Bensínlaus á frekjunni

Ekki get ég séð og fæ seint skilið hversvegna haldið er fram að grátur sé góður. Nema síður sé, allavega fyrir útlitið.

Talað er um einhverja losun og útrás í þessu sambandi..... til eru ýmis ráð við ó-losun.... ef hægðartregða hefur myndast fyrir kosningar t.d. - s.s.  hægðarlosandi lyf.

Vonast annars til að hægðir séu komnar í eðlilegt horf hjá landsmönnum án þess að þeir þurfi eitthvað að tjá sig um það endilega, ég er satt að segja frekar klíkjugjörn......

Varast skal að taka hægðarlyfið inn rétt fyrir svefninn. Mikil hætta getur skapast á því að viðkomandi endi í bónusplastpoka.....búin að kúka í rúmið sitt í þrígang. Yfir sjálfan sig, á sig og utan í maka sinn.....aftur.

Vatnsheldur maskari má sín einskis gegn skaðsemi tára....ekki svo að skilja að ég hafi verið að vatna einhverju flóði en datt þetta nú bara svona í hug af því að varaliturinn minn er engan veginn  kossekta.

Enn segi ég; ekki það að ég hafi verið að kyssa einhvern frosk...... bara svona hugdetta.

Einfaldlega afþví að farðinn minn er svo mikil snilld að hann endist allan liðlangan daginn.....

.... ég setti hann á mig í morgun og hann er farinn veg veraldar. Ég veit ekkert hvert hann fór.

Nenni ekki að leita að honum í flóðinu...er ósynt.

Hárlakkið fór svo endanlega í kvöld þegar ég fór að kaupa bensín og gleymdi debetkortinu mínu heima, sem hefði verið í lagi.   En ég......

...brunaði heim -bensínlaus á frekjunni og aðeins til þess eins að komast að þeirri niðurstöðu að kortið var allan tímann í bílnum. Ég mundi þó ennþá pin-númerið.

Megi englarnar vaka yfir ykkur öllum í nóttHeart

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

innlitskvittun...eigðu góðan dag þrátt fyrir bensinleysið

Ólafur fannberg, 15.5.2007 kl. 07:30

2 identicon

Jahá, einmitt það.  Ætla að melta þetta í dag.  Þú færð kanske comment í kvöld.

Jói Dagur (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 08:31

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Sumir dagar eru einfaldlega verri en aðrir. Been there done that.

Steingerður Steinarsdóttir, 15.5.2007 kl. 10:06

4 Smámynd: Sigurður Andri Sigurðsson

Þú ert nú bara alveg hrikalega góður penni kannski heldur mikið hægðartal.  En ef að allt er tekið í samhengi þá náðirðu að láta mig aðeins hlæja og þá er takmarkinu náð ef að fólk hefur gaman af skrifunum.

Sigurður Andri Sigurðsson, 15.5.2007 kl. 10:10

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Grátur er góður Heiða mín.  Það er til dæmis sannað einhversstaðar að það eru efni í tárunum sem er úthreinsun.  Og þú ert fallegt eins og þú ert miðað við myndir.  Svo farðinn má bara fara hvert sem hann vill. 

Stundum verður maður bara að hella úr sér skapinu til að losa um spennu. Knús til þín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.5.2007 kl. 10:23

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Innlitskvitt hafðu góða dag

Kristín Katla Árnadóttir, 15.5.2007 kl. 12:20

7 Smámynd: Saumakonan

ha... farði? hvað er nú það???  Maður spaslar bara í verstu hrukkurnar ef maður þarf að fara eitthvað "fínt"

Saumakonan, 15.5.2007 kl. 14:47

8 identicon

Elsku systir, tharna er eg ther osammala, gratur er naudsynlegur fyrir uthreinsun salarinnar, hitt er svo annad mal ad madur verdur forljotur a eftir! love you:)

Inga Ros (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband