Drepa kvikindið

Í morgun var það einfaldlega þannig að ég lá upp í mínu rúmi og horfði á klukkuna, illskulega...drápsaugum. Lokaði þeim þess á milli. Opnaði aftur nett og letilega og hallaði þeim aftur fljótt...vel og lengi.

Með þessa byrjun á annars ágætum degi (ykkar) var ekki við öðru að búast en framhaldið yrði frekar dapurlegt. 

Settist út í sólina með von um að úr rættist. Heyrði kallað úr fjarlægð;

-Er þetta ekki bara prinsessan...

...mér stökk ekki bros á hvorki efri eða neðri vörina, þegar ég svaraði fílulega og ákallaði guð í laumi fyrir ósvífnina að senda þennan gæja á mig;

-jú jú það er víst...

Gaur sem ég hafði verið að date-a fyrir um 10 árum síðan. Stundum held ég að ég hafi verið á sýrutrippi dauðans í fortíðinni. Held að flestum líði þannig.

Með neikvæða elementið í æðunum hugsaði ég;

-hvað er málið....búin að lita hárið á sér svart...ætli hann hafi litað punghárin líka?

-ahhhhhhhhhh...það er komið sumar Heiða...sagði hann um leið og hann settist við hlið mér.

Hvurslags....hann man hvað ég heiti...hugsaði ég. En mér er enn fyrirmunað að muna hvað hann heitir...

-já já það er víst....hvað er að frétta? 

Auðvitað og auðvitað var hann skilin, misskilin og torskilin...allt í bland -stútfullur af sjálfsvorkunarpúkum á meðan ég ákallaði djöful og púka í fílu minni...sat ég undir hverju lúxusvandamálinu á fætur öðru. Vinnan var erfið...kerlingin pest...verkir hér og þar og allstaðar og þegar ég stóð upp til að kveðja sagði hann;

-takk fyrir að hlusta ...veistu Heiða þú er yndisleg. Alveg einsog ég man eftir þér. 

 Og ég skammaðist mín fyrir að hugsa svona leiðinlega til hans.

Ég vona samt heitt og innilega að mér verði að ósk minni; þ.e. að ég hitti hann ekki í nánustu framtíð.

Þetta er annars svolítið merkilegt. Það er að ég hafi farið í fílu í dag...ég man ekki hvenær ég fór í fílu síðast. Alveg satt.  Vinkona mín sagði að þetta væri hreinsun Blush HREINSUN! Angry hvað er ég að hreinsa? kannski ég sé að bóna í mér innyflin! Errm Þvílíkt krap! Ég hinsvegar er þeirra skoðunar að þetta hafi verið flott! Þá kunni vinnufélagar að meta meira lund mína svona dagsdaglegaSmile hafi viðmiðWink og ég ætla að halda mér við þá visku.Cool

Þegar ég kom heim var kvikindi á stærð við bónuskjúkling á sumbli inn  í eldhúsi hjá mér. Hávær einsog traktor. Og er enn... 

...bið ykkur vel að lifa. Spurning með að halda áfram ferðalaginu Wink eða drepa kvikindið.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Æ grey kallinn.

Hvaða kjúklingakvikindi var þetta?

Jóna Á. Gísladóttir, 8.5.2008 kl. 20:39

2 Smámynd: www.zordis.com

Sumir dagar eru einfaldlega betur hannaðir fyrir hina!  Spurning um að rækta kvik yndið! 

www.zordis.com, 8.5.2008 kl. 21:19

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Býfluga

Heiða Þórðar, 8.5.2008 kl. 21:35

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Honey bee

Einar Bragi Bragason., 8.5.2008 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband