Ég er kona
15.5.2007 | 20:16
Hvað er þetta með karlmenn og fóbolta?
Kona + karlmaður + fótbolti = veit ekki hver útkoman er úr þessu reiknisdæmi, en dæmið hlýtur að ganga upp!
Konur sem elska að horfa á fótbolta eru fyrir mér draumakvennkostur allra karlmanna. Konur með DD skálar og reglulegar hægðir (varð að skjóta þessu að fyrir einn bloggvin)...og raunverulegan fótboltaáhuga.
Sem sé ég er það ekki. Ég hlýt að vera glötuð!
Ekki svo að skilja að ég hafi fengið einhverja óstjórnlega löngun (í denn) til að ryksuga fyrir framan viðtækið á meðan hæst stóð í þeim trilljón fótboltaleikjum sem hafa verið troðið inn í líf mitt. Rauk ekkert heldur á dyr eða þurfti bráðnauðsynlega að tala um fjármál heimilisins þegar staðan var 1 - 1....fyrir öðru hvoru liðinu.
Ekki fór ég heldur að baka, svo mikið er víst.....ég man í raun ekkert hvað ég gerði en ég man þó eitt óljóslega....
Einhverju sinni stóð leikur sem hæst og ég vildi skilnað. Annað hvort við sjálfa mig eða hann en það er auðvitað algjört aukaatriði.
Þarna sat hann blessaður á nærbrókunum einum fata, hárið farið að þynnast á hvirlinum rétt einsog sambandið. Sótrauður í framan og sveittur á hökunni....bjórtaumarnir láku úr nefinu af einskærum spenningi og hamagangi...
Hoppaði öðru hvoru upp úr sófanum...og öskraði:
-common! þetta var helvítis víti. Sástu þetta Heiða...Djö.....fíbl.
Ég horfði á blessaðan manninn og vissi að þetta væri ekki hárrétta tímasetningin en .....rétt samt.
Lét vaða....
-ég held að þetta gangi ekki upp hjá okkur.
-Djöfulsins fíbl......hreytti hann í sjónvarpstækið.
- já en ég ...
-náðu í bjór fyrir mig elskan. Ískaldan.
Svo stóð hann upp, með bjórvömbina hangandi í fanginu og sýndi þeim (sem ekkert sáu -en ég sá...trúið mér ekki fögur sjón) hvernig ætti að tækla þetta....fyrir framan tækið skakklappaðist hann með einhverjum leikrænum tilburðum. Einsog þroskaheftur afturkreystingur.
Guð almáttugur hugsaði ég með sjálfri mér og varð litið á sjónvarpið þar sem 24 karlmenn á vellinum eltust við tuðru og virtust heilbrigðir í samanburði við það sem fram fór í stofunni heima hjá mér.
....og þá tók ég eftir einu sem hugsanlega gæti vakið áhuga minn á fótbolta!
Mikið svakalega voru mennirnir fagur-leggjaðir. Upphófst áhugi minn fyrir íþróttinni, að vísu takmarkaður, en eiinhver áhugi var það. Ég skil nú afhverju konur hafa áhuga á fótbolta.
Stelpur; ekki einu sinni reyna að kjafta ykkur út úr þessu
Strákar; ekki telja sjálfum ykkur trú um að konan sem situr við hlið ykkar sé yfir sig spennt yfir leiknum..... hehe, ég veit betur.
Ég er kona.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Nýjustu færslur
- 25.6.2023 Laun fyrir að kúka í kassa
- 3.8.2021 Ég er bara grillaður kjúklingur
- 17.11.2010 Ég veit allavega um EINN sem ég myndi ALDREI kjósa yfir mig...
- 1.10.2009 Opið bréf til Davíðs Oddssonar "alltmuligman" ...
- 16.6.2009 Tálaus eða ekki tálaus...
Bloggvinir
- Solla Guðjóns
- www.zordis.com
- Steingerður Steinarsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Heiða B. Heiðars
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Ásgerður
- Andrea
- Heidi Strand
- Grétar Örvarsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Als
- Helgi Seljan
- Ólafur fannberg
- Karen, Sigurbjörg,Tóti, Gerður og fl.
- Jón Axel Ólafsson
- Ísdrottningin
- Sigrún Friðriksdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Thelma Ásdísardóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðjón Bergmann
- Jakob Smári Magnússon
- Ester Júlía
- Birgitta Jónsdóttir
- Klara Nótt Egilson
- Saumakonan
- Björn Heiðdal
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jens Guð
- Þórarinn Þ Gíslason
- Viktor Borgar Kjartansson
- bara Maja...
- Jón Steinar Ragnarsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Georg Eiður Arnarson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Edda Agnarsdóttir
- Tómas Þóroddsson
- halkatla
- Þórður Ingi Bjarnason
- Hlynur Jón Michelsen
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Heiða
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Kristján Kristjánsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Sigmar Guðmundsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jón Svavarsson
- Dofri Hermannsson
- Ásta Salný Sigurðardóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Snorri Sturluson
- Hlynur Þór Magnússon
- Bjarni Harðarson
- Trúnó
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Þröstur Friðþjófsson.
- Gils N. Eggerz
- Sigurjón N. Jónsson
- Sveinn Waage
- Halldór Borgþórsson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Ársæll Níelsson
- percy B. Stefánsson
- Arnfinnur Bragason
- Jón Sigurgeirsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- perla voff voff
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Edda Jóhannsdóttir
- Þorsteinn Gunnarsson
- Haukur Már Haraldsson
- María Tómasdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Camilla
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðný Helga Herbertsdóttir
- Kaleb Joshua
- Halla Rut
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Sigurjón Þórðarson
- Lára Stefánsdóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Margrét M
- Fiðrildi
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Agný
- Ingunn Ósk Ólafsdóttir
- Unnur R. H.
- Einar Bragi Bragason.
- Markús frá Djúpalæk
- Brynjar Jóhannsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Guðmundur Pálsson
- Þórdís tinna
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Hjördís Ásta
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Valgerður Halldórsdóttir
- Bragi Einarsson
- Helgi Kristinn Jakobsson
- Benna
- Dögg Pálsdóttir
- Sunna Dóra Möller
- Gísli Torfi
- Alheimurinn
- Gunnlaugur Helgason
- Linda Lea Bogadóttir
- gudni.is
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Þóra I. Sigurjónsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Púkinn
- Svartinaggur
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Einar Örn Einarsson
- Einar Indriðason
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Víkingur / Víxill
- Magnús Geir Guðmundsson
- Anna J. Óskarsdóttir
- Alexander Már Benediktsson
- Sverrir Stormsker
- Hlynur Birgisson
- Sigrún
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Hvíti Riddarinn
- Sonja I Geirsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðný Lára
- Hlekkur
- Sævar Einarsson
- Sigurður Hólmar Karlsson
- Sólrún
- Jón Ragnarsson
- Ingi Björn Sigurðsson
- Kolgrima
- Þ Þorsteinsson
- Maddý
- Lena pena
- Guðborg Eyjólfsdóttir
- Bergþóra Guðmunds
- Egill
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Guðlaug Aðalrós
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Jóhanna Vala Jónsdóttir
- Anna Guðný
- Þórður Helgi Þórðarson
- Hólmgeir Karlsson
- Draumar
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Hdora
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Handtöskuserían
- Vertu með á nótunum
- Óskar Helgi Helgason
- Vefritid
- Gísli Hjálmar
- Óskar Arnórsson
- Johnny Bravo
- haraldurhar
- Ásgeir Páll Ágústsson
- Anna Gísladóttir
- Sigríður Hafsteinsdóttir
- Fiddi Fönk
- Haraldur Halldór
- Á móti sól
- Dísa Dóra
- Arnar Ingvarsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Högni Hilmisson
- Hommalega Kvennagullið
- Helga Magnúsdóttir
- Ásdís Rán
- Charles Robert Onken
- Þorsteinn Briem
- Bergur Thorberg
- Helga Nanna Guðmundsdóttir
- Hulla Dan
- JEG
- Ein-stök
- JEA
- Elísabet Sigurðardóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Vinir Tíbets
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sporðdrekinn
- Marinó Már Marinósson
- Davíð Ólafsson
- Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir
- Áhöfnin á Hákon EA-148
- Óskar Þorkelsson
- Morgunblaðið
- Rannveig H
- Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Kristín Jóhannesdóttir
- María Guðmundsdóttir
- Guðmundur M Ásgeirsson
- egvania
- Aðalsteinn Jónsson SU-11
- Aprílrós
- Tína
- Þóra Björk Magnús
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Myndamen - Ljósmyndaskartgripir
- Bullukolla
- Aldís Gunnarsdóttir
- Arnar Ingvarsson
- Ástþór Magnússon Wium
- Bjarki Steingrímsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynja Dögg Ívarsdóttir
- Brynja skordal
- Dúa
- Elín Ýr
- Elísabet Markúsdóttir
- Elísabet Sigmarsdóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðmundur Zebitz
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Himmalingur
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Ingvar Ari Arason
- Jónína Dúadóttir
- Kristín Guðbjörg Snæland
- Leikhópurinn Lotta
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Magnús Paul Korntop
- MYR
- Orgar
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Tinna Jónsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kona+karlmaður+fótbolti=skilnaður
Akkuru varstu að gráta í gær?
Þröstur Unnar, 15.5.2007 kl. 20:26
Já Heiða ef að það er eitthvað sem að þú veist um karlmenn þá er það að við viljum allir konur með reglulegar hægðir og einhverjar skálar
Sigurður Andri Sigurðsson, 15.5.2007 kl. 20:35
Þröstur; þú vilt mig ekki
Ari: what is the diffrence.....?spyr sá sem veit.
Sigurður; andsk. missti ég af þér.....við erum að tala um einu sinni í viku sko!
Heiða Þórðar, 15.5.2007 kl. 20:41
Hvað meinarðu með að ég vilji þig ekki kona?
Ertu ekki lofuð Hammaranum?
Þröstur Unnar, 15.5.2007 kl. 21:03
Heyrðu gamla mín, ég bara trúi ekki að þú hafur átt svona húsband. Annars hef ég alltaf vinninginn með boltann hér á bæ, leyfi honum að horfa þegar það hentar mér og næ mér í aukaprik með því að bæta óvænt við áhorfi hehehe
Ásdís Sigurðardóttir, 15.5.2007 kl. 21:13
Ég hata að horfa á fótbolta! Enda er ég sniðug, allir gömlu kærastarnir mínir voru anti-fótboltaistar og maðurinn minn í dag líka.
Skil þig vel Heiða mín, oj lýsingarnar eru ekki fagrar :
"Þarna sat hann blessaður á nærbrókunum einum fata, hárið farið að þynnast á hvirlinum rétt einsog sambandið. Sótrauður í framan og sveittur á hökunni....bjórtaumarnir láku úr nefinu af einskærum spenningi og hamagangi..." Turnoff algjört!!
Ég spilaði reyndar fótbolta innanhús í vetur og VÁ hvað það var gaman
Ester Júlía, 15.5.2007 kl. 21:18
Það væri í góðu lagi að horfa á fótboltaleik í heilar níutíumínútur ef kalluglurnar væru allsberir... annars er það hin mesta tímaeyðsla.
Sammála þessu með fótleggina kæra vinkona.. næst á eftir breiðum upphandleggjum eru það breið læri sem eru fallegust!
Kolbrún Jóna Pétursdóttir (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 21:29
Fyrir c.a. 10-15 árum fór ég að horfa á fótbolta en það hefur mestmegnis verið annað hvert ár ýmist á Evrópu- eða heimsmeistarakeppnina. Ég sver það, það er leikurinn sem kallar, ekki fjandans lærin. Ég þoli ekki þegar þessu er klesst á okkur, sannar fótboltakonur, að við séum að þessu læranna vegna, þá gæti maður alveg eins horft á hjólreiðar (boring). Ég sé mest eftir að hafa látið telja mér trú um í svo mörg ár að mér þætti fótbolti leiðinlegur af því að ég væri kona. Það væri eðlileg athöfn að ryksuga pirruð á svip á laugardögum á meðan karlinn horfði á boltann. Þegar ég sá flottan leik fyrst varð ég alveg heilluð ... en læri koma því ekkert við. Ef þér finnst fótbolti leiðinlegur skal ég virða það við þig að þú glápir á lærin ... þegar þú lærir að meta leikinn þá hættir þú að sjá þau! Ég er líka í uppreisn gegn þessu stráka-stelpudæmi eins og strákar geta ekki bakkað í stæði og lært stærðfræði á meðan stelpur geta ekki saumað eða skipta á kúkableiu! Ég þekki helling af strákum sem eru ágætisbílstjórar og veit um konur sem gubba ekki yfir bleium og kunna jafnvel á nál og tvinna. Ég sver það! Knús í bæinn!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.5.2007 kl. 21:57
Svo er ég D-kona ... samt á lausu! Ótrúlegt ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.5.2007 kl. 21:58
vá, vel mælt
ég get horft á leik í nokkrar sekúndur til þess að tékka á hverjir eru sætir, en alls ekki meira. Segjum sem svo að ég ætti mann og hann væri að horfa á boltann, ég myndi bara ná mér í bók að lesa eða hanga á netinu á meðan. En þetta er reyndar mjög fræðilegt dæmi því að það er ekki séns að ég gæti orðið skotin í manni sem horfir á fótbolta.
halkatla, 15.5.2007 kl. 22:10
Ég skil vel þær konur sem þola ekki fótbolta, Fótbolti er sú íþrótt sem ég þoli ekki og leiðist að horfa á. Heiða þú ert ekki glötuð að finnast fótbolti leiðinlegur það sýnir mikinn þroska að viðurkenna það.
Þórður Ingi Bjarnason, 15.5.2007 kl. 22:32
Gaman að sjá þig líka kjútípæ
En að spá í því að fullorðnir karlmenn fái borgað fyrir að eltast við bolta.. og loksins þegar þeir ná honum þá sparka þeir honum frá sér!!
Sandra Bryn (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 23:14
horfi ekki á fótbolta....
Ólafur fannberg, 15.5.2007 kl. 23:19
Sandra þetta er akurat það sem ég hef sagt lengi að þetta er ótrúlegt að fá borgað fyrir þessa vitleisu.
Þórður Ingi Bjarnason, 15.5.2007 kl. 23:49
ROFL!!! *hóst*kafn*svelgist á tópasi* aaarrrrrrr Heiða.. þú ert SNILLINGUR!!! Lýsingarnar urðu til þess að það frussaðist munnvatn yfir lyklaborðið (sem betur fer var ég ekki með neitt drykkjarhæft í glasi þessa stundina) og kallinn kom hlaupandi til að athuga hvað í ósköpunum gengi á!!
btw... enski boltinn... hújeeee.... glooory gloooory Man Uniiiiiiiiteeeed *tíst*
Saumakonan, 16.5.2007 kl. 00:27
horfi ekki á fóbolta.
ljós
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 16.5.2007 kl. 06:03
Fótbolti er mjög hollur leikur. Þó leikurinn geti talist óskiljanlega yfirnáttúrulega vinsæll þá getur hann komið mörgu góðu til leiðar. Eins og til dæmis að fylgjast með karli horfa á leik og uppgötva að kvinnan á ekki samleið með svíninu. Ég hef aldrei skilið að brjóstagóð kona geti ekki tekið athygli einhvers frá imbanum. Óskiljanlegt. Ekkert er betra en konur. Get ekki án þeirra verið. Sjúlegur áhugi karlmanna á fótbolta getur bara stundum farið út í pervertisma. Sem betur fer er hægt á sumum heimilum að gera hvort tveggja þ.e. að elska konur og fótbolta.
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 09:15
Heiða þú ert snillingur !!!
bara Maja..., 16.5.2007 kl. 10:43
Nei Ari. Það er ég ekki að gera. Þetta myndi ég kalla skapandi heyrn ef þú heyrt mig segja það.
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 12:12
Vorum við gift?
Hrólfur Guðmundsson, 16.5.2007 kl. 12:13
Mér var bent á það einhvern tímann að fótboltamenn væru númer eitthvað.. ég vissi það ekki af Því að ég skoða þá ekki ofan við mitti
Heiða B. Heiðars, 16.5.2007 kl. 13:02
Ok, núna komu nokkur kröftug fruss yfir ykkur Heiðunum (báðum)
Er annars að pæla hvort við séum nokkuð búnar að vera í hálfgerðu swingi.... óafvitandi?
Jónína Sólborg Þórisdóttir, 16.5.2007 kl. 15:01
Kvennafótbolti er FRÁBÆR.
44 flottar júllur í dúndrandi sveiflu.
Er hægt að biðja um meira??
Kannski styttri buksur, ekki mikið meir.
Greifinn, 16.5.2007 kl. 15:19
Mikið assk. er notalegt að gott af ykkur að vera svona dugleg við að commenta! Er himinlifandi!
Heiða Þórðar, 16.5.2007 kl. 19:20
Fótbolti eða aðrir hlaupaleikir höfða ekki til mín. En mig minnir að það hafi verið Kolbrún Bergþórsdóttir sem fyrst lýsti því yfir að hún hreint og beint elskaði lærin á íþróttahetjunum okkar. Kannski ég fari að horfa á einn leik eða svon
En þú ert algjörlega frábær Heiða mín í lýsingunum
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.5.2007 kl. 21:51
Þoli fótbolta svo illa að ég verð græn í framan af ískrandi "sándinu" frá áhorfendapöllunum. Hver er tilgangurinn? Ég meina að hlaupa á eftir bolta til þess eins að sparka honum frá sér aftur Pirr. Heiða svona falleg eins og þú nú ert hvað ertu búin að vera að gera með þessum arfaplebbum sem þú hefur safnað í kringum þig? Nú er það búið...B-Ú-I-Ð! Kapiss?
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.5.2007 kl. 23:12
Jenný; þetta er nú örlítið fært í stílin mín elskuleg
Heiða Þórðar, 16.5.2007 kl. 23:15
ja ég á nú karl sem er algjör anti fótboltaunnandi og ég held ég væri ekkert fúl ef hann væri það ekki, ég horfi meira á fótbolta en hann, gaman að ef þetta væri svona okkar thing saman:) En ég er ekki að bíða eftir neinum serstökum leik..neibb er ekki fan. En mér finnst þetta mjög gott meðan að þetta sé svona familíuvænt(stundum allavega:)Ég man nebl úr eyjum þegar maður var þar að ef það var leikur íbv á móti einhverjum þá var tómur bærinn á meðan. Já það fóru allir saman,afi amma, frændur og frænkur og allir hinir. Krakkarnir sem voru ekkert að hugsa um leikinn voru bara að leika ser og unglingarnir voru bæði að horfa á leikinn en líka að líta á hinar eða hina ..Fullorðnir voru mest að horfa á leikinn. afarnir og ömmurnar voru á bílum og flautuðu þegar skorað var.
Þetta var bara mjög skemmtilegur dagur.. Eftir þetta fóru allir heim og töluðu um leikinn, allir saman því að allir horfðu á sama leikinn og vissu hvða var verið að tala um svo að allir gátu verið með... Já perfect familie:)hehe
Svo nátturulega var maður að æfa fótbolta líka svo að þess vegna er maður með smá a´huga á hvernig leikmennirnir fara með boltannn.
En hef ekki skilið ennþá að maður getur orðið frægur á að sparka bolta og fá miljarða fyrir.hummm.....En ég held að fólk sé alveg til í það!
jæja raus braus fraus
Ásta Salný Sigurðardóttir, 17.5.2007 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.