Er að hugsa um að fara að skreyta jólatréð NUNA

,,Mér er bara alveg skítsama hvað öðrum finnst, ég geri bara nákvæmlega það sem ég vill, þegar ég vil"!

Bull og kjaftæði. Það er engum nákvæmlega sama hvað öðrum finnst. Ekki einu sinni mér, þó stundum eigi ég það til að segja; iss piss, sléttsama hvað öðrum finnst! Og þó að ég sé einsog enginn annar í veröldinni og enginn einsog hinn... þá held ég nú samt að við eigum öll sitthvað sameiginlegt. Einsog það að vera hreint ekki sléttsama hvað fólki finnst um okkur.

Mér datt þetta í hug í framhaldi af lestri blaðanna í morgun, þar voru þjóðþekktir íslendingar spurðir hvenær væri tímabært að skreyta fyrir jólin. Eða öllu heldur hvað væri of snemmt, að mig minnir.

Í því sambandi má fólk og öll fyrirbæri heimsins hafa sína hentusemi. Fólk má halda jólin alla daga ársins fyrir mér, held reyndar að það væri frekar til gleði en vansa. Mér persónulega finnst engin sjónmengum af jólaseríum í gluggum. Og það ætti að vera það eina sem treður sér inn fyrir augun á manni varðandi hvenær fólk skreytir heimili sín.

Það  var núna síðla októbermánaðar sem einn af mínum fyrrv. fósturfeðrum rak inn nefið. Við honum blasti jólasveinn sem náði honum næstum upp á mitti...ég afsakaði mig og sagði;

-hmm, bara svona aðeins að fá fílinginn...sko eiginlega er þetta bara fyrir stelpuna...svo er hann nú ekkert svooo jólalegur þessi sko! Ha?

Ég leit á hann einsog ég væri að biðja um samþykki fyrir því hvort "karlinn" mætti standa inn í forstofunni svona löngu fyrir jól. Á mínu eigin heimili.

Hann hló sagði ekki orð, vitandi,  að ef hann kæmi með athugasemd sem ekki "fittaði í kramið hjá prinsessunni á bauninni", myndi ég einfaldlega fleygja upp trénu með það sama. Setja jólalögin á grammafóninn...klæða hann í jólasveinabúning og bjóða honum að dansa við mig í kringum jólatréið.

Ég hef það frá fyrstu hendi að það á að skreyta verslunarmiðstöðvar okkar 6. nóv...og ég get ekki sagt að ég kvíði því sérstaklega.

Ég er með hendurnar mínar bundnar fyrir aftan bak og er að reyna sem mest ég má að skreyta ekki jólatréið mitt núna....í kvöld.......ohhh, mig langar svo! Mig klægjar svoooo!!

Læt jólasveininn minn duga í bili.

Annars þekki ég til eins karls suður með sjó... hann var það sem kallað er "túra-drykkjamaður", ein jólin keypti hann marglitaseríu og stakk henni í samband, í kassanum, útí glugga og málið var dautt. Ekkert brölt ekkert vesen ...Ekki fara sögur afþví hversu gleðileg hátiðin var.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég er svo haghvæmur .. Ég læt mömmu steikja hamborgarhryggin og setja upp jólatréið heima hjá sér og held aldrei upp á þau heima hjá mér... 

Jól eru =&/&=/=)=//=()=&) HUNDLEIÐINLEG .. sér í lagi fyrir okkur bréfbera..

OG ég hugsa til þeirra með SKÍTAHROLLI ÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖ viðbjóður

Brynjar Jóhannsson, 4.11.2007 kl. 00:11

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Brynjar; That´s the spirit! You rock! Hverskonar "attítjút" er þetta félagi?

Heiða Þórðar, 4.11.2007 kl. 00:37

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég er sko alveg til í að fara að sjá jólaljósin spretta upp.....hemm er nú með kveikt á einni úti sem einhvern veginn dagaði upp í fyrrra.

Solla Guðjóns, 4.11.2007 kl. 01:04

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Þetta KALLAST BARA KRISTILEGT JÓLASKAP HJÁ MÉR

Brynjar Jóhannsson, 4.11.2007 kl. 01:57

5 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

tja ljósinn lífga upp sammdegið....................hlakka til

Einar Bragi Bragason., 4.11.2007 kl. 06:43

6 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

k ið gleymdist

Einar Bragi Bragason., 4.11.2007 kl. 06:43

7 identicon

ALAbadderí       VVVVVVVVVVVÆT KRISTTTTMAS: ekki alveg strax!

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 07:53

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég keyrði í gær framhjá húsi þar sem var búið að setja seríur í alla glugga, svo það eru fleiri en þú komnir í jólaskap

Huld S. Ringsted, 4.11.2007 kl. 09:35

9 Smámynd: Gísli Torfi

Þegar ég heyri langa lagið með Skrám (7 syngjandi svanir ) þá eru jólin formlega sett hjá mér og svo set ég Cd minn á sem heitir jólastjörnur en ég fann diskinn fyrir nokkrum árum við mikinn fögnuð en ég gjörsamlega át þessa plötu upp þegar ég var peyji en svo þegar ég átti að taka plötuna í leikskólan einn daginn þá brotnaði hún og eins og ég segi eftir ca 25 ár þá kom að endurfundum hjá okkur og Bó.Halla og Ladda og félögum....  Jóla Hvað

Gísli Torfi, 4.11.2007 kl. 10:42

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Auðvitað er okkur ekkert sama hvað fólki finnst. Það er engum alveg sama þótt við segjum iss piss. Hitt er svo annað mál hvort við bítum á jaxlinn eða förum að væla.

Ég á eina rauða seríu úti í garði sem ég tók ekki niður í janúar. Bezt ég kveiki á heinni í kvöld.

Hrönn Sigurðardóttir, 4.11.2007 kl. 11:38

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það má alveg mín vegna fara að setja upp jólaljósin. Ég er reyndar að vona að minnkarl setji hvítu seríuna fljótlega á syprisinn hérna frammi í garðskála.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.11.2007 kl. 12:56

12 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Gleðilega jól

Lifi ljósið!!

Sunna Dóra Möller, 4.11.2007 kl. 13:10

13 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þið eruð öll; flott, flottari, flottust!

Heiða Þórðar, 4.11.2007 kl. 14:12

14 Smámynd: Þröstur Unnar

Ég er með seríur utan á kofanum mínum c.a 100 perur, sem er búin að hanga þarna í 3 ár . Perurnar upplitast að sjálfsögðu yfir sólríkt Íslenska sumarið. Þá fer ég bara upp með pensil og pínu málningu og mála þær verstu og sjá, alveg eins og nýjar.

Spyr hvorki kóng né prest.

Þröstur Unnar, 4.11.2007 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband