Hausinn gatslitinn
2.6.2007 | 23:47
-Halló....
-Hæ, hvað segir þú? þú hringir aldrei!
-Æi, fyrirgefðu bara svo mikið að gera hjá mér. Hvað er að frétta?
-Frétta! Allt djöfullegt! Hreint út sagt djöfullegt!
-Æ æ, það er ekki gott. Heyrt í einhverjum nýlega?
-Neiii....hingað hringir ekki nokkur kjaftur!
(púff.....I wonder why...)
-nú nú, en hvað segirðu svona annars?
-Ég segi ekki neitt!
-Nú nú...
-Nema það að ég fór til læknis. Hann sagði mér að allir liðir væru svo gatslitnir og ekkert væri hægt að gera fyrir mig.
-Æ æ ekki gott...
-Nei það er sko ekki gott að vera svona kvalin alltaf hreint! Það máttu sko alveg vita Heiða Bergþóra! (ég fæ auðvitað samviskubit, þar sem mér finnst það mér að kenna....)Þetta er svo haugaslitið allt saman, bakið svo illa farið að læknirinn sagði bara:
-ég skil ekki hvernig þú getur lifað við þetta. En þú verður svona þangað til þú drepst.
-Nei láttu nú ekki svona. Læknar tala ekki svona.
-Ertu að segja að ég sé að ljúga????
-Nei nei , en.....
-Bakið er það illa farið að hryggjaliðurinn stingst einhvernveginn ofaní mænuna sem leiðir niður í fót. Táneglurnar fyrir löngu hættar að vaxa og það sem meira er... ég get ekki opnað á mér hægra augað fyrir helvítist verkjum alltaf hreint!
-æ, æ.....
-Já Heiða þetta er sko ekkert grín að vera svona! Heldurðu að ég sé að leika mér að þessu? (meira samviskubit.....)
-nei, nei...
-hausinn á mér er svo gatslitinn, hann er einsog sigti! Þetta er hryllingur, ég er farinn að tapa minninu....
-getur nú ekki verið ráðlegt þá mín kæra að hætta að rugla með lyfjaskammtinn og hætta algerlega að drekka...?
-ertu að gefa í skyn að ég sé einhver helv. fyllibytta! Manneskjan sem fær sér tvo bjóra!
-Nei, nei.... en það er nú ekki gott að fá sér vín ofaní lyfin..... jæja elskan.... eigum við ekki bara að heyrast seinna?
-Hvenær?
-bara fljótlega.....
-en þú hringir aldrei!
-jú ég lofa.
-Ok bless.
-Bless.
......ég er ekki enn búin að hringja.....
Í framhaldi af þessu símtali sem ég átti fyrr í vikunni og oft og mörgusinnum í vikunni, mánuðinum, árunum á undan... Þá varð mér hugsað til þessara einstaklinga sem klárlega ávinna sér hin og þessi veikindi og sjúkdóma.
Ég tel að margir vilji frekar neikvæða athygli en enga, einmitt með því að tala um eilíf veikindi. Ef svo amar eitthvað að hjá öðrum er viðkvæði þessara einstaklega oft þannig að það hafi fengið alla lífsins og ómögulegu verki, kvalir, ..... osfrv. Og miklu verri og sársaukafyllri en allra annara.
Hvenær á maður svo að trúa þeim (síveiku) þegar þeir eru meira veikir en í hugskotum þeirra sjálfs?
Hjá mér fer svona "hjal" innum annað og út um hitt...ég vona að það eigi ekki eftir að koma í bakið á mér....
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Nýjustu færslur
- 25.6.2023 Laun fyrir að kúka í kassa
- 3.8.2021 Ég er bara grillaður kjúklingur
- 17.11.2010 Ég veit allavega um EINN sem ég myndi ALDREI kjósa yfir mig...
- 1.10.2009 Opið bréf til Davíðs Oddssonar "alltmuligman" ...
- 16.6.2009 Tálaus eða ekki tálaus...
Bloggvinir
- Solla Guðjóns
- www.zordis.com
- Steingerður Steinarsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Heiða B. Heiðars
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Ásgerður
- Andrea
- Heidi Strand
- Grétar Örvarsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Als
- Helgi Seljan
- Ólafur fannberg
- Karen, Sigurbjörg,Tóti, Gerður og fl.
- Jón Axel Ólafsson
- Ísdrottningin
- Sigrún Friðriksdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Thelma Ásdísardóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðjón Bergmann
- Jakob Smári Magnússon
- Ester Júlía
- Birgitta Jónsdóttir
- Klara Nótt Egilson
- Saumakonan
- Björn Heiðdal
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jens Guð
- Þórarinn Þ Gíslason
- Viktor Borgar Kjartansson
- bara Maja...
- Jón Steinar Ragnarsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Georg Eiður Arnarson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Edda Agnarsdóttir
- Tómas Þóroddsson
- halkatla
- Þórður Ingi Bjarnason
- Hlynur Jón Michelsen
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Heiða
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Kristján Kristjánsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Sigmar Guðmundsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jón Svavarsson
- Dofri Hermannsson
- Ásta Salný Sigurðardóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Snorri Sturluson
- Hlynur Þór Magnússon
- Bjarni Harðarson
- Trúnó
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Þröstur Friðþjófsson.
- Gils N. Eggerz
- Sigurjón N. Jónsson
- Sveinn Waage
- Halldór Borgþórsson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Ársæll Níelsson
- percy B. Stefánsson
- Arnfinnur Bragason
- Jón Sigurgeirsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- perla voff voff
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Edda Jóhannsdóttir
- Þorsteinn Gunnarsson
- Haukur Már Haraldsson
- María Tómasdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Camilla
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðný Helga Herbertsdóttir
- Kaleb Joshua
- Halla Rut
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Sigurjón Þórðarson
- Lára Stefánsdóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Margrét M
- Fiðrildi
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Agný
- Ingunn Ósk Ólafsdóttir
- Unnur R. H.
- Einar Bragi Bragason.
- Markús frá Djúpalæk
- Brynjar Jóhannsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Guðmundur Pálsson
- Þórdís tinna
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Hjördís Ásta
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Valgerður Halldórsdóttir
- Bragi Einarsson
- Helgi Kristinn Jakobsson
- Benna
- Dögg Pálsdóttir
- Sunna Dóra Möller
- Gísli Torfi
- Alheimurinn
- Gunnlaugur Helgason
- Linda Lea Bogadóttir
- gudni.is
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Þóra I. Sigurjónsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Púkinn
- Svartinaggur
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Einar Örn Einarsson
- Einar Indriðason
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Víkingur / Víxill
- Magnús Geir Guðmundsson
- Anna J. Óskarsdóttir
- Alexander Már Benediktsson
- Sverrir Stormsker
- Hlynur Birgisson
- Sigrún
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Hvíti Riddarinn
- Sonja I Geirsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðný Lára
- Hlekkur
- Sævar Einarsson
- Sigurður Hólmar Karlsson
- Sólrún
- Jón Ragnarsson
- Ingi Björn Sigurðsson
- Kolgrima
- Þ Þorsteinsson
- Maddý
- Lena pena
- Guðborg Eyjólfsdóttir
- Bergþóra Guðmunds
- Egill
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Guðlaug Aðalrós
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Jóhanna Vala Jónsdóttir
- Anna Guðný
- Þórður Helgi Þórðarson
- Hólmgeir Karlsson
- Draumar
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Hdora
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Handtöskuserían
- Vertu með á nótunum
- Óskar Helgi Helgason
- Vefritid
- Gísli Hjálmar
- Óskar Arnórsson
- Johnny Bravo
- haraldurhar
- Ásgeir Páll Ágústsson
- Anna Gísladóttir
- Sigríður Hafsteinsdóttir
- Fiddi Fönk
- Haraldur Halldór
- Á móti sól
- Dísa Dóra
- Arnar Ingvarsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Högni Hilmisson
- Hommalega Kvennagullið
- Helga Magnúsdóttir
- Ásdís Rán
- Charles Robert Onken
- Þorsteinn Briem
- Bergur Thorberg
- Helga Nanna Guðmundsdóttir
- Hulla Dan
- JEG
- Ein-stök
- JEA
- Elísabet Sigurðardóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Vinir Tíbets
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sporðdrekinn
- Marinó Már Marinósson
- Davíð Ólafsson
- Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir
- Áhöfnin á Hákon EA-148
- Óskar Þorkelsson
- Morgunblaðið
- Rannveig H
- Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Kristín Jóhannesdóttir
- María Guðmundsdóttir
- Guðmundur M Ásgeirsson
- egvania
- Aðalsteinn Jónsson SU-11
- Aprílrós
- Tína
- Þóra Björk Magnús
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Myndamen - Ljósmyndaskartgripir
- Bullukolla
- Aldís Gunnarsdóttir
- Arnar Ingvarsson
- Ástþór Magnússon Wium
- Bjarki Steingrímsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynja Dögg Ívarsdóttir
- Brynja skordal
- Dúa
- Elín Ýr
- Elísabet Markúsdóttir
- Elísabet Sigmarsdóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðmundur Zebitz
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Himmalingur
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Ingvar Ari Arason
- Jónína Dúadóttir
- Kristín Guðbjörg Snæland
- Leikhópurinn Lotta
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Magnús Paul Korntop
- MYR
- Orgar
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Tinna Jónsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ já, greyið fólkið sem líður svona alltaf hreint, vantar sjálfsagt bara smá athygli.... en samt ekki gaman að heyra of mikið frá því :)
Eva Þorsteinsdóttir, 2.6.2007 kl. 23:58
Geturðu ekki bar gist einhverjum á örorku?
Þórhallur (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 00:24
ha.....? skil ekki Þórhallur. Of mikið rauðvín?
Heiða Þórðar, 3.6.2007 kl. 00:29
Eða of gamall?
Svona krampar sem koma hjá fólki með knýtta fingur...
Æji....
Það skilur mig hvort eð er enginn. (Fer og hengir upp snöru... nei, nei það er bannað, þá koma væmnar listakonur sem mála ljót málverk ((ekki Ragga sko, hún er svöl)) og skamma Heiðu) Fer og pissar.
Það er betra.
Þórhallur (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 00:35
sýra kannski?
Heiða Þórðar, 3.6.2007 kl. 00:37
Skál Heiða.
Georg Eiður Arnarson, 3.6.2007 kl. 00:44
Ég held að ég hafi átt svona samtöl við "sjúklinga" ansi oft sjálf á lífsleiðinni.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.6.2007 kl. 01:33
Heida "mín" Gefdu vininum bara upp númerid mitt! Er ég ekki rádin í verkid
www.zordis.com, 3.6.2007 kl. 07:11
Alveg brilliant færsla hjá þér Heiða mín. Þú ert sko ekkert PAIN ljúfan mín.
Jói Dagur (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 08:46
Skrítið,,,hef átt mörg svona samtöl ,,,skyldu minn viðmælandi og þinn þekkjast?? Kannski eru þetta samantekin ráð hehe.
Frábær pistill,,,ertu ekkert búin að heyra í BYR??
Ásgerður , 3.6.2007 kl. 09:48
Kannast eitthvað við svona..
Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 3.6.2007 kl. 10:39
Ég kannast við fólk sem skammast í manni þá sjaldan maður kíkir í heimsókn, þá er byrjað á að skammast yfir hvað maður komi sjaldan. Og svo kemur maður bara sjaldnar og sjaldnar. Wonder Why ?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.6.2007 kl. 11:41
Kannski að maður fari að halda sér samman um veikindi.
Kristín Katla Árnadóttir, 3.6.2007 kl. 11:45
Hvað er BYR?
Heiða Þórðar, 3.6.2007 kl. 12:29
Setningar einsog "þú hringir aldrei" og "þú kemur aldrei" er einmitt það sem fær mann til að stökkva á símann aftur og aftur eða hlaupa út til viðkomandi,,, svo yndislega ánægð með komuna og síðasta samtal eitthvað... (never mind)
bara Maja..., 3.6.2007 kl. 12:30
Þegar Sparisjóðirnir eru búin að sameinast þá kalla þeir sig BYR.
Kristín Katla Árnadóttir, 3.6.2007 kl. 13:12
Ég held að það hljóti að vera amk. einn svona einstaklingur í hverri fjölskyldu og fara vafalaust fjölgandi mv. að td. örykjum fjölgar um 5-10% á ári.
Glanni (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 14:01
Jamm, það er einn svona í minni og það er ekki ég. Ég er alltaf svo ferlega jákvæð og dugleg (næstum alltaf) og þeim sem þekkja mig dettur ekki annað í hug en að lífið sé tóm sæla hjá mér. Leiðist svo ef maður óvart nefnir verki við einhvern og fær þá alla sorgarsögu viðkomandi sem er með þetta á allra hæðstu stigum sem mögulegt er og ENGINN getur sett sig í spor viðkomandi. Maður á alltaf að hugsa sér sig frískan, það hjálpar mikið.
Ásdís Sigurðardóttir, 3.6.2007 kl. 14:07
Kannast mikið og vel við svona fólk. Er með einn nákominn ættingja í svona "úlfur-úlfur-gjörgæslu". Hef því miður lent í að hlusta ekki einmitt þegar hrópið á hjálp var raunverulegt. Það er vandlifað í henni veröld.
Hugarfluga, 3.6.2007 kl. 14:13
Mátt alveg koma og gista hjá mér... er öryrki.. með kvalir... en ekki láta þér detta í hug að ég fari að syngja þig í svefn með vælusögum!! Gef þér bara svefnpillu í staðinn
Saumakonan, 3.6.2007 kl. 21:32
Mikið agalega er þetta þreytt.... Og ekki skilur þessi elska afhverju þessar hörmungar dundu yfir hana.... Er það ekki önnur veikin í sjálfu sér að vilja ekki horfast í augu við það??
Fowler (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 02:30
jújú ætli það sé lasna frænka í símanum eða meiri lasna eða sú sem toppar hinar tvær..lol
Solla Guðjóns, 4.6.2007 kl. 09:08
kvittós
Ólafur fannberg, 4.6.2007 kl. 14:00
Kræst, svakalegt símtal. Maður hættir smám saman að hringja í fólk ef það kostar skammir um að maður hringi aldrei ... oj, hef þekkt svona fólk! Ekki lengur.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.6.2007 kl. 19:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.