Að njóta augnabliksins...

Sit hér á náttbuxunum á meðan sólin sefur. Með kaffi í krús og hárið í allar áttir. Djö líður mér vel!

Í framhaldi af fyrri færslu langar mig að benda á að neðangreindir karakterar hafa alltaf verið uppi og á stangli, lifað og dafnað vel. Safnað á sig spiki jafnvel.

Einhverjir sem komu með komment (takk fyrir þau öll -sum svo dúndurgóð...að ætla mætti að ég hafi skrifað þau sjálf Wink) vildu kenna núverandi ástandi um. Þá á ég við, það sem ég var að fjalla um í fyrri færslu; fólk sem elur skíteðli sitt á bjúgum og feitu kjéti. Fleygir kærleikanum sem ætlaður var  náunganum í ruslið. Þar úldnar hann og úr verður andstyggðar-skítafíla. Gefur hundinum sínum ást sína í skál eða á silfurfati, að éta. Með hausinn fastan í eigin rassgati. Þeir sem ekki vita þá er afturendinn óæðri parturinn á líkamanum. Hjartað kemur sterkt inn sem og hausinn.

En það er til fullt af gull-fíflum í græna skóginum....gramsa, gramsa, skoða, skoða, og loks treysta og elska.

Ég var eitthvað á veg komin með uppl-og fjölmiðlafræðina þegar ég fór aftur út á vinnumarkaðinn árið 2000. Fór aftur í skóla á elliárunum - er að verða búin að rusla þessu af...þ.e. lífinu. Einsog og gefur að skilja að ofangreindu sögðu,  liggur áhugasvið mitt á fjölmiðlum. Sem og annarsstaðar. Ég hef vítt áhugasvið.  Ég var (er) sucker fyrir öllum fréttum...sem ég fæ að sjálfsögðu úr blöðum og öðrum fjölmiðlum  (fólki). Eftir að hafa étið gráðug allt sem mér bauðst; ropaði ég hressilega og sagði afar pent; afsakið og takk fyrir mig, þurrkaði mér um munninn með rósóttrí servíettu og lagðist á meltuna. Að springa ég var svo södd. Enda er ég kurteis dama með eindæmum. Ég rek til dæmis aldrei við...

Núna held ég mér í hæfilegri fjarlægð og veit svona aðeins í aðalatriðum hvað er að ske í þjóðfélaginu...

Einsog staðan er í dag hef ég hreinlega ekki efni á því að hafa áhyggjur af allt og öllum/öllu.  Græði enda ekkert á því nema magasár og leiða. Ég er auðvitað bara eitt stykki lítið lambasparð í þessu leikriti. Örlítill "Barbie-kúkur" sem breyti engu. Ég er ekki að tapa neinu... þar sem ég á ekki nema örfá sent í rauðu buddunni minni. Og er ánægð með það...þ.e.centin min.

Ég finn vissulega til með þeim sem byggðu (og byggja) sjálfsvirðingu sína á aurum og auði og töpuðu henni um leið og peningunum....og svo hinum líka auðvitað sem eiga um sárt að binda vegna þessa ástands.

Þegar ég horfi á dóttir mína sofandi...(börn eru annars yndislegasta fólkið í þessum heimi. Svo óspillt, saklaus og falleg. ÖLL,) Litli sólargeislinn minn (Hún heitir Sóldís). Þá fæ örlítin sting yfir núverandi ástandi og framtíðinni. Framtíð hennar. Glotti síðan út í annað og hugsa; hva...við étum þá bara gras...eða það sem úti frýs...reyni eftir fremsta megni að nýta stundirnar og návistarinnar í botn...augnablikana. Á sama tíma rennur í gegnum huga mér hvað ég er óumræðanlega rík...þó allt fari til andskotans -hún verður þarna. Hún verður aldrei tekin upp í skuld. Ég á hana með húð og hári.  Það er ekki einu sinni "veð" á henni. Hjúkkit segi ég nú bara!

Í enda dags; snýst þetta aðeins um eitt; við breytum engu með þessu spúandi eitri. Hvernig væri að leita sér huggunar yfir kvíða og ótta og vansæld (ef einhver) til einhvers sem er aðeins örlítið "æðri" en maður sjálfur. Getur verið ofninn í eldhúsinu þessvegna. I dont give a shit! Sýna náungakærleika og vera ekki svona andstyggilegur í hugsun og orðum. Láta af kjaftablaðri og vera heiðarlegur, hreinn og beinn. 

Vá! ég er svo ófullkomin þegar kemur að þessu! En ég segi það og meina og stend við það og fell; Ég reyni mitt besta á degi. Allra besta í að vera svolítið góð.

Ég hef átt stórt og mikið peniningatré og var ekki hamingjusöm. Ekki útaf aurnum heldur aðstæðum. Ég hef ekki átt fyrir mjólk út í kaffið sem var ekki til "hvorteðer".... en verið drulluhappy með frið í alsæla hjartanu... Bjánalegt bros stimplað á andlitið...hamingja snýst enda ekki um það.

Don´t worry -be happy -elskum hvort annað -styðjum hvort annaðWink

Í minni barnslegu einfeldni þá trúi ég að þetta "reddist" einsog allt annað. Það kemur eitthvað gott. Leggja bara allt helvítis klabbið á ofninn í eldhúsinu....og málið er dautt!

Átti annars himneska helgi og undursamleg "moment".  Set inn til gamans myndir sem voru teknar í gær...

 

 Ég og Gunni fyrrv. en þó alltaf fósturfaðir

Þetta er einn af mínum fjölmörgu...fósturfeðrum í gegnum tíðina. Þessi er alveg spes og ég elska hann útaf lífinu... svo kemur Gísli Þór bróðir minn og ég elska hann líka allsvaðalega! Og svo  sólargeislinn (við þurfum varla að ræða það -daman bara að springa úr ást hérnamegin<). Ein sem sýnir botnlausa hamingju. Síðan vaknaði Sólin mín, er hér nývöknuð ég varð að bæta henni við svona eftirá. Auðvitað allt í öfugri röð -afþví ég er klauf jónsson.  Annars er mín ósk til ykkar er að þið gerið eitthvað ógó skemmtilegt á þessum sunnudegi. Fáið ykkur einn vel-útilátinn og valin í morgunsárið. Það er svo hrikalega gott!!!!!! Getur verið hvað sem er; það er hugmyndaflugið sem "blífar" á þetta lömbin mín stór og smá... ég er tildæmis að fá mér kaffi....Coolhpim1067_709454.jpg                                                                                                                                                                          hpim1083.jpg  hpim1051.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Get svo sannarlega kvittað undir allt í fæslunni hjá þér, ég er líka rosalega rík þrátt fyrir tómahljóð í buddunni og sístækkandi haug af ógreiddum reikningum!

Margur verður af aurum api, það hef ég sannreynt og hef hvorki þá nér nú nokkra löngun til að takaþátt í dansinum kring um gullkálfinn !

Kær kveðja 

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 10:04

2 identicon

Hafið það gott í dag, fallega fjölskilda.

alva (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 10:28

3 Smámynd: Ómar Ingi

Eftir að hafa lesið pistilinn þinn grátandi ofan í kaffibollan stendur þetta uppúr

skíteðli

andstyggðar-skítafíla

Með hausinn fastan í eigin rassgati

Barbie-kúkur"

andskotans.

Svo hefur dóttur þín komist í tölvuna og bjargað pistlinum með fallegum orðum og flottum myndum.

Vertu nú þæg og stillt eins og dóttir þín

PS: skemmtileg færsla  ( var bara að Fokka í þér )

Ómar Ingi, 26.10.2008 kl. 11:04

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

ok

Heiða Þórðar, 26.10.2008 kl. 12:38

5 identicon

Ég lofa þér því ókunna bloggkona - Klauf Jónsdóttir - að hver stund í dag verður góð stund - og ég skal ekki snerta Debetkortið né opna fréttavefsíður.

Veraldarálfurinn (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 12:48

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Takk fyrir minn kæri ókunnugi bloggvinur. Þú mátt ekki svíkja mig.

Heiða Þórðar, 26.10.2008 kl. 13:21

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku Heiða mín. Ég er svoooo ánægð með þig og skrifin þín. Raunverulega ríkidæmið er og verður alltaf þeir sem standa manni næst.  Ég fékk mér feitan banana í morgunmat og kunni vel að meta, veit ekki hvað ég fæ mér næst, en í dag er sloppadagur og leti.  Knús á ykkur mæðgur

Ásdís Sigurðardóttir, 26.10.2008 kl. 14:55

8 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Sunnudagsmorgnar eru BESTIR - ný vika með nýjum möguleikum að byrja. Góð færsla og hollt fyrir mig að lesa þar sem ég er ekki mjög bjartsýn manneskja að eðlisfari

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 26.10.2008 kl. 16:05

9 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég er nú eiginlega aldrei vakandi á sunnudagsmorgnum. Nema á sunnudögum eins og í dag, þá þarf ég að vinna.

Helga Magnúsdóttir, 26.10.2008 kl. 17:05

10 Smámynd: Aprílrós

Flott blogg hjá þér Heiða mín,.

Eigðu góðan sunnudagsrest ;)

Aprílrós, 26.10.2008 kl. 17:09

11 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Þú ert virkilega rík kona og þarft sko ekki að hafa neinar áhyggjur frekar en fyrri daginn.  

Marinó Már Marinósson, 26.10.2008 kl. 17:19

12 Smámynd: egvania

Heiða mín þú getur sko drepið mig með skrifum þínum, haltu áfram að vera eins og þú ert vegna þess að þú ert þú og engin annar getur verið þú. 

Takk og eigðu góðar stundir Ásgerður

egvania, 26.10.2008 kl. 18:36

13 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þakka ykkur öllum átti annars geeeeeeeeeeeeeeeðveeeeeeeeeikan dag!

Heiða Þórðar, 26.10.2008 kl. 18:56

14 Smámynd: egvania

Allt í lagi Heiða mín að eiga geðveikan dag, ég er líka geðveik. hehe.

Kveðja Ásgerður

egvania, 26.10.2008 kl. 19:09

15 Smámynd: Sporðdrekinn

Það er gott að hann var geðveikur, þú átt það skilið

Sporðdrekinn, 26.10.2008 kl. 20:55

16 Smámynd: Heiða  Þórðar

Erum við það ekki öll Ásgerður ...

Heiða Þórðar, 26.10.2008 kl. 21:10

17 Smámynd: Heiða  Þórðar

Takk drekastelpa

Heiða Þórðar, 26.10.2008 kl. 21:11

18 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Jón Aðalsteinn Jónsson, 26.10.2008 kl. 22:09

19 Smámynd: Steingrímur Helgason

Já, en þú ert samt hamborgarabúllugirlí ....

Steingrímur Helgason, 26.10.2008 kl. 23:59

20 Smámynd: Aprílrós

;)

Aprílrós, 27.10.2008 kl. 00:11

21 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

skrifa

Einar Bragi Bragason., 27.10.2008 kl. 00:52

22 identicon

Hæ heiða mín.

When days goes by.

And I am on my own.

Life is what ? What and why.

I think of you passing by.

Þetta kallast hvað?

Svefngalsar í sveitinni.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 01:24

23 Smámynd: Heiða  Þórðar

....smá örlítil pása......en já ja já!

Heiða Þórðar, 27.10.2008 kl. 08:28

24 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég veit að það er halló að segja "sammála" en ég er sammála

Sólargeislinn er alger sætarúsla svona nývöknuð og yndisleg

Solla Guðjóns, 27.10.2008 kl. 08:41

25 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Ó hvað Sólin þín er falleg, enda ekki langt að sækja það.  Gæti ekki verið meira sammála þér með þetta allt saman.

Luv

Elísabet Sigurðardóttir, 27.10.2008 kl. 13:27

26 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...hvað er að því að gefa hundinum sínum ást á silfurfati?

Sólin þín er algjört krútt og bróðir þinn líka

Hrönn Sigurðardóttir, 27.10.2008 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband