Ég elska þann bleika....

Uppúr miðnætti í gær, lét ég renna í baðkarið í þriðja skiptið það kvöldið. Skrúfaði fyrir vatnið og lét það kólna á meðan ég sinnti einhverju þarfara en sjálfri mér. Svo tókst þetta á endanum. Ég lagðist ofaní ilvolgt vatnið og það var svoooo ljúft. Eilítil fyrirhöfn í kringum dekrið. Bubbles og læti, kerti og slökkt á ljósum. Róleg tónlist. Stundin og augnablikið nánast fullkomið.

þarna sem ég lá og lét hárnæringuna vinna verk sitt í hljóði...virti ég fyrir mér með sjálfri mér sköpunarverk Guðs. Hann var örlátur við mig þessi elska. Ég er honum eilíflega þakklát...fyrir mínar fögru tær...

Alsælan var algjör...þegar ég stundi; -ummm...þetta er það langbesta í öllum heiminum! -dró það svo til baka og hugsaði upphátt; ok,ok næstbesta þá.

 Þá skeði það...sem skeður stundum....

....síminn hringdi!

-Hvað er í gangi hérna, hugsa ég ...hverjum dettur í hug að hringja í mig þegar klukkan er á nálgast hálf eitt! Ég svara EKKI!

Á endanum þagnaði síminn, þegar ég hafði "ignorað" heilar þrjátíu hringingar...

Og aftur fór ég að dást af þeim....sér í lagi þessari minnstu...hún var eitthvað svo umkomulaus litli ræfillinn...þarna sem hún stóð hnarreyst, en örlítið bólgin við hliðina á systur sinni...

En hugsunin um símtalið mig ekki í friði...og einsog allt...jafnvel það næstbesta og það besta tekur enda...tók baðtíminn minn enda. Ég vissi sem var að enginn með öllum mjalla myndi hringja svo seint...nema eitthvað MJÖG alvarlegt væri á ferðinni....sko MJÖG!

Ég klæddi mig í slopp...setti bodylotionið á "hold" fletti upp í minninu á símanum og sá kunnuglegt símanúmer. Ég hringi..

-Halló...vægast sagt æst rödd í símanum!

-Hvað skeði, hvað er að? er allt í lagi? ....

-ALLT Í LAGI! NEI HEIÐA BERGÞÓRA ÞAÐ ER SKOOOO EKKI ALLLLLT Í LAGIIIIIIII!!!! var öskrað á hinum enda línunnar...

Ég settist niður og beið...áhyggjur gerðu vart við sig í brjóstinu...

-Hvað heldurðu að hafi skeð áðan!!!!!???

-ég veit ekki....segðu mér!

-Ég fór á Select og ætlaði að kaupa mér bensín og....

-já.....spyr ég alveg forviða...

-EKKERT JÁ NEITTTTT MANNESKJA! HELDURÐU AÐ ÞAÐ SÉ EKKI BÚIÐ AÐ HÆKKA BENSÍNLÍTERINN UPPÍ 136 KKKKKRRRRRRRÓNNNNUUUUUUUUUUURRR!!!

 -Ertu að fíflast í mér eða....?

-FÍFLAST.....NEI ÉG ER EKKI AÐ FÍFLAST Í ÞÉR HEIÐA!!!! ÞETTA ER ALVEG SVAAAAAAAAAAAKALEEGT ástand!

Ég fór að hlæja og mér var létt...

-nei ég meina ertu að hringja í mig á þessum tíma og segja mér að bensínið hafi hækkað? Og hvað á ég að gera í því? Missa svefn? Fara af límingunum.....róaðu þig maður!

-RÓA MIG......ÉG RÓA MÍG SKO EKKI NEITT!!!!!!!!!!!Vertu ekki svona kærulaus stelpa...stendur þér bara alveg á sama.... þér stendur nú alveg bara á sama um allt! veistu hvað þetta þýðir?

-púff nei...eða jú jú...og hvað? tókstu bensín?

-NEI AUÐVITAÐ TÓK ÉG EKKERT BENSÍN! Ég keyrði í burtu...ég ætla að bíða með það! Auðvitað tók ég ekki bensín, endurtók hann....einsog ég væri fávitinn á línunni...

Þessum vini mínum til margra ára....finnst blóðið ekki renna í æðum mínum og blóðþrýstingur minn vera á núlli....því hann veit að ég er ekki heimsk. Ég æsi mig nú svosem ekki mikið yfir hlutunum. Sveiflast ekkert svaðalega til þótt ríkistjórnin haldi velli eða falli. Held alveg coolinu yfir samráði og svikum. Allavega já...nei ég geri það afar sjaldan. Að æsa mig yfir hlutunum. Allra síst yfir verðlagi...þjóðfélagsmálum... því ég veit að ég er aðeins leiksoppur í þessu lífi. Oggulítið peð...en mjög spes peð....því engin er einsog ég. Af þvi leytinu er ég frábrugðin hinum snjókornunum.

Svo fór ég nú barasta á vit fagurra ævintýra í draumaheiminum mínum...dreymdi ekki einu sinni bensín...hvað þá tölurnar...; 1 - 3 - 6...

Svo voru þeir mættir í morgunsárið einsog vanalega. Báðir tveir. Púkarnir mínir. Annar er bleikur. Hinn er blár.

Þessi bleiki er sá skynsami...blái ber nafn með réttu...þeir mættu á undan mér...

Sá Bleiki sagði; Heiða min...(og kyssti mig á kinnina)..svona svona drífa sig...sturtan bíður...kaffið bíður...yndislegur dagur bíður þín...þér er svo illa við að verða of sein...svona svona...kjútípæ...

Blái greip frammí og glotti þegar hann fullyrti við mig að ég ætti sko alveg inni að snoosa klukkuna í það minnsta fimm sinnum...ég hefði farið svo seint að sofa....úti væri skítakuldi...mín byði stress og langur vinnudagur. Sofðu Heiða-sofðu Heiða,  svo fór hann að syngja; Bíbí og blaka...

Einhversstaðar mitt á milli þessa bleika og bláa...stóð ég upp. Ég skildi þá báða eftir í rúminu mínu. Þar bíða þeir mín til morguns...ég elska þennan bleika en hlusta alltof oft á þann bláa....

Góða helgi til ykkar allra. Hafiði það rosa rosa gott...Wink 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

Íslendingar eiga að vera stoltir yfir að borga hæsta bensínverð í heimi.  Það er önnur og meiri reisn yfir því að borga 136 kall fyrir líterinn heldur en yfir vesalingunum í útlöndum sem fá bensínið næstum því frítt.

  Hátt bensínverð á Íslandi þýðir að við séum að borga háa óbeina skatta.  Og ekki veitir fjármálagoða af.

Jens Guð, 23.11.2007 kl. 23:35

2 Smámynd: Saumakonan

ekkert bleikt og blátt hér sko heldur bara púki á öxlinni pikkfastur!!    Og nei ég er EKKI  að skrökva.. það ER púki á öxlinni!!!    lítill rauður með hrekkjasvip á andlitinu... með þríodd og hala... og í gulri sundskýlu!!!        

Verst að ég hlusta allt of oft á bévítans púkann og aldrei losna ég við hann heldur

Saumakonan, 23.11.2007 kl. 23:39

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

ríða

Heiða Þórðar, 23.11.2007 kl. 23:55

4 identicon

Skemmtileg saga Heiða, þú ert alltaf að meina eitthvað. Góða helgi...fagra.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 00:00

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Gaman að sjá að þú sérð Axel....að ég sé að meina eitthvað...ég hef nefnilega rekist á það að sumir halda að ég sé einungis og þá meina ég einungis...með neðanbeltissfærslur...einsog að baki sé beygla með osti..án hugsana....

Heiða Þórðar, 24.11.2007 kl. 00:05

6 Smámynd: Saumakonan

*þvoimunnáHeiðumeðsápu*

Saumakonan, 24.11.2007 kl. 00:08

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Guðmundur. ÞÚ FERÐ EKKI AFTUR ERLENDIS(tölvusambandslaus...)....lífið er litlausara án þín

Heiða Þórðar, 24.11.2007 kl. 00:24

8 identicon

Sá bleiki hljómar alltaf betur

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 00:37

9 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þú hlýtur að hafa verið að hlusta á saxasaxi + kertaljós eiga alltaf vel saman....

Annars hafðu frábæra helgi.....og þú ert langflottust...... 

Einar Bragi Bragason., 24.11.2007 kl. 00:43

10 Smámynd: Heiða  Þórðar

Loksins get ég skriðið uppí. Sátt við Guð og menn og mýs. Góða nótt mínir kæru vinir. Bleikur eða blár?

Heiða Þórðar, 24.11.2007 kl. 00:48

11 identicon

Þettað með   tærnar,  bleikt og blátt, hátt og lágt .Svefn og VAKA.  Heiða það er alltaf af nógu af að taka.Já, annars þú bregst ekki  Þóra mín.!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!.BERG...........................Heiða.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 02:42

12 Smámynd: Gísli Torfi

Mig grunar nú að ég viti hver manneskjan er sem hringir í þig ..held að það stein liggji alveg vissi ekki samt að þetta væri svona geggjað ....gaman að þessu öllu saman..skellihlægja bara af veröldini og hún hlær með ... kv Check-in check-out G.

Gísli Torfi, 24.11.2007 kl. 02:59

13 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Þú gafst mér hugmynd. Ég ætla í bað eftir prófin! Hef ekki farið í bað í mörg ár... getur rétt ímyndað þér hvað ég stinka . Svo er ég með ljótar tær ofan á allt annað... þú ert heppin að hafa fallegar tær 

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 24.11.2007 kl. 12:26

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góðan og blessaðan ný laugaða mær.  Vona að þú verður hreinust og tærust allra í dag.  Klús til þín.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.11.2007 kl. 13:22

15 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Alltaf er gaman að lesa bloggið þitt þú segir svo skemmtilega frá knús á þig dúllan mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 24.11.2007 kl. 13:47

16 Smámynd: www.zordis.com

Krunk krunk segir sá svarti ... stingur á sig enn einni stílfjöður, hugsar um að ríða .... út nakin berbakt!

Krunk krunk, on the run!  Stelpupartý framundan og hver veit hvað gerist en nú er kominn tími á bað þar sem mæting er eftir 10 mín ...

Að sjálfsögðu lætur drottningin bíða eftir sér!

www.zordis.com, 24.11.2007 kl. 18:51

17 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég var einu sinni laminn í bíó, gamla austurbæjarbíó, nýorðið einhver partur af bíóhöll Sambíóa.

Man ekki gjörla hver myndin var, en minnir að einhver frá fæðíngu varanlega sólbrúnari hafi leikið aðalhlutverkið, en hann hafði einhverja fælni gagnvart hjásvæfum sínum, ef að þær voru með eitthvað beyglaðar tær.

Lemjarinn var kona mín, hún sá glitta á perluhvítt skítaglott mitt í myrkvuðum salnum.

Steingrímur Helgason, 25.11.2007 kl. 02:26

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég held að það sé venjan að um leið og maður er lagstur í heitt og gott freyðibað með kertaljós og aller, þá hringir síminn.  Ég ætla að muna að taka hann úr sambandi næst

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.11.2007 kl. 11:46

19 Smámynd: Ásgerður

Já, þeir geta verið erfiðir þessi púkar. En það frábæra við þetta allt er að við höfum alltaf val, og stundum verður maður að velja þennan bláa, bara svona til að skilja hann ekki útundan

Þú ert frábær Heiða,

Stórt knús á þig

Ásgerður , 25.11.2007 kl. 12:10

20 Smámynd: Ásgerður

Eitt enn,,kíktu aðeins á pælingarnar mínar, er í hnút hérna,,þú ert svo góð að losa hnúta   og ég veit þú skilur.

Ásgerður , 25.11.2007 kl. 12:11

21 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Knús á þig stelpuskott

Hrönn Sigurðardóttir, 26.11.2007 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband