Congrats! Það er komin helgi...

Mín skellti sér í miðbæ Reykjavíkur í gær.

Og hve vor æska er fögur...las ég einhversstaðar...og þegar ég hugsa til æskunnar... og ástarinnar ....er útkoman allt önnur en sú uppákoma sem ég varð vitni af...á horni Snorrabrautar og Laugavegs.

Ég sé fyrir mér fallegt sveitalandslag...ljóshærðan örlítið síðhærðan peyja...freknótta dömu í rósóttum sumarkjól sem sveiflast við fætur hennar... þau roðna bæði þegar hann stelur kossi á kinn...

...ég er greinilega og gjörsamlega úr öllum takti ...

Ég var semsé stopp þarna á rauðu ljósi uppúr hádegi...sem virtist loga að eilífu. Augun mín tóku nefnilega uppá því að rekast utan í par...og sama hvað ég reyndi að  hafa hemil á þeim og ýta þeim í aðra átt....sátu þau sem fastast.  Augun sko...

Miðað við útreiknaða sentrimetrafjölda og þyngd voru þau á að giska 13 ára.  Vinur þeirra stóð við hliðina á þeim með hendur í vösum. Klæðaburðurinn var risjóttur og rifinn, sambland af leðri, gallaefni og litskrúðu prjónaflækju einhverri. Keðjur hengu hér og þar og naglar stóðu út úr nefi. Rass stóð uppúr illa girtum buxum. Hárið stóð beint upp í lofti...og ég viðurkenni íslenska veðráttan hjálpaði þar til ásamt einhversskonar túperingu. Get ekki ýmindað mér að annað hafi staðið sökum ungs aldurs...

Og þau kysstust. Ég er ekki að tala um 2007 sleik hérnamegin. Nei það var sko tekið á því!  Svei mér þá ef ég sá ekki votta fyrir tungunni á honum ofan í maganum á henni...á meðan hélt hann um báðar rasskinnarnar á henni. Vinurinn stóð hjá á "hold" ... en potaði loks í kærastann sem var hnökraður og vöðlaður einhverveginn saman við skvísuna, þegar græni karlinn birtist og mál var komið að labba yfir...og kossinum lauk. Oj... það var akkúrat núll fallegt við þetta! Engin rómantík. Ég get ekki ýmindað mér að einhver hafi hugsað;

...en hve fögur er vor æska....

...ég hugsaði til Garðars sem kyssti konu sína til margra ára á kinnina við frystikistuna í Hagkaup ...með þeim afleiðingum að  kellan varð brjáluð og sló hann utan undir. Garðar vildi bara með þessu sýna konunni að hann elskaði hana í vottaviðurvist...hún var sármóðguð því að hennar mati hæfa kossar undir sæng með lokuð augun og ljósin slökkt. Kannski ástarjátningar líka...veit ekki.

En það sem mér finnst þegar kemur að kossum og ástaratlotum á almannafæri...

....er akkúrat algjört aukaatriði; því það er komin helgi og því ber að fagna! Congrats...við höfðum vikuna af...

KYSSUMST!!!!Wizard

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Já, þetta var nú smekklegra meira að segja á sveitaböllunum, þó svo að ýmsar skrautlegar aðfarir hafi maður horft upp á þar... en kannski hefur þetta verið dýpsta ástarjátning guttans frá byrjun, kannski erum við bara að verða gömul... hver veit, kannski hefur hann boðið henni á gömlu dansana seinna um daginn. Hvað vitum við?

Heimir Tómasson, 3.4.2009 kl. 14:51

2 Smámynd: Gísli Torfi

Hef aldrei skilið þetta Almennings kisserý.....

Gísli Torfi, 3.4.2009 kl. 16:22

3 Smámynd: egvania

Hvernig væri að þú innlimaðir þig á Gleðibankann hjá okkur og segðir þar svona góða brandara.

egvania, 3.4.2009 kl. 16:24

4 identicon

Hæ, sæta, ég er að kvitta fyrir mig og mikið er ég sammála þessu...miss u..

knús

Sigga Símonardóttir (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 19:45

5 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 3.4.2009 kl. 22:15

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Hahaha skemmtilegar lýsingar á krakkaorunum......með naglana standandi út úr nefinu

Það er því miður fátt heilagt í þessum efnum hjá unglingunum í dag....þó mér finnist sætt að sjá innilega ástfangna krakka þá er ekkert sem heillar mig við að sjá þessa orma kafa ofan í kok á hvort öðru

Solla Guðjóns, 3.4.2009 kl. 23:45

7 Smámynd: Aprílrós

innleggskvitt

Aprílrós, 4.4.2009 kl. 00:39

8 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ullabjakk

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 4.4.2009 kl. 12:28

9 Smámynd: María Guðmundsdóttir

já timarnir breytast eda hvad?? segi eins og Solla, finnst sætt ad  sjá ástfangna unglinga..en oboy, tungubítt og sonna...nei,ekki alveg útá gøtu takk...

gódan sunnudag Heida,vonandi áttirdu úbergóda helgina

María Guðmundsdóttir, 5.4.2009 kl. 06:59

10 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Mér fannst þetta nú bara afskaplega falleg frásögn.

Unglinga ást í allri sinni dýrð

Þórður Helgi Þórðarson, 6.4.2009 kl. 11:25

11 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

OMG ætla ekki að segja þér hvar ég missti meydóminn, það á ekkert skylt við sveitarómantík þó mig gruni nú að sú tík komi úr ákveðnum lesningum eftir ákveðna konu, gleðilega páska "litla" frænka.

Rut Sumarliðadóttir, 8.4.2009 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband