Ég er slut...
12.11.2007 | 10:41
Það er maður sem þekkir mann sem þekkir annan mann. Þann mann þekki ég. Umræddur maður sem ég ekki þekki sagði við þann mann sem ég þekki að miðað við bloggfærslur mínar gæfi ég til kynna að ég væri Slut! Mér finnst þetta svo sneddý stimpill sem ég var að fá á mig, að ég sá fullt tilefni til þess að skrifa Slut með stóru essi...
Svo þekkir þessi sami maður aðra konu einsog gengur og sú sagði; þetta er ekki týpa fyrir þig. Sú les mína týpu út úr mínum bloggfærslum. Hefur aldrei mér vitanlega séð mig og veit ekki einu sinni hvað skóstærð ég nota. Hún veit ekki lit augna mína nema kannski af afspurn. Sú hefur að vísu séð annað brjóstið á mér á mynd þar sem dóttir mín liggur með súrefni að vitum sér. Einnig mynd af ér og syni mínum í faðmlögum. (sjá myndir hér til hliðar) Sneddý líka. Það eru allskonar snillingar og ekki svo miklir snillingar að þvælast um á síðunni minni. Velkomin öllsömul. Fáið ykkur kaffi og meðþví...og njótið. Og endilega dæmið. Dæmið að vild.
Er að hugsa um að biðja þessa ágætis konu og mann að segja mér nákvæmlega hvernig týpa ég er og afpanta hjá miðlinum og spákerlingunni, sálfræðingnum og geðlækninum. Er nefnilega sjálf, þó ég sé búin að vera í samvistum víð sjálfa mig í rétt tæpa hálfa öld...ekki búin að finna það út. Svo ramba umræddir hér inn...og lesa mig út, sko úr illa rituðu pári með dash af stafsetningarvillum! SNILLINGAR!
Ég ætla ekki að taka þann pól í hæðina einsog t.d. bloggvinkona mín Arna Einars...(gaman að sjá þig aftur Arna mín....)og útlista ástæðu fyrir mínu bloggi. Ég ætla ekki að drekkja orðum mínum eða klæða í hátíðar-sulls-búning þannig að ég virðist gáfaðri en ég er í raun. Ég ætla ekki að verja mig. Ég ætla ekki að telja upp kosti mína. Allra síst galla. Ég ætla ekki einu sinni að biðjast fyrirgefningar á því að ég sé til...hver ég er. Hvernig ég er. Ég læt bara dagsformið stjórna þvi hvað dröslast út úr mínum fingrum, rétt áður en ég ýti á; Vista færslu. Hef nefnilega gert mér grein fyrir þvi...að ég stjórna ekki hvað annað fólk hugsar. Aldrei getur öllum líkað við mig. Þetta er svona "no win situation"... Eftirleiðis ætla ég einfaldlega bara að; VERA! Vera ég og njóta þess. Það er víst ekkert annað í boði.
En í framhjáhaldi .....fann ég greinilega einhverja ástæðu fyrir því að nefna þetta...fór meira fyrir brjóstið á mér en ég vildi láta uppi.
Nett mánudags-skot út í bláinn um að maður skildi fara varlega í að dæma aðra. Ætla að minna sjálfa mig á það reglulega hér eftir.
Að þessu slepptu er eitt að baga mig. Er komin með þvílíkt ofnæmi út um allan kroppinn. Ofnæmið nær yfir líkama og sál og nær yfir alla Iðnaðarmenn...hvort sem um er að ræða smiði, gæfusmiði, pípara, rafvirkja, málara...í öllum þjóðflokkum/brotum/kimum. Aðstæður mínar síðustu daga hafa verið þannig að ég hef ekki getað þverfótað fyrir þeim. Stórum litlum, mjóum feitum...pólskum, breskum, íslenskum ...sætum og ljótum. Sveittum og þreyttum, skemmtilegum og leiðinlegum....en það er eitt sem þeir eiga allir sameignlegt: ÞEIR LIFA Í TÍMALEYSI...
Ef þetta er ekki að dæma...hvað er það þá?
Njótið vikunnar elskurnar...mánudagar eru bestu dagarnir
Athugasemdir
Jibbý ...hvernig gekk svo opnunin....Það eru tvö mottó hjá mér.....komdu fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.....og svo er hitt sem ég nota alltaf og tauta við sjálfan mig þegar ég lendi í ógæfu fólki + hitt......það vill engin vera svona......og svo er bara að brosa...
ég hef nú fengið minn skerf af baktali í gegnum hárin he he og tja þau hafa aldrei náð að særa mig...frekar að þau hafi verið svo fjarstæð að ég hef legið í hláturskasti.
Einar Bragi Bragason., 12.11.2007 kl. 11:05
Gott hjá þér Heiða. Þú ert æðisleg og svona baktal er af öfund sprottin. Látum ekki hálf-vitana buga okkur með einhverju smjatti. Þeim líður líklega verst sjálfum. Ég veit enn ekki hvað er verið að opna . . en ég er líka dálítið sein
Fiðrildi, 12.11.2007 kl. 11:26
já...hef nú svosem lent í baktali....hérna á það ekki einu sinni við (að tala um baktal)...en áhrifamáttur orðanna er öflugt...í rituðu máli svo ekki sé meira hægt. Einn góður vinur minn benti mér á; að engir tveir lesa það sama úr færslunni...og sjálfsagt annað ég það sem ég lagði upp með...
Einar Bragi...mér tekst enganveginn í fullri einlægni að telja mér trú um að mér standi á sama, um baktal, illt umtal og þegar ég er ranglega dæmd...og ER ÉG TÖFFARI...
Opnunin gekk flott ...fæðingin dróst...helgin gekk "smurð" fyrir sig og ég alsæl....og þreytt...og og og á leið í klippingu...njóttu dagsins
Heiða Þórðar, 12.11.2007 kl. 11:30
Nákvæmlega Arna! nákvæmlega
Heiða Þórðar, 12.11.2007 kl. 11:41
Já þú ert töffari...flottur töffari.... en nú veit ég ekki svo sem í hverju þú lentir.......
en
Sitck and stones can brake my bones but names will never hurt me.
Einar Bragi Bragason., 12.11.2007 kl. 11:45
Einar minn þetta var bara tittlingaskítur...í alvöru
Heiða Þórðar, 12.11.2007 kl. 11:46
Áhrifamáttur orðanna er mjög mikill! Og þrátt fyrir að maður fái svona skot á sig og segist ekki taka það inn á sig ... þá er manni auðvitað ekki sama. Ég er sjálfur þannig að ég skrifa það sem ég vill og stundum særi ég blygðunarkennd einhvers eða móðga einhvern, og ef það er alvarlegt ... þá ræði ég við viðkomandi og biðst afsökunar auðvitað. En það að fá þennan stimpil á þig ... finnst mér hrikalega ósanngjarnt og óverðskuldað.
Aftur á móti segi ég kokhraustur að mér finnist þú æði! Kveðjur úr norðri og haltu áfram að gera það sem þú hefur verið að gera hér!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 11:48
Haltu bara áfram að vera eins og þú ert.
Mér þykir vænst um þig þannig
Hrönn Sigurðardóttir, 12.11.2007 kl. 11:57
Takk Doddi....og þú er kjarkaður og kokhraustur í meiralagi (hehe) Kveðja og koss úr suðri....
Hrönn; "mér þykir vænst um þig ÞANNIG"
Heiða Þórðar, 12.11.2007 kl. 12:02
Elsku Heiða mín..þú ert yndi..punktur
p.s gott að allt gekk vel um helgina og til hamingju með opnunina
Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 12.11.2007 kl. 12:19
Takk elskan. Partýið? Missti ég af miklu? Myndir?
Heiða Þórðar, 12.11.2007 kl. 12:26
æi takk. Þykir vænt um svona comment frá Dömu...
Heiða Þórðar, 12.11.2007 kl. 12:38
þessar manneskjur þurfa að díla við það að einhverndaginn munu þær verða dæmdar nákvæmlega einsog þær hafa dæmt aðra, og miðað við þetta verður það ekki góður dagur hjá þeim - ég þakka þér bara fyrir skemmtilegt blogg Heiða og indælar myndir (sem benda til alls annars en að þú sért eitthvað slut )
halkatla, 12.11.2007 kl. 12:43
og þú ert enn lang_____________:)
Einar Bragi Bragason., 12.11.2007 kl. 12:44
Þú ert alltaf jafn frábær elsku Heiða nákvæmlega eins og þú ert ,knús til þín
Katrín Ósk Adamsdóttir, 12.11.2007 kl. 12:51
Ef að þú ert Slut með því að blogga eins og þú bloggar ekki hætta að vera þannig "Slut"
Vertu þú sjálfur, gerðu það sem þú vilt.
Vertu þú sjálfur, eins og þú ert.
Láttu það flakka, dansaðu í vindinum.
Faðmaðu heiminn, elskaðu.
Góður texti sem segir ansi margt...
Freyr Hólm Ketilsson, 12.11.2007 kl. 14:06
Vertu bara þú. knús
Kristín Katla Árnadóttir, 12.11.2007 kl. 14:14
Hæ Heiða ég hef þess gæfu notið að hitta þig face to face og besta lýsingin af þér er að þú ert ljúf,yndisleg,falleg og með eindæmum skemmtileg ... í sambandi við baktal þá er það skilgreint í orðabók Gísla Torfa sem " baktal er gott því þá veit maður að að það fólk er alltaf nokkrum skrefum á eftir manni í öllu"
Gísli Torfi, 12.11.2007 kl. 14:46
Heimur okkar er NÝR á hverjum degi með öllu því sem honum fylgir.Ég veit að þegar ég ætla mér daginn góðan( Planaði hann svo) þá fer þetta allt öðruvísi enn ég ætla.SATT segir þú .ÞAÐ ER OG MUN ALLTAF VERA NÓG AF ILLUM TUNGUM OG AFAR ILLA INNRÆTNUM TUNGUM. ENGINN KEMST HJ'A HEIMSÓKN ÞEIRRA: MÁLIÐ ER, AÐ LJÚKA EKKI UPP DYRUM, FYRIR SVOLEIÐIS SENDINGUM.
GANGI Þér vel HEIÐA mín. Lífið er bæði RÆKTAÐUR SKÓGUR og FRUMSKÓGUR. 1000 knús frá mér.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 16:23
Takk elskurna allar....og Gísli takk sérstaklega fyrir hlý orð. Eitt stórt og feitt hjarta frá mér til ykkar.
Heiða Þórðar, 12.11.2007 kl. 16:26
Snilldarfærsla hjá þér og svo órtúlega sönn.Flest verðum við fyrir þessu og það er sárt.Einu sinni sagði ég við mannesju sem lét skít vaða yfir mig ..hvaðan koma eiginlega þessar hugsanir......skoðaðu þig að innan....hmmmm suma setti hljóða.
Í guðana bænum halltu áfram að vera þú
Solla Guðjóns, 12.11.2007 kl. 16:28
Mér finnast færslurnar þínar alveg stórskemmtilegar, ég þekki þig ekki neitt en samt finnst mér þú frábær og sniðugur penni!
Ég hef lent í umtali hérna inni á blogginu, fólk að segja mér hver ég er ,sem að þekkir mig ekki neitt. Ég reyndi að vera töffari, en það fór lengra inn en ég gerði mér grein fyrir. Þolrifin eitthvað að svíkja mig þar. Ég þekki þessa tilfinningu ansi vel.
Haltu bara áfram að blogga eins og þú gerir best, þú ein veist best hver þú ert og fólkinu sem að þykir vænt um þig !
Sunna Dóra Möller, 12.11.2007 kl. 16:51
Heyrðu Heiða mín, ég er sko gift einum af þessum hræðilegu iðnaðarmönnum. Þeir venjast reyndar nokkuð vel, bara ef maður ætlast ekki til að múrari múri heima hjá sér, rafvirki geri við rafdótið, málarinn máli og svo framvegis Ég þarf sum sé að fá múrara utan úr bæ til að múra, en minn getur smíðað eitthvað of svoleiðis. Tímalaus þýðir reyndar allt annað hér fyrir vestan skal ég segja þér, það þýðir einfaldlega nískur
Þetta með öfundina, iss piss, sumt fólk á einfaldlega bágt, og það þarf að senda því hlýjar hugsanir og knúsa og kossa, því það hefur fengið allt of lítið af svoleiðis gegnum tíðina, þess vegna er það svona.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2007 kl. 19:23
Til hamingju með iðnaðarmanninn þinn Ásthildur, þeir eru nú alveg brúklegir er það ekki? hehe. Mamma bjó eitt sinn með pípara man ekki betur en vaskur einn hafi lekið alla þeirra sambúð
Heiða Þórðar, 12.11.2007 kl. 21:44
Heiða, ég hef komist að því þegar ég er að bera mig saman við aðra að ég kem ALLTAF illa út úr því. Ég ber nefnilega innri mig við ytri hina. Það er alltaf tap því ég geri það bara þegar með líður ekki vel og þá kem ég aldrei vel út úr þeim samanburði. Illar tungur eru bara illar tungur. Þú ert frábær.
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 19:14
Axel þú færð fyrstu verðlaun fyrir að vera æðislegur.
Heiða Þórðar, 14.11.2007 kl. 00:47
9,0 Vilja og geðslag ( mjög mikill reiðvilji og vill áfram ásamt mikilli þægð og vökult auga) 9,0 Fyrir fótaburð, 8,0 fyrir sköpulag, 7,5 fyrir samræmi (umsögn, of fylltur, þyrfti að látann skíta úr sér fyrir dóm) og 8,0 fyrir háls og herðar 8,0 fyrir bak og lend og 10 fyrir fótagerð. Frítt höfuð, vel skapað, svipsterkt með ávala kjálka. Vel fextur með bæði eystu í góðri stærð og heilbrigð–fyljunarhlutfall gott. Reistur vel og hlýtur 9,5 fyrir fegurð í reið.
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 01:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.