Þú færð það aldrei!

Jæja það er komin tími á hana. Dónafærsluna mína, er engan veginn að standa mína plikt hérna og verð seint sæmd dónaorðu moggabloggara...ef ég fer ekki að taka á honum stóra mínum.

Nú fer klukkan senn að slá í miðnætti og ég ætla rétt að vona að hjú og húsbændur, samkynhneigðir og gagnkynhneigðir, tvíkynhneigðir og einkynhneigðir hafi það notalegt...séu komin uppí og láti vel að hvort öðru. Eða sjálfu sér. Með ljósin kveikt. Helst með 100 W rússneska ljósaperu dinglandi í loftinu. Hárómantísku augnablikin á skurðstofu LSH.

Guð er húmoristi. Hann skapaði konuna og manninn rétt einsog bíla. Karlmenn eru 8 sílendra tryllitæki...inngjöfin í botn og búnir. Konur eru díselbílar þurfa tíma til að hitna og komast í gang. Semsagt þegar maðurinn er kominn á áfangastað er konan rétt byrjuð að roðna í vöngum...eða komast í gírinn.

Tala ekki af reynslu....einsog ég hef minnst á hér...er ég afar víðlesinn.

Ég veit ekki afhverju en einhvernveginn dettur mér í hug þetta augnablik elskenda...þegar hann er búin og hún er ekki búin. Hvað segir hún?...kannski; -svona svona elskan...þetta er allt í lagi kúturinn minn, þetta gengur betur næst...eða hann; -alltaf sama vandamálið með þig kerling, þú færð það aldrei!

Var að tala við einn kunningja í kvöld og hann segir allt í einu; Heiða fer það eitthvað í taugarnar á þér að ég skuli vera svona glaður? Ég svara; -nei að sjálfsögðu ekki, það er gott að vera glaður...hef bara aldrei séð þig glaðan svo ég muni....en svo bætti ég við; -ef mér liði ekki svona vel sjálfri...þá færi það sjálfsagt í taugarnar á mér.

Svona einsog þegar maður keyrir niður eða labbar Laugarveginn á fallegu sumarkvöldi og sér ekkert nema ástfangið fólk og þegar maður er það ekki sjálfur, ekki einu sinni hrifin (eða ég...) hugsa ég stundum afundin og örlítið snúin : -iss piss,  þetta endist ekki út kvöldið...

Það er annars yndislegast að vera sáttur. Sáttur við Guð og menn. Sáttur við sjálfan sig. Þá er maður fyrst tilbúin að taka við ástinni...held ég.

Mér er að förlast...ég var nú bara alls ekkert dónaleg í kvöld.

Bíð öllum góða nótt inn í nóttina....dreymi ykkur bara fallega og vel...að ógleymdu;

megi allir ykkar draumar rætast... held ég mínir muni geri það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Takk fyrir það .....það vantar greinilega fl saxa í heiminn... hmmm hmmm við erum svo andskoti tunguliprir......:)

Einar Bragi Bragason., 28.11.2007 kl. 00:05

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

já koma svo.... tvöfalda þetta þrefalt Saxi tungulipri....

Heiða Þórðar, 28.11.2007 kl. 00:08

3 Smámynd: www.zordis.com

Þú ert krútt víðlesna kona!  kNús og og og hjartans lifandi skelfings óskir um að allar þínar óskir rætist ( allt góðar og vel gerðar ) love love love ...

Það er tvennt best í heimi og það er ..............  +

Húmor og Amor!

Ef hvorugt gengur upp í lífinu þá er spurningin um að fá sér 2 hamstra!

www.zordis.com, 28.11.2007 kl. 00:18

4 identicon

Góð færsla.   JAHA,   hvurnig bíl fæ ég mér næst eða fæ gefins? Þetta með draumana  er góð hugsun hjá þér.EF ég mætti ráða. Þá myndi ég eins og skot FLOKKA  þá og það segi ég satt.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 04:35

5 Smámynd: Gísli Torfi

Góð Heiða ... kv Baltimore Celebið

Gísli Torfi, 28.11.2007 kl. 05:01

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég var búin að setja mig í stellingar við að lesa krassandi færslu sem reyndist svo bara afskaplega ljúf og falleg!

Nei ég varð ekkert fyrir vonbrigðum þú ert æðisleg

Huld S. Ringsted, 28.11.2007 kl. 08:38

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

eigiði góðan dag kæru bloggvinir og vinir

Heiða Þórðar, 28.11.2007 kl. 08:53

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Af hverju endar tvennt það bezta í heimi bæði á mor? Humor Amor.........

Ætli morrinn hafi ekki verið neitt vondur í múmínlandi? Kannski var hann bestur í rúminu og allir voru bara afbrýðissamir...............

Bezt að leggjast í pælingar

Hrönn Sigurðardóttir, 28.11.2007 kl. 10:16

9 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þetta var indæll pistill. Hafðu það gott Heiða mín.

Steingerður Steinarsdóttir, 28.11.2007 kl. 11:36

10 identicon

Já þetta var indæll pistill. Kveðja

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 12:56

11 Smámynd: Solla Guðjóns

Þú færð allavega ekki dónaorðuna fyrir þettagóð samlíking samt.dreymir ekki alla kalla um beibskiptar  98 oktan bensínkonur með flækju

Eigðu góðan dag skotturófa.

Solla Guðjóns, 28.11.2007 kl. 13:24

12 Smámynd: Margrét M

Margrét M, 28.11.2007 kl. 13:31

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flottust ertu Heiða mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.11.2007 kl. 15:58

14 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

frábær færsla..... en verð að hryggja þig með því að þú færð sjálfsagt ekki dónaorðuna fyrir hana......

Fanney Björg Karlsdóttir, 28.11.2007 kl. 18:07

15 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég var að vonast eftir aðeins dónalegri færslu  Eins og venjulega var gaman að lesa það sem þú skrifar.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.11.2007 kl. 20:51

16 Smámynd: Þröstur Unnar

Það dónalegasta við færsluna var að hún var ekki dónaleg.

Þröstur Unnar, 28.11.2007 kl. 21:14

17 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Einhvern tíma heyrði ég að fólk er ekki tilbúið fyrir ástina fyrr en það finnur að það þarf nákvæmlega ekkert á henni að halda. Held það sé mikill sannleikur í því.

Flott færsla

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 28.11.2007 kl. 22:11

18 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert yndisleg Heiða mín knús til þín.

Kristín Katla Árnadóttir, 28.11.2007 kl. 22:19

19 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Hallgrímur Óli Helgason, 28.11.2007 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband