Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Tálaus eða ekki tálaus...

Ég hitti einn af fósturfeðrum mínum fyrir utan kjörstað síðast.  Þarna stóð hann, frekar boginn og skakkur en samt keikur og furðu hress undir sólinni, miðað við aðstæður. Enda ekki ástæða til annars, horfur voru á nýrri ríkisstjórn.  Hann lagði ríkulega áherslu á það við mig að ég kysi nú rétt og potaði puttanum til vinstri....og svo kom gamla tuggan; að ég léti smyrja bílinn minn reglulega. Með þessi heilræði í farteskinu,  lofaði hann mér botnlausri sælu og áhyggjulausri framtíð næsta árið. Ég gerði hvorugt.  Þ.e. ég hef enn ekki látið smyrja bílinn minn og ég kaus ekki "rétt". 

Eftir áralangt brölt hjá þessum manni við veikindi og svo löngu labbi um "kerfið" í framhaldi, krækti hann sér loks í heiðursnafnbótina 75% öryrki -til dauðadags með tilheyrandi "ívilnunum".

Nú skyldi fagnað! Hann keypti sér súkkulaði. Hann elskar súkkulaði.  Hann keypti sér sígarettur. Hann reykir mikið. 

Þegar þessi maður segir mér í síðustu viku, að það þurfi líklegast að skera af honum stóru tánna, glotti ég og segi;

-iss, piss...skítt með eina frigging tá! Betra er ein tá, en heill fótur!

Síðar komst ég aðþví að ef stóra táin er slitinn af og saumað er snyrtilega fyrir gatið, þá missirðu allt jafnvægisskyn.

Þegar sumt fólk kemst í ákveðnar stöður, fær ákveðið vald missir það einhverja snertingu við eigin  skynfæri. Allvega einhverja tilfinningu við raunveruleikann. Liðið dansar í einhverjum takti -sem er svo gjörsamlega laus við nokkurn samhljóm við upphafleg loforðin. 

Sárast svíða sviknu loforðin til þeirra sem minnst mega sín. Ástæðan .fyrir því að ég kaus ekki vinstri stjórn, hefur ekkert með það að gera að Steingrím skortir hár og að Jóhanna er ekki huggulegasta pían í bænum, enda er allir fallegir að mínu viti, bara misfallegir...

...ég get ekki einu sinni sagt og bent; -þetta er ástæðan fyrir því að ég kaus ekki "þetta" yfir mig...því í mínum villtustu draumum átti ég aldrei von á öllu þessu...og þetta er rétt byrjunin!

Eitt veit ég þó með vissu; tálaus eða ekki tálaus -með bílinn fastan í hlaði, bensínlausann...-so be it! ...ef fósturfaðir minn hefur ekki lengur efni á að kaupa sér súkkulaði fyrir örorkubæturnar,  þá er fokið í flest skjól.

Elska þig elskulegasturHeart mundu að kjósa rétt næst...ég veit með vissu að ég gerði það


mbl.is Skattahækkanir úr ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósvífni dagsins; Sigurður G. Guðjónsson hefur ekki séð á mér brjóstin!

Maður hefur svo sem verið í þeirri aðstæðu að þurfa að slá sér lán í banka. Ég man þá tíð þegar ég sat pungsveitt (hefði ég verið með einn áfastann) fyrir framan útbústjóra,  á, í  og undir höndum og öllu hári. Óskapnaðurinn ég, var útlits og innvortis einsog verið væri að fara að hengja mig löturhægt upp í hæsta tind á sjálfum sautjánda júní, þegar ég stamaði einhverri þvælunni útúr mér og það afsakandi... Hjartað mitt hamaðist upp til enda heilahvelsins þar sem það staldraði við stundarkorn áður en það féll niður í litlu tána og rotaðist um stund. Á svona stundum var aðlaðandi tilhugsun að láta rífa  úr sér tvo endajaxla og alla botn-langana samtímis, ódeyfð, standandi á haus.  Bankastjórinn sat iðulega bumb-óttur svo mjög að það er mér til stórefins að hann hafi séð votta fyrir tippi, hefði honum nokkru sinni verið litið neðar, en niður á mig. Stundum fékk ég nei...stundum já. Svo fattaði ég þetta með að hver svo sem sæti andspænis mér, bankastjóri eða einhver annar; hann/hún eða það...var og er hvorki betri eða verri en ég. Taugin róaðist það mikið á minni að engu líkara var en að svitakirtlar og allar óstýrilátar taugar hefðu flogið rakleiðis veg veraldar. Reyndar aðeins lengra en það.  Athafnir einsog að taka lán, að skuldbreyta, slá sér víxil –framlengja, breyta og bæta  við á alla kanta reyndist svo mikill tittlingaskítur að ég held ég hafi ofmetnast. Ég nefnilega gekkst í ábyrgð fyrir bestu vinkonu mína. Til gamans má geta þess að skuldin féll á mig og svo harkalega að þegar ég fer í bankann minn í dag er nánast einsog búið sé að slíta síðustu stafina aftan að kennitölunni minni. Það er allt stopp. Augtillitið er langt í frá ástúðlegt. Áður fenginn kraftur; þ.e. að taka ekki afsvari hljóðalaust, heldur suða einsog óþekkur krakki þar til ég fékk mínu framgengt, einfaldlega hvarf þarna einhversstaðar á leiðinni.  Eftir að hafa gengið manna á milli í leit lausna úr vandræðunum með mínum frábæru röksemdarfærslum um úrlausn mála,  gafst ég upp. Þegar ég lít til baka, sé ég að samræður mínar og fundir við hitt og þetta kvikindið í öllum stigum bankakerfisins, gengu oftar en ekki út á  eintal við brjóstin á mér. Á mig var allavega ekki hlustað. Svo les ég frétt um Sigurð G. Guðjónsson og Sigurjón Þ. Árnason og ... og svei mér þá ef ég dáist ekki af manninum/mönnunum fyrir hámark ósvífninnar. Allavega ósvífni dagsins. Umræddur/ir er með hausinn svo svaðalega fastann í eigin rassi...að hann hefði ekki einu sinni tekið því hvað ég er með flott brjóst!!!    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband