Ég hata að bíða!

Það er eitt sem fer óstjórnlega í mínar fínustu taugar; það er að bíða! Get orðið bandsjóðandi örg við það eitt að bíða.

Tímanum finnst þetta sérlega gaman og gerir í því að hægja á sér. Vísvítandi hlær kvikindið og sekúndurnar hoppa til baka áður en þær ulla framan í mann. Glottandi, veltandi um af andstyggilegum hlátri svo hvín í eyrum.

Fór til læknis í gær.

Það tók mig rúma viku. 

Á  leið minni til læknisins, hitti ég auðvitað fólk og fífl og ferfætlinga einsog gefur að skilja.

Fólksfíflin voru alúðlega að því leitinu að segja mér hreinskilnislega að ég liti út einsog skítur, og ætti að drulla mér til læknis. Ofar en ekki fylgdi sjúkdómsgreining með. Og í niðurlaginu fylgdi einatt;

Blessuð vertu, þessir djöflar eru orðnir eitthvað tregir við að skrifa út lyf, þú færð ekkert við þessu. En farðu samt.

Með þetta fór ég semsagt og þar sem ég sat á biðstofunni og beið og beið og beið, var ég orðin öskufúl þegar ungur maður ávarpaði salinn, 40 mínútur yfir áætlaðan mætingatíma minn..... og hans.

Ég hvæsti að honum:

-Þú hlýtur að vera að fíblast í mér! Klukkan er 10 mínútur yfir  þrjú!

Og hann sagði bara;

-já.... (með litlu joði....) einsog ekkert væri eðlilega en ég Heiða Þórðardóttir biði eftir því að hann lyki læknisfræðinámi!

Svo elti ég hann inn á stofu, settist og þar sem mín var ekki aldeils sátt sagði ég til að fyrirbyggja allan miskilning okkar á milli (að ég hélt);

-Ég ætla bara að láta þig vita það strax! Að uppúr þessum stól stend ég ekki nema ég fái eitthvað við þessu, ég ætla ekki verið svona lengur! Það er lágmarkskrafa að geta andað!

Hann skoðaði inn í eyrun mín, upp í munninn, úr að ofan fór ég, til að hann hefði greiðari aðgang og gæti hlustað mig vel og kyrfilega. Allt í lagi með það.

Sjúkdómsgreiningu fékk ég og lyfseðill. Hann kærði sig sjálfsagt kollóttan um að ég sæti í stólnum allan daginn einsog naut í flagi, enda komin í fötin.

Ég tek við lyfseðlinum og þegar ég lýt seðilinn augum, segi ég;

-Heyrðu félagi, hvað er málið... er ég nú allt í einu fædd 1941 og heiti Ríkey?

-Nú heitirðu ekki Ríkey?

-Nei, og ég er ekki fædd 41 sko! Ert þú ekki Þórður?

-Ha ég, nei nei, ég er Ómar.

-Hvar er þórður?

Upp kom nokkuð fát, þegar Ómar strákgreyið gerði sér grein fyrir mistökunum....og sagði í sífellu.... ansans er ég nú farin að stela sjúklingunum af honum Þórði....  ég verð að hringja í Þórð.... og eitthvað svona pot og káf útí loftið, loks lítur hann á mig og segir;

-Heyrðu þetta er ekkert mér að kenna. Ég kallaði á Ríkey!

-ha, en ... sko ég heyri ekkert maður! Þessar bannsettu hellur fyrir eyrunum mannstu.

Við skildum sátt og komumst að þeirri niðurstöðu að þetta hefði verið fyndið.

Og brostum til hvors annars í fyrsta skiptið þegar ég heyrði hátt og snjallt kallað: Ríkey! Ég snéri mér við, kinkaði kolli, veifaði og brosti .....og hann brosti til baka.

Úr mér rann æðið eða þar til ég leysti út lyfin, en það er allt önnur ella. Efni í margar bloggfærslur, þetta árans lyfjaverð!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

hehehehe, góður! ég hvæsi ekkert eða góla, verð bara svona hálfdjöfuleg til augnanna.

Blessaður vertu, fínt að vera fyrir aftan mig í biðröð, ilma nefnilega alltaf svo vel...

Heiða Þórðar, 28.7.2007 kl. 22:51

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Mikið hefur þessi ungi drengur líið vit á samhengi fæðingarártals og útlits....

Deili með þér biðraðaóþoli. Ég tekst á við það þannig að ég kaupi mér lakkríkkonfekt og fer með góða bók. Sit svo og les og borða nammi og tíminn flýgur alltof hratt!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.7.2007 kl. 22:54

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Eru orðin svona ellileg ´sskan?  Muhahaha.  Góður pistill.  0 þú veist hvað (djöfullegt glott).

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.7.2007 kl. 22:55

4 Smámynd: Brattur

Heiða Bergþóra, eins og talað út úr mínu mjúka hjarta... var einmitt að hugsa um það í dag að fátt pirrar mig, en þó er að eitt af því fáa sem eru biðraðir og að bíða hjá lækni... fram yfir pantaðan tíma... það fer rosalega í urrrrrgið á mér

smá orðaskýring : urg er á milli herðablaðan í fólki og fer af stað þegar það pirrast, það er skrifað með einu r-i ef það er ekki mikið en með mörgum r-um ef það er mjög mikið... og 1000 r-um ef það er gjörsamlega óþolandi...

Brattur, 28.7.2007 kl. 23:00

5 Smámynd: Þröstur Unnar

Hvað er læknir?

Þröstur Unnar, 28.7.2007 kl. 23:11

6 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég er ekki heldur búin að læra þetta bíða-dót! Spá í að sleppa því alveg.. skelfilegt tilhugsun ef ég yrði góð í því... alltaf bíðandi!!

Ógeðslega góð mynd af þér bjútí;) 

Heiða B. Heiðars, 28.7.2007 kl. 23:16

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Jenní mín, maðurinn var auðvitað ekki með öllum mjalla; -hverjum dytti í hug annars að ég héti RÍKEY! ég meina common.... það segir sig sjálft!

Heiða Þórðar, 28.7.2007 kl. 23:35

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

Jenný... átti þarna að standa.

Heiða Þórðar, 28.7.2007 kl. 23:36

9 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Heiða, nota meira rassakrem næst áður en þú ferð til læknis.

Georg Eiður Arnarson, 28.7.2007 kl. 23:39

10 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ægir; er öll að koma til, takk fyrir það.

Georg; farðu í rassgat

Heiða Þórðar, 28.7.2007 kl. 23:41

11 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góður þessi þú ert bara eins og ég. en góður pistil.

Kristín Katla Árnadóttir, 29.7.2007 kl. 00:04

12 Smámynd: www.zordis.com

  spurning hvorum megin samúðin liggur þegar djöfullegt augnlit mætir saklausum læknanemanum .... "not"  eftir 10 ára viðveru á Iberiuskaga hef ég þurft á þolinmæði að halda og hún lærist og er mikilvæg í farteskiniu.  Líst vel á góð ráð Guðný Önnu ..... ég tæki sennilega með mér pensil og kampavín! 

www.zordis.com, 29.7.2007 kl. 08:42

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er hundleiðinlegt að bíða, hvar sem er.  Það getur hlaupið með mann í gönur, svo þú átt alla mína samúð Heiða mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.7.2007 kl. 11:25

14 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 29.7.2007 kl. 13:18

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Skemmtilegur pistill. Þegar ég verð pirraður yfir svona þá tel ég bara upp á 100.000. Klikkar ekki

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.7.2007 kl. 17:24

16 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Aumingja ný-læknirinn, segi ég bara. Örugglega verið 13 ára og skíthræddur við þessa háöldruðu kellingu

Jóna Á. Gísladóttir, 29.7.2007 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband