Sváfu prúðir við hliðina á mér...

Síðustu tvö morgna hafa þeir verið alveg til friðs. Sváfu prúðir við hliðina á mér og kúrðu hljóðir. Bara sætir og spakir. Bleiki og blái púkinn. Ég er ánægð með þá...

...annað gildir með símann. Á morgnanna finnst mér hringinginn frekjulegri en vanalega. Vekjaraklukkan á gemsanum er einsog falskur og  skerandi klukknahljómur. En með fullri vitund og  góðri samvisku skildi ég þá báða eftir inn í stofu í gærkveldi...

... auðvitað er það mitt fyrsta verk að kíkja á missed calls-in mín. Og hringja til baka.

-Heiða,  hvaðan pöntum við ruslapoka?

-Hvenær kemur kálið?

-Fáum við útborgað fyrir eða eftir helgi?

-Var að spá í hvort þú gætir klippt mig í dag?

-Afhverju er búið að fresta fundinum?

------

Maður hugsar eitt augnablik um að maður sé ómissandi. Sem er auðvitað þvílík fásinna. Engin er ómissandi.

Kannski drullufúlt þannig ...og þá auðvitað dettur mér eitthvað í hug...einsog þetta;

Ef maður er ekki ómissandi þá hlýtur fólk að koma í annars mann stað, líka í/úr sundurtættum og rifnum ástarsamböndum.

Ég sé fyrir mér karlinn að labba með hundinn sem hittir konunna úr þarnæsta húsi. Hún er einnig með hund. Hundarnir láta vel að hvor öðrum, þau kinka kolli til hvors annars, kurteisislega. Þegandi samkomulag ríkir á milli þeirra að hittast á sama stað á sama tíma, daginn eftir. Og daginn þar á eftir og ......og ......og....

Eftir þrjátíuogþrjú skipti er hann farin að segja henni frá vandamálum heima fyrir. Að kerlinginn sé náttúrulaus. Alltaf að rífast í sér útaf engu. Hún horfir samúðarfullu augnaráði á hárið sem er farið að þynnast. Allt bannsettri kerlingunni hans að kenna. Hún segir honum að karlinn sinn vinni alltof mikið. Sofni alltaf strax á eftir og að forleikurinn sé enginn....Hann horfir blítt á barminn sem er við það að springa undan wonder-bra brjóstarhaldaranum og heldur te-pokunum í skefjum og frá hnéskeljunum.

Þau haldast í hendur það sem eftir lifir leiðar. Undir stjörnubjörtum himni, taka þau áhrifaríka ákvörðun um að ást þeirra sé sönn og þau skuli taka drulluna og skítinn úr fyrri samböndum og baka góða súkkulaðitertu.

Sem verði eins ljúffeng og ævi þeirra saman.

Það segir sig sjálft að þegar fólk hoppar úr einu sambandi í annað, án þess að vinna úr vandamálunum þess fyrra; þá fara bölvaðir hundarnir að rífast, allt fer í hundana og súkkulaðið bráðnar og verður að engu...Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hEYRÐ,hEIÐA MÍN ÞETTA ER Í SENN BÆÐI SKONDIN OG GRAFALVARLEG FÆRSLA. HkANNSKI ER ÞÉR AÐ RATAST SATT ORÐ Í MUNN,ÞETTA MEÐ HUNDANA.TALA NÚ EKKI UM ÞEGAR ALLT ER KOMIÐ Í HUNDANA.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 12:38

2 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

góðar pælingar eins og alltaf Heiða mín . Knús til þín og vonandi áttu yndislegan dag framundna

p.s var ég búin að segja þér hvað þú ert sæt?

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 27.11.2007 kl. 12:38

3 identicon

Eitthvað fór stafsetningin á flakk.  Sorry.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 12:40

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Svo rétt......

....svo rétt

Hrönn Sigurðardóttir, 27.11.2007 kl. 12:51

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Yndislegan dag til ykkar allra....sæta fólkið mitt.

Heiða Þórðar, 27.11.2007 kl. 13:00

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Barasta asskoti góð lýsing hjá þér

Halldór Egill Guðnason, 27.11.2007 kl. 14:28

7 Smámynd: Fiðrildi

 Já ég er greinilega bara að ganga rétta leið með hundinn minn.  Hitti enga og ékki bakað súkkulaðiköku með neinum.

Fiðrildi, 27.11.2007 kl. 21:22

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Knús á þig

Kristín Katla Árnadóttir, 27.11.2007 kl. 21:26

9 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þarf að fá mér hund hmm hm

Einar Bragi Bragason., 27.11.2007 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband