Nú?
27.10.2008 | 17:35
...ó nei!
Það er sko alls ekkert allt saman kolsvart á Íslandi. Sófinn minn stóri, mjúki og þægilegi, sem ég bjó til alveg sjálf; hann er tildæmis hvítur. Jebb. Allir púðarnir eru hvítir...og svo er snjórinn hvítur...
...og seiglan í sumu fólki er þvílík! Vá dáist að fólki sem aldrei gefst upp. Sér í lagi á þessum krepputímum. Og aldrei nokkurntíman í raun.
Ég þekki tildæmis mann sem er svona. Gefst aldrei upp. Þó hann fái synjun/neitun...bölvun og höfnun...hann heldur sínu striki. Hann lætur ekki segja nei við sig. Held að margir ættu að hætta þessu djö væli og voli og taka hann sér til fyrirmyndar. Hann er nagli. Hamarinn er hinsvegar týndur.
Ég bjó með honum slitrótt og sundurtætt, uns ég skildi við hann fyrir fullt og fast árið 2000 minnir mig. Gæti hafa verið 2010. Það er aukaatriði. Eiginlega hljóp ég undan honum á náttkjólnum og nú auðvitað engar brækur...enda til hvers í fjáranum? Hljóp einsog fætur toguðu ...engu líkara en morðótt kvikindi væri á hælunum á mér! Sem og það var í raun, svona eftir á að hyggja. Vá maður lifandi....ég hljóp! Það versta í þessu öllu saman er, að á hlaupunum...rak ég hausinn utan í steinvegg með þeim afleiðingum að ég hlaut tímabundinn heilaskaða af og stóra kúlu á hausinn. Eða það hlýtur bara að vera þar sem ég fór að vera með algjörum vitleysingi í kjölfarið ...
Einhver kann að spyrja sig; -nú er Heiða orðin snarvitlaus. Hvað ef þeir lesa bloggið hennar? Ég stend við orð mín öll. Allt sem ég segi stend ég undir. Einnig það sem ég segi um aðra. Og það sem ég segi ekki. Stundum biðst ég afsökunar ef ég hef sagt/gert einhvern óskunda. Það fer svona eftir dagsforminu. Enda er það önnur saga, eiginlega skáldsaga. Svona "triller". Þess utan tekur þetta engin til sín þar sem flestir eru sjálfumglaðari en skrattinn sjálfur...
....en áfram með smjörið.
Ég ber mikla virðingu fyrir sumu fólki. Mjög mikla. Einsog þessum manni tildæmis. Hann fær klárlega tíuna. Nei ég held að hann sprengi skalann hvað ákveðna þætti varðar. Í honum býr mikil seigla. Áræðni, þor og þróttur. Þvílíkri þrautseigju hef ég sjaldan eða aldrei orðið vitni að og/eða kynnst.
Á síðastliðnum 8 árum "dúkkar" hann upp aftur og aftur og aftur. Og fram í tímann þessvegna! Snillingur! Hversu oft sem ég hef skipt um símanúmer/leyninúmer þá tekst honum að grafa það upp. Hann er svona spæjaratýpa. Ítreka einfaldlega "genius"! Í framhaldi hefst ballið....og stendur eiginlega of langt yfir, fyrir minn smekk sko. Nú er að hefjast enn eitt ballið með tilheyrandi timburkörlum og kerlingum! Ég á ekki einu sinni sómasamlegan kjól til að vera í...
Dæmi.;
Á sunnudaginn eftir að hafa hitt nokkur fúl stykki (sum fúlari en önnur) í Kringlunni fórum við mæðgur heim. Ég hafði auðvitað hagað mér einsog forhertur, hallæris túristi og orðið allri ættinni til skammar í "mollinu". Þ.e.a.s. ég var með myndavélina á lofti. Festa augnablikið sjáiði til. Myndefnið var að sjálfsögðu dóttirin og engin annar en sólargeislinn í lífi mínu.
Þegar heim er komið fæ ég sms-skilaboð frá umræddum.
-hvað segir þú gott Heiða mín?
Ég svara;
-ég er góð, takk.
Svo tók ég símann minn, setti hann samviskusamlega á "silent" og lokaði inn í skáp og læsti. Ég fæ stundum svona óþol gagnvart fólki, nenni ekki að tala við neinn. Stemmarinn var þannig þennan seinnipart. Og svo fórum ég í búðaleik.
Þegar ég tók fram símann eftir að hafa svæft sólina með sögum um álfa og tröll, þá voru hvorki meira né minna en tólf stykki; feit, frekuleg og fyrirferðamikil ...og það engin smáskilaboð neitt! OMG!
Tíu frá umræddum og þau voru svohljóðandi;
1. Viltu hitta mig?
2. Það er svo gott að elska þig, þú ert svo mikil tilfinningavera
3. Hvar ertu?
4. Viltu elska mig við og við?
5. Heiða svaraðu!
6. Langar þig að elska mig?
7. Mig langar í þig, en þú?
8. Ég elska að elska þig þú ert svo innilega tilfinninganæm mín kæra
9. Þú ert yndislega gefandi
10. Djöfulins ógeðið þitt, þú svarar ekki. Ég hélt við værum vinir!
Í þessum skrifuðu orðum eyði ég öllum skilaboðunum.
Talandi um seiglu! Fuck hvað ég dáist að manninum! Þessi jólasveinn er auðvitað náttúrulega eðal jólasveinn sko. Við erum ekki að tala um neina tíu hérnamegin...neibb....hundraðþrjátíuognía í það minnsta...klárlega!
Að öllu gamni slepptu þá er mér hreinlega ekki skemmt. Þvílík vanvirðing. Þvílíkur pappakassi. Svo mörg voru þau orð.
Sendi annars kærleikskveðju á línuna
Ekki allt kolsvart á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vá - þessi hefur klárlega tekið of mikið af "meðalinu" sínu um helgina. Nema hann sé svona lasinn af guðs náð. Gott þú hljópst Heiða mín - stundum er gott að hlaupa.........
knús
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 27.10.2008 kl. 18:44
Ég hef reynt nr:4 Svona af því að ég var alltaf að fá nr:9 og 7.
Þetta endaði á að ég sendi nr: 3 og svo nr: 10. Samt vissi ég að við vorum ekki vinir, hitt er bara svo skemmtilegt og gott.
Sporðdrekinn, 27.10.2008 kl. 18:46
Djöfulins ógeðið þitt, þú svarar ekki. Ég hélt við værum vinir!
Dæmir líklegast þennna graða einstakling hehehe
Greyið littla
Ómar Ingi, 27.10.2008 kl. 18:49
Galdrar; við skulum nú ekki einu sinni fara þangað....púff....þetta var bara svona ogguboggupínkuponsu og það ekki einu sinni smjörþefur.
Nákvæmlega Ómar; greyið litla...
Drekastelpa; jamm...og knús Lísu skvís og ykkur hin líka
Heiða Þórðar, 27.10.2008 kl. 19:00
Nákvæmlega! fuck this shit!!!
Heiða Þórðar, 27.10.2008 kl. 19:25
Já, það er óskemmtilegt að hafa morðótt kvikindi á hælunum. Jafnvel þó það gefist aldrei upp og elski mann í þokkabót.
Jóhannes Ragnarsson, 27.10.2008 kl. 19:33
Vildi ekki lenda í svona málum, farðu vel með þig skottið mitt og láttu ekkert illt koma fyrir þig eða Sólina
Ásdís Sigurðardóttir, 27.10.2008 kl. 19:48
Galdrar, af hverju má ekki berja svona lið? Sumir skilja ekkert annað. Þegar strákurinn minn var unglingur var hann ofsóttur af fullorðnum glæpamanni. Sá hætti ekki fyrr en ég var búin að láta berja hann duglega. Það duga sko engir silkihanskar á sumt fólk.
Helga Magnúsdóttir, 27.10.2008 kl. 20:14
Úps
Heiða Þórðar, 27.10.2008 kl. 20:18
Áttu við, Helga Magnúsdóttir, að Heiða eigi að leigja sér ofbeldismann til að lúskra ærlega á manninum sem hún er að kvarta undan?
Jóhannes Ragnarsson, 27.10.2008 kl. 20:36
ÉG MYNDI ALDREI ALDREI GERA SLÍKT ÞÓ ÉG HEFÐI/HAFI AÐGANG!!!
Aldrei!
Fullfær um að sjá um þetta og allt annað sjálf! Klárlega!
Annað; ég er alls ekkert að kvarta neitt! Kannski er sagan ekki sönn einu sinni...hver veit?!
Róið ykkur í umræðunni...
Heiða Þórðar, 27.10.2008 kl. 20:42
Svonasvona, Heiða, ekki reyna að dempa niður umræðuna þegar hún er að komast á skrið.
En ... hérna ... varstu að skrökva upp sögunni góðu?
Jóhannes Ragnarsson, 27.10.2008 kl. 20:58
Take care, dúllan mín. Þú ert bara best.
Knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.10.2008 kl. 21:34
Jóhannes; sumt í mínum færslum er satt annað skáldað...
...og nú er bara að giska -hvort er...
Takk galdrar og míllan mín knús í krús
Heiða Þórðar, 27.10.2008 kl. 22:22
Ari þetta er ekki þú. Allir þetta er ekki Ari.
Hugrakkur ertu annars að opinbera fyrir alþjóð að þú sért minn fyrrverandi.
Það er einsog mig minni að þú hafir verið giftur annarri kerlingu árið 2000Var það kannski ég? Fokkinggaddemshitturinn! Þarf að láta athuga á mér hausinn.
Takk annars fyrir innlitið...á því miður ekkert kaffi.
Njóttu þín, þinna og þíns. Vona að þú hafir það sem bestast.
es: fín mynd bara "pós og alles"
ess: gæti verið sönn frásögn gæti verið skáldað...hvað veit ég svosem...
Heiða Þórðar, 28.10.2008 kl. 00:34
... vá var næstum búin að gleyma Enda með þig í eyranu ennþá elskan.
Þú ert gullmoli - varð bara að segja þér það.
Knús inn í nóttina
Linda Lea Bogadóttir, 28.10.2008 kl. 01:03
Ég "dobla"
Heiða Þórðar, 28.10.2008 kl. 01:18
Burt séð hvort sagan er sönn eður ei þá ertu samt æði.
Tína, 28.10.2008 kl. 09:24
Rosa var ég fegin að þetta var ekki Ari
Hrönn Sigurðardóttir, 28.10.2008 kl. 10:59
hvern fokking fjandan ertu að segja frá þessu?
Djöfulins ógeðið þitt.
Ég hélt við værum vinir!
Þórður Helgi Þórðarson, 28.10.2008 kl. 11:38
thú ert ágæt , kolbilud oft á tidum..en thad er ég lika svo "i like it" reyni ekki ad geta hvort er satt og hvad er logid..ligeglad..les jafn ákaft fyrir thvi..
María Guðmundsdóttir, 28.10.2008 kl. 13:59
Þú ert svo brill..... Ég meina sko hugmyndarflugið nær engri átt bara.
Knús og kveðja úr sveitinni.
JEG, 28.10.2008 kl. 14:24
Guð ég þekki svona dæmi og þekki svona skúrk, gæti verið sá sami hehe, leggur mann í einelti nkl eins og þú ert að lýsa. Skúrkurinn sem ég þekki var laminn en það virkar ekki á hann, hann heldur áfram. Held hreinlega að ekkert virki á þann skúrk þvi ég held að hann sé með tómann haus.
Eigðu ljúfan dag ;)
Aprílrós, 28.10.2008 kl. 15:23
Pappakassi er gott orð
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 15:41
Í hugmyndafluginu er oft og eiginlega ætíð mikill sannleikur, en kannski minna um tilfinningar, bara sjálfsegó.
Milla.ein með reynslu sko.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.10.2008 kl. 17:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.