Góð kveðja með fallegum orðum.

Einhversstaðar stendur; Sælla er að gefa en þiggja. Það er auðvitað "krap" -hverjum finnst ekki gaman að fá gjafir? Sjálfri finnst mér svo gaman að gefa, að það jaðrar við geðveiki, sér í lagi ef ég hef hitt viðtakandann í hjartastað. Það hefur skeð. En ekki alltaf. Að sama skapi finnst mér gaman að fá gjafir.

Mín tillaga er því að breyta þessum orðum í; Sælt er að gefa, sælt er að þiggja...hafa svolítið jafnrétti í þessu! Erum við kerlingarnar ekki að væla um jafnrétti á öllum vígstöðum hvorteðer....

Ég man að á ritaraskólaárunum mínum (vann með skólanum....)og fyrstu jólunum með fyrsta sambýlismanninum mínum...eyddi ég hverri krónu til að sýna sambýlismanninum hversu heitt ég elskaði hann... og gott betur en það. Visa kortið fór svo langt, langt yfir heimildina að mín beið nánast fangelsisvist fyrir misnoktun...eftir sat ég með sviðið kortið á Vá-skrá og STOPP-lista....og ekki einn einasti aur aflögu til að gleðja aðra mér nærri.

Ég fór því í ofboði að dusta og ditta af innstokksmunum. Styttur og myndir voru teknar niður af hillum og veggjum á nýja heimilinu...eitthvað ilmvatnsglas fann ég í plastinu inn í skáp...hnoðaði þessu dóti og drasli í gjafapappír og skreytti með ó-góðri samvisku. Merkti pakkana jafnóðum og gjafir tóku að berast til okkar ...

Minnist þess ekkert sérstaklega að hann (gæinn minn) hafi verið eitthvað frásérnumið...yfir ást minni og væntumþykju, þegar hann tók utan af hverri gjöfinni á eftir annarri. Kannski var það afþví hann valdi allt sjálfur...kannski vissi hann að ást mælist ekki í krónum. Kannski var hann hundóánægður með það sem hann hafði valið...

En þegar ég hugsa til síðustu jóla og gjafanna sem ég fékk man ég sérstaklega eftir tveimur. Ein gjöfin var frá barnsföður stelpunnar minnar og fyrrverandi sambýlingi. Það var forljótur tertuspaði með áletrun SPRON. Kassinn var merktur gæjanum....ég hélt ég myndi missa mig af kátínu og gleði...að maðurinn skildi búa yfir svo einbeittum húmor fullvissaði mig um, að ég væri alveg barasta með öllum mjalla.

Ég hugsaði; vonandi erfist þessi eiginleiki til stelpunnar minnar.

Hinn gjöfin var konfektkassi...ég var auðvitað búin að finna það út af minni alkunnu snilld. Opnaði hann því síðast. Reyndist frekar ræfilslegur minnir mig....Konfektið sjálft er löngu gleymt, uppurið og farið veg veraldar. En ég fékk afar fallega orðsendingu með kassanum og hana á ég enn;

 Smá sætindi til sætustu stelpunnar. (falleg orð að auki, frá afar kærum vini...sem ég geymi fyrir mig og mig....)

Sem segir mér það; að í mínu tilfelli er alveg best að fá góða kveðju með fallegum orðum. Ég geymi orðin í hjartanu...hitt dótið, vill viðrast, brotna, minnka í þvotti, slitna...bila og þessháttar....orðin geymast en ekki gleymast.InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til þess að geta gefið , (frá hjartanu) þarftu líka að geta þegið   (með hjartanu).

Aldrei skal gefa   og með því ætlast, að sá eða sú,  eigi að gefa til baka,          jafnvel þegar illa árar.

Hjartað   er miklisverðasti  ákvarðanataki mans eigins  sjálf og er vendipúnktur

heilbrigðar  skynsemi, í hverri SÁL. 

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 20:36

2 Smámynd: www.zordis.com

Um leið og hjartað gefur lærir hjartað að þiggja.  Það er dásamlegt að gefa og sumum er skemmtilegra að gefa en öðrum.

Að gefa er kúnst og fá falleg viðbrögð, finna að fólki líkar gjöfin sem getur verið snerting, bros eða bara eins og þú bendir á, fallegt orð er snertir hjartað!

Í lífinu er ekkert sjálfkomið og þarfnast jafnvægi, það sem þú gefur í kærleik kemur tífalt til baka ef ekki hundraðfalt!   

Hundraðfalt kærleiksknús ...... 

www.zordis.com, 21.11.2007 kl. 21:06

3 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Hallgrímur Óli Helgason, 21.11.2007 kl. 22:18

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú ert svo mikil dúlla! Vonandi erfast þeir eiginleikar til barnanna þinna

Knús í hjartastað

Hrönn Sigurðardóttir, 21.11.2007 kl. 22:31

5 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þess vegna segi ég enn og stend við það þú ert lang f__________t

Einar Bragi Bragason., 22.11.2007 kl. 00:58

6 identicon

EINAR BRAGI .Mikil er aðdáun þín til Bergþóru.Og skal um það gott eitt segja.

 Einu sinni var saga um mann á prenti ,

sem í hremmingum lenti

 þegar hugsanir  fóru á kreik,

 Og   Heilinn brá á leik. 

  OG  ÁSTINNI  BREYTTI.

Hér voru á ferðinni svefngalsa sviftingar.

Góða nótt.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 05:34

7 identicon

Heiða,Hallo Heiða.  Er hægt að segja og meina á sama tíma. KNÚS,KNÚS

og syngja í huganum lagið, TURN  ME LOOSE?

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 05:37

8 Smámynd: Margrét M

já sammála þa ætti að breita þessum orðum í "Sælt er að gefa, sælt er að þiggja" því á báða vegu er það sælt  

Margrét M, 22.11.2007 kl. 09:36

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég vil alltaf frekar vera sá sem gefur frekar en sá sem þyggur.  Skrítin skrúfa. Þetta árið verður lítið sett í jólagjafir en í staðin ætla ég að kaupa hvern einasta happdrættismiða og jólakort sem styrkja félagasamtök. Það verður jólagjöfin mín í ár.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.11.2007 kl. 14:56

10 Smámynd: Heiða  Þórðar

Það mættu alveg fleiri vera einsog þú Ásdís englastelpa...og taka þig til fyrirmyndir þessi jólin...ég sjálf hafði ekki alveg hugsað þetta svona sko...

Þórarinn Þorbergur Gíslason! sko ég Heiða Bergþóra er orðin sax-isti...sérhvert comment frá Saxa mínum, iljar mér um hjartarætur... passaðu þig góurinn annars áttu mig á fæti...báðum! Þú og þínar sviftingar...

Heiða Þórðar, 22.11.2007 kl. 15:36

11 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

He he he myndi bara hlakka til he he he

Einar Bragi Bragason., 23.11.2007 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband