Hæ, bara komin?

Þið getið ekki þrætt fyrir það að ég hef kennt ykkur ýmislegt! Og upplýst lika.

Smá upprifjun; klór virkar vel á fæðingarbletti. Freknur eru kossar frá sólinni, gyllinæðakrem virkar flott við baugóttum augum og svo er það uppþvottalögur á hvíta kraga sem litast hafa af make-uppi.

Ef þið skilduð vera svo heppinn, að eiga bíl með sprungna framrúðu þá veit ég um frábært verkstæði...

Ég og Sóldís mín héldum út í daginn....hún tók ekki annað í mál en vera með þau allra ljótustu sólgleraugu sem fyrir finnast í Bó.......nei hætt að versla við karlinn! Hann hefur enn ekki borgað mér og ekki einu sinni eitt lítið skitið sms....ég tek það ekki sem afsökun gilda að hann sé búin að tína númerinu mínu...

Við förum út í sólina og upp í bíl, lukkulegar með splunkunýja framrúðu gærdagsins...og sólgleraugun mín sem annað glerið hafði dottið úr í veskinu, til að gera upp... (4.985,-m/vsk...)

Og þarna var hann þessi elska sem skipt hafði um rúðuna....og segir;

-Hæ, bara komin!

-Jebb.....svo förum við inná skrifstofuna og hann kýmir þegar hann sér Sóldísi mína með íslenska fánann (buff) á hausnum og afar litrík sólgleraugu á nebbagogg. Og bleikt veski. Bleikt veski með kisu.

Ég segi við hann;

-Ég var að spá, ég var svo asskoti hrifinn af því hvað þér tókst vel upp með framrúðuna, heldur þú að þú reddir þessu ekki fyrir mig?

Rétti honum gleraugun og glerið. Grafalvarleg!

Hann svona; - jú ahhaaa.... jújú....bíddu aðeins.....svo fór hann þreif á sér hendurnar og smellti glerinu í gatið. Útkoman; þessi fínu gleraugu.

Ég glotti á leiðinni út þegar ég sagði; þú lætur tryggingarnar bara borga elskan!

Hann stóð og .........ja bara stóð. Og þegar ég kíkti út um baksýnisspegilinn þá stóð hann enn í sömu sporunum!

Mér fannst þetta alveg geðveikislega fyndið moment.....og ekki var það til að skemma fyrir að gaurinn var flottur líka!

Síðan héldum við í bæinn.....hún með gleraugun....við inn i einhverjar búðir og bankastofnun....flestir litu á hana...og hlógu eða brostu.

Mig langaði til að setja á hana skilti; Mamma ber enga ábyrgð á þessu look-i!

Svo sáum við um að endurnar fengju sitt....þá var hún nú búin að taka niður gleraugun, til að hitta örugglega í hausinn á fuglunum. Við fengum okkur sæti á einum af "glámbekkjunum", við tjörnina í yndislegu veðri. Endurnar alsælar og við líka. Á næsta bekk sat  maður. Allt í einu stendur kona fyrir framan okkur og spyr á ensku hvort hún megi taka mynd af stelpunni. Hún kynnti sig sem ljósmyndara og sýndi mér útgefnar bækur.

Ég segi jú jú....viltu að ég setji á hana sólgleraugu?

-Nei, nei ég vil ekki taka mynd af þér....ég vill bara mynd af henni... hún hafði greinilega eitthvað misskilið mig og haldið að ég hefði spurt hvort ég ætti að taka niður gleraugun....mér leið einsog bjána...

Svo tók hún myndir, spurði um nafnið á stelpunni, þakkaði pent fyrir sig og hvarf á braut.

Ég sný mér að karlinum á næsta bekk og segi;

-hvað var nú þetta?

-sorry?

Á fimm mínútum tókst honum að fræða mig heilmikið um sjálfan sig. Hann var íslendingur, búsettur sl. 37 ár í Ástralíu, átti fjóra stráka, fráskilinn, moldríkur, hann hyggst búa hér og í Ástralíu. Búin að kaupa sér lóð í Mosfellsbæ. Búin að panta sér einhvern sérútbúin jebbaling...búin að sjá Gullfoss og Geysi. Húsið verður tilbúið á næsta ári og bíllinn líka....ofl. (ég var þreytt á að rembast við að pota inní yes annað slagið....)Ég var alltaf svona kurteislega að reyna að kveðja, hann gaf stelpunni minni lyklakippu frá heimalandi sínu.....og þegar ég labbaði í burt og inn í ráðhús segi ég við Sóldísi mína;

-hvað var nú þetta?

-veit ekki.....

Á leið okkar úr ráðhúsinu gengum við yfir Austurvöll....og þar hittum við hann aftur! Þar sem hann sat í makindum á öðrum glámbekk!

En punkturinn með þessu er að ef þið einsog ég sagði áðan eruð með sprungna framrúðu, takiði endilega gleraugun ykkar með! Brotnar styttur og annað svona smálegt. Alveg væri prófandi að biðja gæjann að hlaða fyrir ykkur símann í leiðinni.....! Tryggingarnar borga! Snilld!

Bleikir, rauðir og grænir kossar frá mér inn i nóttina....love you quys á dönsku...Kissing

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Var hann sætur? Þessi Íslendingur "from down under"?

Takk fyrir skemmtilegan pistil.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.9.2007 kl. 23:19

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Aðeins og mikið af aukakílóum og hefði þurft að fara í klippingu....og of mörg ár liðin frá fæðingadegi líka....

Heiða Þórðar, 21.9.2007 kl. 23:27

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ, það var slæmt, var að hugsa eins og Jenný hvort væri ekki hægt að eiga soldið við hann, money is good, en samt maður selur sig nú ekki.  Vonandi finnurðu annan ríkan fljótlega.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.9.2007 kl. 23:38

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

ahhhhh! vonandi frekar góðan...ok, góðan og ríkankannski var þessi góður...skítt með 200kg af aukafitu...hefði runnið af honum einsog smjör, ef hann hefði fengið tækifæri á að kynnast mér

Neibb! ég er enn í straffi! Enga karla fyrir mig takk!

Heiða Þórðar, 21.9.2007 kl. 23:45

5 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Hallgrímur Óli Helgason, 21.9.2007 kl. 23:50

6 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Enga karlmenn segirðu...þá er náttúrulega ekki spurning að þú kemur með mér á minkaveiðar um helgina...

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 21.9.2007 kl. 23:55

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ekki spurning! eða ekki....enn stærra ull!

Heiða Þórðar, 22.9.2007 kl. 00:06

8 identicon

framróðan mín er reyndar ekki brotinn

en er enga stund ad redda því fyrir góðann díl ;)

þú kenndir mér uppþvottalög trikkið í debó, sem ég er þér innilega þakklát fyrir skvís ;) 

Sandra Bryn (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 00:07

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

Gaman að sjá þig hér fegurðardrottningin mín.

Heiða Þórðar, 22.9.2007 kl. 00:20

10 Smámynd: www.zordis.com

Það er nú í lagi að selja sig í smá stund   Voða kreddur eru þetta! 

Góð ráð eru gullsígildi og smelli hér einu sem ég nýti á litlu skótáfýluna son minn.

Gott er að strá örlítið af matarsóta í íþróttaskóna áður en farið er í þá.  Lyktin hverfur eða minnkar til muna.  Ath. það á ekki að fylla skóna af sótanum heldur strá oggulitlu og dreifa vel.

Tafýlulausa helgi .....

www.zordis.com, 22.9.2007 kl. 07:40

11 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

dásamlegt að lesa svona ekta ferðatúr í bæginn !

gat kannast við svo margt frá mínum ferðum með sonin minn niður á tjörn .

allt smátt verður stórt.

hafðu fallega helgi kæra kona

AlheimsLjós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.9.2007 kl. 07:41

12 Smámynd: Ásgerður

Ætli hann standi þarna ennþá ,,,,,þú ert engum lík Heiða, að detta þetta í hug,,,brilliant alveg.

Knús frá mér

Ásgerður , 22.9.2007 kl. 09:21

13 Smámynd: Heiða  Þórðar

já og/eða barnapúður í skóna....

Heiða Þórðar, 22.9.2007 kl. 09:34

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

*flissssss*

Hrönn Sigurðardóttir, 22.9.2007 kl. 09:50

15 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Sólgleraugu ? var sól í vikunni ?

Halldór Sigurðsson, 22.9.2007 kl. 11:26

16 Smámynd: Benna

Hahaha mér fannst brandarinn flottur þessi með tryggingarnar..

Benna, 22.9.2007 kl. 16:25

17 Smámynd: Solla Guðjóns

Þú þarna litla

Solla Guðjóns, 22.9.2007 kl. 17:03

18 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 22.9.2007 kl. 17:04

19 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hehehe þú er skondin.

Kristín Katla Árnadóttir, 22.9.2007 kl. 17:10

20 Smámynd: Hugarfluga

Það er ekki lognmollunni fyrir að fara í kollinum á þér. Dásamleg alveg hreint, elskan.

Hugarfluga, 22.9.2007 kl. 18:55

21 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Skemmtileg lesning.  Það er ýmislegt sem rúðuverkstæði taka að sér.

Þórður Ingi Bjarnason, 23.9.2007 kl. 10:08

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehehe frábær eins og venjulega.  Læt þig vita ef mig vantar svona verkstæðisviðgerðarmann með öllu

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.9.2007 kl. 10:42

23 Smámynd: Þröstur Unnar

Æi þú ert skemmtileg.

Ekki laust við smá afbrýðisemi hjá mér, þegar svona moldríkur töffari skýst inn í líf þitt, finnst eins og við höfum verið saman í marga mánuði.

Þröstur Unnar, 23.9.2007 kl. 12:32

24 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

þetta var nú skrýtið......

Þarna var ég búin að setja heillangt komment um gaurinn, sálgreina hann og allt! Svo spurði ég þig hvort þú vildir vera memm, ég nennti ekki alltaf að vera að leita að þér út um allt blogg en tók það jafnfram fram að sá böggull fylgdi skammrifi að ég yrði ALLAvega að vera fyrir ofan ea í bloggvinalistanum þínum. Jafnvel ofar........ Næst þegar ég kíki á þig er ekkert komment frá mér nema eitthvað heimskulegt fliss...

Ritskoðar gluggaísetnigargaurinn bloggið þitt? Æ vonder..........

Hrönn Sigurðardóttir, 23.9.2007 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband