Útsaumaður klobbalingur...

-þetta kom nú út úr klobbalingnum á þér, sagi ég við mömmu áðan, þegar hún sagði mig stórskrítna.

Hún hefur svolítið til síns máls að þessu sinni. Elsku litli músalingurinn hún mamma mín, með teygðan og útsaumaðan klobbalinginn sinn, eftir sjö fæðingar. Hún sver af sér saumaskapinn en ég neita að trúa henni. Ekki síst þegar litið er til þess að hausinn á mér festist og læknirinn þurfti að setjast ofan á bumbuna, til að ég "pillaði" mér út. Útkoman af fæðingunum var allskyns og allskonar. Eitt afbrigðið er semsé ég -Heiða bergur bumba. Wink

Fyrir mig er stórhættulegt að horfa á ýmislegt sem er í sjónvarpinu. Ég get verið skaðleg umhverfi mínu og sjáfri mér með áhrifum ýmisskonar.  Hugmyndaflugið leiðir mig einatt til aðgerða og oftar en ekki með einhverjum timburmönnum,  einsog í síðustu viku þegar ég var að horfa á Innlit Útlit.

Og hér kemur ástæða þess að hún segir mig svolítið klikkíklikk....eða; ohhhhhhhh, Heiða, þú ert engum lík, þú ert nú alveg met (orðrétt)!

Ég var að horfa á þáttinn og þar sem framkvæmdir hafa staðið yfir á heimilinu og ég haldin valkvíða (not) voru keyptir nokkrir litir úr stafróf-unni... þarna sem ég sit í nýja-gamla sófanum mínum og hugsaði um hvað mig langað mikið í bæði borvél og sléttujárn í jólagjöf þá fæ ég þá hugdettu að sófaborðið passi engan veginn við hvítan sófann.

Ég opna eina málningadollu, vitandi í undirmeðvitundinni að þetta kynni ekki góðri lukku að stýra. Hvít málning varð fyrir valinu. Og ég málaði og málaði einsog "motherfucker"...hverja umferðina á fætur annarri. Beið svo þolinmóð meðan málningin þornaði. Upplifunin var undursamleg á meðan ég virti fyrir mér afraksturinn og hundsaði samvisku-röddina sem hvíslaði; -Heiða þú er fífl... ég tók raka borðtuskuna og renndi yfir þurran flötin.

Málning auðvitað máðist af...þetta var ekki að gera sig þannig að ...

Ég dröslaði blýþungu borðinu ofan í baðkarið þar sem ég smúlaði og skafaði og blótaði og eyddi lunganu úr efri part kvöldsins og nóttinni, sveitt og blaut í hróka samræðum við sjálfa mig um hversu mikill bévítans fáránlingur ég væri. Að  tíminn væri dýrmætur og ég hefði getað nýtt hann gáfulegar einsog tildæmis horft á Rúv...og fengið eitthvað fyrir afnotagjöldin sem ég er rukkuð um og hef aldrei greitt!

 Sælan var því stutt en hún var sönn og góð á meðan á henni stóð. Samhliða þessu var baðherbergið smúlað í hólf og gólf. Og ég líka auðvitað. Tók loforð af sjálfri mér að þessu skildi ég engum segja frá!

Þannig að þessi atburður útskýrir fyrir þeim sem ekki vissu af athæfi mínu fyrir nokkrum dögum, en vita jafnfram af "takinu" í annarri rasskinninni...að þetta er semsagt ástæðanBlush. Ekki að ég hafi legið á lélegri dýnu í sumarbústað í fagurri sveit...ekki svaf ég á vitlausri hlið (hún er ekki til....þær eru bara tvær)...eða hvað þar var sem ég hef logið í ykkurFootinMouth.

Jebb...the moral of this story is; vanda forvinnuna. Vanda forvinnuna. Það er ljótt að skrökva...og maður á að standa við loforð sín...sérstaklega gagnvart sjálfum sér.

es: jæja nú fæ ég eitt mínus-stig frá Háinu og Þorninu mínu sem heimsækja mig á síðuna. Fyrirgefiði strákar mínir...mér finnst færslan alveg hæfa fallegri og flottri KONU! Shocking ojbarasta....

Common guys ég er nú barasta stelpurófa... Winksem gerir sjaldnast það sem henni er sagt að gera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Vó þú ert æði og yndiGott að vita að maður er ekki eina fyrirbærið sem framkvæmir hugdettur sínar sem eru fyrirfram dæmdar til að mistakast

Baðherbergið er þó hreinnt

Solla Guðjóns, 31.10.2007 kl. 20:37

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ææææ snilld...en ég lenti nú í smá ævintýri með hraðvirkandi fúgu í fyrra .......það má enn finna hana á eldhúsflísunum........

Einar Bragi Bragason., 31.10.2007 kl. 20:52

3 Smámynd: Fiðrildi

krakkar . . þetta kallast bara að bjarga sér og er jákvætt.  Við síðustu fermingu spurði móðir mín út í einhvern kökuspaða úr silfri sem einhver hafði gefið mér.  Úps . . sagði ég . . ég var viss um að það væri kítti-spaði . . . og notaði hann auðvitað sem slíkan eina nóttina sem mér datt allt í einu í huga að mála stofuna.

Fiðrildi, 31.10.2007 kl. 21:01

4 Smámynd: Þröstur Unnar

-

Þröstur Unnar, 31.10.2007 kl. 21:05

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Arna....hef alveg lent í svona svipuðu.....einmitt þetta er kallað að bjarga sér.

Heiða Þórðar, 31.10.2007 kl. 22:09

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mikið vinst mér væntu þig elsku dúlla mín

Kristín Katla Árnadóttir, 31.10.2007 kl. 22:49

7 Smámynd: Saumakonan

Erum við nokkuð skyldar??    ROFL!!!!

Saumakonan, 31.10.2007 kl. 23:12

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þúrteggihægt.

Greinilega því frekar hratt, það er gott, en það verður líklega ekki til alveg nógu mig nóg af þér.

Snilli. 

 S.

Steingrímur Helgason, 1.11.2007 kl. 01:24

9 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Arg! Þú ert næstum þvi klikkaðasta manneskja sem ég veit um....and I love it!!! Ég á aldrei eftir að fíla mig eina út úr kortinu á meðan þú bloggar... plís ekki hætta !!

Heiða B. Heiðars, 1.11.2007 kl. 02:22

10 Smámynd: Heiða  Þórðar

Hjúkkit Heiða! þetta örfína "næstum" -reddaði því að þú gjörsamlega rústaðir ekki fyrir mér deginum...I love you too

Heiða Þórðar, 1.11.2007 kl. 08:14

11 Smámynd: Margrét M

Bwahaha.þú ert nú alveg sko .nei nei . þú ert snilli..hafa ekki mestu snillingar heims verið pínu klikk  

Margrét M, 1.11.2007 kl. 08:29

12 Smámynd: Anna J. Óskarsdóttir

hehheheh  snilld.  Eins og ég segi alltaf, um að gera að bjarga sér. Við þurfum ekkert á einhverjum "köllum" til að gera þetta fyrir okkur, þeir geta séð um e-ð annað 

Anna J. Óskarsdóttir, 1.11.2007 kl. 11:11

13 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.11.2007 kl. 11:48

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert algjört æði Heiða mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.11.2007 kl. 18:53

15 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Jabb mín kæra klobbalína,  ´Litlir hlutir koma oft stórum framkvæmdum í gang, í den gladdist ég alltaf yfir því þegar börnin helltu niður úr mjólkurfernunum í ísskápinn, þá hafði ég ástæðu til að þrífa. 

Ásdís Sigurðardóttir, 1.11.2007 kl. 20:11

16 Smámynd: Þröstur Unnar

Pínu svona turnoff fyrirsögn.

Þröstur Unnar, 1.11.2007 kl. 20:29

17 Smámynd: Heiða  Þórðar

Nei elsku Jóna mín, draumurinn er að vera arftaki þinn

Heiða Þórðar, 2.11.2007 kl. 08:01

18 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

 It's Friday 

Katrín Ósk Adamsdóttir, 2.11.2007 kl. 13:26

19 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Jahá, mann setur bara hljóðan! Nei, ætli það. Hef nefnilega gerst sek um viðlíka borðmálun og móðir mín er ekki enn búin að fyrirgefa mér. Þetta var nefnilega á meðan ég bjó enn heima og þetta uppátæki kostaði allsherjarhreingerningu á herberginu mínu, már og öllum búshlutum sem komust í nágrenni við mig og borðið. (Ég var engin óviti þegar þetta var. 17 ára, held reyndar stundum að ég sé föst á þeim aldri.)

Steingerður Steinarsdóttir, 2.11.2007 kl. 14:58

20 identicon

Heiða mín ! Já Heiða mín hin eina!Heiða mín hin eina besta! Heiða mín hin eina besta SANNA.     Eitthvað  fyndist mér vanta í hið DAGLEGA LÍF ef þú BLOGGAAÐIR EKKI. ONE DAY OFF,og brauðsneið med  MALAKOFF.   TILBREYTING.Nú skal hlaða  BATTERÍIN.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 17:10

21 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

og þú ert enn lang_____________

Einar Bragi Bragason., 2.11.2007 kl. 21:35

22 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Góða helgi

Sunna Dóra Möller, 2.11.2007 kl. 22:56

23 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

 og enn ertu yndislegust

Hrönn Sigurðardóttir, 3.11.2007 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband