Hálflummó

Þegar ég kom heim frá Nýja Sjálandi var sonur minn 10 ára.

Þar sem ég var (er) útivinnandi þá brá ég á það ráð sem öryggisráðstöfun að láta hann (svona ungan) fá gsm-síma.

Ekki leið á löngu þar til síminn varð öryggistækið hans, en ekki mitt.

Málið er að honum finnst/fannst ég hafa afspyrnu lélegan tónlistasmekk. Án undantekninga þá hringdi hann þegar hann var á leið heim úr skólanum og sagðist vera að koma með vin/vini sína heim.....og bætti við:

-í guðana bænum mamma, ekki Bjögga Halldórs...

Ég remdist eitthvað við að vera hip og cool nærri honum og vinum hans, en hvað tónlistasmekk minn varðaði hlustaði ég einatt (að honum fannst) á gjörsamlega hlandbrunna tónlist. Að öðru leyti fannst honum ég barasta flott.

Núna er ég búin að leggja Bjögga, Jóa G, Pálma G, GCD, Bubba, Rimlarokk (algjör snilldar diskur annars)í bili ....og hlusta einungis á Sálina í bílnum.

Honum finnst ég hálflummó enn held égCool

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sálinn, er flott og hinir líka. Það er nú bara gamann að vera( svolítið lumma). kv.

Georg Eiður Arnarson, 7.5.2007 kl. 13:41

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sorrí(lummó)

Georg Eiður Arnarson, 7.5.2007 kl. 13:45

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þau eru aldrei ánægð, þessi börn. Þegar strákurinn minn var 15 ára lét ég eftir honum að fá MTV-sjónvarpsstöðina sem samstundis varð uppáhaldsstöðin MÍN!!! Stráksa fannst frekar asnalegt að fá vini í heimsókn og mamman með Nirvana, Green Day, Radiohead og jafnvel rapp á hæsta í sjónvarpinu. Ég svona gömul, 36 ára, ætti að halda mig við eitthvað sem hæfði aldri mínum (t.d. Bjögga).

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.5.2007 kl. 13:47

4 Smámynd: Saumakonan

Sálin er GÓÐ!!!!     kvittikvitt frá Flensustöðum

Saumakonan, 7.5.2007 kl. 15:03

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ehm... ég er sammála stráknum!!! Þú ert frekar lummó

Heiða B. Heiðars, 7.5.2007 kl. 17:12

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já segi eins og Heiða frekar lummó.  Hlustaðu á almennilegt rokk kona.  Kæri þig fyrir lögreglunni ef ég frétti að þú sért að stelast til að hlusta á Bjögga.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.5.2007 kl. 17:37

7 identicon

Láttu mig þekkja það Heiða mín.  Ég og mamma strákanna okkar hlustuðum bæði á gamalt Country, þ.e.a.s. Willy Nelson, Hank Williams, Marty Robins og þeirra líka, bæði í bílnum og heima.  Síðan voru það þessir sem að þú taldur upp.  Megas hefur verið í uppáhaldi hjá mér í mörg ár að auki.  Að þeirra dómi hef ég afleitann tónlistarsmekk og fer ekkert batnandi.   

Svo að þú þarft ekki að líða eins og Palla, sem var einn í heiminum.  Hlustaðu bara á það sem að þú fílar og skítt með álit annarra.

Jói Dagur (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 20:12

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm ég er alæta á tónlist.  Samt finnst mér blues og jazz eitthvað alveg spes þ.e. þessi gamli góði með Ellu Lui og þeim.  Unaður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2007 kl. 20:27

9 Smámynd: Ester Júlía

Sálin.. híhí...fékk eiginlega nóg..var búin að hlusta svo svakalega mikið á þá í gegnum tíðina.    Nú er það bara FM 104,5 eða FM 957..fer eftir því hvað verið er að spila og hvort yngsti sonur minn sé með mér í bílnum.  Hann vill bara EXIÐ!  

Ester Júlía, 8.5.2007 kl. 00:34

10 identicon

Sem betur fer er ég ennþá kúl

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 01:09

11 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Ég hélt í “barnaskap” mínum að eldri krakkarnir mínir væru upp með sér að sá gamli hlustaði á rock. Ég tók þau með mér á Alice Cooper tónleikana í Kaplakrika á dögunum. Við vorum rétt kominn inn þegar þau hurfu í fjöldann og eftir stóð ég barnlaus. Sem betur fer virtust fleiri foreldrar vera á staðnum ( barnlausir eins og ég )  því ég var fjarri því einn þar á mínum aldri. Elsti drengurinn minn neitaði meira að segja að verða samferða mér heim.

Hlynur Jón Michelsen, 8.5.2007 kl. 01:35

12 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ég er mjög hipp og kúl, hlusta stundum á hiphop og hvaðeina. Annars er ég mest fyrir Beethoven.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 8.5.2007 kl. 21:35

13 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

vid eru sennilega oll barns okkar tíma, med áhrif frá umhverfinu.

thekki til dæmis ekkert til sálinnar hans jón, en bjogga man ég eftir.

ljós til thín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 10.5.2007 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband