Opið bréf til Davíðs Oddssonar "alltmuligman" ...

Heill og sæll minn kæri Davíð, núverandi ritstjóri.

Þú ert vondur og þú ert góður. Rétt einsog ég og allir hinir. Þú hefur logið, ég líka, staðið þig vel í starfi og ekki svo vel...einsog ég og restin.

Frammistaða þín á flugstöðinni forðum daga, jók á hrifninguna mína frekar en hitt. Liðaða hármakkinn er að gera alveg hellings hluti fyrir mig.  Þú ert góður penni, þó að mínu mati hafi smásöguritverk þitt (þetta eina sem ég hef lesið) ekki verið neitt sérlega gott stykki. Ég tel mig tildæmis betri þar ...

...en láttu ekki hugfallast; -suma hluti gerir þú miklu betur en ég. Betur en nokkur annar.

Svona eru okkur misskiptar gjafir guðs...minn kæri.

Þeir aðilar sem álíta þig megnugri en nokkuð annað lifandi kvikindi ...lifandi eða liðs...hafa sagt upp áskriftinni af Morgunblaðinu að auki hafa einhverjir flúið yfir í heim annarra bloggkerfa með skrífin sín. Misgóð skrif. Sumt eiginlega svo lélegt að smásögurnar þínar teljast til meistarastykkis í samanburði. Þessi gjörningur mun kallast að sýna samstöðu...í mínum huga kallast þetta múgæsingur, þar sem einn eltir annan og svo koll af kolli... og ber því við að gera svo, af hugsjóninni einni saman. 

Ég persónulega held að þú sért ekki svona mikið heljarmenni, sem sumir ætla. Mér hefur eiginlega alltaf fundist þú ponsupínu frábær, af einhverjum óútskýranlegum ástæðu eða hvötum, en þó alls ekki neinum annarlegum. 

Þú ert flottur leiðtogi og ekki finnst mér verra að það gustar af þér sem slíkum og einnig ertu með húmor að mínu skapi. Þú verður þó að fyrirgefa mér eitt; ég hef enganveginn meiri trú á þér en svo; að ég haldi að þú einn og sér í  mannlegum mætti hafir á einhvern hátt; haft með allt "klikkelsið" sem á þjóðina hafa dunið, að gera. Og önnur afrek sem á þig er borið. Finnst afkáralegt að heyra því haldið því fram. Bið þig því í öllum bænum að ofmetnast ekki ef þú heyrir slíkt... 

Því ef svo væri,  þá værir þú einfaldlega Guð almáttugur...og mér er til efs að guð kúki...

Einhverjir eru að velta fyrir sér flutningum frá blogginu, aðrir hafa í hótunum að segja upp vistinni. Skiptir engu máli í enda dags hvort einhverjir fari. Fréttir moggans eru ekki lesnir útfrá blogginu, svo mikið er víst. Það er frekar akkur að vera hluti að þessu bloggkerfi, frekar en hitt. Það er ef fólk vill fá lestur á misgott krassið og krotið eða vettvang til að segja sínar skoðanir og/eða með innskotum á fréttir. Ég sit sem fastast. Enda finnst mér hundleiðinglegt að flytja. Hverjum finnst gaman að flytja?

Ég þarf nú svo sem ekkert að óska þér góðs gengis sérstaklega í starfi. Er nokk viss um að þér á eftir að vegna vel, án minna heillaóska. Er þó lukkuleg að vita af þér úti á meðal vinnandi manna.

Að lokum; þá fer ansi vel um mig hérna í þessum húsakynnum bloggsins. Svo rúmt til veggja og hátt til lofts. Alveg tímabært samt að taka til hendinni og fylla upp í nokkrar sprungur og fleygja út óþarfa drasli. Kannski mála einsog einn vegg og lofta vel út. Margmenni hefur hvort eðer aldrei átt neitt sérstaklega við mig...enda sakna ég einskis úr sambúðinni þó sumir hafi strokið. Nema ef vera skildi Jennýar og Heiðu ala skessu. Ég verð kyrr hvað sem tautar og raular...þ.a.e.s. ef þú fleygir mér ekki út ...

En það sem ég raun vildi sagt hafa; velkomin aftur. Hlakka til að fylgjast með þér í framtíðinni ...framtíð til heilla.

...er bók á leiðinni?....Errm

Es; Ef einhver vill myrða mig fyrir þessi skrif, þá kýs ég helst að vera kæfð í svefni með mjúkum kodda. Dómar eru vægir á Íslandi...en gerið samt ráð fyrir um 7 ára fjarveru frá ástvinum og öðrum skildum. Heimilisfangið er í símaskránni....svefntíminn er óreglulegur.

Ást og kærleik sendi ég til eftirlifandi bloggvina minna. Þeir sem eru fluttir ...geta tekið sjálfir upp úr kössunum. Hinir sem eru á leiðinni, óska ég einfaldleg góðs gengis. Það er til siðs að læsa á eftir sér og ekki er verra að skila "herberginu" hreinu...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

 Alltaf ágæt

Solla Guðjóns, 1.10.2009 kl. 18:49

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Kjaftæði Solla....ég er laaaaaaaaaaaaaaaaaangbest!

Heiða Þórðar, 1.10.2009 kl. 19:21

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nákvæmlega, þú ert lang best, ég ætla að sjá til þess að þessi pistill berist til Davíðs, hann má ekki missa af honum, hefur húmor fyrir þessu veit ég.  Mér finnst fyndinn þessi flótti af moggabloggi þótt karl kvölin sé komin í stólinn, hlæ mig vitlausa yfir þess konar "móðgunar" pennum, en það er jú líka alltaf svo gott að geta hlegið, ég held ég verði að linka á þig svo að sem flestir sjá þessi skrif, er það ekki í lagi. ?  Risa knús til þín og á skottu litlu, you are the best.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.10.2009 kl. 19:35

4 Smámynd: www.zordis.com

Held að ágæt þýði laaaaaaaaaaansamlega best á Vestfirzku ... Spurðu bara Sollu!

Þú er frábær elskan mín.

www.zordis.com, 1.10.2009 kl. 19:44

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Góðu lagi Ásdís...og þessu flótti er....ja efni í aðra færslu

Risaknús á ykkar allar

Heiða Þórðar, 1.10.2009 kl. 20:06

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Je, ræt. Þú skrifar aðra góða færslu fljótlega, treysti á þig.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.10.2009 kl. 20:28

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ég lofa!

Heiða Þórðar, 1.10.2009 kl. 21:03

8 Smámynd: Ómar Ingi

Heiða, við Dabbi þig

Ómar Ingi, 1.10.2009 kl. 21:14

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

...og égykkur

Heiða Þórðar, 1.10.2009 kl. 22:11

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Heiða! Þú ert snillingur.

Hrönn Sigurðardóttir, 1.10.2009 kl. 22:31

11 Smámynd: brahim

Jamm fínn pistill Heiða. Og bara til að vera með smá pælingu. Af hverju loka þeir sem flúið hafa mogga bloggið ekki blogginu sínu alveg ?

Eru þeir sem flúið hafa ekki svo vissir í sinni ákvörðun að þeir vilji halda þeim möguleika opnum að koma aftur, svona til að halda sínu ratings til haga .

Því seinna munu þau uppgötva að þeir gerðu þau mistök að flýja eins og rottur sökkvandi skip (að þeirra mati) en mun ekki sökkva að mínu mati. Skyldi þó aldrei vera svo.

brahim, 1.10.2009 kl. 23:23

12 Smámynd: Gísli Torfi

Þessi ritgjörningur þinn elsku fallega Heiða mín er klár tía.

Gísli Torfi, 1.10.2009 kl. 23:45

13 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég hef upplifað að flýja út í einhverja útnára zwo zem, & mizlíkað við.

En er lítið fyrir fjöllyndað einelti eiginlega.  Dona dáldið einz & koma 'bold & naked' fram & allir zegja í kór, oooojjjj...

Ég zagði upp 'mogganum' út af því að hann vildi fá 700 kall af VÍZA fé mínu mánaðarlega til að lozna við hallærizlega auglýzíngu frá mínu bloggi.

Zparaði mér ztórfé á því náttla, & hætti líka að borga fyrir birtíngarleyzið, því að öngvinn tók eftir því hvort eð er.

Held ég zé að fara í ázkrippt...

Held aðal Heiðunni.

Steingrímur Helgason, 2.10.2009 kl. 00:07

14 Smámynd: Heiða  Þórðar

Nákvæmlega brahim! Afhverju ekki skila lyklinum og láta sig ALVEG hverfa!

Takk öll - knús inn í helgina

Heiða Þórðar, 2.10.2009 kl. 10:47

15 identicon

Hæ, Heiða mín.

Flott, já virkilega flott færsla !

Knúsá þig og alla þína................ og um leið mína !

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 14:58

16 Smámynd: Anna Guðný

Frábær pistill hjá þér, mikið sammála.

Þeir fara ekki alveg af því að þeira vilja geta komið inn og sett athugasemdir við fréttirnar. Það hafa allavega sumir skrifað.

Anna Guðný , 2.10.2009 kl. 15:37

17 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 2.10.2009 kl. 16:52

18 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þetta var virkilega gaman að lesa

Jónína Dúadóttir, 3.10.2009 kl. 07:32

19 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar kveðjur.....

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 4.10.2009 kl. 13:25

20 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Flott færsla að vanda Heiða mín.
Mér finnst nú að hver geti ráðið því hvort þeir hætta eða ekki, en tel mikinn söknuð í sumum, en hvað með það ég er hérna og fer svo sem ekki neitt nema bara ef ég hætti alveg.
Knús til þín flotta stelpa
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.10.2009 kl. 13:27

21 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Mú ha ha . Frábær pistill og ég er alveg sammála. Með ólíkindum hvað margir telja Davíð máttugan. Hann hefur allavega bein í nefinu. Þyrftu að vera fleiri nefbein í þjóðfélaginu. En þú hefur nú líka eitt slíkt.

Knús

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 6.10.2009 kl. 00:22

22 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Elska pistlanna tín kæra Heida .

Stórt knús kvedjur til tín frá DK

Gudrún Hauksdótttir, 7.10.2009 kl. 07:49

23 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Lísa Dáir DAbban, það er nokkuð ljóst.Vonandi hefur þú það annars gott og allt gangi vel me krakkana þína.

Magnús Geir Guðmundsson, 12.10.2009 kl. 18:22

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.10.2009 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband