Er ég kannski bara pólitísk mella?

Senn líður að kosningum og ég hef ekki gert upp hug minn varðandi það hvað ég ætla að kjósa.

Staðreyndin er einfaldlega (einhvern veginn) svona: 

Þar sem ég er í afar hamingjusamri sambúð með sjálfri mér,  þá þarf ég jú réttilega að hafa mínar eigin stjórnmálaskoðanir,  án áhrifa frá öðrum.

En það hefur einfaldlega ekki verið raunin til þessa. Þó vissulega ætti  svo að vera.  Þessa staðreynd viðurkenna fæstir. Ég geri það hér með. 

Ég fór ung í mína fyrstu sambúð. Hann var einhverjum árum eldri en ég og í raun Guð sjálfur í eigin persónu.

Fallegur með eindæmum  og sannleikurinn lá í orðum hans. Þar á meðal  að  Sjálfstæðisflokkurinn væri málið (ásamt því að fá mig á bragðið með að borða endalaust af hvítlauksristuðum sniglum..., en það er allt önnur saga).  

Árin liðu; stundum var X-að við D – stundum ekki, fór svona eftir veðri og vindum í sambúðinni. Sambandinu lauk og önnur tóku við. Þeir menn sem á eftir komu áttu það eitt (og eina) sameiginlegt að vera sjálfstæðismenn. 

Ég hef í raun ekki rassgat vit á stjórnmálum og hef talið mig ópólítíska, en auðvitað er ég það ekki frekar en nokkur annar.  

Ég hef mínar föstu skoðanir á því hvað ég vil og hvernig fólk ég vil í forystu þessa lands.  Og hverja/hvað ég vil ekki. 

Í eigin hagsmunaskyni liti flokkurinn minn svona út: 

Davíð Oddson – endalaust skemmtilegur og frábær leiðtogi            Gæti lært mikið af honum

Steingrímur Sigfússon – þvílíkur (lúmskur) húmor!            Óútreiknanlegur húmor, myndi hlusta vel á þennan til að ná honum

Eyþór Arnalds – flottir leggir, sá hann á skokki niður Laugarveginn            Myndi e.t.v. lifa heilsusamlegra lífi...m/skokki niður Elliðaárdalinn - no ipod thanks!

Guðni Ágústsson – þarf ég að segja eitthvað meira...            Pylsa með öllu, takk!

Gummi Steingríms –  snilldarpenni             Segði mér sögu fyrir svefninn

Guðlaugur Þór –  afar kurteis sjarmur      Myndi kenna mér ameríska kurteisi.....     

Össur Skarphéðinsson – sætur og góðlegur karl            Gæti leikið fyrir mig jólasveininn, bæði í desember og júlí

....að ógleymdum Árna Johnsen            Af þeirri einföldu ástæðu að hann er þvílíkur orkubolti - gæti hæglega eytt “leti” út úr ísl-ísl orðabókinni. 

En að þessu slepptu ætla ég að vanda mig sérstaklega, sérstaklega vel fyrir næstu kosningar.

Og vera ekkert að mellast neitt með atkvæði mitt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Háttvirti húmoristi Heiða Bergþóra Þórðardóttir!

Þetta er stórkostleg skemmtun að lesa yfir þessi orð þín.  Þvílík gamansemi og orðhnyttnin með eindæmum.  Og síðan tekur þú alþingismenn þessa lands og gerir úr þeim litla drengi, treður upp í suma hverja pylsu með öllu til að þeir þagni, aðrir fá 12 mánaða jólasveinahlutverk og síðast ekki síst fær ameríski draumurinn að lifna við í yfirborðskenndri kurteisi:)  

Haltu áfram að skemmta landanum fyrir komandi kosningar.  Aldrei að vita nema þitt atkvæði muni ráða úrslitum á endanum :)

Bestu baráttukveðjur, 

Magnea

Magnea (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 23:18

2 identicon

hahahahah já góður þessi, sem sagt næsti kaffibolli á kaffihúsinu okkar fer í það að þú segir mér eitthvað um þessa kalla ..því að ég hef ekki hugmynd !!!!Ætli það sé hætt að útbýta aukaflokkum sem þú getur búið til???Heiðuflokkur= x-h?

adios c u tomorow

Ásta pásta

Ásta (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 01:38

3 identicon

ég held að  þú vitir alveg hvað hið eina rétta er

Glanni (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 09:23

4 identicon

Sýnist á öllu að það verði enn og aftur x-við D... flestir af þessum ágætis mönnum eru Sjálfstæðisflokksmenn....

kv. Kolla Súkkulaðikaka

Kolbrún Jóna Pétursdóttir (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 13:22

5 identicon

Ég get nú ekki orða bundist að þú hafir kosið x-d öll þessi ár, þá eigið þið það sameiginlegt öll systkinin fyrir utan mig að þið hafið verið að kjósa eftir einhverri fáránlegri tískustefnu!! Fyrr má nú rota en steinrota!! Svo ég skjóti nú á þennan lista hjá þér; Árni Johnsen; Hann var svo aktívur að hann ætlaði að viðhalda þjóðleikhúsinu heiman frá sér, allavega ætlaði hann að senda timbrið þangað. Svo gefur hann skít í allt og alla með því að sjá ekki að sér. Kallinn er með einsdæmum vinsæll í eyjum, hann náði að plata stjórnendur þjóðhátíðar til að láta þyrlu sveima yfir stóra sviðinu og henda pakka niður og átti það að innihalda bréf frá Árna en hann var víðsfjarri annarsstaðar í brekkusöng, (hef eftir áreiðanlegum heimildum að það hafi verið tekin öll 3 gripin þar) en þegar að betur var að gáð mátti sjá manninn sem að opnaði kasann ná í umslag úr jakkavasanum sínum og kasta því í kassann sem hann reif svo upp sperrtur og las fyrir þjóðhátíðargesti. En tæknilegu mistökin þar var þegar að hann var festur á filmu við að teygja sig eftir bréfinu úr jakkavasa sínum...... = Árni út

 Davíð Oddsson; Loksins þegar að Íslensk pólitík var laus við þennan einráð þá er hann búinn að planta sér í seðlabankann og hefur tök á íslensku efnahagslífi.. Hann á eftir að láta eftirmenn sína virðast í bullandi vandræðum svo að hann verði lofaður í gríð og erg á meðan að hann lifir og hans stjórnartíð. Loksins þegar að það komu menn sem að gerðu íslensku láglaunaliði kleift að eiga á diskinn út mánuðinn í líki bónusfeðga þá særðist stoltið hjá manninum svo að hann hélt í svívirðilegar nornaveiðar sem enn standa yfir. Það sér hver heilvita maður að Davíð myndi leika fógetann í Nottingham og Jón Ásgeir Hróa hött ef út í það er farið. Ef þér lesandi góður er ómögulegt að sjá það, gerðu mér greiða og ekki svara þessu, skjóttu þig frekar í hausinn!! Davíð út.

Eyþór Arnalds= Hann gæti leikið í auglýsingum á vegum umferðarráðs, eða kannski ekki?? Útaf hverju skyldi það vera?? Eyþór út

Guðni Ágúst, get lítið sagt um hann annað en hann er í Framsókn, þarf að segja meira?? Framsókn hefur illilega brugðist í stjórnarliðinu, láta traðka á sér og gera allt eftir pissuáttinni hjá Sjálfstæðisflokknum sem pissar nú bara í andlitið á sér.. Guðni er valtur..

Jæja stúlkukind, vonandi hjálpar þetta þér eitthvað :)

Flott síða og til hamingju með nýju stöðuna ;) Ert frábærust, love you

Gísli (www.fowler.bloggar.is)

Gísli Þórarinsson (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 00:49

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Anna: spurning að sleppa því að kjósa bara.

Ari: já, eða bara hreinlega ótrú... 

Gísli; í öll þess ár? þetta eru nú ekki svooo mörg ár. Stundum Stjálfstæðisflokkinn og stundum ekki elskan. Fór eftir samkomulaginu á heimilinu.

ca. 20 ár aftur í tímann:

-þú kaust rétt elskan , er það ekki?

-jú að sjálfsögðu. Glotti út í annað  og hugsaði; -ef þú bara vissir.... og engin veit neitt, þar á meðal ég sjálf. Fiskaminnið fór veg allrar veraldrar fyrir löngu síðan.

Ég er semsé samsek honum Árna?  Lykillinn af frelsinu prýðir jú stofuna mína...

Nei elsku litli/stóri bró.... það var engin hjálp í þessu. Er alvarlega að hugsa um að snúa dæminu við og selja atkvæði mitt fyrir: svosem einsog einum umgang af sumardekkum...

Heiða Þórðar, 23.3.2007 kl. 09:00

7 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

Eru bara karlmenn í þínum flokki???

Ingibjörg Stefánsdóttir, 24.3.2007 kl. 23:26

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ingibjörg Stefáns: já bara karlmenn í mínum flokki

Heiða Þórðar, 26.3.2007 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband