Vona að þið springið í loft upp!

Ég hitti mjög margt og mjög áhugavert fólk, oft. Stundum sjaldnar. Stundum hitti ég fólk líka sem inniheldur lítið sem ekkert. Það er bara þannig. Stundum gefur fólk mér óendanlega mikið án þess að gefa mér neitt. Það er einsog það er. Stundum eftir samskipti við fólk, líður mér einsog sköllóttu hænurassgati. Alveg satt. Stundum líður mér einsog ruslatunnu. þ.e. þegar fólk drullar útúr sér einhverjum óskapnaði, löngum stundum, sem ég hef takmarkan áhuga á að hlusta á. En aldrei líður mér einsog brundtunnu núorðið (afar ósmekklega orðað, heyrði þetta um daginn og hét því með sjálfri mér að ég skildi einhverntíma nota þetta subbuorðatiltæki).

Svo heyrði ég líka um daginn;

-Heiða þú veist ég geri allt fyrir þig, nema eitt?

-nú? og hvað er þetta eina?

-það er það sem við gerum saman....

Ég hef ekki enn notað þennan, en það kemur aðþví.

Ég hitti trúmann um daginn og hann lagði mikla áherslu á að  nauðsyn þess að gefa tíund. Ég bað hann að rökstyðja og hann sagði það; að það eitt að gefa tíund af launum sínum kæmi margfalt tilbaka. Til manns sjálfs.

Ég reyndi eitthvað að rökræða við þennan trúheita mann. Benti á að ef maður væri að gefa og ætlast til að fá það tífalt eða meira til baka væri gjöfin ekki gefin með hreinu hjarta, heldur af sjálfselsku einni saman.... og svo bætti ég við;

-ef ég ætti tíund launa mína afgangs um hver mánaðarmót væri ég vel sett félagi. Hvað með að bros getur dimmu eytt og í dagsljós breytt? Mér finnst ég nú ekkert vera spör á brosin mín sko...

-já Heiða en það er alls ekkert það sama!

-svo er talað um að tíminn sé það dýrmætast sem við eigum. Mér finnst ég alveg vera að gefa plenty af tíma mínum í einhverja, tíma sem ég gæti eytt í sjálfan mig sem dæmi. 

Já, það er samt ekki það sama. 

Þessi yndislegi maður stendur fast á sínu um að peningaframlag skuli það vera... 

Ég er alls ekkert nísk...mér finnst þetta bara svolítið skjóta skökku við.

Ætla að sofa á þessu í nótt...leyfi ykkur að fylgjast með ef ég verð einhvers vísari.

Eigið yndislegan mánudag - betri þriðjudag - bestan miðvikudag og á fimmtudag -vona ég að þið springið i loft upp -af einskærri hamingju!  Wizard

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

já já ég elska þig líka

Einar Bragi Bragason., 14.4.2008 kl. 00:31

2 Smámynd: Gísli Torfi

Já Tíundin

já ég mun eiga góða viku  ..enda að fara í skemmtilegt Kot í viku á Miðvikudag

Gísli Torfi, 14.4.2008 kl. 03:06

3 Smámynd: Anna Gísladóttir

Takk sömuleiðis

Anna Gísladóttir, 14.4.2008 kl. 03:41

4 Smámynd: Fiðrildi

Guð hvað ég er sammála þér með tíundina. 

Fiðrildi, 14.4.2008 kl. 08:45

5 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þetta er alveg rétt hjá þér. Ef gjöf er gefin til að fá hana tífalt til baka er hún ekki gefin af einlækni.

Steingerður Steinarsdóttir, 14.4.2008 kl. 10:17

6 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

...þú líka....

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 14.4.2008 kl. 12:52

7 Smámynd: Gísli Hjálmar

Það eiga allir að gefa tíund. Allt annað er níska - ekkert nema helvítis níska, eigingirni og heiðingjaháttur og kannski svo miklu meira en það ... eða þannig. Og það á ekki heima í þessu Guðs blessaða samfélagi.

Hvað skyldi Guð gera fyrir mig í dag?

Amen ...

Gísli Hjálmar , 14.4.2008 kl. 16:13

8 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Er ekki sagt að ef vinstri höndin eigi ekki að vita af því þegar sú hægri gefur? Þetta finnst mér ekki beint vera kristilegt hugarfar að ætlast til að fá gjöfina tífalt til baka.

Helga Magnúsdóttir, 14.4.2008 kl. 17:12

9 Smámynd: Anna J. Óskarsdóttir

úfff..no comment..(eða jú kannski smá).    Er persónulega algjörlega á móti því að fólk (sérstaklega það sem hefur ekki mikið á milli handanna)  sé að "gefa" tíund af launum sínum.  

Hefur fólk ekki lesið greinar um aðra sem hafa gefið allt sitt til síns "safnaðar" og endað á hausnum.  Eða er það bara bull....hmmmm

Ég er ekki á móti sértrúarsöfnuðum yfir höfuð og ef það hjálpar fólki að taka á sínum málum þá er það mjög gott, en ekki er ég á leið í slíkan.  

Ekki misskilja mig, ég hef trú og bið næstum daglega fyrir ýmsu, en bara ein með sjálfri mér

Anna J. Óskarsdóttir, 14.4.2008 kl. 18:51

10 Smámynd: Anna J. Óskarsdóttir

já og sömuleiðis Heiða mín  eigðu mjög góða viku

Anna J. Óskarsdóttir, 14.4.2008 kl. 18:51

11 Smámynd: Anna J. Óskarsdóttir

Æi... ég er kannski ekki algjörlega á móti því að fólk gefi af launum sínum, eeen það þarf að "eiga fyrir því"   

ehhehehehheheh  blaðrið í mér

Anna J. Óskarsdóttir, 14.4.2008 kl. 18:53

12 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Hæ dúlla, nú er ég búin að lesa þrjú blogg og fimmtíu komment hjá þér. Þú ert allt of dugleg að blogga hahah Flott að þú fékkst svar frá Margréti, drapst nokkrar mömmur með augunum og sármóðgaðir vinkonu þína með því að gefa í skin að hún hefði fitnað Af tíund er ég algjörlega á móti og sértrúarsöfnuðum líka, ég styð það að gefa, en vill þá gefa af heilum hug en ekki til að fá það til baka. Ég gef þegar ég get og vil og í þeirri von að það komi að góðum notum fyrir viðkomandi en ekki mig

Margar knúsur og klemmur til þín frá mér

Sigrún Friðriksdóttir, 14.4.2008 kl. 20:08

13 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Í morgun fékk ség sendan tölvupóst í vinnuna sem var svona: 

Gleðilega vinnuviku mín fagra vinkona.

Það er gamall skólabróðir og einlægur aðdáandi sem sendir nákvæmlega þessi sömu skilaboð til mín nokkrum sinnum á ári, alltaf á mánudagsmorgnum. Held reyndar að hann sendi þetta til allra sinna fallegu vinkvenna en mér finnst þetta samt rosa sætt. :) :)

Eigðu góða viku Heiða bjútí

Marta B Helgadóttir, 15.4.2008 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband