Er ég kannski bara pólitísk mella?
21.3.2007 | 22:04
Senn líður að kosningum og ég hef ekki gert upp hug minn varðandi það hvað ég ætla að kjósa.
Staðreyndin er einfaldlega (einhvern veginn) svona:
Þar sem ég er í afar hamingjusamri sambúð með sjálfri mér, þá þarf ég jú réttilega að hafa mínar eigin stjórnmálaskoðanir, án áhrifa frá öðrum.
En það hefur einfaldlega ekki verið raunin til þessa. Þó vissulega ætti svo að vera. Þessa staðreynd viðurkenna fæstir. Ég geri það hér með.
Ég fór ung í mína fyrstu sambúð. Hann var einhverjum árum eldri en ég og í raun Guð sjálfur í eigin persónu.
Fallegur með eindæmum og sannleikurinn lá í orðum hans. Þar á meðal að Sjálfstæðisflokkurinn væri málið (ásamt því að fá mig á bragðið með að borða endalaust af hvítlauksristuðum sniglum..., en það er allt önnur saga).
Árin liðu; stundum var X-að við D stundum ekki, fór svona eftir veðri og vindum í sambúðinni. Sambandinu lauk og önnur tóku við. Þeir menn sem á eftir komu áttu það eitt (og eina) sameiginlegt að vera sjálfstæðismenn.
Ég hef í raun ekki rassgat vit á stjórnmálum og hef talið mig ópólítíska, en auðvitað er ég það ekki frekar en nokkur annar.
Ég hef mínar föstu skoðanir á því hvað ég vil og hvernig fólk ég vil í forystu þessa lands. Og hverja/hvað ég vil ekki.
Í eigin hagsmunaskyni liti flokkurinn minn svona út:
Davíð Oddson endalaust skemmtilegur og frábær leiðtogi Gæti lært mikið af honum
Steingrímur Sigfússon þvílíkur (lúmskur) húmor! Óútreiknanlegur húmor, myndi hlusta vel á þennan til að ná honum
Eyþór Arnalds flottir leggir, sá hann á skokki niður Laugarveginn Myndi e.t.v. lifa heilsusamlegra lífi...m/skokki niður Elliðaárdalinn - no ipod thanks!
Guðni Ágústsson þarf ég að segja eitthvað meira... Pylsa með öllu, takk!
Gummi Steingríms snilldarpenni Segði mér sögu fyrir svefninn
Guðlaugur Þór afar kurteis sjarmur Myndi kenna mér ameríska kurteisi.....
Össur Skarphéðinsson sætur og góðlegur karl Gæti leikið fyrir mig jólasveininn, bæði í desember og júlí
....að ógleymdum Árna Johnsen Af þeirri einföldu ástæðu að hann er þvílíkur orkubolti - gæti hæglega eytt leti út úr ísl-ísl orðabókinni.
En að þessu slepptu ætla ég að vanda mig sérstaklega, sérstaklega vel fyrir næstu kosningar.
Og vera ekkert að mellast neitt með atkvæði mitt!
Flokkur: Bloggar | Breytt 22.3.2007 kl. 08:49 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Nýjustu færslur
- 25.6.2023 Laun fyrir að kúka í kassa
- 3.8.2021 Ég er bara grillaður kjúklingur
- 17.11.2010 Ég veit allavega um EINN sem ég myndi ALDREI kjósa yfir mig...
- 1.10.2009 Opið bréf til Davíðs Oddssonar "alltmuligman" ...
- 16.6.2009 Tálaus eða ekki tálaus...
Bloggvinir
- Solla Guðjóns
- www.zordis.com
- Steingerður Steinarsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Heiða B. Heiðars
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Ásgerður
- Andrea
- Heidi Strand
- Grétar Örvarsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Als
- Helgi Seljan
- Ólafur fannberg
- Karen, Sigurbjörg,Tóti, Gerður og fl.
- Jón Axel Ólafsson
- Ísdrottningin
- Sigrún Friðriksdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Thelma Ásdísardóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðjón Bergmann
- Jakob Smári Magnússon
- Ester Júlía
- Birgitta Jónsdóttir
- Klara Nótt Egilson
- Saumakonan
- Björn Heiðdal
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jens Guð
- Þórarinn Þ Gíslason
- Viktor Borgar Kjartansson
- bara Maja...
- Jón Steinar Ragnarsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Georg Eiður Arnarson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Edda Agnarsdóttir
- Tómas Þóroddsson
- halkatla
- Þórður Ingi Bjarnason
- Hlynur Jón Michelsen
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Heiða
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Kristján Kristjánsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Sigmar Guðmundsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jón Svavarsson
- Dofri Hermannsson
- Ásta Salný Sigurðardóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Snorri Sturluson
- Hlynur Þór Magnússon
- Bjarni Harðarson
- Trúnó
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Þröstur Friðþjófsson.
- Gils N. Eggerz
- Sigurjón N. Jónsson
- Sveinn Waage
- Halldór Borgþórsson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Ársæll Níelsson
- percy B. Stefánsson
- Arnfinnur Bragason
- Jón Sigurgeirsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- perla voff voff
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Edda Jóhannsdóttir
- Þorsteinn Gunnarsson
- Haukur Már Haraldsson
- María Tómasdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Camilla
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðný Helga Herbertsdóttir
- Kaleb Joshua
- Halla Rut
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Sigurjón Þórðarson
- Lára Stefánsdóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Margrét M
- Fiðrildi
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Agný
- Ingunn Ósk Ólafsdóttir
- Unnur R. H.
- Einar Bragi Bragason.
- Markús frá Djúpalæk
- Brynjar Jóhannsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Guðmundur Pálsson
- Þórdís tinna
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Hjördís Ásta
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Valgerður Halldórsdóttir
- Bragi Einarsson
- Helgi Kristinn Jakobsson
- Benna
- Dögg Pálsdóttir
- Sunna Dóra Möller
- Gísli Torfi
- Alheimurinn
- Gunnlaugur Helgason
- Linda Lea Bogadóttir
- gudni.is
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Þóra I. Sigurjónsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Púkinn
- Svartinaggur
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Einar Örn Einarsson
- Einar Indriðason
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Víkingur / Víxill
- Magnús Geir Guðmundsson
- Anna J. Óskarsdóttir
- Alexander Már Benediktsson
- Sverrir Stormsker
- Hlynur Birgisson
- Sigrún
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Hvíti Riddarinn
- Sonja I Geirsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðný Lára
- Hlekkur
- Sævar Einarsson
- Sigurður Hólmar Karlsson
- Sólrún
- Jón Ragnarsson
- Ingi Björn Sigurðsson
- Kolgrima
- Þ Þorsteinsson
- Maddý
- Lena pena
- Guðborg Eyjólfsdóttir
- Bergþóra Guðmunds
- Egill
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Guðlaug Aðalrós
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Jóhanna Vala Jónsdóttir
- Anna Guðný
- Þórður Helgi Þórðarson
- Hólmgeir Karlsson
- Draumar
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Hdora
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Handtöskuserían
- Vertu með á nótunum
- Óskar Helgi Helgason
- Vefritid
- Gísli Hjálmar
- Óskar Arnórsson
- Johnny Bravo
- haraldurhar
- Ásgeir Páll Ágústsson
- Anna Gísladóttir
- Sigríður Hafsteinsdóttir
- Fiddi Fönk
- Haraldur Halldór
- Á móti sól
- Dísa Dóra
- Arnar Ingvarsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Högni Hilmisson
- Hommalega Kvennagullið
- Helga Magnúsdóttir
- Ásdís Rán
- Charles Robert Onken
- Þorsteinn Briem
- Bergur Thorberg
- Helga Nanna Guðmundsdóttir
- Hulla Dan
- JEG
- Ein-stök
- JEA
- Elísabet Sigurðardóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Vinir Tíbets
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sporðdrekinn
- Marinó Már Marinósson
- Davíð Ólafsson
- Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir
- Áhöfnin á Hákon EA-148
- Óskar Þorkelsson
- Morgunblaðið
- Rannveig H
- Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Kristín Jóhannesdóttir
- María Guðmundsdóttir
- Guðmundur M Ásgeirsson
- egvania
- Aðalsteinn Jónsson SU-11
- Aprílrós
- Tína
- Þóra Björk Magnús
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Myndamen - Ljósmyndaskartgripir
- Bullukolla
- Aldís Gunnarsdóttir
- Arnar Ingvarsson
- Ástþór Magnússon Wium
- Bjarki Steingrímsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynja Dögg Ívarsdóttir
- Brynja skordal
- Dúa
- Elín Ýr
- Elísabet Markúsdóttir
- Elísabet Sigmarsdóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðmundur Zebitz
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Himmalingur
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Ingvar Ari Arason
- Jónína Dúadóttir
- Kristín Guðbjörg Snæland
- Leikhópurinn Lotta
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Magnús Paul Korntop
- MYR
- Orgar
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Tinna Jónsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Háttvirti húmoristi Heiða Bergþóra Þórðardóttir!
Þetta er stórkostleg skemmtun að lesa yfir þessi orð þín. Þvílík gamansemi og orðhnyttnin með eindæmum. Og síðan tekur þú alþingismenn þessa lands og gerir úr þeim litla drengi, treður upp í suma hverja pylsu með öllu til að þeir þagni, aðrir fá 12 mánaða jólasveinahlutverk og síðast ekki síst fær ameríski draumurinn að lifna við í yfirborðskenndri kurteisi:)
Haltu áfram að skemmta landanum fyrir komandi kosningar. Aldrei að vita nema þitt atkvæði muni ráða úrslitum á endanum :)
Bestu baráttukveðjur,
Magnea
Magnea (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 23:18
hahahahah já góður þessi, sem sagt næsti kaffibolli á kaffihúsinu okkar fer í það að þú segir mér eitthvað um þessa kalla ..því að ég hef ekki hugmynd !!!!Ætli það sé hætt að útbýta aukaflokkum sem þú getur búið til???Heiðuflokkur= x-h?
adios c u tomorow
Ásta pásta
Ásta (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 01:38
ég held að þú vitir alveg hvað hið eina rétta er
Glanni (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 09:23
Sýnist á öllu að það verði enn og aftur x-við D... flestir af þessum ágætis mönnum eru Sjálfstæðisflokksmenn....
kv. Kolla Súkkulaðikaka
Kolbrún Jóna Pétursdóttir (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 13:22
Ég get nú ekki orða bundist að þú hafir kosið x-d öll þessi ár, þá eigið þið það sameiginlegt öll systkinin fyrir utan mig að þið hafið verið að kjósa eftir einhverri fáránlegri tískustefnu!! Fyrr má nú rota en steinrota!! Svo ég skjóti nú á þennan lista hjá þér; Árni Johnsen; Hann var svo aktívur að hann ætlaði að viðhalda þjóðleikhúsinu heiman frá sér, allavega ætlaði hann að senda timbrið þangað. Svo gefur hann skít í allt og alla með því að sjá ekki að sér. Kallinn er með einsdæmum vinsæll í eyjum, hann náði að plata stjórnendur þjóðhátíðar til að láta þyrlu sveima yfir stóra sviðinu og henda pakka niður og átti það að innihalda bréf frá Árna en hann var víðsfjarri annarsstaðar í brekkusöng, (hef eftir áreiðanlegum heimildum að það hafi verið tekin öll 3 gripin þar) en þegar að betur var að gáð mátti sjá manninn sem að opnaði kasann ná í umslag úr jakkavasanum sínum og kasta því í kassann sem hann reif svo upp sperrtur og las fyrir þjóðhátíðargesti. En tæknilegu mistökin þar var þegar að hann var festur á filmu við að teygja sig eftir bréfinu úr jakkavasa sínum...... = Árni út
Davíð Oddsson; Loksins þegar að Íslensk pólitík var laus við þennan einráð þá er hann búinn að planta sér í seðlabankann og hefur tök á íslensku efnahagslífi.. Hann á eftir að láta eftirmenn sína virðast í bullandi vandræðum svo að hann verði lofaður í gríð og erg á meðan að hann lifir og hans stjórnartíð. Loksins þegar að það komu menn sem að gerðu íslensku láglaunaliði kleift að eiga á diskinn út mánuðinn í líki bónusfeðga þá særðist stoltið hjá manninum svo að hann hélt í svívirðilegar nornaveiðar sem enn standa yfir. Það sér hver heilvita maður að Davíð myndi leika fógetann í Nottingham og Jón Ásgeir Hróa hött ef út í það er farið. Ef þér lesandi góður er ómögulegt að sjá það, gerðu mér greiða og ekki svara þessu, skjóttu þig frekar í hausinn!! Davíð út.
Eyþór Arnalds= Hann gæti leikið í auglýsingum á vegum umferðarráðs, eða kannski ekki?? Útaf hverju skyldi það vera?? Eyþór út
Guðni Ágúst, get lítið sagt um hann annað en hann er í Framsókn, þarf að segja meira?? Framsókn hefur illilega brugðist í stjórnarliðinu, láta traðka á sér og gera allt eftir pissuáttinni hjá Sjálfstæðisflokknum sem pissar nú bara í andlitið á sér.. Guðni er valtur..
Jæja stúlkukind, vonandi hjálpar þetta þér eitthvað :)
Flott síða og til hamingju með nýju stöðuna ;) Ert frábærust, love you
Gísli (www.fowler.bloggar.is)
Gísli Þórarinsson (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 00:49
Anna: spurning að sleppa því að kjósa bara.
Ari: já, eða bara hreinlega ótrú...
Gísli; í öll þess ár? þetta eru nú ekki svooo mörg ár. Stundum Stjálfstæðisflokkinn og stundum ekki elskan. Fór eftir samkomulaginu á heimilinu.
ca. 20 ár aftur í tímann:
-þú kaust rétt elskan , er það ekki?
-jú að sjálfsögðu. Glotti út í annað og hugsaði; -ef þú bara vissir.... og engin veit neitt, þar á meðal ég sjálf. Fiskaminnið fór veg allrar veraldrar fyrir löngu síðan.
Ég er semsé samsek honum Árna? Lykillinn af frelsinu prýðir jú stofuna mína...
Nei elsku litli/stóri bró.... það var engin hjálp í þessu. Er alvarlega að hugsa um að snúa dæminu við og selja atkvæði mitt fyrir: svosem einsog einum umgang af sumardekkum...
Heiða Þórðar, 23.3.2007 kl. 09:00
Eru bara karlmenn í þínum flokki???
Ingibjörg Stefánsdóttir, 24.3.2007 kl. 23:26
Ingibjörg Stefáns: já bara karlmenn í mínum flokki
Heiða Þórðar, 26.3.2007 kl. 01:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.