Það er búið að útskúfa mér úr fjölskyldunni!

Ég var að keyra heim í kvöld og söng hástöfum með alveg temmilega hress í bragði. Vitaskuld með "græjurnar" í botni því ekki ætlaði ég að misbjóða sjálfri mér með söng mínum. Málið er að ég er vita laglaus (alveg satt!  Mamma sagði mér það...Wink)en finnst samt ansi gaman að laumuhommast svolítið í söng og gleði í eigin félagsskap.

Einsog gengur þurfti ég að stoppa á rauðu ljósi. Með milt kvöldið og þúsundir götuljósa sem gáfu loforð um fögur fyrirheit, verður mér litið inn í bíl sem stoppaði við hlið mér. Í honum sat ung kona og hún brosti breitt og vinkaði og veifaði. Ég afskaplega vel upp alinn auðvitað, vinkaði og brosti á móti. Kannaðist ekkert við hana og fannst ég aldrei hafa séð hana áður. Svo hugsaði ég;

-hvar ætli hún hafi séð mig þessi? Kannski í Bleiku og Bláu? Shit!

Efasemdir kviknuðu, þar sem þessi Reyjavíkurmær var alls ólíkleg til að fletta þessháttar blöðum. Einnig sú staðreynd að ekki ein einasta mynd af mér hefur birst í því ágæta blaði. Hvorki kappklæddri eða án klæða.

Daman beygði til hægri og ég hélt áfram. Lítið annað í boði þarna sem leiðin lá greið og bein og breið...en einsog gengur nokkur rauð ljós á leiðinni rétt einsog í lífinu sjálfu.

Svo leit ég inn i bílinn á vinstri hönd. Ég fékk ekkert vingjarnlegt vink eða bros frá parinu sem þar sat. Ljóshærða daman virti mig ekki einu sinni viðlits en skemmti sér greinilega konuglega. Hló og lék á alls oddi. Sem er gott nema ef vera skildi að gæinn sem ók, var að bora í nefið á sér. Greinilega ekki fyrsta date-ið þeirra. Skil reyndar ekki hversu margir slíkir nebbagoggar eru á ferð í umferðinni. Ég lét þetta nett pirra mig þegar hann fór í hina nösina sína. Svo hugsaði ég;

-hvað er að þér Heiða...common! Hann gæti hafa týnt einhverju þarna uppi. Kannski er hann að leita að húslyklunum sínum. Hvað veist þú? Hvað ert þú annars að glápa inn í annnara manna bíla, með nefið ofaní öllu?

Ég brosti ánægð með sjálfa mig og niðurstöðu mína, söng enn hærra. Í þetta sinn hljómaði ég alls ekkert svo illa....

Ég settist niður fyrir framan tölvuna mína til að ljúka verkefnum dagsins fyrir vinnunna...sem gaf mér ástæðu til að skrifa þetta blogg þegar ég las póst frá Gísla bróðir mínum.

Einn góður vinur minn sagði við mig eitt sinn; það les enginn það sama úr rituðu máli, hvort sem um er að ræða blogg eða bók. Þú getur lesið sömu bókina margoft og fundist þú alltaf vera að lesa nýja bók. Svo les einhver bloggið þitt og les eitthvað allt annað út úr því en þú upphaflega lagðir upp með.

Þetta veit ég og vissi svosem ....

...en þetta les ég úr þessum fjölpósti frá Gilla mínum. ( yfirleitt eyði ég svona fjölnota skeytum, án þess að opna....leiðast keðjubréf meira en kveðjubréf.) Mér fannst ég tilneydd þar sem ekkert viðhengi var límt við skeytið og lítil hætta á faraldslús eða vírus á ferð, að allavega lesa það.

Sko hann gefur sterklega til kynna drengurinn, að vænlegri kostur sé að fá sér byssu heldur en velja mig sem kvonfang eða kærustu. Ástæðurnar eru þessar;

Byssa tekur minna skápapláss en fötin hennar Heiðu...

Byssa virkar eins og er alltaf reiðubúinn, alla daga vikunnar...

Byssunni er alveg sama þó þú farir strax að sofa þegar þú ert búin að nota hana...

Ef þú dáist af byssu vinar þíns, leyfir hann þér að prófa hana nokkrum sinnum...ÞAР MYNDI HEIÐA ALDREI SAMÞYKKJA! Hún er svoddans frekudós...

Þú getur átt eina byssu heima og aðra á ferðalögum...enn og aftur það myndi Heiða ekki samþykkja! Bévítans dollan...

...og númer eitt tvö og þrjú; þú getur keypt hljóðdeyfir á byssuna en ekki á Heiðu systir...

Hér með lýsi ég sjálfa mig frjálsa til ættleiðingar hæstbjóðanda. Ég gefst upp á mér og minni fjölskyldu. Síðasta hálmstráið farið. Finnst ég gjörsamlega útskúfuð fyrir allt og fullt.

Þarna dó von mín kvalafullum dauðdaga...

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Sko byssurnar mínar eru inn í skáp.......ekki myndi ég setja þið þar nei.............

það getur líka staðið fast í byssum ussssss

þær geta ryðgað ........ekki þú

þær drepa......ekki þú

svo geta þær líka lamið mann.............en að vísu þú getur það nú örugglega líka he he

Einar Bragi Bragason., 6.11.2007 kl. 23:26

2 identicon

Ég myndi velja þig fram yfir hvaða byssu sem er!

Enda þoli ég ekki byssur, og mér finnst þú æðisleg. Ergo: ótrúlega einfalt fyrir mig.

En þú ert ekki ein um að syngja svona í bíl og laumuhommast svolítið ... ég geri þetta líka og hef gert í vinnunni þegar ég hef haldið að ég væri einn. En rauða andlitið á mér sannaði vel, að náunginn sem kom að mér 5 sekúndum áður hafði heyrt og séð eitthvað sem ég var ekkert að vonast eftir! En ég var í kór í den... ég held ég haldi lagi alveg.

Knúsur og kveðjur frá Akureyrur!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 23:44

3 identicon

elsku Heiða mín...ég er búinn að ættleiða þig í andanum. Ég er sammála þér um horétandi vitleysinga...halló hvað er málið með þetta horát út um allt allsstaðar þar sem maður fyrir slysni lítur á einhvern aulann dragandi slummur á fingur og svolgra svo í sig horið á saklausu rauðu ljósi. Hvaða helvítis viðbjóður er það eiginlega. Ég er nú ekki mikið fyrir ofbelt svo vægt sé til orða tekið en andskotinn hvað manni langar til að banka duglega í hnakkann á svona horhausum.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 00:04

4 identicon

annars langaði mig bara að segja við þig. "innlitsknús á þig félagi"

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 00:07

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Gaman og gott að sjá þig hér aftur Axel...hélt þú værir farin til Nígeríu að framleiða harðfisk! Knús á þig og þína til baka

Doddi, Arna, og Einar B; knús og klemm í klessu.

Heiða Þórðar, 7.11.2007 kl. 00:15

6 identicon

...ég fer stundum til Bahamas

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 00:19

7 identicon

Hehehehe, ég hef ekki reynslu af byssum svo að ég get kannski ekki fullyrt þetta en skemmtilegar pælingar ;)

Annars vill móðir þín fara að komast í heimsókn til ömmu, mæli með að þið mæðgin takið rúnt saman og syngið hástöfum lag Bjartmars Guðlaugs;

Pabbi minn kallakókið sýpurhann er með eyrnalokk og strípurog er að fara á ball, hann er að fara á ball. Mamma beyglar alltaf munninnþegar hún maskarar augunog er að fara á ball, hún er að fara á ball. Blandaðu mér í glas, segir húnút um neðra munnvikið.Ekki mikið kók, ekki mikinn ís,réttu mér kveikjarann. Barnapían er með blásið hárog pabbi yngist upp um átján árá nóinu. Drífðu þig nú svo við missum ekki afGunna og sjóinu. Þessari plötu var nú nauðgað í á heimilinu..

Gísli besti bróðir í heimi!! (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 00:20

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

Með þennan texta svíf ég inn í draumalandið Gísli minn...dásamlegar minningar

...og svo er hún ekki "bara móðir mín" sko!

Jebb og þú ert besti bróðir í heimi!!!

Heiða Þórðar, 7.11.2007 kl. 01:00

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

....eða klárlega á topp tíu...hvað voru þið aftur margir?

Heiða Þórðar, 7.11.2007 kl. 01:01

10 Smámynd: Steingrímur Helgason

Athyglisvert...

Heiða, eða 1187an,,,

1187an, eða Heiða....

Aggurru ertu svona erfið kona !

S.

Steingrímur Helgason, 7.11.2007 kl. 02:02

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...ég pant ættleiða þig - fæ kannski Gísla bróður þinn með í bónus....

Hrönn Sigurðardóttir, 7.11.2007 kl. 08:00

12 Smámynd: Freyr Hólm Ketilsson

Skvís mí... But does it run in the family...

Ljósbláa platan hans Bjartmars... já þar er um snilld að ræða... á hana á vinyl einhversstaðar...
Ég á líka byssu hún býr hjá mömmu... liggur undir skemmdum í rakanum í felum ...
Eitt af hobby æðunum sem komu yfir mann í den...

Freyr Hólm Ketilsson, 7.11.2007 kl. 08:49

13 Smámynd: Margrét M

þú getur allavega fengi nýja fjölskyldu með hraði ... það eru greinilega einhverjir tilbúin að ættleiða þig

Margrét M, 7.11.2007 kl. 10:04

14 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Steingrímur Heiða er ekki Remington...........Hún er Benelli.....Winchester.........eða eitthvað sem er að verða sjaldgæft he he......sem sagt góð byssa....ég meina kona

Einar Bragi Bragason., 7.11.2007 kl. 10:12

15 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Dúllan mín ! Þú ert bara frábærust  Og hér með ert þú Heiða Bergþóra Katrínardóttir en annars kemur það ekki ágætlega út ? En allavega skal ég barasta verða mammsan þín

Katrín Ósk Adamsdóttir, 7.11.2007 kl. 13:54

16 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 7.11.2007 kl. 19:46

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú drepur mig úr hlátri einhvern daginn Heiða mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.11.2007 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband