Hann elskar mig...

 Það var lítið um málningarvinnu í gærkveldi....sjáið þið þennan til vinstri. Guðdómlega fallegur, þótt ekki sé meira sagt! Sammála?

Einhverju sinni sagði ég ykkur frá "tagged"-dæmi sem ég er innvikluð í. Ég veit/vissi ekki um hvað dæmið snerist. Svo dett í inn á þetta í gær... og sé þennan gæja á svokölluðum vinalista! Og ég byrja að spjalla við hann í leiðindum mínum. Ég er ekki þessi dæmigerða einkamála.is - dama. Síður en svo...

Umræddur býr í Hollandi, allt í lagi með það. Og enn betra með það er, að hann er fatahönnuður. Enda daman veik fyrir flottum fötum. Og svo er hann með brún augu. Það er náttúrulega afar stór plús. Og og og....engin börn, aldrei giftur.

Hvað veit maður svo sem, þegar maður nær ekki að hugsa fyrir öskrandi málningardollum? Beats me...hann er/var skemmtilegur.

Þó svo hann reynist skollóttur skallapoppari úr Hafnarfirðinum, með 11 tær og tvo signa punga, eftir allt saman... Þó hann vinni í Sorpu eða við dósasöfnun á götum úti...tók ég þá afdrifaríku ákvörðun í morgun, þegar hann sagðist elska mig og vildi eyða með mér jólunum, sko..... á date-i nr; 2 á msn!

Að þetta væri eitt stórt og feitt djók...

...vona bara að hann sé ekki búin að hreinsa út úr heimabankanum mínum.Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Jæks! Einhvern veginn er ég ekki hissa á að hann sé ennþá einhleypur og barnlaus - þrátt fyrir súkkulaðiútlitið

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 29.9.2007 kl. 12:19

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

...vonum það besta! Ekki það að ég sé að leita að einhverjum til undaneldis...en það væri kannski flott að fá smarta flík fyrir jólin....

Heiða Þórðar, 29.9.2007 kl. 12:24

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Hljómar svooolítið dularfullt.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.9.2007 kl. 12:26

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Kannski of gott til að vera satt?

Huld S. Ringsted, 29.9.2007 kl. 12:29

5 Smámynd: www.zordis.com

Kommon, auðvitað er vinurinn ógó flottur, geðv.ríkur og ómótstæðilegur!  Heita deit og það NÚNA.

Tekur tíma að að sauma kristala og úthafsperlur í áramótakjólinn ....

Þið efasömu sjúku einhyggjueinstaklingar!

www.zordis.com, 29.9.2007 kl. 12:51

6 identicon

Öss þetta er örugglega allt satt og rétt. Þetta er ekki feiti gaurinn, með skeggið, sem situr á hlýrabolnum og þykist vera hönk frá Hollandi. Drífa sig út og festa gaurinn áður en hann sleppur :)

Ellert Guðmundsson (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 12:52

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

....nákvæmlega Ellert....panta miða í hvelli!

Ef hann er ekki búin að hreinsa út úr bankanum...

Heiða Þórðar, 29.9.2007 kl. 12:58

8 identicon

Ég hef opnað söfnunarreikning í Sparisjóði Sugfirðinga, verður hluti af átakinu " Heiðu til hönksins í Hollandi"

Ellert Guðmundsson (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 13:16

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þú ert öðlingur Ellert! 

Gæinn kom víst ekki dúr á brá í nótt....hann hugsaði svo mikið um mig! það gengur ekki að hafa hann svefnvana...yrði fljótt old and ugly and wrinkly...

...and ...ertu á lausu? ef ekki þá bið ég að heilsa konunni þinniþetta fannst mér fyndið!!!

Heiða Þórðar, 29.9.2007 kl. 13:23

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahahaha, þetta er örgla of gott til að vera satt.  Þetta er svona mynd úr glanstímariti eða hvað?? OMG, farðu og tékkaðu. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.9.2007 kl. 13:57

11 Smámynd: Solla Guðjóns

Fáðu fyrst kjólinn!!!!!

Solla Guðjóns, 29.9.2007 kl. 14:20

12 Smámynd: Heiða  Þórðar

Er þetta bara ég...eða finnst ekki fleirum ég vera frekar skuggaleg á höfundamyndinni? ég er eitthvað svo grimm.......

Heiða Þórðar, 29.9.2007 kl. 15:14

13 identicon

 ég er á toppnum í "Most wanted list" hjá saumaklúbbnum Náttfara....þvílíkt vinsæll maður og eftirsóttur...humm ....og það þarf ekkert vegabréf eða stífkrampasprautu til að heimsækja mig.

Ellert Guðmundsson (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 15:17

14 Smámynd: Hugarfluga

Ha? Hva? Vinalisti? Hollenskur? Msn? Hvartatalum? En flottur er hann. Minnir mig samt ógisslega á kallinn í Freemans haustlistanum 2006 á bls. 281.

Hugarfluga, 29.9.2007 kl. 22:31

15 Smámynd: Steingrímur Helgason

Það er náttúrlega ekkert hættulegra fyrir svona miðaldra ljúflínga í mið Evrópu en einhverjar óaldursgreindar einkamálagelgjur á MSN.  En þar sem að við erum ekki í Evrópusambandinu ennþá, er þetta líklega ekki lögbrot.  Dáldið siðlaust, hefði Vilmundur heitinn máske sagt.  Ég tek náttla undir það.

S.

Steingrímur Helgason, 29.9.2007 kl. 22:31

16 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

hljómar ansi dularfullt !

Fallegan sunnudag til þin

AlheimsLjós til þín líka

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 30.9.2007 kl. 06:37

17 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þú ERT svolítið gribbuleg á höfundarmynd. En hann fílar það greinilega. Er örugglega svolítið veikgeðja þessi gæi. En það er bara gott því það þýðir að þú getir stjórnað honum eins og strengjabrúðu. Það er hið besta mál, sérstaklega þegar peningarnir byrja að hrúgast inn út af hönnuninni hans.

Jóna Á. Gísladóttir, 30.9.2007 kl. 13:45

18 Smámynd: Heiða  Þórðar

Jóna, hann hefur aldrei augum litið þessa mynd...en ég er sammála þér. Er svona hálf-nornaleg!

Heiða Þórðar, 1.10.2007 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband