Ég fann fyrir pjöllunni í dag

Mikil rosaleg forréttindi sem það eru að vera með pjöllu! Segi það satt...ekki að ég hafi fundið eitthvað sérstaklega fyrir henni í ísköldum bílnum þegar ég var að keyra frá vinnu. Nei, miklu heldur aðeins seinna.

Þegar ég kom úr vinnunni í dag blasti við mér eitt stykki snjóhús á hjólum. Ég hugsaði til míns "sérlega ráðgjafa" varðandi mín bílamál og sá hann fyrir mér í huganum á aðfangadag þegar hann gaf mér jólagjöf. Pakkinn innihélt forljóta húfu og enn ljótari flíshanska. Ég starði á hann í undrun og sagði ekki eitt aukatekið orð en var þó með opin munninn niður á brjóst. Hva! Engu líkara var að hann hefði fært mér dauðan kött til að hafa á hausnum...-hvað á ég að gera við þetta? spurði ég loks og setti upp beyglað bros með andlit afmyndað af hryllingi.

Þetta áttu að hafa í bílnum Heiða mín!

Ráðgjafinn er svona "þú-tryggir-ekki-eftir-á-týpa...sem ÉG ER ALLS EKKI! Segir mér fregnir af veðri - veðurguðum og vindum dag hvern...minnir mig á að klæða mig vel, skipta út sumardekkjunum...og spyr svo;

-ertu ekki með húfuna og hanskana í bílnum?

Ef ég næ ekki að snúa útúr umræðuefninu lýg ég umbúðarlaust og segi -jú jú auðvitað.

Í dag sem alla aðra daga var húfugarmurinn og hanskarnir í neðstu skúffunni heima hjá mér á ganginum nánar, og hefur verið síðan horbjóðurinn barst í hús.

Ég tiplaði þarna fyrir utan bílinn og þó ég væri alls ekkert að hugsa um kynlíf, muldraði ég samt með sjálfri mér; Fuck, fuck og aftur fuck...bætti svo við einu netti SHIT-i á fuckið! Afþví ég hafði fengið snjó ofaní leðurstígvélið mitt, ma.

Ég bjó til tvö lítil gægjugöt á framrúðuna...einhverjar rákir til hliðana og á afturrúðuna...og þarna sem ég renndi frá vinnunni á næstu bensínstöð...einsog rækja...kengbogin á sumardekkjunum......hugsaði ég um það eitt að innan skamms yrði ég búin að hækka verðgildi bílsins um heilar 3000 kr.

Gaurinn á bensínstöðinni sagði:

-Heyrðu, veistu að löggan er í átaki núna...þeir eru að sekta bíla ef rúðurnar eru ekki vel skafaðar um 5000 kall?

Ég setti upp pjöllusvipinn minn og brosti og segi;

-er það...úps....hva er þetta ekki nógu vel gert hjá mér eða....? svona hálf álku- og heimskuleg.

-jú jú...þetta er fínt hjá þér...hann brosti.

Svo dældi hann og loks bankaði hann á rúðuna.

-ertu að fara langt vinan?

-nei ekkert svo...bara hérna upp í xxxxxxxxxxx.

-skelltu þér út í kant, ég skal skafa bílinn fyrir þig.

-í alvöru? (voða hissa en samt ekkert hissa) Gvuuuuuuuð, hvað þú ert nice....takk kærlega fyrir!

-ekkert mál, ekkert mál. Tannlaust bros.

Ég renndi mér út í kant og þegar ég fylgdist með tveimur gæjum hamast með kúst á snjóþungum bílnum. Þá fann ég fyrir henni...

...pjöllunniCool

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Austfjörð

ég held það þurfi að útskýra jafnréttishugtakið út í ystu æsar fyrir þessum bensín"tillum" ;)

Ævar Austfjörð, 16.1.2008 kl. 23:15

2 identicon

Well,var þetta á Shell.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 23:20

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Select

Heiða Þórðar, 16.1.2008 kl. 23:22

4 Smámynd: www.zordis.com

Hlý og grallaralega pjölla.  That´s the way girly ......

www.zordis.com, 16.1.2008 kl. 23:26

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

It's In The Way That U Use It ...

Steingrímur Helgason, 16.1.2008 kl. 23:47

6 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Svona þjónustu fá aðeins konur með volga pjöllu Heiða... Mér voru bara boðnar fíla-karalmellur... síðast þegar ég opnaði munninn á bensínstöðinni.  Hvað segir það mér ! Jú að ég þurfi að beina spjótum mínum niður í milli læranna - aftur - alveg hætt því nebbla.

Linda Lea Bogadóttir, 16.1.2008 kl. 23:47

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

FUCKING FÍLAKARAMELLUR! Þú ert að gera eitthvað alveg bandvitlaust! Filakaramellur...er í kasti og rúmlega það!!!!

Komdu til mín daglega elskan, gæti kannski kennt þér sittlítið af hverju.... en common FÍLAKARAMELLUR

Heiða Þórðar, 16.1.2008 kl. 23:50

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Á Select er allt perfect.  Þú ert nú meiri stelpu pjöllan, ég reyndar notaði þetta trikk í denn og það var margur bensín titturinn sem féll fyrir mér.  Ótrúlega hvað er hægt að blikka þessar elskur upp úr skónum    Sex  Sex

Ásdís Sigurðardóttir, 16.1.2008 kl. 23:53

9 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Haha ég veit Heiða þetta er nottla algjör bömmer. Ég mæti - sennilega best fyrir helgi ...

Linda Lea Bogadóttir, 17.1.2008 kl. 00:09

10 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Máttur pjöllunar er mikill

Einar Bragi Bragason., 17.1.2008 kl. 00:52

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.1.2008 kl. 01:04

12 Smámynd: Gísli Torfi

The VipeTheWindowsGuys er þarfir  þjónar ....færð svo  check á oil and a dollar gas frítt með þarna í Select.... Annars er ég kannski spes en þessi saga mynti mig á Stoke City ... poppaði bara strax upp.. ( þeir unnu einu sinni neðrideildarbikarkeppnina í Englandi þegar GÞ var manager keppnin hét "Sjálfvirka framrúðu-bikarkeppnin"

Gísli Torfi, 17.1.2008 kl. 03:13

13 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég ætlaði bara að láta þig vita af heimsókn minni og samtímis hrósa þér fyrir flotta hausmynd.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 17.1.2008 kl. 08:22

14 identicon

Ég þarf að setjupp pjöllusvipinn, bíllinn minn er horfinn í snjó...

Maddý (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 08:24

15 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sunna Dóra Möller, 17.1.2008 kl. 09:05

16 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, hver þarf vettlinga þegar hægt er að nota karlmenn til þess brúks sem þeir voru skapaðir til.

Steingerður Steinarsdóttir, 17.1.2008 kl. 10:08

17 identicon

Ég hef reynt blikkið, en ekkert gekk. Mér fer berst að spila mig hálfvita þegar ég þarf eitthvað tengt bílnum, en alltaf skal ég borga fyrir. Ég hef ekki pjöllu og get ekki spilað henni út ... en ég er alltaf til í að nota litla slökkviliðsmanna-svipinn ... ef það gæti hjálpað!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 11:02

18 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

þetta er að sjálfsögðu mun þægilegra og skemmtilegra en að nota "horbjóðinn" hehehehehe, en svona erum við sem vinnum á þessum bensínstöðvum, aaaalltaf tilbúin að rétta hjálparhönd

Guðrún Jóhannesdóttir, 17.1.2008 kl. 11:27

19 Smámynd: Heiða  Þórðar

út með tippið bara! Pjöllur eru dásamlegar

Heiða Þórðar, 17.1.2008 kl. 11:27

20 Smámynd: Þ Þorsteinsson

æ,æ,væ,jæ  vona að þið hafið það gott,  mjög hreinskilinn kona og fyndinn af þér verður það ekki tekið, þökk sé þér.

Þ Þorsteinsson, 17.1.2008 kl. 14:42

21 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

pjöllur gefa lífinu lit

Brjánn Guðjónsson, 17.1.2008 kl. 17:04

22 Smámynd: Ásgerður

HAHA er í kasti hérna , það sem þér dettur í hug, yndislegt alveg

Ásgerður , 17.1.2008 kl. 17:24

23 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Hæ Heiða sætasta

Katrín Ósk Adamsdóttir, 17.1.2008 kl. 18:00

24 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Æj það er svo gott að finna fyrir henni.......

Hrönn Sigurðardóttir, 17.1.2008 kl. 20:55

25 identicon

Makalaust...skemmtileg lesning.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 21:34

26 Smámynd: Solla Guðjóns

Ætlarðu að drepa mig úr hlátri pjöllan þín

Solla Guðjóns, 17.1.2008 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband