggur, 23.11.2007 kl. 16:03

26 Smámynd: Hugarfluga

Garg, Heiða!!! Þú ert ekki hægt!! hahahaha

Hugarfluga, 23.11.2007 kl. 19:50

27 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Góða helgi Heiða sæta og knús til þín skvís

Katrín Ósk Adamsdóttir, 23.11.2007 kl. 20:19

28 Smámynd: Huld S. Ringsted

Skemmtilegar pælingar   ég þarf greinilega að fara að endurskoða ýmislegt!!

Huld S. Ringsted, 23.11.2007 kl. 20:31

29 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sorry darling, hélt að það væri bara ég sem héngi niður á hvolfi, allar aðrar væru flottar.  hehehe

Ásdís Sigurðardóttir, 23.11.2007 kl. 21:57

30 Smámynd: Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Alltaf gaman að lesa það sem þú skrifar!

Kveðja góð!

Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 24.11.2007 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband