Viðbjóður
25.10.2008 | 09:20
Þessi færsla er einsog ógeðisdrykkur. Frábið ég viðkvæmum að halda áfram lestri. Ógeðisdrykkurinn er samt góður á bragðið, svona eftir á að hyggja.
Ég nötra einhvernveginn innan í mér einfaldlega vegna þess hversu mikið að vibbaliði er á vappi. Fals, óheiðarleiki, rætnar tungur og viðbjóður. Mér er kalt og mér er illt í hjartanu einhvernvegin á sama tíma. Ég datt ofan í þann pakka að hugsa um hvernig sumt fólk er. Stödd í drullupollinum miðjum sem stendur...við það að drukkna.
Það er ekkert launungarmál. Ég elska Bubba Morteins. Dyggir lesendur mínir vita það. Ég elska hann fyrir það eitt; að hafa fært mér ómælda gleði, sálar- og hugarró í gegnum árin. Einhverjar af mínum rómantískustu stundunum hef ég átt með honum. Ein með honum. Við eigum okkar fallegu "moment" -bara við tvö. Þegar illa árar leita ég til hans. Ég græt í faðmi hans þegar ég lendi í erfiðleikum og get eða vil ekkert annað leita. Mestu gleðistundirnar í lífi mínu hefur hann oftar en ekki verið þátttakandi í, óafvitandi. Ykkur að segja hefur Bubbi aldrei klikkað! Ekki í eitt einasta skipti. Það sama get ég ekki sagt um alla sem þekki/þekkti. Af þessum ástæðum; elska ég hann.
Til að fyrirbyggja allan miskilning; Ég er að tala um tónlistina hans og það sem hún hefur gefið mér. Ég er ekki ástfangin af manninum sjálfum og hann höfðar ekki til mín sem slíkur...laus, fastur, fimur og/eða liðugur. Þó svo mér finnist hann hrikalega flottur karlmaður. Hann er heppinn; hæfileikaríkur, eðaltöffari, á eina fallegustu konu sem ég hef á ævi minni augum litið (þið ættuð bara að sjá hana "life") -að auki á hann smá aur. Hef engra hagsmuna að gæta, nema það eitt; benda fólki á neðangreint. Og hugsa. Já hugsa.
Ég er nánast búin að vera með banvæna þráhyggju síðan ég las færslu J. Magg í gærkveldi.
Djöfull eru sumir íslendingar fucking "fökkt" upp í hausnum. Sífellt reynist erfiðara að finna gegnum- heila gimsteina í þessum andskotans drullupolli sem ég/við erum stödd í. Sífellt erfiðara að finna einlæga gleði og frið í hjarta í "pyttinum". Allir/sumir með hausinn í eigin órakaða ósaman-saumaða rassgati! Og er það vel.
En hvernig væri að dvelja bara þar? Láta annað fólk í friði. Dvelja í rassgatinu og spúa þessu eitri sem í ykkur býr að einhverju öðru en saklausu fólki?! Eða snúa þessu hatri í kærleik. Það er annaðhvor eða...Það væri auðvitað vænlegasti kosturinn að mínu viti. Og mín ósk. Vinsælt viðfangsefni í augnablikinu er að draga Bubba í svaðið. Fyrir einhverju misserum síðan var það fráfallandi borgarstjóri. Nýðast og hæðast að persónu viðkomandi burt séð frá málefninu sjálfu (sem getur ekki varið sig) er ógeðslegt að mínu mati. Algjör lágkúra! Lægsta sort!!!
Öfund er allsráðandi. Allir svo kúl og hipp á því með fílusvipinn sinn og skítafíluna lafandi allt um kring. Illar tungur sem skýla sér á bakvið; hva...má ég ekki segja mína skoðun eða...? Snúa sér síðan við eftir að hafa ranghvolt augunum og rekið súrt við í kveðjuskyni. Það sem ég hef verið að lesa um umræddan í gegnum tíðina er engin fuckings skoðun; einfaldlega viðbjóður, öfund og ógeð! Bragðast hreint ekki vel. Allavega ekki í mínum munni.
Fáir sem standa að baki þeim sem lenda í erfiðleikum. Fáir sem gleðjast yfir velgengni annarra. Þá á ég við í fullri einlægni. Sumir leika sitt hlutverk ágætlega, meira að segja fantavel. Í enda dags kemur hinn eiginlegi karakter berlega í ljós. Alltaf! Þegar upp er staðið er fólk sem hagar sér svona einfaldlega í mínum huga: algjört pakk! Ítreka enn og aftur; fáir ekta, einlægir fallegir gullmolar og dropar á ferli, því miður. En þeir eru til...bara gramsa nógu djöfulli mikið. Ég er lánssöm, leitaði og fann. Ég á þá nokkra. Í síðustu viku eignaðist ég svo dýrmætan demant. Ég pússa "molana" mína reglulega og geymi í hjartanu mínu, ásamt demantinum auðvitað. En nú er ég komin út fyrir efnið.
Eitt stykki Ojbarasta -og ég er góð!
Að endingu; er ekki bara að tala um Bubba í þessu tilliti -heldur almennt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Fyrir ykkur sem bjuggust við öðru frá mér en þessu, sendi ég ykkur; eina órakaða píku og eitt stykki mjótt og fagurlega skapað typpi...
Að ofansögðu; óska ég ykkur öllum; ást kærleika og gleðiríks dags, kvölds og loks draumfagrar nætur...verum svolítið góð við hvort annað.
Bubbi Morthens flaug á hausinn" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fín færsla hjá þér.
Bubbi er reyndar ekki minn eftirlætistónlistarmaður. En mér býður við hvernig öfundsjúkir aumingjar, sem ekkert hafa skilið eftir sig annað en illmælgi um náungann, rakka hann niður hér á blogginu.
Dunni, 25.10.2008 kl. 09:33
Enda er það aukaatriði í sjálfu sér (aðdáunin)....og já bara náungan...mig og þig...djö ógeð. Þá á ég við í hinu daglegu lífi.
Heiða Þórðar, 25.10.2008 kl. 09:40
Ég er dálítið döpur.......
Hrönn Sigurðardóttir, 25.10.2008 kl. 09:53
mér hefur fundist bubbi svona dáldið sellout eftir að ég hætti að hlusta bara á gömlu plöturnar hans. Hann virðist koma sér inní öll málefni sem fólk hefur áhuga á, sama hvar málin standa. Hann er löngu búinn að týna þessu. Og það sem hann gefur út selst allt saman, skiptir engu máli með gæði efnisins, svipað og með arnaldar indriðabækurnar! Ekki túlka þetta sem öfundsýki í mér á neinn hátt.
Atli (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 10:01
Illt í hjartanu segirðu, get fundið samhljóm í því......Það er alltaf til fólk sem endalaust er til í að dæma manneskjur út frá sinni eigin vanlíðan án þess að þekkja nokkuð til. Hvað Bubba varðar, þá er hann ekkert minn uppáhalds. Get samt tekið undir að mörg góð lög hefur hann samið kallinn sem ég eins og þú á góðar minningar með. Þekki hann hins vegar ekki neitt og get því ekkert tjáð mig um hvers lags manneskja hann er né hlakkar í mér yfir óförum hans frekar en annara.
Ég er ekkert dálítið döpur þessa dagan, ég er rosaleg döpur!
knús og kremj.....þú rokkar!
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 10:09
Hef ekki lesið neitt af þessu Heiða mín en veit alveg að það er eigi fallegt margt sem sagt er. Var í allan gærdag að huga að svona málum sjálf og frétti bara í gærkveldi er ég var í mat hjá Millu minni og for að tala um að fara á tónleikana með Bubba hér í Húsavíkurkirkju, þá sagði Gísli minn að hann hefði handleggsbrotnað, hélt hann vera að djóka.
Ég tek undir með þér heiða að hann hefur ætíð yljað manni og hann klikkar aldrei.
Vonum að hann nái sér sem fyrst.
Knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.10.2008 kl. 10:11
Heiða ,,já þú rokkar. Ég veit ekki og ég hugsa og hugsa er döpur hef ekki getað bloggað. Af hverju? Held að ég sé að taka til hjá mér.
Rannveig H, 25.10.2008 kl. 10:24
Heiða, þú ert cool-ust.
Jói Dagur (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 10:32
Ég þoli ekki Bubba. Finnst hann leiðinlegur tónlistamaður... með örfáum undantekningum.... og frekar leiðinleg og hrokafull týpa
En ég hef enga þörf fyrir að drulla neitt sérstaklega yfir hann þessa dagana og alls ekki fyrir að reyna að þjappa þjóðinni saman
Heiða B. Heiðars, 25.10.2008 kl. 10:48
Ég er ekkert endilega bara að tala um Bubba...ég er að tala almennt.
Heiða Þórðar, 25.10.2008 kl. 11:02
Maðurinn er Viðbjóður.
Ómar Ingi, 25.10.2008 kl. 11:15
Bubbi er flottur.. og er eini íslenski tónlistarmaðurinn fyrir utan Björk sem hlustandi er á.. hinir eru bara vælandi rusl. ;)
annars er ég sammála þér Heiða í pistli þínum.
Óskar Þorkelsson, 25.10.2008 kl. 11:33
Ég kýli þig kaldan Ommi. En skilurðu ekki hvað ég er að fara?
Heiða Þórðar, 25.10.2008 kl. 11:33
Þú ert að fara í draumaheiminn.
Ég má hafa mína skoðun eins og þú þína
Allavega ennþá ti hi hi
Ómar Ingi, 25.10.2008 kl. 11:42
Það er margt ljótt í eðli mannskepnunnar.Sumir nærast á ljótleikanum og magna þessa kennd upp hjá sér við hvert tækifæri ef höggstður finnst.
Ég held að fólk sé allmennt dáldið dapurt þessa dagana.Leiðin til þess að hífa okkur upp er ekki að ráðast að öðrum.
hafðu það gott með Sólinni þinni
Solla Guðjóns, 25.10.2008 kl. 11:45
Ber virðingu fyrir þínum skoðunum minn kæri; -en að segja einhvern viðbjóð...finnst mér svona frekar slappt!
Takk Solla mín og þú með þeirri sem býr í hjarta þínu
Heiða Þórðar, 25.10.2008 kl. 11:49
Bubbi er BESTUR og hefur alltaf verid en audvitad er hægt ad segja margt misjafnt um hann eins og ALLA adra sjálfsagt,vid erum jú fæst fullkomin.
Er mikid sammála,tholi ekki thegar fólk er rakkad nidur hægri vinstri og getur litid gert til ad verja sig.
góda helgi Heida og hafdu thad gott
María Guðmundsdóttir, 25.10.2008 kl. 12:02
Mörg mjög falleg lögin hans sem gott er að kúra sig að í hjartanu og svo eru líka mörg lög sem ég fíla ekki en það er frábært þegar listamenn fara svo breitt í flóru listarinnar. Íllar tungur hafa aldrei skilað góðu og særindi virðast vera bústólpi sumra, því miður.
Með von um að allir menn geti gengið hnarrreistir þrátt fyrir skítlegt eðli annara. Óða helgi kæra!
www.zordis.com, 25.10.2008 kl. 12:08
Bubbi er flottur og ég skil vel að hann hafi þessi áhrif á þig. Horfðu á þetta:
http://www.youtube.com/watch?v=ebL2PiZCoKc
En hér er fræg kona sem að ég er að horfa á núna á skjánum
http://en.wikipedia.org/wiki/Frida_Kahlo
En reyndu að ná þér í myndina
http://www.imdb.com/find?s=all&q=Frida+Kahlo&x=0&y=0
Ekki frá því að myndin minni pínu á þig :)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 25.10.2008 kl. 12:16
Hef ekki fylgst með þessu. Bubbi höfðar ekki til mín, hvorki sem karldýr né tónlistarmaður, þó ég viðurkenni auðvitað að mörg lögin hans séu góð, og munu lifa. En það er margt í hans fari sem orsakar þá meðhöndlun sem hann fær, þannig er nú það. En hann má alveg liggja í friði mín vegna. Knús á þig inn í helgina Heiða mín. P.s. þarf ekki að fá senda órakaða píku á eina sjálf, og hef aðgang að fagursköpuðu tippi líka
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.10.2008 kl. 12:30
Ég fíla Bubba þeas. tónlistina hans. Hann er hins vegar að springa úr hroka maðurinn, á einum tónleikum benti hann mönnum á að það væru umsóknareyðublöð frá SÁÁ frammi. Kannski ekki alveg sáttur við að vera hættur öllu ef heimurinn í kring um hann á að snúast eins og hann óskar sjálfur.....
Annars ert þú bara fræbær, með rakaða eða órakaða píku, meikar ekki diff.
Rut Sumarliðadóttir, 25.10.2008 kl. 12:36
Elsku Heiða, þetta er vel skrifaður pistill og góð lesning. Öfund er skelfileg og að níða skóinn af næsta manni, bara til að upphefja sjálfan sig er ljótur leikur. Bubbu er yndislegur og mörg lögin hans í mínu uppáhalds safni. Hvernig hann er svo þess utan er algjörlega hans mál og þess vegna er ekki ástæða að mínu mati til að tala illa um hann, né aðra. Ég hef örugglega einhverntíman lent í því að segja eitthvað miður fallegt um einhvern, en ég hef þá lífs fílósófíu í dag, að tala ekki illa um annað fólk. Einbeiti mér að því að vera góð manneskja, það gefur mér mesta hamingju. Þú ert með hjartað á réttum stað og ég skil svo vel hvað þú ert að meina með þessum pistli, ekki bara Bubba vegna heldur líka allra hinna sem lenda á milli tannanna á fólki. Kærleikskveðja til þín elskan mín og mér þykir leitt ef þú ert í drullupolli, vona að þú getir vaðið út úr honum sem fyrst. Hlé þýðir bara að við ætlum að byrja aftur, ekki fara langt yndið mitt.
Ásdís Sigurðardóttir, 25.10.2008 kl. 12:38
Góð færsla hjá þér. Ég tek undir allt sem þú segir.
Ég er líka alveg sammála Skara og margt af því sem sagt hér fyrir ofan.
Heidi Strand, 25.10.2008 kl. 12:38
Mér finnst hann töff karakter -einlægur fyrir það fyrsta þó ég þekki hann ekki persónulega. Einhverju sinni höfðum við samskifti þegar ég rak skemmtistað -og jú fannst hann frekar hrokafullur þá. En ekki i dag...alls ekki! Í dag segi ég; hrokinn var ákveðin gríma og vörn.
Það var ákveðin punktur með þessari færslu.
Takk öll fyrir innlitið og commentin. Er í búðarleik á náttbuxunum með sólinni minni
Heiða Þórðar, 25.10.2008 kl. 12:38
p.s. hef reyndar ekki lesið þessi skrif en get ímyndað mér um hvað er fjallað.
Ásdís Sigurðardóttir, 25.10.2008 kl. 12:38
Já, það er ljótt að öfunda aðra og tala illa um alla. Held að þjóðin sé í losti þessa daganna og sé ofurviðkæm þar að leiðandi.
Einu sinni þoldi ég ekki tónlistina hans Bubba og montið í honum en auðvitað þekkti ég ekki manninn neitt og ég var bara dómharður af því að ég vissi að hann myndi aldrei heyra í mér. Voða gott að ráðast á aðra sem geta ekki varið sig. En Bubbi hefur vaxið og vaxið í áliti hjá mér og er flottur gæi. Tónlist hans einlæg með eindæmum.
Þetta er mikil lesning og hollt öllum að hafa eftir. Alla veganna er ég þakklátur því sem ég hef og á og eftir mínar hremmingar að undanförnu þá horfi ég á lífið öðrum augum í dag.
Hafðu það gott um helgina Heiða
Marinó Már Marinósson, 25.10.2008 kl. 12:52
Hæ,Heiða mín.
Bloggið huggar marga ,
gerir aðra arga,
og þannig er lífið yfirnáttúrulega heilnæmt og fallegt,
svo kemur ljótleikin í öllum sínum myndum og ....syndum.
Guð veri með þér og þínum öllum ,
konum og köllum
Kærleiksknús.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 13:47
Ósköp er menn eitthvað skáldlegir
Marri þú klikkar ekki frekar en fyrri daginn -takk fyrir allt
Heiða Þórðar, 25.10.2008 kl. 13:58
Já, góð færsla en þú hefðir mátt sleppa píxxxxx og tyxxxxx.
Benedikt Halldórsson, 25.10.2008 kl. 14:28
Takk fyrir kærlega og já já....
Heiða Þórðar, 25.10.2008 kl. 14:36
Góð lesning Heiða min. Tónlistin hans Bubba er mjög góð, hlusta samt ekki á alla hans tónlist, einna best finst mér lögin Gamall Draumur, Það er gott að elska og eitt lag sem Hera syngur , man ekki ákkúrat núna hvað það heitir . Mér hefur fundist Bubbi hrokafullur og leiðinlegur en síðari ár hefur hann breyst í kærleiksríkann mann finst mér. Ég hef aldrei heyrt hann tala illa um neinn, ekki einu sinni í Idolinu þótt mér fanst hanns tundum harður dómari, en hann sagði bara sína meiningu og skóf ekkert utan af þvi.
Eigðu góðan dag kærust ;)
Aprílrós, 25.10.2008 kl. 15:02
Iss Heiða mín - kyss á bágtið.
Menn eru rándýr - innan um erum blíð rándýr, bæði með kisueðli og hvuttasál. Ég skil þig svo undravelg og takk fyrir pistilinn.
Veiztu það að manni lærist smám saman að varast nöðrutungurnar sem elska mann framan í mann og níða mann á bak - og smám saman, einhvern veginn, þá lærist manni að safna í kringum sig raun-jákvæða fólkinu.
Mér finnst það skemmtilegt - það er til svo mikið af fegurð í fólkinu í kringum okkur, og mér finnst frábært að þú skulir nota tækifærið að spjalla um pistilinn hans JM - ég las hann líka og er sammála hverju orði.
Bubbi er - hvort sem ég fíla lögin hans eða ekki - algjörlega heill í því að nota listgáfu sína til að dreifa fegurð og kærleika til annarra, og hann hefur einstakt lag á að töfra fram það blíðasta í sál okkar allra. Perlurnar hans eru margar og hann á mikla virðingu skilið fyrir heiðarleika sinn.
{Hvernig fórstu að því að töfra fram væmnina í mínu kaldhæðna hjarta ... þú hlýtur af hafa náðargáfu.}
Kjartan, frábært hjá þér að benda á Fridu, hún var ekta.
Veraldarálfurinn (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 16:43
Einsog talað úr mínu hjarta, takk
Heiða Þórðar, 25.10.2008 kl. 17:01
Til þín
Kristín Katla Árnadóttir, 25.10.2008 kl. 17:27
Bubbi er frábær listamaður og súper söngvari, Man eftir honu á verbúð í Vestmannaeyjum spilandi fyrir alla og það var æðislegt. Hann fékk meira að seggja góð pláss út á gítaspilið. 'eg skil ekki að það sé neitt sem hægtver að setja út á hann. Hann er alvöru maður. Það er á hreinu. og þeim fer fækkandi á Íslandi að mínu mati...
Óskar Arnórsson, 25.10.2008 kl. 18:30
Bubbi er frábær tónlistarmaður!
Mér finnst þú skrifa þessa færslu vel, það er allt of mikið af sýktu fólki þarna úti sem nærist á neikvæðni.
Sporðdrekinn, 25.10.2008 kl. 20:30
Flottur pistill og þarfur.Nýi cd hans Bubba finnst mér góður.Ég þekki manninn ekkert og hef ekkert um hann að segja.En tónlistin hans höfðar til mín.Ég er svo sammála þér í þessari færslu.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 20:35
Ekki handleggsbrotnaði nú karlinn, verður komin á fullt innan tíðar.
Magnús Geir Guðmundsson, 25.10.2008 kl. 21:00
Bubbi er ekki minn uppáhalds. Er eiginlega alveg sammála því sem Heiða segir í því tilfelli. Hins vegar er Davíð heldur ekki minn uppáhalds - en mér blöskraði allur órhoðinn sem gekk yfir manninn hér sem annarsstaðar og hélt meira að segja smá varnarræðu í kjölfarið. Þvert á stjórnmálalegar skoðanir. Sjálf er ég sek hvað það varðar að gera stundum kaldhæðið grín að þeim sem mest fer fyrir í umfjöllun blaðanna, en tel mig ekki seka um að "úthrópa" fólk. Ég er bara frekar kaldhæðin persóna svona af og til og þetta ástand og allt í kringum það potar sífellt i púkann í mér.
Hins vegar finnst mér afspyrnu leitt allt þetta hatur út í allt og alla þessa dagana. Afhverju eru Íslendingar sífellt að hatast útí aðra Íslendinga? Persónulega er ég verulega pisst útí Bresk stjórnvöld, hryðjuverkalög og allt það. Elskuna og Brúna og það lið. Þó svo einn og einn Íslendingur geti svosem farið í mínar fínustu (þ.m.t. Bubbi).
En það er greinilegt að reiði Íslendinga er mikil - heiftin mikil og fólki virðist vanta farveg fyrir reiðina. Fólk þarf útrás (bara ekki þannig útrás tí hí). Oft er nú svo að það sem fólk segir eða skrifar - segir meira um það sjálft en þann sem fjallað er um. Þannig verður hver og einn bara að bera ábyrgð á sínu. Vonandi fer nú samt fólki að renna reiðin svo hægt sé að byrja að byggja upp að nýju.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 25.10.2008 kl. 21:48
Ja þið segið nokkuð. Fæddist ekki í gær...og finnst mér enganveginn hægt að troða skítnum og fela á bakvið efnahagsástandið í þjóðfélaginu.
Þetta hefur alltaf verið svona.
Var ekki ástandið bara nokkuð gott þegar Árni Joh. var tekin i rassgatið? Eggjum hent í húsið hans og börnin úthrópuð?!
Ítreka; Það sem ég er að tala um er ekki að fæðast með núverandi ástandi.
Fólk sem nærir skít-eðli sitt frekar en kærleik og góðvild....hefur alltaf verið til!
Heiða Þórðar, 25.10.2008 kl. 23:46
alveg hjartanlega sammála þér Heiða.
Goða helgi!!
alva (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 02:04
Bubbi er fínn nema þegar hann fer að tala af "viti"
Thee, 26.10.2008 kl. 02:52
'eg dáist að heiðu Þórðar fyrir margt og sérstaklega eitt! Hún er ekkert að skreyta orðið og segir það sem henni finnst! Hálfgerð villikona! Og verður sexí fyrir vikið, alla vega í mínum augum. Ég er giftur í 3ja sinn, sú fyrsta dó af sjúkdómi, næsta varð skotin í hjónabandsráðgjafanum okkar, og eina ferðina enn er ég giftur "villikonu" sem er fallegri, yngri, miklu klárari enn ég og elskar mig af því að ég er "kjáni" segir hún og klappar mér á kinnina! Miðað við hana er ég það, enn ég dregs að þessum týpum. Þessum villtu trylltu og frjálsu konum sem láta ekki neinn vaða yfir hausin á sér! Þetta á að vera "komplimang" til þín Heiða Þórðar svo engin misskilningur komi upp! Mér finnst þú vera með æðislega flottar færslur og komment....
Óskar Arnórsson, 26.10.2008 kl. 08:20
Þakka þér fyrir Óskar og ég tek því ekki þannig, eigðu ljúfan sunnudag með villikonunni þinni
Heiða Þórðar, 26.10.2008 kl. 08:30
Um leið og við óskum öðrum ills, fáum við hluta af því til baka. Gætum því hugsana okkar og orða.
Ella (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 13:13
Nákvæmlega málið Ella.
Heiða Þórðar, 28.10.2008 kl. 00:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.