Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
Congrats! Það er komin helgi...
3.4.2009 | 12:09
Mín skellti sér í miðbæ Reykjavíkur í gær.
Og hve vor æska er fögur...las ég einhversstaðar...og þegar ég hugsa til æskunnar... og ástarinnar ....er útkoman allt önnur en sú uppákoma sem ég varð vitni af...á horni Snorrabrautar og Laugavegs.
Ég sé fyrir mér fallegt sveitalandslag...ljóshærðan örlítið síðhærðan peyja...freknótta dömu í rósóttum sumarkjól sem sveiflast við fætur hennar... þau roðna bæði þegar hann stelur kossi á kinn...
...ég er greinilega og gjörsamlega úr öllum takti ...
Ég var semsé stopp þarna á rauðu ljósi uppúr hádegi...sem virtist loga að eilífu. Augun mín tóku nefnilega uppá því að rekast utan í par...og sama hvað ég reyndi að hafa hemil á þeim og ýta þeim í aðra átt....sátu þau sem fastast. Augun sko...
Miðað við útreiknaða sentrimetrafjölda og þyngd voru þau á að giska 13 ára. Vinur þeirra stóð við hliðina á þeim með hendur í vösum. Klæðaburðurinn var risjóttur og rifinn, sambland af leðri, gallaefni og litskrúðu prjónaflækju einhverri. Keðjur hengu hér og þar og naglar stóðu út úr nefi. Rass stóð uppúr illa girtum buxum. Hárið stóð beint upp í lofti...og ég viðurkenni íslenska veðráttan hjálpaði þar til ásamt einhversskonar túperingu. Get ekki ýmindað mér að annað hafi staðið sökum ungs aldurs...
Og þau kysstust. Ég er ekki að tala um 2007 sleik hérnamegin. Nei það var sko tekið á því! Svei mér þá ef ég sá ekki votta fyrir tungunni á honum ofan í maganum á henni...á meðan hélt hann um báðar rasskinnarnar á henni. Vinurinn stóð hjá á "hold" ... en potaði loks í kærastann sem var hnökraður og vöðlaður einhverveginn saman við skvísuna, þegar græni karlinn birtist og mál var komið að labba yfir...og kossinum lauk. Oj... það var akkúrat núll fallegt við þetta! Engin rómantík. Ég get ekki ýmindað mér að einhver hafi hugsað;
...en hve fögur er vor æska....
...ég hugsaði til Garðars sem kyssti konu sína til margra ára á kinnina við frystikistuna í Hagkaup ...með þeim afleiðingum að kellan varð brjáluð og sló hann utan undir. Garðar vildi bara með þessu sýna konunni að hann elskaði hana í vottaviðurvist...hún var sármóðguð því að hennar mati hæfa kossar undir sæng með lokuð augun og ljósin slökkt. Kannski ástarjátningar líka...veit ekki.
En það sem mér finnst þegar kemur að kossum og ástaratlotum á almannafæri...
....er akkúrat algjört aukaatriði; því það er komin helgi og því ber að fagna! Congrats...við höfðum vikuna af...
KYSSUMST!!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Ást og kærleikur - lifandi eða dauðir...
1.4.2009 | 01:55
Það er nú ekki oft sem mér leiðist...en í kvöld leiðist mér smá ...eiginlega er komin nótt...
...ég segi það og meina; -ef ég væri ekki í svona afspyrnu góðum félagsskap myndi ég hengja mig...
...ég er semsé ein með sjálfri mér...
Það er kreppa og það er skítakuldi og rok. So what?
Míns á nú samt rúmlega sléttan fimmara inn á kortinu sínu og hálfétið páskaegg og klink í buddunni...grindhoraðan kjúklingabónusræfil og epli.... Ekki veit ég hvað það kemur málinu við; en ég er að hugsa til ömmu. Siggu ömmu heitinnar. Hún var þvílíkt æði...kerlingarjálkurinn sá arna. Shitturinn hvað ég held að kerla yrði stolt af stelpunni sinni núna... ...nýútskrifaða skólastelpuna...með loforð um vinnu upp á vasann...ásamt fleiru....
Ég get ekki sagt að ég finni fyrir nærveru hennar, né get ég staðfest hvort hún svífi hér um reykjandi Winston í grænköflóttu pilsi með þvagleka og dömubindi um sig miðja, hóstandi úr sér lungu og lifur. En eitt veit ég ...það er hversu dýrmæt minningin um hana, er mér.
Ég hef minnst á hana áður hér og geri það enn og aftur. Í því tilliti finnst mér í lagi að nefna það að þegar maður er að minnast látinna ástvina er einsog manni beri að minnast þeirra með miklu meira en tilhlýðilegri virðingu. Öllu heldur ofurvirðingu. Ljúga jafnvel og líma á viðkomandi einhverja bevítans vængi sem þeir kæra sig kollótta um. Hengja á þá blýþunga geislabauga á hangandi hausa. Ég skil ekki afhverju er ekki í lagi að segja hlutina einsog þeir voru...og eru.
Ég læt nú barasta ekki ræna mig því frelsinu og ætla að taka mér það bessaleyfi hér og nú. Stend og fell með hverju orði (sem mig grunar nú samt að verði ekki neitt mikið hvað þá merkilegt....).
Í sannleika sagt finnst mér nær að fólk tali við núlifendur einsog þeir minnast hinna dauðu. Segi hug sinn er kemur að ást og virðingu til þeirra sem eru þeim svo kærir... færi þeim þakkir og knús og kossa og kærleik þó ekki væri nema í krús. Líkt og dagurinn í dag væri sá síðasti.
En nei...við látum þá látnu njóta ástar okkar og virðingar... í minningargrein staðsettri í miðjum mogganum... ef vel tekst til....sér allur heimurinn hversu pennafær við sjálf erum og full af heimatilbúnum kærleik falin innan undir háfleygum orðum.
Þegar ég hugsa til ömmu, verður mér óhjákvæmilega hugsað til pabba í leiðinni. Bevítans vitleysan sem manni dettur í hug á síðkvöldum sem þessum.
Þau létust með nokkra mánaða millibili, fyrst amma (sem ól mig upp að mestu) svo pabbalingurinn sem ekki einungis var yndislegur öðlingur heldur fyrirmyndar fylliraftur líka, kannski var hann með líkþorn líka, þessi elska... Í öll árin var hann hjúpaður ævintýraljóma...karlinn var flottur.
Málið er að við erum hver og eitt okkar erum svo yndislega mannleg að það hálfa væri hellingur. Hvort sem við erum lifandi eða dauð.
Þegar ég kíki á minningargreinar þær er ég skrifaði sem virðingarvott við þau og í þvílíkri sjálfsvorkunn...verð ég kjánaleg í framan. Ég minntist á tvær blikandi stjörnur á himnum sem samnefnara fyrir þau tvö. Mörgum kvöldunum, mánuðum og árum, eyddi ég einsog fáráður og mændi upp í himininn á stjörnunarnar tvær með tárvotar kinnar, líkt og ég væri sú eina í heiminum sem hafði orðið fyrir missi.... ég talaði jafnvel til þeirra sem voru mér hvað kærust í þessu lífi. Sem þau voru auðvitað.
Ég tilbað þau einsog guðina mína, ráðfærði mig við þau og treysti þeim fyrir allt og öllu og engu. Þegar maður tilbiður þá látnu einsog ég í þessu tilfelli -gefur augaleið að maður veitir sínum nánustu í lifanda lífi minni athygli.
Ég er hætt þessu ...
Eftir á að hyggja hefði ég kosið að hafa sagt þeim það beint: það er stóð í greininni...því vissulega elskaði/elska ég þau af alhug og heilu hjarta.
Að ofansögðu bið ég ykkur vinsamlegst að skrifa um mig minningargrein....núna!
Knús og kærleik ég sendi ykkur inn í rokrassanóttina ykkar ást og virðingu sendi ég á hvert ykkar...þó lifandi séuð...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)