Ég er ekki pera...

Ég var að tala við vinkonu mína fyrr í kvöld...og þegar ég er að segja henni frá hugmynd að sófa sem ég hef gengið með í maganum (ekki skrítið að maður sé ogguponsu framstæður) og mig langi til að búa til,  segir hún;

-Heiða, veistu þú er pera! 

-Pera?

Ég hugsaði að ég vildi nú frekar vera líkt við jarðaber eða einhvern örlítið meiri sexi ávöxt úr körfunni....EKKI FRIGGING PERU! Perur er ekki flottar að minu viti sko... og hefur lítið með sófann minn að gera...sem von bráðar stendur mér ljóslifandi fyrir sjónum í stofunni...

...allavega bætir hún við;

-já sko perur eru sífellt að fá einhverjar hugmyndir...en það er betra að vera sambland að einhverju öðru ...því hugmyndirnar koma ...en perum verður oft lítið úr verki.

Mér varð hugsað til teikniblokkarinnar minnar sem liggur mér á hægri hönd í rúminu mínu, með skissum af  fjöldan allan af kjólum sem ég hef verið að teikna undanfarnar nætur,  en ég er að fara að sauma kjól...sko fyrir mánaðarmótin næstu...málið er að ég get ómögulega valið,  hvern mig langar helst í.

Með hugann við skissurnar verður mér litið á sjónvarpið... þar sem snillingur er að mála stól...til að kveða hana í kútinn...

...þá  labba ég að langa skápnum í eldhúsinu og næ mér í hvíta málningu...með hana á eyranu (vinkonuna) sem reynir að draga úr vitleysunni...þar sem vatnsmálning þykir ekki heillavænleg á efni....blóta ég dósinni fyrir að vera með barnalæsingu...en næ að opna...og byrja að mála.

Ég er í þann mund að eignast þennan fína hvíta stól! 

 Hversu lengi er ekki gott að segja...

 En ég er engin fjárans pera!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Nei þú ert sko engin pera...Meira svona lár-pera kannski. Eða melóna troðfull af hugmyndaflugi og rúllar áfram í gegnum lífið í lit..hvítum!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.4.2008 kl. 20:38

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hehe peran þín

Jóna Á. Gísladóttir, 17.4.2008 kl. 20:55

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Var hún ekki að meina svona halógen-pera sem sjaldan slokknar á.

Knús á þig geisli

En sko að mála stól.....!!! það hef ég líka gert og enginn þorði að setjast í hann

Solla Guðjóns, 17.4.2008 kl. 22:34

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.4.2008 kl. 23:54

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Sko, hömm, húmm, já, eða þannig.

Þegar ég hef nú óafviljandi heyrt einhverjar tvær konur tala illa um einhverja þriðju fjarstadda, þá minnir mig að frazinn þessi gildi,

"Sko, hún er líka eins & illa bólgin pera í laginu, rassinn lærast alveg niður að ökkla, júnó..."

En, mér gæti náttúrlega líka hafa misheyrst..

Steingrímur Helgason, 18.4.2008 kl. 00:35

7 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

þá er ég epli

Einar Bragi Bragason., 18.4.2008 kl. 01:15

8 identicon

Viðverukvitt.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 01:58

9 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Þú ert ekki pera - þú ert "bjútífúl pípol"

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 18.4.2008 kl. 09:35

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hei, hvað er það með þig og hvíta málningu vúman?

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.4.2008 kl. 11:17

11 Smámynd: Gísli Hjálmar

Mér finnst Peran alltaf langbezti ávöxturinn ...

... yfirleitt óþroskuð, hörð og hreint ekki árennileg við fyrstu sýn. En þegar maður er búin að hafa hana á eldhúsborðinu í nokkra daga þá er hún æðisleg.

Hún er fyllilega þess virðið að henni sé gefin smá tími til að þroskast; og það frábært að fylgjast með þegar hún mýkist öll og verður girnilegri og girnilegri með hverjum deginum sem líður ...

... svo borðar maður hana með mikilli áfergju.

Það virðist  fátt vera í lífinu sem er án fórna.

Það er bara þannig ...

Gísli Hjálmar , 18.4.2008 kl. 16:57

12 Smámynd: www.zordis.com

Það er til málsháttur sem segist; eres la pera .... það er sammerki fyrir eitthvað æðislegt!

Kanski er vinkona þín spænsk fyrralífsvera

Þú ert langflottust, hvort sem þú ert í perugallanum eða kiwi gallanum ....

www.zordis.com, 18.4.2008 kl. 17:49

13 Smámynd: Ásgerður

Það er bara jákvætt að vera pera  hugmyndirnar flæða út um allt.

Þú ert æði,,,pera eða ekki

Ásgerður , 19.4.2008 kl. 11:35

14 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Perur lýsa allt upp í kringum sig, ljósaperur það er að segja.

Helga Magnúsdóttir, 19.4.2008 kl. 16:51

15 Smámynd: Þ Þorsteinsson

við þurfum ekki perur núna.

hér er pera

um ávöxt

frá mér

til þín.

Þ Þorsteinsson, 20.4.2008 kl. 10:10

16 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

   kvitt og knús 

Guðrún Jóhannesdóttir, 20.4.2008 kl. 12:48

17 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Jahá, þetta var skemmtilegt orðalag.

Steingerður Steinarsdóttir, 20.4.2008 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband