Ég hlakka svoooo til!

Ég les um í blöðum og á netinu, af hálf rænulausu fólki, eða fólki sem er við það  falla í yfirlið af hrifningu, gæsahúðin yfirtekur 72% af húðinni, útaf landsfundinum. Hápunkturinn verður svo tilhlökkunin útaf komandi kosningslag.

Ég er sjálfsagt svona illa vönkuð, en ég finn ekki til neins...

nebb, ekki einu sinni þegar ég nýti mér tölvufærni mína og bý til svona súlurit einsog birtist með skoðanakönnunum í fjölmiðlum.

Ég er bara steingeld þó fylgi eins eða annars flokks nái yfirburðum, á meðan ég delate-a öðrum. Mér finnst það nú ekki einu sinni fyndið!

Ekki það að ég finni mér svona nokkuð til dundurs í frítíma mínum.

Kosningar í nánd og ég yfirmáta spennt einsog lömbin afþví sumarið er að koma ..., ef það kemur. Sem það gerir. Alltaf. Fyrr eða síðar.  Þegar það kemur. Og mig hlakkar svo til!

Ég veit ekki nákvæmlega afhverju mér hlakkar svona til. Ekki veit ég það frekar en mig hlakkar alltaf svo óendanlega mikið til jólanna.

Þegar ég var barn fékk ég þvílíkan trylling í tærnar, mig hlakkaði svo til. Beið og beið, fannst einsog eitthvað alveg ótrúlegt myndi gerast þegar klukkan sló sex. En nei, ég varð fyrir vonbrigðum. Alltaf.

Pakkarnir voru ekki tilhlökkunarefnið, því ég vissi hvað var í þeim. Lýg því ekki þegar ég segji að ef ég var ekki búin að finna út hvað var í þeim. Þá einfaldlega opnaði ég þá (um nótt) ekki bara minn heldur líka minna nánustu.

Ætli ég hafi ekki líka opnað þá sem ég pakkaði inn, "just for the fun of it".

Sumrinu fylgdu gjafir, sérpantaðar gjafir. Maður myndi ætla að ég myndi nú láta af þessum barnaskap. Með það að hlakka alltaf til, væri búin að læra af reynslunni.

Guð forði mér frá því! Það er gott að hlakka til ....

Sumargjöfin mín í ár, frá mér til mín. Er ekki ómerkari gjöf en það -að finna alltaf eitthvað til að hlakka til.

Og ég ætla ekki að hnýsast í þann pakka.

Ég ætla að láta sumarið koma mér á óvart. Og njóta hvers augnabliks. 

Ég óska ykkur öllum Gleðilegs sumars, hausts, vor og vetrar Heart 

es. í sambandi við komandi kosningar...ég kýs ykkur -þúsund kossar...Kissing 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það eru forréttindi að kunna að hlakka til.  Tilefni tilhlökkunarinnar má liggja á milli hluta, að bíða með væntingu er toppurinn.  Ég hlakka líka til sumarsins, haustsins, kosninganna, 17. júní og jólanna. Smútsj

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.4.2007 kl. 20:31

2 identicon

Gleðilegt sumar Heiða.  Veturinn var ekki eins kaldur og hann hefði annars getað verið án vináttu þinnar.

Jói Dagur

Jói Dagur (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 21:23

3 identicon

Gleðilegt sumar Heiða og megi árstíðin fagra ylja þér um hjartarætur.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 23:10

4 identicon

Gleðilegt sumar Heiða og megi árstíðin fagra ylja þér um hjartarætur.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 23:22

5 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Við Grétar þökkum fyrir stuðninginn

Georg Eiður Arnarson, 18.4.2007 kl. 23:23

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Takk Jói minn, og takk Axel minn, Jenný sömuleiðis.

Georg. ... heyrðu atkvæðið mitt er á góðri leið til ykkar. Mikið assssk. var gaman að fylgjast með útsendinunni á Rúv með "the king". Svona skemmtilegar viðræður er af hinu góða fyrir fólk einsog mig. Núna skilarðu ekki bara kveðju á karlinn. Núna máttu kyssa hann takk fyrir!

Heiða Þórðar, 19.4.2007 kl. 02:26

7 identicon

ÉG hlakka svo til að hitta þig og gefa þér súkkulaðiköku... Gleðilegt sumar mín kæra.
kv. Kolls

Kolbrún Jóna Pétursdóttir (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 09:11

8 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Gleðilegt sumar! Megi þetta sumar vera svo til pöddulaust, flugulaust og sólarlaust

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 19.4.2007 kl. 11:04

9 Smámynd: Ólafur fannberg

gleðilegt sumar sammála siðasta ræðumanni nema með sólina megi hún skína skært..

Ólafur fannberg, 19.4.2007 kl. 11:32

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gleðilegt sumar Heiða mín og það er alveg rétt að eftirvæntingin og spennan er alltaf sérstök. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2007 kl. 12:57

11 Smámynd: www.zordis.com

Gleðilegt Sumar ..... spái góðu sumri og hlakka til að taka þátt í heimsliðinu!    Falleg og ljúf sumargjöfin þín ..........

www.zordis.com, 19.4.2007 kl. 18:55

12 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Tásuskór og naglalakk í allt sumar!! Gleðilegt sumar 

Heiða B. Heiðars, 19.4.2007 kl. 19:20

13 identicon

Hvenær á að ná í sumardekkin??? Þau bíða í geymslunni ;)

Fowler (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 19:22

14 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég þekkti eitt sinn gamla konu sem alltaf var sannfærð um að hún ynni stóra vinninginn í happdrættinu í hverjum drætti. Hún ráðstafaði peningunum bróðurlega meðal ættingja allt eftir þörfum hvers og eins og allir fengu meira en þeir áttu skilið. Aldrei varð það hins vegar að veruleika að nokkur vinningur félli henni í skaut en ef hún var spurð hvort hún hefði orðið fyrir vonbrigðum svarði hún: Nei, ekki aldeilis. Ég fékk alla ánægjuna af að hlakka til.

Steingerður Steinarsdóttir, 19.4.2007 kl. 19:45

15 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Halló Heiða, var að tala við Grétar hann vill helst ekki  frá MÉR, enn vill hann fá við fyrsta tækifæri.

Georg Eiður Arnarson, 19.4.2007 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband