Amma er til sölu!

Ja hérna hér!

Ég hef verið geymd og gleymd á bakvið einhversstaðar í ein 38 ár...ef marka má að ég hef ekki fundið hinn eina rétta/sanna ennþá. Eða hann mig.

Rykfallinn að innan, engin hefur  gefið sér tíma til að "ditta eða dusta" innan úr mér í langan tíma. Rétt aðeins að utan.

En  núna er ég glaður vasi!  Mjög glaður blómavasi. Ég var að komst afþví að eftir því sem ég eldist er verðmætari. Fleiri sprungur. Fleiri spýrur.

Detta af mér allar dauðar lýs! Sem eru engar! Hvaða ranghvolfingur er þetta?

Það eru virkilega til manískir antik-safnarar ennþá...

Ég bíð ekki í það... að bjóða date-inu mínum í heimsókn til ömmu...hann kæmist væntanlega afþví að hún er miklu verðmætari og fallegri en nokkurn tíma ég. Í það minnsta myndi hann borga meira fyrir hana...ekki það að ég sé söluvara.

Bara einfaldlega að benda fólki á að gamalt drasl...er meira metið en viska okkar. Forfeður okkar sem daga uppi á elliheimilum án þess svo mikið að litið sé við þeim!

 


mbl.is Milljónir fengust fyrir vasa sem hafði verið öllum gleymdur í 30 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góður punktur, þetta með gamla fólkið, veraldlega hluti og mannfólkið yfirleitt.  Takk ´sskan.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.11.2007 kl. 21:27

2 Smámynd: www.zordis.com

Allt gamalt er gott, svo gott!  Gamalt rauðvín og gamall harðfiskur nehhh kanski ekki harðfiskurinn!

En, spurning um að ættleiða nokkrar ömmur á næsta grösum.  Englaknússlur!

www.zordis.com, 7.11.2007 kl. 22:11

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ég sting nú reglulega upp á því við nokkra háaldraðra vini mína(þeir eru í alvöru gamlir,,,,en vita ekki af því sjálfir) að þeir megi nú alls ekki fara taka upp á því að deyja því þeir séu friðaðir og verði stoppaðir upp.

Einar Bragi Bragason., 7.11.2007 kl. 22:14

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehehehe segi nú ekki margt

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.11.2007 kl. 23:16

5 Smámynd: Freyr Hólm Ketilsson

Mínar ömmur eru og munu alltaf verða óborganlegar...

Spurning með einn afa hingað og þangað kannski... 

Freyr Hólm Ketilsson, 7.11.2007 kl. 23:18

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Hehe maður er að verða antik

Solla Guðjóns, 7.11.2007 kl. 23:43

7 identicon

Gaman og alvara,en ég bendi fólki að hlusta á lag með hljómsveitinni Alan Parson Project sem heitir því göfuga heiti.     OLD  AND  WISE

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband