Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Ég veit allavega um EINN sem ég myndi ALDREI kjósa yfir mig...

Ég er ekki í nokkrum vafa um hvaða einstaklinga ég ætla að kjósa til stjórnlagaþings, 

- alls sex stykki talsins og hefur það á engan hátt neitt með kynlíf að gera. 19 kassar standa ennþá auðir. 

Af þessum sex er aðeins ein dama; -sorry stelpur. 

Ég er heldur ekki í neinum vafa hverja ég ætla alls ekki og fyrir enga muni að kjósa.

Ég hitti einn frambjóðandann í Bónus fyrir örfáum dögum síðan. "Þekkt andlit".

Ég dröslaði þarna um í kælinum, með tvo tómata-ræfla í annarri og 120 kg. mömmuna (alla kengbogna þar sem bakið er fyrir löngu búið að gefast upp og komið í verkfall)...í hinni hendinni.

Ég var reitt og tætt, þreytt, móð og másandi; 

-fyrirgefðu, hvar fannstu poka, spyr ég eitt stykki bak... auðvitað afar kurteisislega. 

Viðkomandi snéri sér við,  leit á mig eldsnöggt með ríflega úldnum svip, muldraði einhverja óskiljanlega þvælu og nánast tróð pokalufsunni ofan í kok á mér, sem þakklætisvott fyrir ónæðið...

... ég horfði á eftir henni hissa, þegar hún strunsaði burt... og auðvitað hugsaði ég;

-vá, komin tími á þig kella mín, greinilega ekkert fengið að ríða nýlega!

Þegar ég svo fór yfir  listann yfir frambjóðendur til Stjórnlagaþings sem mér barst í gegnum bréfalúguna...

...var ég ekki lengi að strika stóran og feitan kross yfir andlitið á henni...Cool 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband