Eingöngu góða sögu og þakkir af frábæru starfsfólki

Núna er á  hraðspóli til baka inní minningarpoka fortíðar, til dagsins 10. okt 2004. Þá fæddist dóttir mín langt fyrir áætlaðan fæðingardag.

Ég lét tilleiðast að mér yrði skutlað á sjúkrahúsið með netta bumbu vegna blæðinga og verkja í baki. Lítið vissi ég, en rauninn reyndist að ég var komin með 10 í útvíkkun og þurfti að framkvæma bráðakeisara í hvelli.

Sem og var gert. Ég var ekki svæfð. Sá þegar litla píslinn var tekin og hlupið með hana í burtu hið snarasta.

Þrátt fyrir örvinglan...og tilfinngarlegt uppnám þá eru minningarnar af starfsfólki á bráðmóttökunni eingöngu af hinu góða. Vissulega mátti ég ekki koma fyrr en eftir klukkan eitt á daginn en minnist þess ekki að hafa agnúsast eitthvað yfir því, eða að það hafi skyggt á gleði mína yfir því hversu vel litla Sólin mín dafnaði, dag frá degi í umsjón afburðarstarfsfólks Lsh. Og mín og föður hennar. En þar dvöldum við í rúma 2 mánuði.

Ég á eingöngu góðar minningar og góða sögu af frábæru og faglegu starfsliði vökudeildar LSH.

Og færi ég þeim þakkir mínar.

 

 


mbl.is Fékk ekki að sjá nýfæddan son sinn strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já,segi ég og tala þá fyrir mig.  Maður gleymir svo oft að ÞAKKA. Ég velti þessu oft fyrir mér.  Þakka þér fyrir mig.  NJÓTTU DAGSINS.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 11:50

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æi svo sætt 

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.11.2007 kl. 15:07

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Og þú ert enn sú sama..................

Einar Bragi Bragason., 27.11.2007 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband