Eistun ekki komin niður

Ég borðaði kjúklingaræfil í kvöld með þvílíku samviskubiti.

Ekki skrýtið þar sem kjúklingurinn var keyptur í Bónus á útsölu og var þvílíkur rindill að hann gæti varla talist mikið meira en barn....

....lítill kjúklinga-drengur sem beðið hefur sjálfsagt spenntur eftir að eistun (nennti ekki að fletta þessu orði upp og veit því ekkert hvort er einfalt eða ufsilon....sjálfsagt eitthvað með gæði að gera) kæmu niður.... en nei honum hafði verið snúið blákalt úr hálsliðnum.... og þarna sem hann stiknaði í ofninum, fagurbrúnn..... minnkaði hann enn meira og eystun sneru til baka.

Nema þau séu að detta niður í þessum skrifuðu orðum .... veltuggin ofan í mallakútnum á mér.... með samviskubits-sæðisfrumum....

og já...... nú er ég gjörsamlega komin úr takt við það sem ég ætlaði að skrifa um;

Nefnilega, ég er með mál sem ég þarf að leysa. Ekki seinna en strax.

Ráðfærði mig við tvær af vinkonum mínum....önnur sagði;

-Sko Heiða, bara að vonast eftir því besta og búast við hinu versta!

Mig svona prívat og pers langar ekki að lifa eftir þesskonar speki en gott og vel, meiningin góð ..... hin sagði í sms skilaboðum:

-Elsku Heiða mín, sendi alla verndarenglana til þín, leggðu málið í hendurnar á Guði, hann finnur fyrir þig lausnina. Hann er alltaf með svörin..... ok gott og vel.

Þetta sem sé gerði ég (englarnir held ég komnir).... rabbaði við kauða af þvílíkri einlægni sagði honum útí loftið hver staðan væri, og svona.... ekkert of hátíðlegt. Bara svona eintal á jafnréttisgrundvelli.... nema ég leit upp og hann vonandi niður.....

......málið er bara að hann er eitthvað að reyna á þolinmæði mína..... allavega skeður ekkert!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Deildu nú vandamálinu með okkur svo við getum aðstoðað þig við lausnina stelpa!

Eva Þorsteinsdóttir, 8.6.2007 kl. 22:18

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Já einmitt Eva, en sussss ef þú/þið lofar/lofið að segja engum.....

Heiða Þórðar, 8.6.2007 kl. 22:28

3 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Ég lofa...... eyrun eru sperrt...... er þetta ekki að koma hjá þér ;)

Eva Þorsteinsdóttir, 8.6.2007 kl. 22:35

4 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Elsku stelpan mín. Ég var á námskeiði í gær þar sem allt gekk út á The Secret og þar sagði að ef við tryðum ekki af hjartans einlægni að við ættum allt það besta skilið fengjum við aðeins bein og bruður af allsnægtaborði alheimsins. Ég veit ekki hvort ég trúi þessu en hitt veit ég að ef við óskum einhver af örvæntingu og skelfilegri þörf þá kemur það ekki til okkar. Þegar fyrirlesarinn á námskeiðinu í gær sagði að við þyrftum ekki að hafa samviskubit yfir að taka eitthvað sem okkur langaði í því nóg væri til handa öllum fann ég einhvers konar bergmál eða endurkast í minni sál. Þú átt skilið að fá allt það sem þig langar í og þú ert nægilega mikil manneskja til að taka velgengni af ábyrgð og þroska. Þinn tími er kominn. Gangi þér allt í haginn og megi englarnir hennar Katrínar Snæhólm heimsækja þig og skilja eftir eitthvað af allri sinni auðlegð.

Steingerður Steinarsdóttir, 8.6.2007 kl. 23:03

5 identicon

Ég er bara sammála vinkonu þinni. Haltu kjafti og treystu Guði eða ekki. Annars er allt daður skemmtilegt og óþarfi að vera að blanda Guði eitthvað inní það sko...varð nokkuð ringlaður að lesa pistilinn sem er auðvitað eins og hann á að vera.

En rétt er að kjúklingur góður fyrir líkamann...eistu eru nauðsynleg til ræktunar...vinkonur eru góðar í ráðum...gott er að trúa á engla...þolimæði þrautir vinnur...óþægilega gott er að kynnast nýjum kauðum...og einlægni er tungumál hjartans.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 23:05

6 Smámynd: Hugarfluga

Ég ætla nú ekki að ganga svo langt að segja þér að halda kjafti, en vildi bara senda þér góðar hugsanir. Og svona bæ ðe vei, þá er typpi með tvöföldu (þó það sé einfalt) og eistu (með einföldu) þó þau séu tvö. Týpískt fyrir lífsins litlu útúrsnúninga ... svona eins og saumur í klofi á nælonsokkabuxum. Hvað er málið með það???

Hugarfluga, 8.6.2007 kl. 23:12

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Elsku Steingerður mín, þetta var yndislegt! Vá!

Axel; flott athugasemd sem fyrr, en málið tengist ekki á neinn hátt kauðum eða hrossum elskan....hehe

Heiða Þórðar, 8.6.2007 kl. 23:13

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

Hugarfluga: vúbbs! hehehe, ekkert smá fyndið.. vel orðað. Ánægð með þig núna sko!

Heiða Þórðar, 8.6.2007 kl. 23:14

9 identicon

Það er svona þegar eistun eru ekki kominn niður...ha

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 23:28

10 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þetta hlýtur að fara að ske... er berdreyminn nefnilega...

Heiða Þórðar, 8.6.2007 kl. 23:35

11 identicon

Já, það er gott fyrir framtíðina.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 23:42

12 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Fáðu þér góðan bita af Harðfisk Begga. þá skeður einkvað . Þú getur meira að segja tekið hann með þér uppí,  hann lýgur ekki, svíkur ekki og er góður á bragðið.

Georg Eiður Arnarson, 8.6.2007 kl. 23:44

13 identicon

Mig dreymdi draum og hann er svona.

Mér fannst ég vera einn út í eyðimörkinni köldu að nóttu til. Ég lít upp og dáist með hverri frumu líkamans að stjörnubjörtum himninum. Skyndilega hveður við gríðarlega miklar drunur og ég verð hræddur en finn að lögð er hönd á öxl mína og rödd segir  "vertu óhræddur, fylgstu með"  ég er enn hræddur en fylgist með og lít til himins. Ég lít fyrst yfir eyðimörkina og sé fólk en horfi svo til himins og þaðan fellur undurmjúkt og orkumikið ljós líkt og bómull og umvefur fólkið í eyðimörkinni. Fyrir aftan mig finn ég veruna sem lagði höndina á öxl mér um leið og dásamlegt ljós umlykur himinninn, fólkið og mig. Og röddin sagði. Axel sjáðu þetta er allt í lagi þetta er GUÐ.

Síðan láku eistun niður.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 23:52

14 Smámynd: Heiða  Þórðar

Axel þú ert argandi, gargandi  SNILLD... hlæ hér ein einsog afturkreystingur út í loftið....og himnarnir taka undir!

Er farin í rúmið með illa lyktandi harðfiskinn, get verið viss um að vakna ekki upp með sogbletti í fyrramálið...Goggi minn.

Heiða Þórðar, 8.6.2007 kl. 23:58

15 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mér finnst þú vera lík mér Heiða mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 9.6.2007 kl. 00:00

16 identicon

Skítt með harðfiskinn og skítt með sogblettina og skítt með draumana. Helv...skítt með allt saman bara að eistun gangi niður

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 00:04

17 Smámynd: Solla Guðjóns

Hahahey!!!Færsla og koment hressileg og skemmtileg.

Snilldin að detta í hug að eistun séu ekki gengin niður á matnum þínum

Solla Guðjóns, 9.6.2007 kl. 01:17

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert frábær Heiða mín segi og skrifa

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.6.2007 kl. 02:27

19 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Sendi þér hlýja strauma ...

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 9.6.2007 kl. 03:32

20 Smámynd: www.zordis.com

Hér er fáu vid ad baeta!  Haltu bara áfram ad vera eins og zú ert ... zad er ekkert sem faer zig stödvad kona!  vel tuggin eistu eru snilld!

www.zordis.com, 9.6.2007 kl. 10:23

21 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Begga í kvöld heima hjá Grétar. Meðal skemtiatriða, Grétar spilar á greiðu á pungbindi og samkvæmt áreiðanlegum heimildum Begga fer í bað með harðfiskinn sinn og kannar hvort að eistun séu gengin niður á honum.

Georg Eiður Arnarson, 9.6.2007 kl. 11:15

22 Smámynd: Sigurður Andri Sigurðsson

Heldur kjúklingar betri ef að eistun eru komin niður?  Held að ég gæti ekki fundið munin en takk Heiða nú fer ég að spá í það hvort eistun hafi verið komin niður á kjúklingnum sem að ég borða næst. 

Samtal á KFC

Heiða: Góðan daginn ég ætla að fá Tvo kjúklinga bita franskar og stóra kók

KFC stelpan: já vildu hafa kjúklinginn kynþroska eð ekki.

Sigurður Andri Sigurðsson, 9.6.2007 kl. 12:16

23 identicon

Heiða mín, ég hélt að þú vissir að bitinn er betri ef að eistun eru ekki inn í myndinni.  Ha? 

Annars eru pistlarnir hjá þér gargandi snylld! 

Jói Dagur (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband