Ég elska Geir Ólafs...

Mér hefur verið líkt við ýmislegt skal ég segja ykkur. Allskyns drottningar.

Þegar ég var að vinna á spilavíti í NZ þá var þar ungur sveimhugi á stangli eilíft í kringum mig. Lofaði götuna sem ég gekk á og alles. Hann var hvorki engladrusla né gullpungur. Hann var í raun hvorki fugl en kannski fiskur. Eða meira kannski svona fuglahræðutýpan...en mér þótti vænt um þennan furðufugl eigi að síður. Hann var óendanlega skemmtilega klikkaður.

Hann sendi mér fögur ljóð sem ég skildi ekkert í,  en eitthvað var minnst á dauða og djöful. Hann sagði í sífellu að ég væri sú fegursta snót sem hann hafði augum litið. Ég var upp með mér. Ég minnti hann á einhverja fræga...en hann myndi ómögulega hver það væri. Ég var með háleitar hugsanir um hverja hann ætti við...svo einn daginn kemur hann;

-Heiða, nú man ég..þú minnir mig á Marlyn Manson!

 

marylin_manson1

 

 Ég var vægast sagt upp með mér!!!! 

Einhverju sinni er svo þáttur á Rás 2. Þar var keppni í gangi hver væri tvífari Boy Georg á Íslandi. Ég var nú ekki mikið að pæla í þessu fyrr en vinningshafinn var kynntur og símalínan hjá mömmu brann yfir. Mér er sérstaklega hugleikinn ein frænka mín sem er auðvitað ekki frænka mín lengur! Hún var viss um að ég hefði unnið...

 

Boy g

 

Með sjálfstraustið svolítið beygt og bogið eftir þessar hremmingar, þótt sagan sé í kolrangri tímaröð þá kom þetta loks á endanum.

Það var læknanemi einn sem átti hug minn að hluta. Sá ferðaðist eilíft um höfuðkúpuna og drakk kók úr gleri og honum fannst ég sæt.  Auðvitað  minnti ég hann á einhverja fræga...ég með hlandið í maganum alltaf að bíða hver það skildi vera...það kom að vísu á endanum;

 

Hexia de Trix

 

Gæinn var svo sannfærandi með gítarinn, að mér fannst það virkilegt hól að líkjast þessari norn....finnst það reyndar enn! Honum hafði tekist að sannfæra mig um að rigning væri snjór og ég trúi því líka ennþá. En það er önnur saga. Um tíma gleymdi ég hversu fallegt bakið er og tærnar. En aðeins örstund....

Jæja mitt kæra fólk; spurningin er þessi...

Hverjum af þessu þrennu líkist ég mest? 

es: Ég elska Geir Ólafs...

ess: ríða...

esss: vill einhver sofa út með mér í fyrramálið...alveg til tólf? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Hjálmar

Þú færð engan til þess, þó það væri ekki nema útaf landsleiknum í handbolta ...

... veit ekki með þennan Geir Jón þinn, hann hefur kannski ekki mikinn áhuga á boltasporti.

Svo sýnist mér þetta samband okkar ekki heldur vera að virka sem skyldi, þannig að ég treysti mér ekki til að vera hjá þér í nótt

Gísli Hjálmar , 23.8.2008 kl. 14:00

2 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Þú ert svo mikið "rassgat" Heiða... Mér finnst þú líkjast þeim öllum þremur Þó hvað mest Hexiu de Lux eða hvað hún nú heitir blessuð....

Ég held ég sé ekki rétta manneskja til að sofa út með þér í fyrramálið... Full af h.h.h þessa stundina.  Hættu svo að elska Geir... hann er ekki rétti maðurinn fyrir þig elskan

Linda Lea Bogadóttir, 23.8.2008 kl. 14:18

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hexia de Trix, þú ert eins og hún eð hún eins og þú, báðar svartar og klárar kellur.  ÉG get alveg sofið hjá þer, en bara til rétt fyrir níu, verð að sjá úrslitin, hef varla taugar í heilan leik, sjáum til.  Knús á þig yndið mitt.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.8.2008 kl. 14:20

4 identicon

Heiða mín, (sagði hún í umvöndunartón)

Hvað er það við títt nefndan Geir Ólafs (sem helst hefur unnið sér það til frægðar að eyðileggja fyrir mér lögin hans Sinatra sem by the way Ég elska) þú svo elskar?

Hexia de Trix engin spurning og það er ekki leiðum að líkjast Beautiful og þú þó langt um fallegri!

Ég skal sofa með þér út!

Ofurskutlukveðja

es..ríða, hvað, hverjum, hvernig, hvort og hvar?

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 14:27

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

já þú meinar Gísli....össs!

...og áfram elska ég Geir Ólafs....ætli hann hafi meiri áhuga á mér en boltanum...

Guðbjörg mín í sannleika sagt sýnist mér á öllu að við kúrum til tólf og höfum Ásdísi á milli okkar til níu...

...hún svo færir okkur kaffið og gullið í rúmið

Heiða Þórðar, 23.8.2008 kl. 14:54

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Aukreytis...ertu dulbúinn hommi Gísli minn og lög-lufsa....

....ég vil bara gullpunga og engladruslur

Heiða Þórðar, 23.8.2008 kl. 14:57

7 Smámynd: Sporðdrekinn

Hexia de Trix er það heillin, ég held að það sé hin mikli púki og töfrar sem leynast með ykkur báðum

Sporðdrekinn, 23.8.2008 kl. 15:00

8 identicon

Kaffi og gull í rúmið steinliggur!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 15:00

9 Smámynd: www.zordis.com

Heiða  Þórðar

Þú ert sko lík þessari töfrakonu!

Lúlla til 12 er sko ekki vandamál .... 

www.zordis.com, 23.8.2008 kl. 15:04

10 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Þú ert nú meiri kellingin.     ... að líkja þér við Marlyn Manson.   Hann er svoddan væmiltíta.

Marinó Már Marinósson, 23.8.2008 kl. 15:45

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

...og það fjölgar í bælinu

Heiða Þórðar, 23.8.2008 kl. 18:12

12 Smámynd: Ómar Ingi

Hringdu í mig græjum einhvern 4 þig

Þú líkist mest Pamelu í Dallas

Ræða það eikkað eða !!!!

Shiiiiiii

Ómar Ingi, 23.8.2008 kl. 18:24

13 Smámynd: Heidi Strand

Ertu ekki bara lík sjálfri þér?
 Og of ung fyrir Sinatra

Heidi Strand, 23.8.2008 kl. 18:27

14 Smámynd: Halla Rut

Hexia de Trix, frekjudós og ferð þínar eigin leiðir.

Halla Rut , 23.8.2008 kl. 19:47

15 Smámynd: Gísli Torfi

Heiða er Kleopatra með vængjum og dömubindi ... samþykkt og þinglýst af  neðri deild Alþingis og Alsherjarnefnd.

mbk  Gísli Gæsaskytta

Gísli Torfi, 23.8.2008 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband