Misharðir koddar

Laus og liðugur! hvaðan kemur þetta liðugur? Er maður skilgreindur í sambandi: frosin í heljartökum og fastur eða....? ég er alveg liðug og laus og ekki laus. Fuckit!

Annars sá ég grein í Blaðinu í vikunni í sambandi við kaup á nýjum kodda. Afspyrnu lélega og asnalega grein. Lét hana nett pirra mig í svona 30sec...en hef alveg hugsað um hana síðan.

Semsé...ég fór (ekki) sem heilalaus neytandi (ekki) að kaupa mér kodda (ekki). Samkvæmt greininni eru til margir og mismunandi koddar. Harðir, mjúkir og allt þar á milli. Með það í farateskinu að ég ætti ekki að kaupa samskonar kodda einsog vinur minn eða vinkona...þótt viðkomandi koddi hentaði þeim....neeeeeeeii....ég á sko að prófa fjárans koddann áður en ég splæsi í hann!

Jebb prófa!...sumir koddar nefnilega gætu valdið mér höfuðverk og áverkum held ég barasta....í huganum er ég búin að fara í verslunarleiðangur að velja kodda. Sé fyrir mér andlit afgreiðslufólks þegar ég segi:

- má ég prófa þennan kodda?

Leggst á gólfið eða í útstillingarrúmið með koddann og tek nettan átta klukkustundarlúr á honum...vakna svo og segi;

-nei þessi hentar mér ekki, er með hálsríg...gæti ég fengið að prófa annan, örlítið mýkri takk?

...þegar ég væri komin koddahringinn er næsta víst að ég væri orðin vel úthvíld í útvöldum rúmum bæjarins og sjálfsagt atvinnulaus í þokkabót.

PRÓFA KODDANN!? Er verið að fíflast í mér eða....

Þið verðið bara að taka orð mín fyrir þessu:.... hafa fjóra til sex stk. kodda í rúminu, einsog ég geri.

Misharða. Einn til að lesa á .... annan til að sofa á og svo má ekki gleyma þeim sem maður hefur(mjúkan) í fanginu á meðan maður sefur...og annan heldur harðari á milli lappanna.

Svínflott alveg hreint ...enda er þetta ein af ástæðunum fyrir því að ég á svo erfitt með að sparka mér á fætur á hverjum morgni.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

koddaknús

Guðrún Jóhannesdóttir, 13.1.2008 kl. 00:20

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Kannast við þetta sem þú segir !Misharða. Einn til að lesa á .... annan til að sofa á og svo má ekki gleyma þeim sem maður hefur(mjúkan) í fanginu á meðan maður sefur...og annan heldur harðari á milli lappanna."

Góða helgi!

Edda Agnarsdóttir, 13.1.2008 kl. 00:55

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Í mínu einstaka sérinnflutta ameríska fangarúmi sem að rúmar líklega rúmlega stórt meðalsvefnherbergi í borg er að finna tvær mismunandi tveggja fermetra sængur, & einhverja 10-15 kodda af mismunandi stífleika & gerðum.

Ég bara vil hafa það svona,,,

Hinir í rúminu eru rúmlega sammála ..

Á að ....

Steingrímur Helgason, 13.1.2008 kl. 01:00

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég hef aldrei verið með hálsríg fyrr enn ég keypti einn kodda sem átti að forma sig eftir höfðinu og vera pottþéttur.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.1.2008 kl. 01:00

5 Smámynd: www.zordis.com

Ég harðneitaði að leggjast upp í rúmm og máta kodda .... engin höfuðhlíf né annað og allar þessar blóðþyrstu höfuðlýs í gangi ... eiga bara slatta og einn af hverjum!

Argintætuknús á koddann þinn .....

www.zordis.com, 13.1.2008 kl. 01:19

6 identicon

   Hæ,Heiða mín.

Koddavandamál þekki ég .þetta er eiginlega lífstíðarvandamál. Hálsrígur og öll sagan sem fylgir hausríg og draumfarir,hausverkur allt svona til skiftis.En ég ætla að vona að þetta lagist.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 02:14

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Er að telja mína kodda.....

júbb, fjórir! Eða fimm?

Hrönn Sigurðardóttir, 13.1.2008 kl. 09:35

8 Smámynd: Gísli Torfi

var að telja mína ég er með 5 stk en nota aðallega tvo  hinir eru svona uppá lookið .. en mikið hló ég af útskýringum þínum á notkunargildum koddana þinna :) þú ert eins og Michael Jordan "ekki hægt"

Eigðu góðann dag Heiða mín... vona að ég rekist á þig og Sóldísi með hundinn sinn bráðlega ...

Gísli Torfi, 13.1.2008 kl. 09:50

9 Smámynd: Hugarfluga

Einmitt!! Ég er nebblega sjálf með fullt af koddum í mínu rúmi .. misharða ... og það er málið!  Ekki einhvern einn kodda með meirapróf! Þvílíkt bull!

Hugarfluga, 13.1.2008 kl. 13:10

10 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Allir í koddaslag,,,hið árlega koddaslagkeppni moggabloggar verður haldið á heimili Heiðu Þórðar .............þú ert langflottust.

Einar Bragi Bragason., 13.1.2008 kl. 15:32

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þegar ég kynntist núverandi eiginmanni var hann mjög undrandi á öllum þessum mismunandi koddum sem fundust í mínu rúmi og einnig hjá börnunum, ég komsat að því að við sváfum ekki í rúmum fjölskyldan, heldur hreiðrum. Það hefur loðað við mig síðan fyrri maðurinn minn dó, að hafa rúmin extra hlýleg og ég heimfærði það auðvitað á börnin. Semsagt við sofum í hreiðrum lágmark 4-6 koddar á mann og mismunandi notagildi eftir því hvað er í gangi.  Því fleiri koddar því betra ekki spurning.   Pillow  PillowPillowPillowPillow

Ásdís Sigurðardóttir, 13.1.2008 kl. 17:25

12 Smámynd: Ásgerður

Ég sef nú bara með tvo kodda  , annan undir höfðinu og hinn á milli lappanna.

Ásgerður , 13.1.2008 kl. 17:49

13 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Góður koddi er nauðsynlegur í rúmi... ef engin öxl er til að kúra á alla vega.

Linda Lea Bogadóttir, 13.1.2008 kl. 20:15

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Axlir eru harðar og ekkert gott að kúra á þeim! Snúa sér bara á hina hliðina eins hratt og hægt er án þess að vera áberandi og velja sér kodda

Hrönn Sigurðardóttir, 13.1.2008 kl. 21:26

15 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þú komst með það Hrönnsla

Heiða Þórðar, 13.1.2008 kl. 21:49

16 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Hahaha LOL alltaf jafn hressandi að koma hingað Ég taldi, er með 2 í rúminu mín megin, karl og einn kodda hinumeginn og svo einn hinumeginn við hann til að gripa í ef ég vill horfa á TV og á svo örugglega 8 - 10 aukakodda svona ef það skildu koma gestir eða ég færi í svona hreiður stuð eins og hjá Ásdísi.

Klems

Sigrún Friðriksdóttir, 13.1.2008 kl. 22:37

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir þetta, þarna kviknaði hugmynd.  Farin í koddabúðir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.1.2008 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband