fimm mínútna fullnæging...

Allt er einsog það á að vera þennan laugardagsmorguninn. Hvert eitt og einasta atriði. Sólin er hjá pabba sínum.

Þá vakna ég ein undir himnasæng með logandi hjörtu. Fyrsta hugsunin er; ummm! enginn vinna, hvað skildi klukkan vera? átta? tíu? tólf? Whoe cares! Vöðla sænginni á milli lappanna og knúsa koddann. Sný mér á hina hliðina og reyni að sofa. Tekst að dorma. Opna annað augað, svo hitt. Stíg berrössuð fram úr og teygi mig í sloppinn. Inn á bað, kíki í spegill. -Nei, mikið ósköp ertu hugguleg svona nývöknuð Heiðan mín og Góðan daginn. Hárið bara einsog á reyttu hanarassgati og augun bæði í pung! Gullfalleg alveg hreint! Sný mér frá speglinum sæl og ráfa inn i eldhús og kveiki undir katlinum. Gríp húslykilinn og rölti niður að sækja blöðin. Þau standa enn óhreifð á borðstofuborðinu.

Þurrkaður ostur gónir á mig á stofuborðinu....og líka þrútin vínber. Sting upp í  mig æði og einum grænum súkkulaðifrosk...helli niður úr goslausri appelsínflösku og set glös í uppþvottavélina.

Ég fer út á svalir og horfi til veðurs, með vindinn í fanginu, kaffið í hendinni þegar sólin byrjar að skína. Fyrirboði um góðan dag. Ekki spurning.

Ég lít á kaffibollann minn. Drekk alltaf úr þeim sama. Hann er gulur rétt einsog sólin. Á hankanum situr strákbjálfi með hendur í vösum og svart hár á kollinum. Það klikkar ekki að hann brosir. Ég er að horfa á hann núna. Ég ætla að skíra hann Palla. Hann er eitthvað svo palla-legur.

Palli brosir þarna sem hann situr og ég brosi líka, opna e-mailið mitt og....enn einu sinni, er þar póstur; Til hamingju Heida Bergthora Thordardottir þú hefur unnið xxx milljarða í lottói lífsins...ég eyði póstinum án þess að opna hann.  Brosi hvorki meira né minna ...fyrir eða eftir mílljóna-vinninginn.

Pússa gullkortið og hugsa; jæja mín elskuleg...hvað eigum við að gera í dag? Eigum við að versla? Fjárfesta kannski? Spurning um nýtt naglalakk, nýja skó...mig vantar nú alltaf eitthvað smálegt...

...það veitir mér nú alltaf 5 mínútna gleði og fullnægju, þegar ég hef verslað mér einsog eitt stk. nýjan kjól.

Nei, daginn í dag ætla ég að nota og nýta til að  fjárfesta í sjálfri mér og njóta þess einfaldleika sem lífið hefur upp á að bjóða.

Til lukku með annars góðan laugardag elskurnar. Hann lofar góðu...HeartPalli brosir enn.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Já alla vega eftir að hafa lesið þessa frábæru lýsingu hjá þér að þá er ekki neinn efi lengur um daginn en hann verður góður  Þúsund þakkir fyrir brosið sem ég græddi á þessum frábæra pistli

Katrín Ósk Adamsdóttir, 13.10.2007 kl. 10:56

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm þetta er frábær lestur eins og venjulega frá þér elsku Heiða mín.   hér er bros til þín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.10.2007 kl. 11:38

3 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Snilldar pistill Heiða min

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 13.10.2007 kl. 11:39

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Snild hjá þér Heiða mín  knús  og klem

Kristín Katla Árnadóttir, 13.10.2007 kl. 11:44

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gott hjá þér stelpa að fárfesta í sjálfri þér.  Knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.10.2007 kl. 12:26

6 Smámynd: Ellert Guðmundsson

Það er um að gera að byrja daginn á því að hrósa og vera ánægður með sjálfan sig. Þessi dagur líður og okkar val er það hvort hann verði ánægjulegur eða ekki. Ekki spillir fyrir að dekra pínu við sjálfan sig.

Ellert Guðmundsson, 13.10.2007 kl. 12:36

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Góður Elli! Einmitt málið, en söfnunin?

Heiða Þórðar, 13.10.2007 kl. 12:45

8 Smámynd: Freyr Hólm Ketilsson

Góður penni...

Hvað er að frétta af honum Konna?

Er hann kannski að sauma kjól á Nadaline eða hvað hún heitir annars sú ágæta kona. 

Freyr Hólm Ketilsson, 13.10.2007 kl. 12:55

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Flott skrif stelpa. Eigðu góðan dag. 

Marta B Helgadóttir, 13.10.2007 kl. 13:04

10 Smámynd: Ellert Guðmundsson

Sko, þar sem að Konnvaldur virðist vera kominn á ís og í ljósi nýlegra færsla hjá þér um skó- og naglalakks kaup að þá þarf ég að skoða þetta allt uppá nýtt. Auk þess er ég að fara til Madrid .

En ef að Konnbjartur kemst aftur á dagskrá að þá er þetta ekki spurning.

Ellert Guðmundsson, 13.10.2007 kl. 13:23

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

ELLERT GUÐMUNDSSON! Til Madrid? Með baukinn? Með öllum peningunum í sem safnast hefur fyrir Konnbert?!

Nei, nú lýst mér á þig maður, eina í stöðunni fyrir mig núna er að fara út í búð og kaupa mér einsog 1 kassa af grænum frostpinnum!

Fuck, segi ég nú bara!

Konni biður annars að heilsa... af honum er það að frétta að hann situr nú út á akri með sólarvörn, að safna bómullarhnoðrum í kjólinn.

Heiða Þórðar, 13.10.2007 kl. 13:29

12 Smámynd: Gísli Torfi

 skemmtileg lesning ..var næstum dottinn inn í heim Hallgríms Helgasonar þegar ég las pistilinn :) en er það ekki einhver sannleikskorn sem við fengum úr Sanskrít sem hljóðu eitthvað á þá leið að Gærdagurinn er draumur og morgundagurinn hugboð en þessi dagur í dag sé honum vel varið umbreytir hverjum gærdegi í verðmæta minningu og hverjum morgundegi í vonarbjarma...Gæt þú þá vel þessa dags. ( tilvalið að kaupa lottómiða)

Gísli Torfi, 13.10.2007 kl. 13:53

13 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þú ert æði Gísli! Hvað ertu annars með á hausnum elskan?

Heiða Þórðar, 13.10.2007 kl. 14:02

14 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Flott lesning, helgin verður vonandi æðisleg og Gísli þetta er nottlega bara snilld.... Ég ætla á landsleikinn og vonandi fyllast þjóðarstolti

Arnfinnur Bragason, 13.10.2007 kl. 14:10

15 Smámynd: Gísli Torfi

já ég er með nýjustu Grænmetis-súpuskála Húfuna mína sem ég keypti fyrir nokkrum dögum á 1000 spírur.. já ég er svo mikill mannleysa að ég verð bara í Ítalska sófanum mínum og gúffa í snjáldrið á mér eins og Grænlensk fyllibytta Poppi og styð þá með því að stunda bæn og hugleiðsu í leiðini :) ánæður með þig að fara á leikinn og ánægður með þig Heiða var að fatta það núna að ég er æði útaf því að þú ert líklega búinn með Æðis-Kassann  ( súkkulaðið er gott )

Gísli Torfi, 13.10.2007 kl. 14:19

16 Smámynd: Heiða  Þórðar

... á eitt æði eftir reyndar.... og er að stúdera; Tilgang lífsins!

...annars vantar mig aspas í forrétt kvöldsins...má ég plokka svona einsog þrjú stk. úr húfunni þinni?

Heiða Þórðar, 13.10.2007 kl. 14:32

17 Smámynd: Gísli Torfi

Já Heiða Komdu bara fagnandi :) tak hár úr hala mínum og leggðu það í pottinn þinn svo úr verði þessi líka dassi af asparsFjalli að Guttormur gamli sem var í Húsdýragarðinum gæti ekki torkað því einu sinni.

Gísli Torfi, 13.10.2007 kl. 14:39

18 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

hahaha frábær færsla og frábær komment

Sigrún Friðriksdóttir, 13.10.2007 kl. 15:15

19 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vona að dagurinn hafi verið geðveikt góður. Ég fór á fætur 11 og lagði mig aftur 2 vaknaði 5 og er á leið í rúmið, gríðar fjárfestingar í gangi hjá mér í dag, nýti rándýra rúmið mitt vel.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.10.2007 kl. 21:04

20 Smámynd: Dísa Dóra

Þessi færsla er bara frábær og segir manni einmitt að njóta smáatriðanna og vera sáttur við sitt.  Takk fyrir þetta og takk Gísli Torfi fyrir yndislegt gullkorn sem ég er nú þegar búin að setja á góðan stað í mínu gullkornasafni

Dísa Dóra, 13.10.2007 kl. 21:46

21 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Mér segir svo hugur um, að þú hafir mikið yndi af því að skrifa, fröken Heiða Bergþóra!

Magnús Geir Guðmundsson, 13.10.2007 kl. 23:54

22 Smámynd: Jens Guð

  Þú getur líka fengið risa fullnægingu á innan við tveimur mínútum með Vortex græjunni.  Hún fæst hjá Aloe Vera umboðinu.   Sjá www.ja.is

Jens Guð, 14.10.2007 kl. 00:55

23 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahahaha Jens fer aldrei úr sölumannsgírnum.

Skemmtileg færsla hjá þér Heiða. Og hvernig var svo dagurinn í gær?

Jóna Á. Gísladóttir, 14.10.2007 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband