Fjölgar í fjölskyldunni minni

Jæja stækkaði í fjölskyldunni í gær....hvolpur mættur á staðinn. Retriver. Flottur. Ónefndur...hefur ekki skitið einum litlum í eitt einasta horn, stendur bara þarna og starir...heyrist ekki múkk í kvikindinu og borðar ekki neitt.

Þegar strákurinn minn var að alast upp fékk hann auðvitað þau dýr sem hann óskaði eftir með bláu augunum nánast einum saman...flest enduðu þau á himnaríki hjá forfeðrum sínum sælla minninga, sökum vanrækslu stráksa...mér fannst svona eitthvað uppeldis-point í því að láta hann bera ábyrgð á dýrunum...mér er minnistæðastur kötturinn; Jóhannes Arason...ég hlæ núna  að minningunni með augunum.

Þegar þetta var þaulreynt og  hann farinn að drekkja fiskum í fiskabúrum, gat ég ekki gert þá kröfu á hann að hann myndi einhverju sinni  hugsa um hunda eða ketti, eðlur og apa.  Brá ég á það ráð að setja lifandi pottaplöntu í gluggann í herberginu....-þetta blóm er á þína ábyrgð Ari minn sagði ég ábúðarfullt og minnti hann á að vökva og röfla lítið eitt í leiðinni...og þá helst tóma dellu. Blómin drápust hvert á fætur öðru...meira að segja silki- og plastblómin...-mamma, tuðaði  hann þetta blómadrasl  er fyrir stelpur!

Þau að ég sé orðin leið á gæludýrum skal jafnt yfir bæði börnin ganga...hún fær allavega að reyna...þrátt fyrir ungan aldur. 

Nýji hundirnn verður sem sé á ábyrgð þriggja ára dóttur minnar, hún sér um að gefa honum að borða, fara með hann í labbitúra, klappa honum og kenna honum að pissa og kúka úti...hann má alls ekki fara úr hárum...enda þoli ég ekki hár um allt. Hann má ekki kuka eða pissa inni...og alls ekki gelta á miðjum nóttum...og alls ekki hitt og alls ekki þetta...

...byrjunin lofar góðu einsog ég sagði...heyrist ekki múkk...stendur stjarfur ennþá er að skoða umhverfið og stimpla sig inn i partýið....og kannski  er hann svona rólegur kvikindið af því ég er ekki búin að kaupa battery í fjarstýringunaWink

...en eitt tiny little probleme kom upp....Sóldís mín vill endilega fara með hundinn í bæjarferð og í Kringluna um komandi helgi....og þessi augu, þetta bros fá mig til að gera allskonar vitleysurnar með henni get eg sagt ykkur. Látið ykkur ekki bregða ef þíð sjáið okkar tvær, mig með útroðið veskið af batterýum og hana hlaupandi hlæjandi skríkjandi með beikt veski og hund í eftirdragi...þá er markmiðinu náð.

Njótið komandi helgi elskurnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þ Þorsteinsson

Sæl    frábær penni og ef bókinn þín verður í einhverji líkingu við þetta mun mér ekki leiðast,  er viss um að hún kemur einhven timan, legg nafnið á minnið.

Hafðu það gott

Þ Þorsteinsson, 10.1.2008 kl. 07:50

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

takk...hún kemur hún kemur alveg satt...

Heiða Þórðar, 10.1.2008 kl. 07:53

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Væri alveg til í að mæta svona skrúðgöngu í Kringlu vorri.

Þröstur Unnar, 10.1.2008 kl. 09:07

4 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Stórkostlegt... Ég ætla að athuga hvort það er on/off takki á Ronju minni. En ég fer svo sjaldan í Mollið... viltu senda mér sms þegar þið mæðgur farið af stað?  Ég verð að fá að sjá þetta !

Linda Lea Bogadóttir, 10.1.2008 kl. 09:32

5 identicon

Hvolpar, mýs og kanínur.  Þú hefur verið með svipuð augu og börnin þín elskan. Og þetta er bara það  sem ég tók þátt í að plata ömmu Siggu til að leifa okkur að hafa. Er sjálf með svona háradreifara (labrador) til átta ára og bara undarlegt að enn skuli vera eftir eitthvað hár á mér eftir miklar hárreytingar

Harpa Eiríksdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 09:32

6 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Til hamingju með soninn.

Georg Eiður Arnarson, 10.1.2008 kl. 11:17

7 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

he he hrökk fyrst í kút..hvað andsk er hún nú að bralla....en snilld.......það eru greinileg margir hlutir sem ganga fyrir batteríum á heimilum einstæðra mæðra.....þið ætturð að fá skatta afslátt.

Einar Bragi Bragason., 10.1.2008 kl. 11:30

8 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

www.alster.nu

Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.1.2008 kl. 11:30

9 identicon

woffffffffffffffffffffffff uhrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrgrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrVOFF.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 11:31

10 Smámynd: Margrét M

til hamingju með doksa

Margrét M, 10.1.2008 kl. 13:36

11 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Til hamingju með hundinn Heiða mín

Kristín Katla Árnadóttir, 10.1.2008 kl. 16:44

12 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Til hamingju með hvutta! ...hlakka til að heyra nafnið, ég tala nú ekki um ef það er eitthvað í líkingu við nafnið á kettinu...

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 10.1.2008 kl. 17:43

13 Smámynd: Fiðrildi

 ohhh . . ég var búin að ákveða kommentið í byrjun færslunnar.  Hún átti að vera "elsku Heiða . . ef það kemur að því að uppeldið klikkar, þá talaðu við mig áður en himnaríkisvist er athuguð . . . en þá kom ég að batteríunum   Til hamingju engu að síður . . og auðvitað fari þið með hann í kringluna.  Bara krúttlegt.

Fiðrildi, 10.1.2008 kl. 18:52

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Auðvitað tekurðu hundinn með í Kringluna, þó það nú væri, Sóldís þarf að sýna honum heiminn.  Knús til ykkar.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.1.2008 kl. 21:03

15 identicon

hann á að heita Helgi er það ekki ?

svo kemur út svona bók eins og eftir Imbu Sig ekki slæmt ekki satt?kv gamall nágranni ömmu þinnar 

Jógó (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 22:46

16 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 11.1.2008 kl. 09:10

17 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þetta er svosem ein leið til að fara í hundana....

Steingrímur Helgason, 11.1.2008 kl. 18:49

18 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Góða helgi!

Edda Agnarsdóttir, 11.1.2008 kl. 22:13

19 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Til hamingju með stækunnina, endilega látu taka mynd handa mér af ykkur þegar þið farið um helgina, ég bara VERÐ að sjá. Vildi annars óska þér og þínum gleiðlegs og hamingjuríks árs dúllan mín.

Risa klem og knús frá mér til þín

Sigrún Friðriksdóttir, 12.1.2008 kl. 01:08

20 identicon

Ég ætlaði einmitt að finna mér eiginmann með þessum sömu eiginleikum og þú vilt hafa hundinn þinn...

Maddý (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 13:34

21 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

góða skemmtun í Kringluferð

Guðrún Jóhannesdóttir, 13.1.2008 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband