Ég elska sjálfa mig...

ÉG ER SNILLINGUR...ÉG ER SNILLINGUR! Kaffikannan mín þessi hreina og fína sem fór í uppþvottavélina og sýður vatnið alveg alein...  hún virkar!!!.... og ég dansa hérna núna um á bleiku náttbuxunum með vasaljósið í hendinni (batterýslaust) af botnlausri og einskærri hamingju!

Mér tókst að sigra lögmálið og nú eru mér allir vegir ekki bara bara færir...heldur greiðfærir!

--- 

...eða ekki...allt sló út núna rétt í þessu og á meðan ég bölsóttaðist út í myrkrinu og fálmaði leitandi að takkanum á rafmagnstöflunni... hugsaði ég;

-þú gefst ekki upp, taktu móður þína til fyrirmyndar Heiða Bergþóra; Þói, Tóti, Einsi, Gunni, Kalli, hundur, köttur og svín...einhverjir froskar......og ég stóð sem fastast og beið og aftur sló út...myrkrið umlukti mig enn einu sinni....þá tók ég á það ráð að halda takkanum upp...viss í minni sök að ég endaði sem sigurvegari...en svo tók skynseminn völdin (fjárans skynseminn) og ég viðurkenndi mig sigraða í vanmætti mínum....fyrir lögmálinu; ragmagn og vatn...neibb!  

En barnapúður virkar mjög vel yfir make samt....ekki hveiti...hef prufað það líka...ekki nema ykkur langi ógurlega til að kyssa einhvern gaur í tvær vikur ...þá er hveiti flott með dassi af svita... 

Annað;þetta með klór á freknur sem ég sagði ykkur frá hér um árið (mánuðinn) virkar ekki...ekki einu sinni á fæðingabletti... 

Alls ekki mála tau-stóla með vatnsmálningu...absolutly not...virkar ekki!

Og þegar ég hugsa um það þá er að verða ansi rúmt hérna í íbúðinni minni...búin að gefa flest öll fötin mín til bágstaddra -eyðileggja megnið af húsmunum...bæta og sauma fyrir flestallar músarholur...og er að verða einmanna. 

Ég er vel sett samt að því leytinu til, að vera 24/7 í bestasta félagsskap sem hægt er að hugsa sér! Jebb...þokkalega er ég vel sátt við hann. Félagsskapinn. Þ.e. minn eigin. OG ÞAÐ ER GEGGJAÐSLEGA GEGGJAÐ...að vera sáttur með sjálfri sér.

Ég segi nú ekki að ég geri mikið að því að segja sjálfri mér brandara og hlæi með mér. Gerir það annars nokkur nú til dags hvort eðer? Að segja brandara? Ég les ekki fyrir sjálfa mig upphátt...ég rabba nú ekki beinlínis um daginn og veginn við sjálfa mig. Ekki skiptist ég á skoðunum við mig. Skárri væri það nú vitfirringin. Ég sem er alltaf sammála sjálfri mér. Ég reyni ALDREI að hafa vit fyrir sjálfri mér, ég held að það sé nokkuð ljóst. Ekki rífst ég við sjálfa mig. Ég elska sjálfa mig.  En ég kúra þokkalega með sjálfri mér...og það er sko akkarút núll skítafíla af mér! Ekki vottur af svitalykt heldur. Ekki táfíla. Og svo fer ég aldrei í fílu.

Hvað er þá málið?

Málið er einfaldlega það að í dag sat ég úti með vinkonu minni með eðalkaffi í koppi. Hún hnippir í mig og segir;

-Vá Heiða sjáðu hvað þau eru ástfanginn...

-iss piss -þetta endist ekki út vikuna hjá þeim!

Og þegar ég er farin að hugsa svona...hvað þá að sigra hið óumflýjanlega...þá er eitthvað að.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Æi þetta með rafmagn og vatn! Ógeðslega þreytandi! Af hverju gátu þeir ekki fundið upp vatnshelt rafmagn!
Sko...settu kaffikönnuna á heitan miðstöðvarofn og láttu hana dúsa þar í amk sólarhring.... gæti gengið

Veit það af reynslu;)

Heiða B. Heiðars, 28.4.2008 kl. 23:41

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

hehe - búin að standa til þerris bölvuð í þrjá heila sólahringa! Uppþottavél og kaffikönnur eiga enga samleið. En ég prófa auðvitað aftur á morgun sko...

Takk fyrir hlý orð Helga mín

Heiða Þórðar, 28.4.2008 kl. 23:47

3 Smámynd: Gísli Torfi

Varstu að koma frá Þorrablóti Heiða mín

Gísli Torfi, 29.4.2008 kl. 05:11

4 Smámynd: www.zordis.com

Ég er búin ad reynda zetta nokkrum sinnum á fartölvunni minni ..... skvetti á hana úr glösum reglulega og kvik YNDID er mér dyggt og trútt!!!

Njóttu yndislegrar samveru sjálfsins ... zegar upp er stadid er zad einasta eindin sem er trygg og trú!

Knús inn í zennan líka flotta dag.  Aevintýrin gerast enn!

www.zordis.com, 29.4.2008 kl. 07:07

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kaupa nýja kaffikönnu og hætta svona stórhættulegum tilraunum stelpa.

Kostar kúk og kanil í Elkó.

Og ekkert kjaftæði.

Knús

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.4.2008 kl. 07:55

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já - ég þoli heldur ekki ástfangið fólk!

Leyfðu mér endilega að fylgjast með ef þú fattar hvað það er sem er að...... 

Hrönn Sigurðardóttir, 29.4.2008 kl. 08:55

7 Smámynd: Margrét M

eins gott að fara varlega í svonma tilraunir, sonur minn setti eitt sinn símann sinn með í þvottakörfuna og mamman þvoði með þeim afleiðingum að síminn virkaði ekki meira .. undarlegt ... á etta ekki að vera vatshelt

Margrét M, 29.4.2008 kl. 09:02

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Bara knús á þig.

Kristín Katla Árnadóttir, 29.4.2008 kl. 10:00

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha þú ert frábær.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.4.2008 kl. 13:10

10 Smámynd: Ásgerður

Þetta verður bara til þess að þú færð þér Senseo fyrr

Þú ert yndisleg

Ásgerður , 29.4.2008 kl. 15:19

11 Smámynd: Solla Guðjóns

heheh hollráð þín eru humm

Þú ert semsé að læra af reynslunni.Það er líka besti lærdómurinn.En þú þarft nú ekki að vera að reyna að afsanna staðreyndir

Solla Guðjóns, 29.4.2008 kl. 16:02

12 Smámynd: Gísli Hjálmar

Það er alltaf hægt að hætta að drekka kaffi. Enda bara óholt.

Miklu nær að venja sig á að taka lýsi. Allra meina bót.

Ég sé svona fyrir mér í framtíðinni að maður bjóði fólki heim í lýsi og kannski sólhatt og svoleiðis næringarefni. En ekki þetta endalausa kaffisull og sætabrauð sem er alla að drepa - allavega eftir því sem næringaþerapistar segja.

Já, lýsi er það heillin ...

Gísli Hjálmar , 29.4.2008 kl. 17:52

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Uss þetta er bara stórhættulegur leikur, en það veist þú nú alveg.
Skemmtilega snótin mín farðu nú bara og keyptu þér nýa könnu.
                                 Knús til þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.4.2008 kl. 18:21

14 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það er sko ekki leiðinlegt að vera einn með sjálfum sér. Get stundum náð að vera smáein ef feðgarnir eru sofnaðir þegar ég kem heim úr vinnunni. Svo get ég sagt þér eitt, það borgar sig ekki heldur að setja samlokugrill í uppþvottavélina, ekki nema þig langi alveg svakalega í nýtt.

Helga Magnúsdóttir, 29.4.2008 kl. 21:22

15 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 29.4.2008 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband