Sullumbull á sunnudagskvöldi í boði Heiðu...

Það eru algjör forréttindi að vera bara maður sjálfur. Það er tímasparnaður. Koma til dyranna allsber ef svo ber undir. Keyra um að gatslitnum túttum, nærbuxnalaus á snjódekkjum einum saman, undir sólinni.

Ég átti mann. Man ekki númer hvað hann var, enda aukaatriði. Sjálfsagt leyfði ég þeim öllum,  að halda að þeir væru númer eitt, á meðan á partýinu stóð. Eitt sem ég man eftir frá viðkomandi, var hvernig hann skipti um hlutverk eftir því við hvern hann talaði. Þegar vinir áttu í hlut varð hann dimmraddaður og gáfulegur...ef foreldrarnir hringdu varð hann að auðmjúkum heimskum kjúklingi. Þegar ég átti í hlut...ja svona ýmist töff - röff-töff - blíður og allt þar á milli. Þetta var leikari að guðsnáð. Vann nokkuð marga Óskarana frá mér fyrir snilldarleik - og leiki. Ég sat bara upprifin og fylgdist með, lék mitt aukahlutverk í bíómyndinni...og stóð mína plikt með sóma...eða þar til ég gerði uppreisn....reif mig upp af afturlöppunum til að freista gæfunnar í betri mynd...og það í aðalhlutverki.

Það hlýtur að vera tímafrekur andskoti að vera alltaf að skipta um hlutverk og gír...nema að manni sé það orðið svo eiginlegt, að maður er einsog sjálfskipt drusla ...sbr. Saxa, bílinn minn...ryðgaða, mígleka, geðstirða... og ljóta...sem aldrei aldrei fær nokkra virðingu, fyrir ómakið að vera bara einsog hann er. 

Mér dettur í framhaldi í hug svona uppskriftarpakka-dæmi í samskiptum við hitt kynið. Nú er einhver amerísk dama sem spýtir út úr sér snilldartöktum til íslenskra kvenna ( með amerískum hreim) hvernig eigi nú að negla þá...gaurana. (Hamar virkar ekki...)

Nei, nefnilega karlmenn eru veiðimenn...við erum...púff.... beitur,  hlýtur að vera ...

...ef karlmaður hringir ekki...þá áttu að ....ahhhhhh, mig minnir að fara bara að gera eitthvað annað...

...EN ALLS EKKI BÍÐA!...svo ef þú ert með einhvern sem þú ert spennt fyrir þá á maður að láta viðkomandi halda að maður sé á fullu spítti að date-a einhverja aðra útúm fjöll og firnindi...gildir þá einu hvort um ræðir; hrúta, svín eða geitur (held ég...) 

Ég fæ þessa pistla senda via e-mail...en viðurkenni hér með að ég hef ekki enn gefið mér tíma til að lesa nema bút úr þeim fimmtíu og átta sem ég á til á lager. En mín kæra vinkona spyr reglulega;

-Jæja Heiða mín, hvernig finnst þér? Það er þokkalega mikið til í þessu finnst þér ekki? ha? ha? ha?

-æi ég veit ekki...það er svo tímafrekur andskoti að vera svona útpældur...fara eftir einhverri uppskrift, hvernig maður á að vera í samskiptum...er ekki bara best að vera bara maður sjálfur...? ha?ha?ha?

Njótið komandi viku. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú hittir naglann á höfuðið í lokin, maður verður bara að vera maður sjálfur, annars er þetta glatað. Ég ætla að njóta næstu viku vona að þú gerir það líka dúllan mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.4.2008 kl. 22:35

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Oftast er það langþægilegast - að vera bara maður sjálfur

Megi þín vika verða góð líka! 

Hrönn Sigurðardóttir, 20.4.2008 kl. 22:43

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Og ég skulda þér ................Þú ert lang flottust

Einar Bragi Bragason., 20.4.2008 kl. 22:59

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Á núverandi tímum, þá forðast ég allar konur sem að vilja vera 'maður sjálfur'.

Steingrímur Helgason, 20.4.2008 kl. 23:20

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Hæj snúllan mín.Þú vogar þér ekki að vera einhver önnur en þú ert

Solla Guðjóns, 20.4.2008 kl. 23:26

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Eigðu góða vinnuviku sæta

Marta B Helgadóttir, 21.4.2008 kl. 00:05

7 identicon

Sæl Heiða mín.

Athyggliverður,kvöldpistill.

Megi Góður Guð vaka yfir þér dag og nótt og ekki gleymi ég þínum nánustu.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 05:39

8 identicon

Bara að fylgjast með hvað töffarinn er að skrifa. Alltaf gaman.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 09:55

9 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það er rétt hjá þér að ef maður ætlar að losna við karl er eina leiðin að segjast vera hrifin af öðrum. Það skilja þeir en geta alls ekki trúað því að verið sé að segja þeim upp vegna þess að þeir standi ekki undir þeim kröfum sem við gerum til þeirra.

Helga Magnúsdóttir, 21.4.2008 kl. 11:03

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hafðu það gott Heiða mín

Kristín Katla Árnadóttir, 21.4.2008 kl. 15:40

11 Smámynd: Ásgerður

Svo mikið rétt mín kæra

Ásgerður , 21.4.2008 kl. 16:58

12 Smámynd: Gísli Hjálmar

Ef ekkert fer að gerast hjá ykkur þá er þetta örugglega bara hommi sem þú er að fitla við - tilfinningalega séð ...

... þetta getur reyndar verið metrósexúal-maður. Þeir virkar svipað en eru ekki eins kvennalegir útá við. En eru annars mjög djúpir og tilfinninganæmir, og þeirra eina takmark í lífinu er fullkomið útlit. Allt annað er auka atriði - algjört auka atriði. 

Gísli Hjálmar , 21.4.2008 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband