Alltof stórar falskar tennur...

Hvað gerir maður þegar mann langar að skrifa, en dettur ekkert í hug. Jú, maður lítur á tærnar á sér og lætur hugann reika...maður finnur fyrir viðbrenndum rassi eftir sólbað gærkveldsins...og telur freknur og fingur.

og hugurinn flýgur...

...til Nýja Sjálands. Millilending í Singapoor. Stutt pissustopp og svo flýgur hann áfram og staðnæmist við mig, þar sem ég stend við Cashier - desk í Christchurch Casino.

Í svörtu pilsi með klauf upp í klof...hvít skyrta og reyrt vesti um mig miðja. Brjóstin virðast stærri en þau eru í raun og ég næ vart andanum undan háu hælunum, sem ég stend í, á tólf tíma vaktinni minni. Hárið uppsett með nöglum og nælum. Brosið límt aftur fyrir eyrun með hárlakki. Neglurnar lakkaðar með rauðu lakki.

Hann kemur enn og aftur. Karlinn. Helvítis karlinn, hugsa ég með mér.

Hann spyr;

-hefurðu gaman af bröndurum icelendic princess?

-já já....

-hvort viltu heyra ...dirty or a good one?

one of each...ég brosi og finn hvernig lakkið byrjar að flagna af andlitinu. Finn hvernig hárin byrja að rísa á hnakkanum og naglarnir stingast upp úr hausnum. Ég skoða áhugalaus upp í trantinn á fíflinu þar sem alltof stórar falskar tennur, varla hanga fastar upp í gómnum. Ég hugsa um konuna hans, sem hann hafði mætt með í spilavítið deginum áður. Þá hafði hann ekki virt mig viðlits.

...og ég sit undir smjaðrinu og blaðrinu.

Daginn eftir kemur hann aftur, hann hafði spurst fyrir um mig og komist að því að ég hefði gaman að því að lesa og skrifa. Yfirmaður öryggisdeildar sagði mér frá þvi. Sá hinn sami var sambýlismaður minn á þeim tíma.

-Ég er rithöfundur... segir hann þennan daginn og glottir eilítið fallega.

-Í alvöru? áhugi minn var vakinn...

-já, já, ég hef skrifað margar bækur. Hann bauð mér að hitta sig eftir vinnu, hann ætlaði að gefa mér bók. Ég mátti ekki þiggja neinar gjafir. Enda langaði mig ekki í neina gjöf.

Ég fékk uppgefið nafnið á honum og sagðist myndi fara á bókasafnið. Sem og ég gerði eftir vaktina mína. Ég hugsaði hlýlega til karlsins. Tennurnar voru nú orðnar að ekta perlum í mínum huga. Hrukku-dregið og rúnað andlit hans einsog splunkunýtt barns-rassgat. Hárið gráa hvarf undir ljósan skalla og aldurinn datt niður um einhverja áratugi.

-Hvaða hvaða Heiða (Heather Thord) hann er ekkert svo slæmur! hugsaði ég með sjálfri mér, þegar ég brunaði framhjá heimilislausum í leit að æti, í ruslatunnum nálægt bókasafninu.

Ég fann bækur. Fullt af þeim. Eftir hann. Ég las og las... fleygði karlrassgatinu upp í Guðatölu og mikla hærra reyndar....eða þar til ég las í formála einnar bókar með uppgefnu nafni hans ;

-Kristanmurti (minnir mig að nafnið hafi verið) died in 1984 (minnir mig aftur....) þá sá ég hann í sama ljósi og ég hafði séð hann áður. Maður ætti alltaf að fara eftir fyrstu tilfinningu.

Enn og aftur hafði ég látið hafa mig að fífli...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Þröstur Unnar, 15.10.2007 kl. 23:02

2 Smámynd: Fiðrildi

ha ha . . . ég ætla að taka mér þennan falska til fyrirmyndar og prófa þetta næst þegar að ég fer út á lífið.  Segjast vera Hollywood-leikari . . . t.d. Dustin Hoffman .  Ætli það virki   Hann er þó allavega ekki dauður.

Fiðrildi, 15.10.2007 kl. 23:09

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

nei elskan, þú ert alltof kvenleg. Að auki er vandfundnir jafn auðtrúa vitleysingar einsog ég....

Heiða Þórðar, 15.10.2007 kl. 23:12

4 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

haha þvílíkt lifandi frásögn Heiða !!! Ég vill fá áritað eintak af bókinni

Sigrún Friðriksdóttir, 15.10.2007 kl. 23:23

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Frábær frásögn.  Vei!

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.10.2007 kl. 23:32

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

SNilldar frásögn hjá þér eins og alltaf dúllan mín.  kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 15.10.2007 kl. 23:36

7 Smámynd: www.zordis.com

Litla fúleggið .... hvernig er svona hægt ... hvað gera menn ekki fyrir einn ..... eða í það minnsta reyna að gera allt fyrir

www.zordis.com, 15.10.2007 kl. 23:47

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

... einmitt Zordis, nú eða konur ef út í það er farið.

Heiða Þórðar, 15.10.2007 kl. 23:49

9 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Sá þig fyrir mér he he

Einar Bragi Bragason., 15.10.2007 kl. 23:53

10 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

æææ ég gleymdi næstum ......einu sinni á dag......þú ert gullfalleg

Einar Bragi Bragason., 15.10.2007 kl. 23:57

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

hehe...góður

Heiða Þórðar, 15.10.2007 kl. 23:59

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

æj æj æj, allir hafa þó sína veiku punkta! Mínir eru herðabreiðir karlmenn og ryðgað stál

Hrönn Sigurðardóttir, 16.10.2007 kl. 00:11

13 identicon

Þú semsagt trúðir því kæra vinkona að kallinn væri hinn andlegi leiðtogi Kristnamurti? http://www.napfenyes.hu/images/stories/illusztraciok/krisnamurti2.jpg

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 00:44

14 Smámynd: Solla Guðjóns

Hæ!! Hvort sem þú ert góður penni.blíantur eða gott lyklaborð....er alltaf jafn gaman að lesa hjá þér og bók já takk

Solla Guðjóns, 16.10.2007 kl. 01:44

15 identicon

Já Heiða mín.Þessir rithöfundar.Frásögnin er glimmrandi.Ég upplifði mig í sjónrænt leikrit hjá þér.Meiraaaaaaaaaaaaaaaaaa    af þessu.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 03:02

16 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Góð

Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.10.2007 kl. 06:48

17 Smámynd: Heiða  Þórðar

Já Axel.....minn, geturðu ýmindað þér þegar ég las um ferðir hans um allar heimsálfur m/fyrirlestrarna sína og fallegann boðskap? Trúi varla að ég sé að segja frá þessu...

Heiða Þórðar, 16.10.2007 kl. 08:33

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert alveg ótrúlegur prakkari Heiða mín, og ótrúlega skemmtilegar sögur sem renna úr puttunum á þér yfir lyklaborðið, takk fyrir mig  Reyndar alls ekki ótrúlegt þannig séð, mig vantaði bara lýsingarorð heheheeh...

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2007 kl. 09:13

19 Smámynd: Ellert Guðmundsson

He he enn eitt snilldar trixið, þessi fer í "Hvernig á að draga konu til tálar" bókina

Ellert Guðmundsson, 16.10.2007 kl. 09:24

20 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sunna Dóra Möller, 16.10.2007 kl. 09:32

21 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Frábær!

Steingerður Steinarsdóttir, 16.10.2007 kl. 09:39

22 Smámynd: Saumakonan

innlitskvitt á köldum morgni í langtíburtistan

Saumakonan, 16.10.2007 kl. 09:56

23 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú er alltaf  góð.

Kristín Katla Árnadóttir, 16.10.2007 kl. 10:05

24 identicon

Ekki amalegt það.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 10:41

25 Smámynd: Freyr Hólm Ketilsson

Þetta endar bara með kviðsliti vegna hláturs einn góðan veðurdag.
Takk fyrir mig.

Freyr Hólm Ketilsson, 16.10.2007 kl. 13:37

26 Smámynd: Gísli Torfi

þessi færsla er bara Glæsibær og ég sem var að gúffa uppí snjáldrið á mér brauði og eh sulli var nánast komið langleiðina á borðið vegna kátínu.. Heiða you Rock like a truth Star :)

Gísli Torfi, 16.10.2007 kl. 16:10

27 Smámynd: Heiða  Þórðar

Eins fáránlegt og það hljómar þá þykir mér undurvænt um ykkur öll. Ekkert  notalegra en koma heim í svo hlýjar kveðjur,

nokkur ykkar þekki ég prívat og pers...hin ekki. Samt eruð þið öll svo ótrúlega nálægt hjartanu mínu.

Heiða Þórðar, 16.10.2007 kl. 17:14

28 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góð! 

Marta B Helgadóttir, 16.10.2007 kl. 21:14

29 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Nýr dagur...........þú ert(þú veist það) Gullfalleg

Einar Bragi Bragason., 16.10.2007 kl. 23:33

30 Smámynd: Ásgerður

hahahaha

Ásgerður , 17.10.2007 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband