Gleðilega páska til ykkar allra

Fengu allir egg? Núna hefur úrvalið aldrei verið meira....og númerafjöldinn hækkaður uppí 7 (aldurstakmark ekkert) eftir það grammafjöldinn upptalinn í kolvetnum, fitu, sykri og annarri hollustu.

Spurning um hænuegg, andaegg, súkkúlaðiegg, lakkrísegg og jú svo eru svona egg sem ganga fyrir batterýum! Ákaflega praktísk ef litið er til þess að þau eru fjölnota og botnlaus loforð um raðfullnægingar fylgja í stað málsháttar!

Ég fékk mér nú bara lítið lakkrísegg.

Svo fékk ég eitt frá vinnunni, má aðvitað ekki gleymi því. Ég gaf Ara mínum (syni) það og mig grunar sterklega að hann hafi borðað það löngu fyrir páska. Reyndar grunar mig líka að pabbi hans hafi fengið málsháttinn og á honum hafi staðið: Lengi lifir í gömlum glæðum....hef nefnilega ekki heyrt í honum síðan....hehe

Sendi loks á hann bróðir minn annað meil....núna rétt í þessu bara. Púff! 

Ég er einsog lítil skólastelpa á leið á mitt (hugsanlega) fyrsta date....Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe skemmtilegur pistill hjá þér.  Ég fékk öregg úr súkkulaði með fyllingu.  Læt öðrum eftir að borða þau þar sem kona er sykursjúk.

Gleðilega páska mín kæra

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.4.2007 kl. 12:03

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég keypti mér eitt nr. 5, búin að gleyma að mamma gefur mér alltaf egg ... Maður vonast bara eftir gestum sem rétta hjálparhönd við átið! Í fyrra fóru restar í ruslið, rykfallið, bráðnað og svona. 

Mikið vona ég að bróðir þinn taki þér opnum örmum ... sagt er að blóð sé þykkara en vatn. Vona að þetta sé almennilegheitamaður, ekkert gaman að fá vandræðagemling í fjölskylduna.

Eigðu dásamlega páska!  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.4.2007 kl. 12:28

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þakka hlýjar kveðjur stelpur! Fékk að vísu bróðir minn í heimsókn (annan sko..)í gær færandi hendi...hann kom ekki með egg, ekki einu sinni nálægt þvi. Hann færði mér sjampó og hárnæringu í tilefni páskana....endalaus húmoristi...eða eitthvað annað

Heiða Þórðar, 8.4.2007 kl. 12:46

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Á hann nokkuð upphafsstafina Ó.G ?

En þetta með að blóð sé þykkara en vatn er ekkert regla.. held ég. En vonandi smellið þið nýju systkinin eins og flísar og rassar

Heiða B. Heiðars, 8.4.2007 kl. 12:59

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Nei nei Heiða, hann Ó.G.E. er alveg viðurkenndur og löngu fundinn og týndur, sko! ...þú skilur. Þessi er alveg brand new...eða gamall. 28 ára...Sammála með blóðið....svo gjörsamlega sammála að það hálfa væri hellingur!

Heiða Þórðar, 8.4.2007 kl. 13:17

6 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Hæ Heiða mín og takk fyrir kveðjuna  

Spennandi að fylgjast með þessu með bróðir þinn í næsta húsi, vona að hann hafi samband svo þið getið talað saman.

Eg fekk send 6 svona litil med málsháttum í ætlaði að spara 2 til í dag en þau voru búin og engin börn í húsinu til að kenna um

Músarfaraldurinn sem ég nefndi var þegar þú bjargaðir 5 albinóamúsum sem ég átti að losa mig við, þú bjóst hjá ömmu þinni og svo allt í einu var fiskabúrið sem múslurnar bjuggu í fullt af litlum sköllótum músabörnum  hahaha þau voru ekki eins sæt og stóru mýsnar

Risa knús til þín frá mér !!!

Sigrún Friðriksdóttir, 8.4.2007 kl. 13:22

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

já já alveg rétt! Svo þurfti ég að fara eitthvert og amma var svo hrædd við mýs. Hún stóð í dyragættinni og reyndi að hitta (gulrótum) ofan í búrið....þegar ég kom heim var allt gólfið undirlagt...hehe, hvernig gat ég gleymt því!

Heiða Þórðar, 8.4.2007 kl. 13:29

8 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

hahaha gaman að muna svona hluti Heiða  Hún var nú ógleymanleg hún amma þín líka

Sigrún Friðriksdóttir, 8.4.2007 kl. 13:41

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

vá, já! ódauðleg í mínum huga, elsku skessan hún amman mín!

Heiða Þórðar, 8.4.2007 kl. 13:52

10 Smámynd: Ólafur fannberg

páskainnlitskveðja

Ólafur fannberg, 8.4.2007 kl. 15:39

11 Smámynd: bara Maja...

Gleðilega páska, gangi ykkur vel að finna hvert annað

bara Maja..., 8.4.2007 kl. 21:30

12 Smámynd: Hugarfluga

Þetta er farið að verða spennandi. Maður bíður límdur eftir næstu færslu. Blessun í næstu skrefum, í hvaða átt sem þau leiða þig.

Hugarfluga, 8.4.2007 kl. 21:33

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er aðeins búin að smakka bita frá stubbnum mínum af páskaeggi, súkkulaðið i eggjunum er alveg geggjað.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.4.2007 kl. 23:14

14 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

spennandi með bróður þinn,

ég fékk ekkert páskaegg, en Sól dóttir mín fékk egg frá páskahéranum, í hreiðrið úti í garði.

ljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.4.2007 kl. 16:27

15 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Oh Heiða!! Vissi auðvitað að ÓG væri opinber bróðir! Var að meina hvort hann hafi komið með sjampóið.. fannst það eitthvað svo "hann"

Heiða B. Heiðars, 9.4.2007 kl. 16:39

16 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða: nei....hehe. Það var Gísli Þór (kærastan hans er hárgreiðsludama....)

Heiða Þórðar, 9.4.2007 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband