Held ég hafi gengið frá gaurnum...
15.4.2008 | 21:34
Vatnsberi: Regla dagsins hljóðar svo: Þú mátt bara hafa áhyggjur í fimm mínútur. Alveg sama hvaða peningakarlar eða leiðindaskjóður banka upp hjá þér.
Ykkur að segja þá gerði ég betur. Ég hafði áhyggjur í dag, í núll-mínútur max! Hvern fjárann leysir maður svosem með áhyggjum? Mér finnst einsog sumir mæli gæði síns sjálfs í því hversu miklar áhyggjur þeir hafa og það af allt og öllu. Þeir sömu, finnst þeir vera eitthvað afburða ábyrgir afþví að andlitið afmyndast í hrukkupoka útúm allt rassgat af áhyggjum! Fuck it! Áhyggjur my ass.
Ef maður nær að tileinka sér að vera þakklátur 24/7 þá er afar erfitt að vera áhyggjufullur í sömu andrá.
Nóttinn í draumaveröld minni var vægast sagt afar viðburðarrík. Efa þó að gæinn hafi verið vel upplagður í dag...þ.e.a.s. ef ég gekk ekki endalega frá honum...
Ég byrjaði daginn á að sofa nett yfir mig. Sturtan var í lágmarki þ.e. kroppasturta...make-uppið í sérflokki og hárið neglt upp með ryðfríum skrúfum á no time... og þegar ég svo sit á fundi skömmu seinna og sagt er við mig;
-vá flott á þér hárið Heiða! Ertu ekki lengi að setja það svona upp?
hugsaði ég; ljóta fíflið....en upphátt sagði ég og um leið og ég setti fæturnar í kross og teygði úr mér;
-nei nei -ekkert svooooooo skooooooo! Brosti hringinn...enda finnst mér algjör sóun að vera búin að fara í "hvíttun" á tönnum fyrir fleiri þúsundir án þess að leyfa ekki öðrum að njóta (ég var einhverveginn svona).
Ég fór á annan fund í dag (er í skemmtinefnd sko....) á kaffihús. Keypti mér risastóra og feita tertusneið og expresso kaffibolla ásamt dash-i af rjóma. Svo rétti ég fram kortið (bað guð og englana að sæti gaurinn myndi nú ekki kíkja á myndina).....hjúkkit! Hann gerði það ekki -en ég fékk synjun á kortið mitt.
-Úps, þú borgar bara, ég bíð þér næst...sagði ég við þá sem stóð mér næst.... og brosti mínu blíðasta, (svona sko ) þakklát fyrir að það versta í sögu dagsins hefði hugsanlega getað gerst þ.e. af gaurinn hefði kíkt á kortið. Gerðist ekki....
Annars var fundurinn ágætur en kakan mun betri. Kaffið toppaði fundinn og ég var þakklát og mett og södd og hamingjusöm þegar ég steig út í seinnipartinn minn með sólgleraugu sem náðu niður fyrir pilsið mitt....og þegar ég fattaði að þessi fundur var svo ómerkilegur að hann skilaði engu nema í hæsta máti kjaftablaðri var ég aftur þakklát fyrir þann dýrmæta tíma sem ég tók í að bæta blómum á minn rass. Og það for free...
...þegar heim kom gerði ég enn eina uppgvötunina; ég er lúxuspíka dauðans. Með blómin á rassinum lagðist ég uppí sófa og fékk mér blund. Þvílíkt og annað eins...ekki smuga að þessar kalóríur sem mér tókst að bæta á mig í dag ...hafi runnið eitthvað til.
Ég hef sagt það áður og segi það aftur! Lífið er fucking dásamlegt!
Athugasemdir
Mér finnst eins og sumir mæli gæði síns sjálfs í því hversu miklar áhyggjur þeir hafa og það af allt og öllu.
Snilldarsetning. Ég þekki svona fólk.
Alltaf jafngaman að lesa skrifin þín
Sammála þér með að lífið sé dásamlegt.
Anna Guðný , 15.4.2008 kl. 21:59
Hehe draumur minn var ástarbréf... frá "manni". Og eftir "lönsinn" í hádeginu datt mér ekki í hug einu sinni að rétta fram kortið - hefði örugglega verið klippt í sundur á staðnum. Lét bara bjóða mér og gekk frá því fyrirfram.
Annars ertu bara frábær - ég sé nefnilega kjúklingasalatið framan á mér síðan í hádeginu.
Linda Lea Bogadóttir, 15.4.2008 kl. 22:02
Já og lífið er "F" dásamlegt
Linda Lea Bogadóttir, 15.4.2008 kl. 22:03
Ég hallast að því að þú hafir rétt fyrir þér í því, þ.e. að lífið sé fucking dásamlegt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.4.2008 kl. 22:06
ég ætlaði að borða hjá þér ........en fann þig ekki
Einar Bragi Bragason., 15.4.2008 kl. 22:18
Viðverukvitt.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 22:56
afþví að andlitið afmyndast í hrukkupoka útúm allt rassgat af áhyggjum! Fuck it! Áhyggjur my ass.
....Lífið væri litlaust án þín.
Snilldarfærsla.
Solla Guðjóns, 16.4.2008 kl. 00:06
Jamm, lífið er til að njóta þess.
Steingerður Steinarsdóttir, 16.4.2008 kl. 17:44
Lífið er allt of stutt til að hafa áhyggjur, þetta reddast hvort eð er einhvern veginn.
Helga Magnúsdóttir, 16.4.2008 kl. 18:52
Ein tertusneið á milli kvenna, hvað er nú það lúxuspía.
www.zordis.com, 16.4.2008 kl. 19:46
Hæ skonsan mín
mér dugðu 3 mín. í dag fyrir áhyggjur, er svo létt og kát, verst var að lesa um þessa tertusneið svona seint að kvöldi mig langar í eina núna STRAX, eins gott að það er ekkert til
góða nótt yndið mitt 
Ásdís Sigurðardóttir, 16.4.2008 kl. 23:29
Sammála áhyggjur eru algjörlega óþarfar og óásættanlegar. Fara bæði illa með magann og bakið líka. Knús á þig inn í daginn Heiða mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2008 kl. 10:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.