Þvílík nótt!!!

Segi ég nú bara!

Við þekktumst lítið en eitthvað. Hann kom svo í gærkveldi, seint að nálgast miðnætti....loksins!

Ég hafði verið búin að koma mér vel fyrir og beið spennt.... einsog unglingstúlka.

Svo kom hann og fyllti nánast upp í dyragættina, greip mig í fangið og kyssti mig á hálsinn.

Ég náði varla andanum að spenningi, hrifningu um hvað koma skildi...titraði frá hvirfli til ilja.

Þar sem við sátum í stofunni, fann ég hvernig augu hans gældu við líkama minn og mér fannst það gott. Mér hitnaði allri.

Seinna, færðum við okkur inn í svefnherbergi. Loftið var þrungið spennu. Þar sem hann lá nakinn gat ég ekki varist þeirri hugsun að hann passaði fullkomlega undir himnasængina mína.

Þreyttir ljósageislar að utan smugu inn um litla rifu og lýstu upp herbergið. Rétt mátulega mikið. Augnablikin eilífu voru fullkomin.

Við töluðum ekki mikið, en elskuðumst þeim mun meira.... alla nóttina og framundir morgun.

Þegar ég læddist fram, um morgunin, tiplandi á tánum, hvíslaði hann úr svefnrofanum:

-ég elska þig Heiða. Ég elska þig alltaf.

Það var gott, svo undurgott.

Kann einhver að ráða þennan draum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

já, þú þarft sennilega að ná í þér í kall, mér sýnist það á þessum draum.

Hallgrímur Óli Helgason, 6.6.2007 kl. 22:56

2 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Já ,mér sýnist og les í þennan draum , að veðrið muni batna í byrjun ágúst.

Halldór Sigurðsson, 6.6.2007 kl. 22:59

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég held að það muni rigna í sumar.  Sorry.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.6.2007 kl. 23:06

4 Smámynd: Hugarfluga

Annaðhvort er kominn tími á einn góðan drátt eða þú ert komin með Ellýjar syndrome og ert í bráðri hættu!!

Hugarfluga, 6.6.2007 kl. 23:08

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

WTF! Ellýar syndrome!

Heiða Þórðar, 6.6.2007 kl. 23:13

6 Smámynd: Ibba Sig.

Úff maður!

Ibba Sig., 6.6.2007 kl. 23:14

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

... megi mér frekar auðnast góður dráttur takk!

Heiða Þórðar, 6.6.2007 kl. 23:14

8 Smámynd: Saumakonan

kræps!  AHA... Ellýar syndrome var það sem fyrst flaug í gegnum höfuðið á mér... (þar til ég las kommentin LOL)

Assgotinn... nú léstu mig fara að sakna kallsins míns... *dæs* væri ekki amalegt að fá einn svona draum um hann í nótt

Saumakonan, 6.6.2007 kl. 23:22

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

......blogga aldrei aldrei aldrei meira um drauma mína....! Heiða og raunveruleikinn aftur á morgun...., hvurslags, er verið að gefa í skyn að ég eigi enga vini eða....?

Heiða Þórðar, 6.6.2007 kl. 23:30

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Er að hugsa um að vekja goðið sem hrýtur hér við hliðna á mér

Annars myndi ég ráða drauminn á þann veg að þú kynnist hinni þöglu hlýju hlið sjálfrar þinnar...eitthvað sem þú hefur ekki viljað kannast við en leyfir þér að elska þig meir en áður. Mjög góður draumur.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.6.2007 kl. 23:32

11 identicon

þetta var ekki draumur

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 23:35

12 Smámynd: Heiða  Þórðar

Axel; ef þetta var ekki draumur, hvað var þetta þá?

Heiða Þórðar, 6.6.2007 kl. 23:37

13 Smámynd: Rögnvaldur Hreiðarsson

Mig dreymdi að ég hafi farið í heimsókn seint í gærkveldi til konu sem ég þekki sama og ekkert............Hvað er að gerast?

Rögnvaldur Hreiðarsson, 6.6.2007 kl. 23:38

14 Smámynd: Heiða  Þórðar

hahahaha!

Heiða Þórðar, 6.6.2007 kl. 23:39

15 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Ertu nú komin með draumtippi??? :) :) :)

Eva Þorsteinsdóttir, 7.6.2007 kl. 06:20

16 Smámynd: Sigurður Andri Sigurðsson

Ég var orðinn hræddur eins og fleiri sem að lesa bloggið þitt að þú værir byrjuð að skrifa uppúr Rauðu seríunni.  En sem betur fer ekki, það er nóg að það sé ein að blogga um Rauðu seríuna (Ellý).

En Heiða hvernig sem er litið á það þá ert þú góður penni.  

Sigurður Andri Sigurðsson, 7.6.2007 kl. 06:54

17 Smámynd: Kristófer Jónsson

hvaða hvaða stúlkan átti góðan draum hvernig væri bara að samgleðjast

Kristófer Jónsson, 7.6.2007 kl. 07:27

18 Smámynd: www.zordis.com

Svona draumar eru góðir og notalegir!  Vellíðan endurnærir þig og ljósgeisli guðs mun snerta þig .....  Þú átt von á góðu mjög fljótt!

www.zordis.com, 7.6.2007 kl. 07:52

19 Smámynd: Ólafur fannberg

heheh góður draumur eins og Jónsi sagði forðum

Ólafur fannberg, 7.6.2007 kl. 08:13

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þörfin fyrir ástúð og snertingu á sér duldar hliðar.  Þá tekur ímyndunin við og líkaminn bregst þannig við líka.  Og það er bara rosalega gott Heiða mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.6.2007 kl. 09:16

21 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta er góður draumur. Heiða mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 7.6.2007 kl. 09:50

22 Smámynd: Brattur

... held þetta sé ríkisstjórnin, Ingibjörg og Geir og farsælt samband þeirra... þau tala ekki mikið, en láta verkin tala... íslenska þjóðin þarf ekkert að óttast framar og við lifum hamingjusömu lífi til eilifðarnóns... áfram ást - ekkert stopp...

Brattur, 7.6.2007 kl. 10:24

23 Smámynd: Þröstur Unnar

Hvað eru dyrnar hjá þér stórar, sem draumaprinsinn fyllti út í?

Þröstur Unnar, 7.6.2007 kl. 16:11

24 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Þessi draumur hlýtur að boða eitthvað gott annars væri fúlt að dreyma svona drauma

Arnfinnur Bragason, 7.6.2007 kl. 16:16

25 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

..ég ætla að fara að lúlla...kannski verð ég svona heppin með draumfarir eins og þú..

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 7.6.2007 kl. 17:23

26 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Farin að sofa líka ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.6.2007 kl. 18:08

27 identicon

Úr því þú spurðir hvort einhver kynni að ráða þennan draum...myndi ég segja að þetta væri endurspeglun úr raunveruleikanum og það er enginn draumur nema draumur sé. Ekki þar fyrir að ég sé einhver draumaráðandi hlýt ég að segja við þig elsku Heiða. Þú ert líka æði.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 18:42

28 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ósanngjarnt! Mínir draumar hafa verið hundleiðinlegir undanfarið!! Kannski það breytist núna.. eftir að lesa um þinn

Heiða B. Heiðars, 8.6.2007 kl. 00:57

29 Smámynd: Solla Guðjóns

Humm sammála Skessu

Solla Guðjóns, 8.6.2007 kl. 10:04

30 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þetta er klárlega berdreymi.

Steingerður Steinarsdóttir, 8.6.2007 kl. 11:57

31 identicon

Berdreymin?  Allavega allsber-dreymin.  Annars veist þú hvað ég er stór og hvar ég á heima. 

Jói Dagur (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband