Nei þýðir nei...

Ég mætti henni/honum á "veröndinni" þar sem ég bý, í dag. Hef reynt að forðast hana/hann (ljótt - skammastu þín Heiða) síðan ég vissi að hún/hann bjó í hinum endanum á "lengjunni. Tekist það alveg hingað til. Hélt reyndar að "hún/hann" og hennar/hans búalið væri flutt...á fjöll...

...svo er kallað;

-HEIÐA!

Ég lít við og sé "hana/hann"....

-hæ...(með litlu hái...)...ég hugsaði...OHHHHH! Damn...

Við eigum ekkert óuppgert...ekkert sökótt...alls ekkert...nema mér leiðist viðkomandi OGURLEGA.. 

Byrjuð að skreyta?

-já já...inni bara...er ekkert farin að troða gleðinni á gangandi vegfarendur ennþá...

-ég er gjörsamlega að tapa mér...

svo er sagt;

-Hey skelltu þér í Rúmfatalagerinn...það er svo hrikalega heitt þar inni...þú ert akkúrat klædd fyrir það...!

Eftir að hafa verið kysst í kaf og kvödd... leit ég niður á svartan örlítið flegin prjónakjól og hvítan frekar þykkan jakka... leðurklædd frá kálfum og niður í tær... og frá úlnliðum og fram í fingurgóma. Hvað meinar manneskjan eiginlega?

Of léttklædd? nógu fín? ófín? eða...? svo hugsaði ég með sjálfri mér, að alveg sama hvað sagt hefði verið á þessari stundu ....ég hefði túlkað það á neikvæðan hátt.  Með loforð frá mér uppá vasann um "kaffihitting" rölti viðkomandi heim syngjandi glaður...og ég pirruð út í sjálfa mig.

Afhverju var ég pirruð? afþví ég sagði ekki nei þegar mig langaði að segja nei.

Þetta litla þriggja stafa orð sem maður notar þegar maður stendur með sjálfum sér er mér stundum svoooo erfitt að nota. Kannski ég vilji ekki særa viðkomandi. En ég er betri en ég var....

---

Stundum virkar nei bara alls ekki einsog í þessu tilfelli;

Í mig var hringt og mér boðið á jólahlaðborð þessa helgi. Ég sagði NEI, helginni ætlaði ég að eyða með stelpunni minni og bara henni...ok....fullur skilningur.

Ekki betri þó en svo.... að ég fæ annað símtal....

-búin að redda pössun?

-nei og ætla mér ekki að gera það...hvað er málið?

-Nei jólahlaðborðið manstu?

-ég er ekki að fara með þér MANSTU?

-já hva....þú hefur gott afþví að komast aðeins út...

-NEI!

-láttu ekki svona....

-NEI-NEI-NEI!

...eftir leiðindaþvarg lagði ég á...

...frameftir kvöldi héldu skilaboð áfram að berast eða þar til ég slökkti á símanum...sem stundum er minn allra versti óvinur.

Sumir skilja ekki NEI og aðrir kunna ekki að segja NEI...ég er í seinna liðinu...

Njótið komandi viku ...uppfulla af gjöfum og kærleik Heart

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Undarlegt hvernig hægt er að stimpla fólk leiðinlegt bara ef það vill ekki vera jafn sauðdrukkið og "hinir". Svo er verið að tala um pressu á unglingana.....

Jafningapressa væri nær!!!

Hrönn Sigurðardóttir, 2.12.2007 kl. 20:34

2 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Hallgrímur Óli Helgason, 2.12.2007 kl. 21:50

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Ný mynd hvað hvenar komu þessi gráu hár. Gressin biður að heilsa.

Georg Eiður Arnarson, 2.12.2007 kl. 22:53

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Gott hjá þér.............ánægður með þig...

Einar Bragi Bragason., 2.12.2007 kl. 23:42

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þakka sömuleiðis, fröken Heiða!

Þú fjallaðir reyndar aðeins um þetta sama varðandi ríka útlendingin, hann linnti heldur ekki látum og hlustaði ekki á neitanir. Því sama sagan, nema hvað Heiða er ekki söm og fyrr!

Magnús Geir Guðmundsson, 3.12.2007 kl. 00:51

6 Smámynd: Gísli Torfi

Heiða mín þú ert náttúrulega skildulesning hef ekki komið núna hér inn í 2 daga og var ekki að fatta hvað vantaði í þessa 2 daga... fattaði það núna... knús til þín ljúfa prinssesa....

Gísli Torfi, 3.12.2007 kl. 09:30

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú sagðir þó nei í seinna skiptið og stóðst við það Heiða mín, maður verður að eiga það sem maður á.  Hitt tilvikið má segja að með því að segja ekki nei, hefurðu glatt sál, sem greinilega vill vera í þinni návist, eða er ef til vill einmana, og sér í þér góða manneskju sem gæti verið svar við því.  Þannig eru oft samskiptin, þau fara stundum fram á tilfiinningaskalanum, þar sem hin andlega athygli er lesin.  Knús á þig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.12.2007 kl. 12:55

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Það er sem ég hef sagt áður og annars staðar, Ásthildur er hin aðlaðandi og ekki bara það, heldur líka skörp!

Magnús Geir Guðmundsson, 3.12.2007 kl. 13:36

9 Smámynd: Margrét M


dugleg þú að standa við nei-ið

Margrét M, 3.12.2007 kl. 14:24

10 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Flott nýja myndin af þér skvísa  Ég ætla að vona að þú hafir komist úr stígvélinu þínu elskan  

Katrín Ósk Adamsdóttir, 3.12.2007 kl. 17:51

11 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já þú ert dugleg að segja nei gott hjá þér ég er þessi já manneskja get aldrei sagt NEI.

Kristín Katla Árnadóttir, 3.12.2007 kl. 17:56

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þakka þér hlý orð Magnús Geir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.12.2007 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband